Í landi sem er „sprúðlandi af náttúrugæðum“ þarf að einblína á fleira en orkuskipti

„Við verndum ekki og virkjum sama fossinn,“ segir forstjóri Skipulagsstofnunar. „Þegar við ákveðum að fórna náttúruperlu í þágu orkuframleiðslu, hlýtur að vera forgangsatriði að sú ákvörðun skili samfélaginu sem bestri nýtingu viðkomandi orkulindar.“

Lambhagafossar í Hverfisfljóti. Reisa á virkjun rétt undir 10 MW í ánni og mun rennsli í fossunum skerðast.
Lambhagafossar í Hverfisfljóti. Reisa á virkjun rétt undir 10 MW í ánni og mun rennsli í fossunum skerðast.
Auglýsing

Hvati er íslensku reglu­verki til að fara í vatns­afls­virkj­anir undir 10 MW sem vekur spurn­ingar um hvort það skili far­sælum og réttum ákvörð­unum um ráð­stöfun tak­mark­aðra gæða. „Ég hef efa­semdir um að svo sé. Þegar við ákveðum að fórna nátt­úruperlu í þágu orku­fram­leiðslu, hlýtur að vera for­gangs­at­riði að sú ákvörðun skili sam­fé­lag­inu sem bestri nýt­ingu við­kom­andi orku­lind­ar.“

Þetta sagði Ásdís Hlökk Theó­dórs­dótt­ir, for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar, í erindi á Sam­orku­þingi í fyrra­dag. Tölu­verður fjöldi virkj­ana af þess­ari stærð­argráðu, rétt undir þeim mörkum sem þarf til svo að áformin fari í ferli ramma­á­ætl­un­ar, eru á teikni­borð­inu. Að minnsta kosti fimm slíkar eru fyr­ir­hug­aðar á Aust­ur­landi.

Auglýsing

„Við verndum ekki og virkjum sama fossinn,“ sagði hún og spurði hvað væri þá til ráða? Svarið felst að hennar sögn í því að beita fag­mennsku og nýta það sem skipu­lags­fræði, arki­tektúr og umhverf­is­mat bjóða upp á, til að greina mögu­leika og áhrif. Einnig þurfi að eiga sam­ráð við íbúa og aðra hags­muna­að­ila um fram­tíð­ar­sýn fyrir við­kom­andi svæði og leiðir til að vinna að þeirri fram­tíð.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir.

Einnig þurfi að hafa reglu­verk sem styðji við þau mark­mið sem eigi að ná. „Til að mynda, ef sátt er um að virkja á til­teknu svæði í þágu orku­skipta, þá þurfa að vera leiðir til að tryggja að orkan rati í reynd til þeirra nota.“ Þannig er það ekki í dag.

Mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi þarf að mati Ásdísar Hlakkar að vera leið­andi í allri ákvarð­ana­töku um land­nýt­ingu. Sama gildi um áherslu á nýtni og hringrás­ar­hugs­un. „En þótt þessi mik­il­vægu mark­mið séu sett í for­grunn í skipu­lags­mál­um, þýðir það ekki að aðrir hags­munir og sjón­ar­mið séu látin lönd og leið. Við þurfum áfram sem endranær að miða alla skipu­lags­gerð að því að skapa gott byggt umhverfi sem heldur vel utan um líf og til­veru allra í sam­fé­lag­inu, þar sem til­lit er tekið til ólíkra þarfa íbúa og atvinnu­lífs, auk þess að gæta líf­fræði­legrar fjöl­breytni, lands­lags­verndar og fjölda ann­arra gæða og hags­muna.“

Fleira en orku­skipti þarf til

Ásdís Hlökk sagði að beita þyrfti mörgum og ólíkum sam­stilltum aðgerðum til að miða að ákveðnu marki. „Þannig er til dæmis mik­il­vægt að ein­blína ekki á orku­skipti í sam­göng­um, heldur jafn­framt að tryggja skýra áherslu á sam­þætt byggð­ar- og sam­göngu­skipu­lag, með þéttri, bland­aðri byggð, sem ýtir undir virka ferða­máta, göngu og hjól­reið­ar, og almenn­ings­sam­göng­ur.“ Með því náist ekki aðeins sam­dráttur í losun frá sam­göng­um, heldur einnig marg­vís­legur annar dýr­mætur ávinn­ing­ur, svo sem í bættum loft­gæð­um, auk­inni hreyf­ingu, skemmti­legra bæj­ar­lífi og minni þörf á fjár­fest­ingum í bygg­ingum og landi undir bíla og sam­göngu­mann­virki.

Að mati Ásdísar Hlakkar er þörf á að yfir­fara og rýna lög um ramma­á­ætlun líkt og rík­is­stjórnin stefnir að sam­kvæmt stjórn­ar­sátt­mála. „Í landi með gnótt tæki­færa til orku­nýt­ing­ar, en sem býr jafn­framt yfir miklum verð­mætum sem fel­ast í lands­lagi og ósnort­inni nátt­úru, er sér­stak­lega mik­il­vægt að lagaum­gjörð og stjórn­sýsla skili sam­fé­lag­inu sem bestum ákvörð­unum um þessi efn­i.“

Nokkuð „brokk­geng veg­ferð“ ramma­á­ætl­unar á und­an­förnum árum, eins og Ásdís Hlökk orðar það, sem og að það er enn ólent hvernig vind­orkunni verði best fyrir komið í reglu­verki og stefnu stjórn­valda, gefur að hennar sögn til­efni til mark­vissrar og heild­stæðrar rýni á því sem virkar og því sem bæta má í þeirri lög­gjöf.

„Við erum vel menntuð þjóð með sterka inn­viði, í landi sem er sprúðlandi af nátt­úru­gæðum og marg­vís­legum tæki­fær­um. Okkur á að geta farn­ast vel við þá skipu­lags­gerð og ákvarð­ana­töku um land­nýt­ingu sem framundan er í orku- og veitu­mál­u­m.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent