Bætt við valkosti án jarðganga vegna fjölda athugasemda

Vegagerðin hefur bætt við nýjum valkosti áformaðrar færslu hringvegarins í Mýrdal. Sá liggur samhliða núverandi vegi og norðan við Víkurþorp og gerir því ekki ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall.

Þeir valkostir sem verða til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum ásamt athugunarsvæði. Nýi valkosturinn, 4b, er gula línan.
Þeir valkostir sem verða til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum ásamt athugunarsvæði. Nýi valkosturinn, 4b, er gula línan.
Auglýsing

Vega­gerðin hefur bætt við nýjum val­kosti áform­aðrar færslu hring­veg­ar­ins í Mýr­dal. Sá liggur sam­hliða núver­andi vegi og norðan við Vík­ur­þorp og gerir því ekki ráð fyrir jarð­göngum í gegnum Reyn­is­fjall.

Í kjöl­far umsagna og athuga­semda sem bár­ust á síð­asta ári við drög Vega­gerð­ar­innar að mats­á­ætlun nýs hring­vegar í Mýr­dal ákvað stofn­unin að bæta við einum val­kosti. Í aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps er ný veg­lína dregin með­fram strönd­inni og í jarð­göngum í gegnum Reyn­is­fjall. Það gagn­rýna margir og benda m.a. á hið við­kvæma og sér­stæða líf­ríki Dyr­hóla­ósa, sem fjórir val­kostir gera ráð fyrir að veg­ur­inn liggi við eða yfir. Einnig er bent á land­rof og sand­fok í Vík­ur­fjöru, mik­inn kostnað við gangna­gerð og til­heyr­andi rask og ásýnd­ar­breyt­ingar í nágrenni nokk­urra helstu nátt­úruperla Íslands.

Innan og í nágrenni hins fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæðis með­fram strönd­inni eru svæði sem njóta vernd­ar, m.a. vegna fugla­lífs og jarð­myndana. Dyr­hólaey er friðland fugla, Dyr­hólaós er á nátt­úru­minja­skrá vegna sjáv­ar­leirna með sér­stæðum lífs­skil­yrðum og austur af Vík er alþjóð­lega mik­il­vægt fugla­svæði (IBA), Vík­ur­hamr­ar.

Auglýsing

Í nýrri mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­inn­ar, sem Vega­gerðin hefur lagt fram til Skipu­lags­stofn­unar, kemur hvergi fram að sú leið sem dregin er upp á aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins sé aðal­val­kost­ur. Sá kostur er þó merktur „val­kostur 1“ og á einum stað segir að vegur um Mýr­dal við Dyr­hólaós sé tal­inn „bæta umferð­ar­ör­yggi og útrýma erf­iðum far­ar­tálma í vetr­ar­veðrum á leið­inni frá Hell­is­heiði til Reyð­ar­fjarð­ar“.

Einnig kemur skýrt fram að við umhverf­is­mat­ið, sem mats­á­ætlun er eitt skref í, sé miðað við sömu mark­mið og komi fram í aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps: Að „megin for­senda sveit­ar­fé­lags­ins fyrir færslu og stað­setn­ingu hring­veg­ar­ins er að með því verði hann greið­fær lág­lendis­vegur í stað vegar um hættu­legar brekkur og mis­vinda­samt svæði. Auk þess sem veg­ur­inn er færður út úr þétt­býl­inu í Vík og stytt­ist um 3 km“.

Sam­bæri­legra gagna aflað um alla kosti

Í svörum við athuga­semd­um, sem birtar eru í við­auka mats­á­ætl­un­ar­innar, er hins vegar ítrekað að í mat­inu sé gerð grein fyrir raun­hæfum val­kostum og þeir bornir saman með til­liti til umhverf­is­á­hrifa. Aflað verði sam­bæri­legra gagna um þá alla „til að tryggja sam­an­burð­ar­hæfni í umhverf­is­mat­in­u“. Ákvörðun um aðal­val­kost muni svo m.a. byggja á upp­lýs­ingum sem safnað er, lögum um mat á umhverf­is­á­hrif­um, vega­lögum og lögum um nátt­úru­vernd.

Valkostir vegarins og verndarsvæði. Mynd: Vegagerðin

367 umsagnir og athuga­semdir við mats­á­ætl­un­ar­drögin bár­ust Vega­gerð­inni, ýmist frá íbúum og öðrum ein­stak­ling­um, sam­tök­um, fyr­ir­tækjum og stofn­un­um. Margar bár­ust í gegnum vefsjá verk­efn­is­ins sem er nýlunda hjá stofn­un­inni. Ýmsar breyt­ingar og við­bætur voru gerðar á áætl­un­inni í kjöl­far­ið. Ein sú stærsta er sú að bætt er við val­kosti sem gerir m.a. ráð fyrir að nýr vegur liggi sam­hliða núver­andi hring­vegi um Mýr­dal og að núver­andi vegur verði hlið­ar­vegur með heim- og tún­teng­ingum.

Frek­ari rann­sóknir á Dyr­hóla­ósi

Í kjöl­far umsagna Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar og Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands var svo ákveðið að bæta við sér­stakri rann­sókn á líf­ríki Dyr­hóla­óss­ins og nær­liggj­andi straum­vatna. Einnig verður í umhverf­is­mats­skýrslu, sem er næsta skref í ferl­inu, gerð grein fyrir mögu­legum áhrifum val­kosta á skuld­bind­ingar Íslands í lofts­lags­mál­um.

Dyrhólaós. Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Eftir athuga­semdir frá Veð­ur­stofu Íslands verður skerpt á umfjöllun um nátt­úru­vá, m.a. hættu á miklum ofan­flóðum við mögu­leg jarð­göng. Að sama skapi verður skerpt á fram­kvæmda­lýs­ingu og mats­spurn­ingum og myndefni hefur verið upp­fært. Rann­sókn­ar­tíma­bil á fugla­lífi var lengt vegna ábend­inga þar að lút­andi og ekki er lengur talað um núver­andi veg sem „fjall­veg“ enda fer hann hæst í 119 metra yfir sjáv­ar­máli.

Vega­gerðin mun láta vinna þrí­vídd­ar­líkan af val­kost­um, líkt og Land­vernd og fleiri aðilar ósk­uðu eft­ir, auk þess sem unnar verða ásýnd­ar­myndir sem gefa til kynna útlit jarð­ganga og vega­gerðar eftir að fram­kvæmdum lýk­ur.

Slysa­tíðni á veg­inum um Vík yfir með­al­tali

Hring­veg­ur­inn liggur nú um Gatna­brún og að hluta í 10-12 pró­sent halla með var­huga­verðum beygj­um. Einnig liggur hann í gegnum þétt­býlið í Vík.

Taflan sýnir slys á hringveginum austan Víkur (1-b2), Um Vík (1-b3) og vestan Víkur (1-b4) á tímabilinu 2014-2018. Mynd: Vegagerðin)

Umræða um færslu eða vega­bætur á þessum slóðum hefur staðið lengi en auk­ist á síð­ustu árum sam­hliða vax­andi umferð. End­ur­bóta er þörf svo veg­ur­inn upp­fylli veg­hönn­un­ar­reglur Vega­gerð­ar­inn­ar. Jafn­framt hefur þétt­býlið í Vík stækkað með til­heyr­andi umferð veg­far­enda yfir og við veg­inn. Með­alslysa­tíðni á veg­inum í gegnum Vík á tíma­bil­inu 2014-2018 er umtals­vert hærri en með­alslysa­tíðni á þjóð­vegum í þétt­býli á land­inu öllu. Á kafl­anum vestan Víkur er slysa­tíðnin nokkru hærri en á þjóð­vegum í dreif­býli en á veg­inum austan Víkur er hún aðeins lægri.

Áfram er gert ráð fyrir umferð­ar­aukn­ingu um svæðið en þó ekki eins mik­illi og und­an­farin ár.

Margir val­kostir um legu veg­ar­ins eða end­ur­bætur hafa verið nefndir til sög­unnar síð­ustu árin en Vega­gerðin ætlar að meta umhverf­is­á­hrif sjö slíkra kosta. Fjórir þeirra gera ráð fyrir jarð­göngum í Reyn­is­fjalli.

Val­kostur 1

Sam­kvæmt skipu­lags­línu. Veg­línan liggur sunnan Geita­fjalls að vest­an­verðu, með­fram Dyr­hóla­ósi sem er á nátt­úru­minja­skrá, og í göngum sunn­ar­lega um Reyn­is­fjall. Austan Reyn­is­fjalls liggur leiðin með­fram sjó og sam­ein­ast núver­andi vegi í Vík. Einnig er til skoð­unar að fara með veg­lín­una austar og tengj­ast veg­inum austan við þétt­býl­ið.

Val­kostur 1b

Útfærsla á skipu­lags­línu. Í tengslum við for­hönnun hefur skipu­lags­línan verið útfærð og henni hnikrað til á nokkrum stöðum vegna veg­tækni­legra atriða.

Val­kostur 2

Norður fyrir Geita­fjall. Veg­línan liggur í vestri norður fyrir Geita­fjall, yfir ræktað land í Reyn­is­hverfi en sam­ein­ast veg­línu val­kosts 1 fyrir ofan ósinn og liggur líkt og hann um göng sunn­ar­lega um Reyn­is­fjall. Veg­ur­inn teng­ist svo núver­andi vegi austan við þétt­býlið í Vík.

Val­kostur 3

Þverun Dyr­hóla­óss. Veg­línan er að hluta til sam­bæri­leg val­kosti 1 en í stað þess að taka sveigju norður fyrir ósinn er ósinn þver­aður að hluta.

Val­kostur 4

Lag­fær­ingar á núver­andi vegi. Kost­ur­inn felur í sér lag­fær­ingar á núver­andi veg­línu með mark­mið fram­kvæmdar í huga. Veg­ur­inn er bættur við Geita­fjall og Gatna­brún og lagður norðan við þétt­býlið í Vík. Fjallað er um kost­inn í umhverf­is­skýrslu Aðal­skipu­lag Mýr­dals­hrepps 2012-2028 og kemur þar fram að sveit­ar­stjórn telji að þrátt fyrir breyt­ingar á núver­andi veg­línu þá sé kost­ur­inn ekki raun­hæfur þar sem hann er ekki tal­inn upp­fylla mark­mið um öruggan heils­árs­veg.

Val­kostur 4b

Frek­ari lag­fær­ingar á núver­andi vegi. Val­kostur 4b er útfærsla af val­kosti 4 og gerir ráð fyrir að nýr vegur liggi sam­hliða núver­andi Hring­vegi um Mýr­dal og að núver­andi Hring­vegur verði hlið­ar­vegur með heim- og tún­teng­ingum. Þessum kosti var bætt við í kjöl­far athuga­semda.

Val­kostur 5

Útfærsla á núll­kosti. Um er að ræða útfærslu á núll­kosti austan Reyn­is­fjalls, og val­kosti 4 eða 4b vestan Reyn­is­fjalls. Þessum val­kosti var einnig bætt við í kjöl­far athuga­semda. Vega­gerðin telur hann þó ekki ákjós­an­legan með til­liti til umferð­ar­ör­yggis og þeirrar stefnu að færa hring­veg út fyrir þétt­býli, og er hann fyrst og fremst settur fram til sam­an­burðar í umhverf­is­mat­inu.

Verði einn sá kosta val­inn sem gera ráð fyrir jarð­göngum í gegnum Reyn­is­fjall reiknar Vega­gerðin með að þau verði 1,3-1,5 kíló­metrar að lengd auk veg­skála sem þurfa að vera nokkuð langir vegna hættu á ofan­flóð­um. Gert er ráð fyrir að fara inn í fjallið að austan í yfir 10 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og yfir í 8 metra hæð vestan meg­in.

Varn­ar­garður þyrfti að vera 7,5 metra hár

Er jarð­göng­unum sleppir austan megin fjalls­ins myndi veg­ur­inn liggja um Vík­ur­fjöru. Gert er ráð fyrir tvennum und­ir­göngum til að tryggja aðgengi gang­andi, hjólandi og hesta­um­ferðar frá Vík og niður í fjör­una. Með­fram veg­inum þyrfti að vera varn­ar­garð­ur. Þar sem rann­sókn á stöð­ug­leika strand­ar­innar stendur enn yfir er ekki hægt að fast­setja hæð mann­virkj­anna en fyrstu drög benda til þess að lág­marks­hæð veg­ar­ins þyrfti að vera um 5,7 m.y.s. og varn­ar­garðs­ins að austan um 7,5 m.y.s.

Vega­gerðin bendir á í svörum sínum við athuga­semdum að fjár­mögnun á fram­kvæmd­inni sjálfri liggi ekki fyr­ir. Und­ir­bún­ing fram­kvæmdar sé að finna í gild­andi sam­göngu­á­ætlun og þar komi jafn­framt fram að leitað verði leiða til að fjár­magna fram­kvæmd í sam­starfi við einka­að­ila. „Sú vinna hefur ekki farið fram.“

Auglýsing

Allir geta kynnt sér mats­á­ætl­un­ina og veitt umsögn. Umsagnir skulu vera skrif­legar og ber­ast eigi síðar en 27. jan­úar 2022 til Skipu­lags­stofn­unar bréfleiðis eða með tölvu­pósti á skipu­lag@­skipu­lag.­is.

Gert er ráð fyrir að kynn­ing­ar­tími á umhverf­is­mats­skýrslu verði nú á vor­mán­uðum og að álit Skipu­lags­stofn­un­ar, síð­asta skrefið í umhverf­is­mats­ferl­inu, liggi fyrir í haust. Þá er hægt að hefja umsókn­ar­ferli vegna fram­kvæmda­leyf­is. Ráð­gert er að fram­kvæmdir geti haf­ist árið 2023 og taki um þrjú ár.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent