Vinstri græn dala frá kosningum og Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins

Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna hefur dregist saman frá síðustu kosningum og mælist nú minna en þeir fengu í kosningunum 2017. Miðflokkurinn heldur áfram að dala og stuðningur við flokkinn hefur aldrei mælst minni í könnunum Gallup.

Píratar hafa bætt við sig mestu fylgi þeirra flokka sem eru á þingi frá kosningum. Vinstri græn hafa dalað nokkuð og mælast nú nánast jafn stór og Samfylkingin.
Píratar hafa bætt við sig mestu fylgi þeirra flokka sem eru á þingi frá kosningum. Vinstri græn hafa dalað nokkuð og mælast nú nánast jafn stór og Samfylkingin.
Auglýsing

Í lok des­em­ber 2017, þegar fyrstu ára­mót eftir þing­kosn­ing­arnar það ár stóðu fyrir dyr­um, var sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja 54,3 pró­sent. Þá sögð­ust 25,1 pró­sent lands­manna styðja Sjálf­stæð­is­flokk­inn, 17,3 pró­sent Vinstri græn og 11,9 pró­sent Fram­sókn­ar­flokk­inn. Þá mæld­ust þeir með meira fylgi en þeir fengu sam­tals 52,9 pró­sent í kosn­ing­unum í lok októ­ber 2017.

Nú, fjórum árum síðar og við fyrstu ára­mót eftir þing­kosn­ing­arnar haustið 2021, er staðan að nokkru leyti öðru­vísi. Flokk­arnir þrír end­ur­nýj­uðu stjórn­ar­sam­starf sitt þrátt fyrir að bæði Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokkur hefðu tapað fylgi í kosn­ing­un­um. Stóri sig­ur­veg­ari þeirra var Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sem bætti meira við sig en sam­starfs­flokk­arnir töp­uðu. Sam­an­lagt fengu þeir nákvæm­lega sama fylgi og þeir mæld­ust með í lok árs 2017 þegar talið var upp úr kjör­köss­un­um, eða 54,3 pró­sent atkvæða. 

Auglýsing
Í nýj­ustu könnun Gallup, sem gerð var 1. til 30. des­em­ber, kemur fram að 51,6 pró­sent aðspurðra myndu kjósa rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Stjórnin fer því verr af stað en hún gerði á fyrsta kjör­tíma­bili sínu og hefur tapað nokkrum pró­sentu­stigum frá því í kosn­ing­unum síð­ast­liðið haust. Mest munar um að fylgi Vinstri grænna hefur dreg­ist tölu­vert sam­an, eða um tvö pró­sentu­stig. Það mælist nú 10,6 pró­sent og hefur ein­ungis einu sinni mælst minna síðan í jan­úar 2020. Það var skömmu fyrir síð­ustu kosn­ingar þegar 10,2 pró­sent kjós­enda sögð­ust styðja flokk­inn.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn dalar líka frá kosn­ing­un­um, alls um 1,1 pró­sent, og nýtur nú stuðn­ings 23,3 pró­sent kjós­enda. Vert er að taka fram að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur til­hneig­ingu til að mæl­ast með minna fylgi í könn­unum en hann fær í kosn­ing­um. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætir einn stjórn­ar­flokk­anna við sig frá kosn­ing­unum og um síð­ustu ára­mót sögð­ust 17,7 pró­sent að þeir myndu kjósa flokk­inn ef gengið yrði til kosn­inga nú.

Piratar á flugi en Mið­flokkur að hverfa

Sá stjórn­ar­and­stöðu­flokkur sem hefur bætt mestu fylgi við sig á fyrstu mán­uðum yfir­stand­andi kjör­tíma­bils eru Pírat­ar. Nú segj­ast 12,5 pró­sent lands­manna að þeir myndu kjósa flokk­inn, sem er 3,9 pró­sent meira en hann fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber í fyrra. Píratar hafa sögu­lega oft mælst með meira fylgi í könn­unum en þeir fá í kosn­ing­um. Flokk­ur­inn er nú að mæl­ast sem þriðji stærsti flokkur lands­ins, stærri en Vinstri græn sem voru það eftir síð­ustu kosn­ing­ar. 

Sam­fylk­ingin bætir lít­il­lega við sig frá kosn­ingum og mælist nú með 10,5 pró­sent fylgi, sem er nán­ast sama fylgi og Vinstri græn mæl­ast með.

Við­reisn er á svip­uðum slóðum og í haust með 8,7 pró­sent fylgi og sömu sögu er að segja með Flokk fólks­ins, sem mælist með 8,6 pró­sent fylgi, og Sós­í­alista­flokk Íslands, sem mælist með 4,5 pró­sent fylgi.

Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem telur nú tvo þing­menn, heldur áfram að dala og mælist nú með ein­ungis 3,4 pró­sent fylgi, sem er 2,1 pró­sentu­stigum minna en hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Fylgi Mið­flokks­ins hefur aldrei mælst minna í mæl­ingum Gallup frá því að það var fyrst mælt í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2017.

Auglýsing

Nið­ur­stöður um fylgi flokk­anna á lands­vísu eru úr net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 1. til 30. des­em­ber 2021. Heild­ar­úr­taks­stærð var 7.890 og þátt­töku­hlut­fall var 51,2 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,6-1,4 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent