Gera má ráð fyrir „verulegum breytingum“ á ströndinni við Vík

Munnar jarðganga í Reynisfjalli yrðu á „alræmdu“ snjóflóðasvæði og „einu þekktasta“ skriðufallasvæði landsins. Vegur um ósbakka og fjörur samræmist ekki nútíma hugmyndum um umhverfisvernd. Kjarninn rýnir í umsagnir um áformaða færslu þjóðvegar í Mýrdal.

Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði og þeirri skipulagslínu nýs vegar sem er að finna á aðalskipulagi Mýrdalshrepps.
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði og þeirri skipulagslínu nýs vegar sem er að finna á aðalskipulagi Mýrdalshrepps.
Auglýsing

Ganga­munnar áform­aðra jarð­ganga í gegnum Reyn­is­fjall eru ann­ars vegar á einu þekktasta skriðu­falla­svæði lands­ins og hins vegar „á alræmdu“ snjó­flóða­svæði. Til að verj­ast þessu þyrfti ganga­skáli í aust­ur­hlíðum Reyn­is­fjalls að vera á þriðja hund­rað metra langur og hann­aður til að stand­ast stór berg­hlaup, allt að milljón rúmmetrum, sem hafa fallið í gegnum tíð­ina og mælst á jarð­skjálfta­mæl­um.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Veð­ur­stofu Íslands um drög að mats­á­ætlun um færslu hring­veg­ar­ins um Mýr­dal.

Haf­rann­sókn­ar­stofnun bendir í sinni umsögn á að í Dyr­hóla­ósi, sem veg­ur­inn mun mögu­lega liggja yfir eða við, og ám og lækjum sem í hann renna, séu ekki aðeins mik­il­væg búsvæði fugla heldur einnig fiska og ann­arra vatna­líf­vera og Fugla­vernd segir veg um svæðið ekki sam­ræm­ast „nú­tíma hug­myndum um umhverf­is­vernd, stefnu stjórn­valda í lofts­lags­málum og alþjóð­legum skuld­bind­ingum Íslands á sviði nátt­úru­vernd­ar“.

Sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um vega­á­ætl­un, sem Land­vernd fjallar um í sínum athuga­semd­um, kostar allt að 15 sinnum meira að fara þá leið sem Vega­gerðin leggur til en að lag­færa núver­andi veg um Gatna­brún. Með færslu veg­ar­ins mun hring­veg­ur­inn stytt­ast um þrjá kíló­metra sem rétt­lætir engan veg­inn, að mati íbúa­sam­taka, þann „gríð­ar­lega kostnað og óaft­ur­kræfu umhverf­is­á­hrif sem jarð­göng og þjóð­vegur eftir fjörum, leirum, ósbökkum og vot­lend­is­mýrum hefðu í för með sér“.

Auglýsing

Umsagnir og athuga­semdir frá tólf stofn­unum og félaga­sam­tökum bár­ust Vega­gerð­inni við drög að mats­á­ætlun varð­andi fyr­ir­hug­aða færslu hring­veg­ar­ins um Mýr­dal. Veg­lína við sjó­inn og um jarð­göng í Reyn­is­fjalli var sett á aðal­skipu­lag Mýr­dals­hrepps fyrir nokkrum árum. Þetta er nú sú leið sem Vega­gerðin stefnir að þó fjallað sé um aðra val­mögu­leika í drög­un­um. Í inn­gangi skýrsl­unn­ar, sem VSÓ ráð­gjöf vann fyrir stofn­un­ina, seg­ir: „Áformað er að færa hring­veg um Mýr­dal. Í stað þess að veg­ur­inn liggi um Gatna­brún og í gegnum þétt­býlið á Vík er stefnt að því að færa veg­inn þannig að hann liggi suður fyrir Geita­fjall, með­fram Dyr­hóla­ósi og í gegnum Reyn­is­fjall í jarð­göngum sunn­ar­lega í fjall­inu. Veg­ur­inn myndi svo liggja sunnan við Vík og tengj­ast núver­andi vegi austan við byggð­ina.“

Fyrsta skrefið í mats­ferli

Drög að mats­á­ætlun er fyrsti fasi í umhverf­is­mats­ferli fram­kvæmdar og rann frestur til að skila athuga­semdum við þessa til­teknu til­lögu út í febr­ú­ar. G. Pétur Matth­í­as­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­inn­ar, segir að nú sé verið að vinna úr umsögnum og ábend­ingum og að brugð­ist verði við þeim í til­lögu að mats­á­ætlun sem sé næsta skrefið í mats­ferl­inu. „Til­lagan verður síðan send til Skipu­lags­stofn­unar sem mun aug­lýsa hana og þá gefst öllum aftur kostur á að koma á fram­færi sínum sjón­ar­miðum um hvernig verði staðið að mati á umhverf­is­á­hrifum veg­ar­ins. Skipu­lags­stofnun tekur síðan í fram­hald­inu ákvörðun um mats­á­ætlun sem Vega­gerðin mun vinna eftir við umhverf­is­mat­ið.“

Í drögum að matsáætlun er greint frá nokkrum valkostum um veglínu. Flestar þeirra liggja við eða yfir Dyrhólaós og í jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Mynd: VSÓ ráðgjöf

Vel þekkt skriðu­svæði

„Á kom­andi ára­tugum má gera ráð fyrir veru­legum breyt­ingum á strönd­inni við Vík vegna land­hæð­ar­breyt­inga, sjáv­ar­stöðu­breyt­inga og ágangs sjáv­ar,“ segir í umsögn Veð­ur­stofu Íslands. Einnig sé vel þekkt að ströndin geti færst til vegna efn­is­burðar ef til Kötlu­hlaups kæmi. Í drögum að mats­á­ætlun komi fram að fjaran sé ekki stöðug og því þörf á varn­ar­garði við veg­inn þar sem hann liggur í Vík­ur­fjöru. „Mik­il­vægt er að betur sé gerð grein fyrir sjó­vörnum með­fram veg­inum og hvernig þær taki til­lit til mögu­legra breyt­inga á sjáv­ar­stöðu og strönd­inni sjálfri.“

Segir stofn­unin vert að minna á við­mið­un­ar­reglur um skipu­lag á lág­svæðum í þessu sam­hengi þar sem fram kemur að gera þurfi ráð fyrir a.m.k. 1 metra hækkun sjáv­ar­stöðu á öld­inni. Einnig sé rétt að minna á að á næstu öldum megi búast við veru­legum sjáv­ar- og land­hæð­ar­breyt­ing­um. Til­lögum um varn­ar­garð sam­hliða veg­inum þyrftu því að fylgja lýs­ing á því hvernig slíkt mann­virki yrði aðlagað breyttri sjáv­ar­stöðu eða auknum ágangi sjáv­ar.

Ekki minnst á áhrif á vatna­líf Dyr­hóla­óss

Haf­rann­sókn­ar­stofnun bendir í sinni umsögn á að rann­sóknir hafi sýnt að í Dyr­hóla­ósi séu m.a. mik­il­vægar fæðu­vistir sjó­bleikju og sjó­birt­ings. Að auki er á það bent að ósinn sé á nátt­úru­minja­skrá. Stofn­unin vekur svo athygli á að í drögum Vega­gerð­ar­innar sé „ekki getið nokk­urs mats á áhrifum fram­kvæmda á vatna­líf í Dyr­hóla­ósi eða nær­liggj­andi vatns­föll­u­m“. Ein­ungis sé minnst á fugla­líf og annað líf­ríki. Ekki sé vikið sér­stak­lega að áhrifum á fiska og annað vatna­líf „þó svo að sýndar séu veg­línur sem liggja með fjöru­borði eða þveri Dyr­hóla­ós. Í drögum að mats­á­ætlun er þess getið að ár og lækir verði ýmist brú­aðir eða ræsum komið fyrir en ekki getið neins mats á líf­rík­is­á­hrifum þeirra verk­þátta“.

Dyrhólaós er þekkt búsvæði tuga fuglategunda. Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Fugla­vernd telur að af þeim val­kostum sem fjallað er um í drög­unum hafi fjórir í för með sér „veru­leg nei­kvæð og var­an­leg umhverf­is­á­hrif“. Segja sam­tökin að aðeins einn kost­ur, lag­fær­ing á núver­andi vegi, komi til greina.

Sam­tökin gera athuga­semdir við að í drög­unum sé ítrekað talað um að „í nágrenni fram­kvæmda­svæð­is“ sé að finna svæði sem séu bundin vernd­ar­á­kvæð­um. Telja þau þetta orða­lag óná­kvæmt og að hluta til rangt „og til þess fallið að slá ryki í augu þeirra sem kynna sér drögin og milda áhrif fram­kvæmd­ar­innar á vernd­ar­svæði sem eru til umfjöll­un­ar.“ Eðli­legra sé að tala um að vernd­ar­svæði séu „á og í“ nágrenni við fram­kvæmda­svæði.

Árið 2013 vann Jóhann Óli Hilm­ars­son skýrslu um fugla­líf við Dyr­hólaós en hennar er hvergi getið í drögum Vega­gerð­ar­inn­ar. Í henni kom m.a. fram að vernd­ar­gildi svæð­is­ins fari vax­andi og telur Fugla­vernd nið­ur­stöð­urnar geta gefið til­efni til þess að Dyr­hólaós eigi heima á skrá Alþjóða fugla­vernd­ar­sam­tak­anna, BirdLife International, um Alþjóð­lega mik­il­væg fugla­svæði (IBA).

Auglýsing

Fugla­vernd rifjar einnig upp að í umsögn Umhverf­is­stofn­unar frá árinu 2006, um þessa fyr­ir­hug­uðu legu hring­veg­ar­ins, er aðal­skipu­lag Mýr­dals­hrepps var til umfjöll­un­ar, hafi verið lagt til að vernda Dyr­hóla­ey, Dyr­hóla­ós, Reyn­is­fjöru og vot­lendi norðan óss­ins sem eina heild þar sem svæðið væri mik­il­vægt fyrir fugla­líf og nyti vin­sælda meðal ferða­manna. Auk þess væri þar að finna vist­kerfi sem leggja bæri áherslu á að vernda sam­kvæmt stefnu­mörkun íslenskra stjórn­valda. Umhverf­is­stofnun taldi að vega­lagn­ing yfir Dyr­hólaós myndi rýra vernd­ar­gildi svæð­is­ins.

Fugla­vernd tekur undir þetta mat og telur að vernd­ar­gildi svæð­is­ins sem heildar hafi auk­ist frá því að Umhverf­is­stofnun gaf umsögn sína. „Fugla­vernd telur því að í stað hug­mynda um að færa hring­veg að Dyr­hóla­ósi væri nær að stækka og sam­eina nátt­úru­vernd­ar­svæði í Mýr­dal og styrkja vernd­ar­gildi þeirra með end­ur­heimt vot­lendis í sam­vinnu við heima­menn og land­eig­end­ur.“

Á þetta kort af verndarsvæðum á framkvæmdasvæðinu vantar upplýsingar um svæði sem Náttúrufræðistofnun hefur lögum samkvæmt tilnefnt á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Mynd: Úr drögum að matsáætlun

Í athuga­semdum Land­verndar kemur fram að mikil nátt­úru­verð­mæti séu í húfi á hinu fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæði er varði alla lands­menn. „Þessum nátt­úru­verð­mætum má ekki spilla nema að mjög brýn nauð­syn kalli. Ekk­ert slíkt er fyrir hendi í þessu máli.“

Í drögum Vega­gerð­ar­innar að mats­á­ætlun kemur fram að fyrstu athug­anir bendi til þess að lág­marks­hæð veg­ar­ins þurfi að vera í 5,7 metrum yfir sjáv­ar­máli og að varn­ar­garður austan við við Vík­urá þurfi að vera í um 7,5 m.y.s. „Þetta yrðu því mikil mann­virki og munu hafa mikil áhrif á upp­lifun og úti­vist á svæð­inu, og þar með lík­lega ferða­þjón­ust­u,“ bendir Land­vernd á.

Verð­mætt svæði á lands- og heims­vísu

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suð­ur­lands (NSS) segja í sinni umsögn að ný veg­lína snerti svæði sem séu mjög verð­mæt frá nátt­úru­fars­legu sjón­ar­miði, bæði á lands- og heims­vísu. Mörg kenni­leiti, svo sem Vík­ur­fjara, Reyn­is­drangar og Dyr­hólaey séu þekkt um allan heim. Svæðið hafi ómet­an­legt nátt­úru­vernd­ar­gildi en ekki síður efna­hags­legt gildi fyrir atvinnu­líf og ferða­þjón­ustu.

Sam­tökin segja að hug­mynd­irnar um veg­lín­una sem Vega­gerðin hefur nú sett á odd­inn séu 40 ára gaml­ar. Síðan þá hafi veru­leiki íslenskrar ferða­þjón­ustu og staða ferða­þjón­ustu í hreppnum gjör­breyst. Veg­línan muni liggja um eða mjög nálægt nokkrum þekkt­ustu nátt­úruperlum lands­ins og raska þeim. „Vega­fram­kvæmdir af þeim toga eru alger tíma­skekkja í íslensku sam­fé­lagi í dag.“

Van­líðan vegna sífelldrar varn­ar­stöðu í litlu sveit­ar­fé­lagi

Þá koma sam­tökin inn á þann sam­fé­lags­lega skaða sem orðið hefur vegna deilna um veg­inn og benda á að félags­menn sem búa í hreppnum eða eru fæddir þar hafi lýst van­líðan sinni og óánægju yfir því „að hafa þurft að vera í sífelldri varn­ar­stöðu gagn­vart þeim öflum sem harð­ast hafa beitt sér fyrir þessum fram­kvæmdum og gert athuga­semdir við það hversu erfitt er að standa í ára­tuga­langri bar­áttu í svo litlu sveit­ar­fé­lagi sem Mýr­dals­hreppur er. Stjórn NSS vill benda á að þess háttar tog­streita fram­kvæmda- og vernd­arafla sé allt of algeng á Íslandi, tog­streita og bar­átta sem oft nær yfir fleiri kyn­slóðir og ára­tug­i.“

NSS segir að saga áfor­manna sé „st­ráð hættu­merkj­um“ og rifjar upp að margar stofn­an­ir, þ.m.t. Umhverf­is­stofn­un, Sigl­inga­stofnun og Skipu­lags­stofn­un, hafi lagst gegn þess­ari veg­línu á sínum tíma.

Horft yfir Vík og að Reynisdröngum. Fyrir um það bil miðri mynd, ofan Víkurfjöru, er munni jarðganga um Reynisfjallið fyrirhugaður.

Stórum hluta vot­lendis í Mýr­dal hefur verið raskað, segir í umsögn Land­græðsl­unn­ar, og að þær til­lögur að veg­línu sem settar eru fram í drögum Vega­gerð­ar­innar „liggja helst í gegnum og við óraskað vot­lendi í mynni Dyr­hóla­ós­s.“ Í því sam­bandi telur stofn­unin rétt að árétta að óraskað vot­lendi njóti sér­stakrar verndar sam­kvæmt lög­um. „Þá má end­ur­heimta raskað vot­lend­i í sam­ræmi við áætl­anir íslenskra stjórn­valda sem mót­væg­is­að­gerð við lofts­lags­vá­ ­sem hins veg­ar er flókn­ari aðgerð verði veg­ur­inn að veru­leika.“ 

Land­græðslan bendir einnig á að þar sem strand­línan sé á mik­illi hreyf­ingu séu aðstæður þar ein­hverjar þær erf­ið­ustu til land­græðslu á Íslandi. Land­græðsla á sér langa sögu í Vík­ur­fjöru með það að meg­in­mark­miði að draga úr sand­foki og vernda byggð­ina. Mik­illi vinnu og fjár­magni hafi verið ráð­stafað til að hefta land­brot og styrkja gróð­ur. „Á allra síð­ustu árum gætir loks árang­urs aðgerð­anna.“ Ráði þar mestu sjó­varn­ar­garðar og starf heima­fólks með stuðn­ingi Land­græðsl­unn­ar. „Því er mik­il­vægt að gerð verði áætlun um upp­græðslu, frá­gang, og lag­fær­ingar eftir rask á umhverfi vegstæð­is­ins í fjör­unni svo öll sú vinna fari ekki í súg­inn.“

Gæti valdið veru­legri röskun á nátt­úru­minjum

Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands segir að þeir val­kostir veg­lín­unnar sem liggi um Dyr­hólaós og næsta nágrenni og í grennd við friðlandið í Dyr­hóla­ey, fari um fágætt leiru­svæði og leifar af ríku­legu vot­lendi í Mýr­dal. Einnig séu alþjóð­lega mik­il­vægar fugla­byggðir í grennd­inni. „Það er því ljóst að um við­kvæmt svæði er að ræða og gætu sumir kost­irnir sem kynntir eru valdið veru­legu raski á nátt­úru­minj­u­m.“

Í drögum að mats­á­ætlun segir að athug­un­ar­svæðið verði „vel rúmt“ svo hægt sé að hnika veg­línu. Nátt­úru­fræði­stofnun bendir á að engu að síður sé til­greint athug­un­ar­svæði ein­ungis látið ná yfir nyrðri hluta Dyr­hóla­óss og aðeins um einn kíló­metra á báðar hendur frá veg­línum þar sem best er og sums staðar sé þetta belti „ör­mjótt“. Að sögn stofn­un­ar­innar þyrfti athug­un­ar­svæðið að ná yfir allan ósinn. „Þess má geta að rann­sóknir – sem m.a. hafa verið styrktar af Vega­gerð­inni – hafa sýnt fram á áhrif vega (um­ferð­ar) á fugla­líf í mörg hund­ruð metra fjar­lægð frá fjöl­förnum veg­um.“

Athugunarsvæði vegna framkvæmdarinnar er sagt vel rúmt en Náttúrufræðistofnun tekur ekki undir það orðalag.  Mynd: Úr drögum að matsáætlun

Þá gagn­rýnir stofn­unin að svo virð­ist sem ekki eigi að skoða í umhverf­is­mat­inu líf­ríki Dyr­hóla­óss, hugs­an­lega að und­an­skildum fugl­um. Einnig bendir hún á að í drög­unum sé ekki fjallað um svæði, 2,9 fer­kíló­metra að stærð, sem stofn­unin lagði árið 2018 til að fari á fram­kvæmda­á­ætlun nátt­úru­minja­skrár.

Um sé að ræða „mýr­lend­is­svæði upp af vest­ur­hluta Dyr­hóla­óss, vest­ur­mörk við brekkurætur Geita­fjalls, frá Loft­sala­helli að fram­ræslu­skurði sunnan Skarp­hóls, þaðan austur um eftir skurðum milli rækt­ar­lands og úthaga, yfir Brands­læk og frá mótum hans og Deild­ará upp með Deild­ará til Rauða­lækjar og síðan niður með honum til óss­ins“.

Að mati Nátt­úru­fræði­stofn­unar er hér um vot­lend­is­svæði með hátt vernd­ar­gildi að ræða; „síð­ustu heil­legu leifar af vot­lendi Mýr­dals.“

Rann­sóknum settar þröngar skorður

Í drög­unum komi fram að rann­sókn á stöð­ug­leika strand­ar­innar við Vík gæti tekið næstu þrjú árin. Öðrum rann­sóknum virð­ist hins vegar ætl­aður mun knapp­ari tími, því gert sé ráð fyrir kynn­ingu á mats­skýrslu haustið 2021, að álit Skipu­lags­stofn­unar liggi fyrir í mars 2022 og að fram­kvæmdir hefj­ist síðla árs 2022. „Þetta setur öllum rann­sóknum mjög þröngar skorð­ur, sér­stak­lega þá fugla­rann­sóknum sem þurfa að ná yfir allar árs­tíð­ir.“

Sam­tök íbúa og hags­muna­að­ila um ábyrgar skipu­lags- og sam­göngu­bætur í Mýr­dal segja vinnu­brögð við aðal­skipu­lag Mýr­dals­hrepps árið 2013 hafa verið gagn­rýn­is­verð. „Allar helstu stofn­anir sem gáfu umsögn um aðal­skipu­lagið höfðu uppi stór varn­ar­orð gegn þeirri veg­línu sem sett var inn.“

Ferða­þjón­usta á öðrum hverjum bæ

Skipu­lags­stofnun hafi synja skipu­lag­inu hvað varð­aði nýja veg­línu, m.a. vegna „ít­rek­aðrar og rök­studdrar afstöðu Umhverf­is­stofn­un­ar“. Þáver­andi umhverf­is­ráð­herra skrif­aði hins vegar undir aðal­skipu­lag­ið, „þvert á öll rök sinna helstu fag­stofn­ana,“ segja íbúa­sam­tök­in.

Þá er bent á að ferða­þjón­usta sé „á nán­ast öðrum hverjum bæ“ í Mýr­dal. Einnig hafi mörg sprota­fyr­ir­tæki risið upp kringum ferða­þjón­ust­una í þorp­inu í Vík. Því sé vert að skoða hvaða veg­línu­kostir stuðla að því að ferða­menn stoppi á svæð­inu og hvaða kostir séu lík­legri til að ferða­menn keyri fram hjá.

Katla UNESCO Global Geop­ark (Katla jarð­vang­ur) er fyrsti jarð­vangur Íslands, stofn­aður í nóv­em­ber árið 2010. Hann er innan þriggja sveit­ar­fé­laga: Rangár­þings eystra, Mýr­dals­hrepps og Skaft­ár­hrepps.

Í umsögn Kötlu jarð­vangs er bent á að ákveðnar kröfur um verndun og stjórnun UNESCO jarð­vanga séu skil­yrði til að halda slíkri vott­un. Ferða­manna­staðir sem eru við­ur­kenndir af UNESCO séu eft­ir­sóttir m.a. vegna vernd­un­ar, sjálf­bærni, fræðslu og menn­ing­ar. „Katla jarð­vangur er á einu virkasta eld­fjalla­svæði heims. Þar finn­ast stór­kost­legar lands­lags­heild­ir, fjöl­breytt líf­ríki, búsvæði alþjóð­legra mik­il­vægra fugla, vot­lend­is­svæði og rík menn­ing.“

Reynisfjara er eitt þeirra jarðvætta sem er innan Kötlu jarðvangs.

Margar rann­sóknir hafi sýnt fram á að þeir ferða­menn sem heim­sækja Ísland og þar með Kötlu jarð­vang, komi sér­stak­lega til að upp­lifa lands­lag­ið, fjöl­breytni þess og ósnortna nátt­úru. Það sé því „afar mik­il­vægt“ að tryggja að nátt­úran sé í for­grunni við alla ákvarð­ana­töku um skipu­lag og upp­bygg­ingu „að öðrum kosti munu veru­legar og jafn­vel óaft­ur­kræfar afleið­ingar verða, ekki aðeins á nátt­úr­unni heldur einnig á stærstu atvinnu­grein svæð­is­ins; ferða­þjón­ust­u.“

Þá seg­ir: „Breyt­ing á hring­veg­inum sem hér er lögð til mun hafa mikil áhrif á mörg jarð­vætti sem og lands­lags­heildir svo ekki sé minnst á vist­kerfin og menn­ing­arminj­ar. Þetta mun án efa hafa mikil áhrif á ferða­þjón­ustu líka og þar með sam­fé­lagið og aðra inn­við­i.“

Margir af mik­il­væg­ustu stöðum jarð­vangs­ins, svokölluð jarð­vætti, er að finna við hugs­an­legt fram­kvæmda­svæði nýrrar veg­línu. Má þar nefna Dyr­hóla­ey, Dyr­hóla­ós, Loft­sala­helli, Reyn­is­fjall, Reyn­is­dranga, Reyn­is­fjöru, Vík­ur­fjöru og gamla bæinn í Vík. „Það er því mjög mik­il­vægt fyrir Kötlu jarð­vang, og allt sam­fé­lagið í Mýr­dals­hreppi, að vel verði staðið að mál­u­m.“

Í umsögn Kötlu jarð­vangs kemur auk þess fram að áhættan á skemmdum á bæði umhverf­inu sem og ásýnd svæð­is­ins vegna þess­ara fram­kvæmda og stað­setn­ingu nýrrar veg­línu sé mik­il, ekki ásætt­an­leg „og alveg á skjön við stefnu Kötlu UNESCO Global Geop­ark“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent