Í landi sem er „sprúðlandi af náttúrugæðum“ þarf að einblína á fleira en orkuskipti

„Við verndum ekki og virkjum sama fossinn,“ segir forstjóri Skipulagsstofnunar. „Þegar við ákveðum að fórna náttúruperlu í þágu orkuframleiðslu, hlýtur að vera forgangsatriði að sú ákvörðun skili samfélaginu sem bestri nýtingu viðkomandi orkulindar.“

Lambhagafossar í Hverfisfljóti. Reisa á virkjun rétt undir 10 MW í ánni og mun rennsli í fossunum skerðast.
Lambhagafossar í Hverfisfljóti. Reisa á virkjun rétt undir 10 MW í ánni og mun rennsli í fossunum skerðast.
Auglýsing

Hvati er íslensku reglu­verki til að fara í vatns­afls­virkj­anir undir 10 MW sem vekur spurn­ingar um hvort það skili far­sælum og réttum ákvörð­unum um ráð­stöfun tak­mark­aðra gæða. „Ég hef efa­semdir um að svo sé. Þegar við ákveðum að fórna nátt­úruperlu í þágu orku­fram­leiðslu, hlýtur að vera for­gangs­at­riði að sú ákvörðun skili sam­fé­lag­inu sem bestri nýt­ingu við­kom­andi orku­lind­ar.“

Þetta sagði Ásdís Hlökk Theó­dórs­dótt­ir, for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar, í erindi á Sam­orku­þingi í fyrra­dag. Tölu­verður fjöldi virkj­ana af þess­ari stærð­argráðu, rétt undir þeim mörkum sem þarf til svo að áformin fari í ferli ramma­á­ætl­un­ar, eru á teikni­borð­inu. Að minnsta kosti fimm slíkar eru fyr­ir­hug­aðar á Aust­ur­landi.

Auglýsing

„Við verndum ekki og virkjum sama fossinn,“ sagði hún og spurði hvað væri þá til ráða? Svarið felst að hennar sögn í því að beita fag­mennsku og nýta það sem skipu­lags­fræði, arki­tektúr og umhverf­is­mat bjóða upp á, til að greina mögu­leika og áhrif. Einnig þurfi að eiga sam­ráð við íbúa og aðra hags­muna­að­ila um fram­tíð­ar­sýn fyrir við­kom­andi svæði og leiðir til að vinna að þeirri fram­tíð.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir.

Einnig þurfi að hafa reglu­verk sem styðji við þau mark­mið sem eigi að ná. „Til að mynda, ef sátt er um að virkja á til­teknu svæði í þágu orku­skipta, þá þurfa að vera leiðir til að tryggja að orkan rati í reynd til þeirra nota.“ Þannig er það ekki í dag.

Mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi þarf að mati Ásdísar Hlakkar að vera leið­andi í allri ákvarð­ana­töku um land­nýt­ingu. Sama gildi um áherslu á nýtni og hringrás­ar­hugs­un. „En þótt þessi mik­il­vægu mark­mið séu sett í for­grunn í skipu­lags­mál­um, þýðir það ekki að aðrir hags­munir og sjón­ar­mið séu látin lönd og leið. Við þurfum áfram sem endranær að miða alla skipu­lags­gerð að því að skapa gott byggt umhverfi sem heldur vel utan um líf og til­veru allra í sam­fé­lag­inu, þar sem til­lit er tekið til ólíkra þarfa íbúa og atvinnu­lífs, auk þess að gæta líf­fræði­legrar fjöl­breytni, lands­lags­verndar og fjölda ann­arra gæða og hags­muna.“

Fleira en orku­skipti þarf til

Ásdís Hlökk sagði að beita þyrfti mörgum og ólíkum sam­stilltum aðgerðum til að miða að ákveðnu marki. „Þannig er til dæmis mik­il­vægt að ein­blína ekki á orku­skipti í sam­göng­um, heldur jafn­framt að tryggja skýra áherslu á sam­þætt byggð­ar- og sam­göngu­skipu­lag, með þéttri, bland­aðri byggð, sem ýtir undir virka ferða­máta, göngu og hjól­reið­ar, og almenn­ings­sam­göng­ur.“ Með því náist ekki aðeins sam­dráttur í losun frá sam­göng­um, heldur einnig marg­vís­legur annar dýr­mætur ávinn­ing­ur, svo sem í bættum loft­gæð­um, auk­inni hreyf­ingu, skemmti­legra bæj­ar­lífi og minni þörf á fjár­fest­ingum í bygg­ingum og landi undir bíla og sam­göngu­mann­virki.

Að mati Ásdísar Hlakkar er þörf á að yfir­fara og rýna lög um ramma­á­ætlun líkt og rík­is­stjórnin stefnir að sam­kvæmt stjórn­ar­sátt­mála. „Í landi með gnótt tæki­færa til orku­nýt­ing­ar, en sem býr jafn­framt yfir miklum verð­mætum sem fel­ast í lands­lagi og ósnort­inni nátt­úru, er sér­stak­lega mik­il­vægt að lagaum­gjörð og stjórn­sýsla skili sam­fé­lag­inu sem bestum ákvörð­unum um þessi efn­i.“

Nokkuð „brokk­geng veg­ferð“ ramma­á­ætl­unar á und­an­förnum árum, eins og Ásdís Hlökk orðar það, sem og að það er enn ólent hvernig vind­orkunni verði best fyrir komið í reglu­verki og stefnu stjórn­valda, gefur að hennar sögn til­efni til mark­vissrar og heild­stæðrar rýni á því sem virkar og því sem bæta má í þeirri lög­gjöf.

„Við erum vel menntuð þjóð með sterka inn­viði, í landi sem er sprúðlandi af nátt­úru­gæðum og marg­vís­legum tæki­fær­um. Okkur á að geta farn­ast vel við þá skipu­lags­gerð og ákvarð­ana­töku um land­nýt­ingu sem framundan er í orku- og veitu­mál­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent