Þétt byggð sem skapi grundvöll fyrir bættum almenningssamgöngum skynsamlegust

Alexandra Briem segir Pírata vilja hraða uppbyggingu Borgarlínu og bjóða upp á sex tíma ókeypis dagvistun en að gjald fyrir átta tíma vistun verði óbreytt. Píratar eru með sérstaka dýravelferðarstefnu.

Alexandra kveðst ánægð með meirihlutasamstarfið í borginni.
Alexandra kveðst ánægð með meirihlutasamstarfið í borginni.
Auglýsing

Alex­andra Briem sem skipar annað sæti á lista Pírata í Reykja­vík segir að umhverfið sé í fyrsta sæti í stefnu Pírata og að allar ákvarð­anir borg­ar­innar eigi að taka með lofts­lags­á­hrif til hlið­sjón­ar. Vissu­lega geti það verið kostn­að­ar­samt að fara í miklar aðgerðir til að draga úr kolefn­islosun en slíkar aðgerðir en hún segir það draga úr kostn­aði þegar fram í sæk­ir.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í kosn­inga­hlað­varpi Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna, þar sem Eyrún Magn­ús­dóttir ræðir við fram­bjóð­endur úr þeim ell­efu flokkum sem bjóða sig fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fara næst­kom­andi laug­ar­dag.

Vilja fækka bíl­ferðum í borg­inni

Að sögn Alexöndru hefur ekki orðið nein kúvend­ing á stefnu flokks­ins á síð­ustu árum en hún segir að búið sé að skerpa á stefn­unni. Mikil áhersla er lögð á upp­bygg­ingu Borg­ar­línu í stefnu flokks­ins. „Við viljum ganga lengra í að byggja upp borg­ar­lín­una, gera það hrað­ar. Við viljum þétta byggð­ina, við stöndum 100 pró­sent á bak­við það. Við teljum að það sé skyn­sam­leg­asta nýt­ingin á landi og innviðum og þannig getum við dregið úr umferð og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ segir Alex­andra að bætir því við að margir sem iðki bíl­lausan lífs­stíl upp­lifi það sem jað­ar­sport.

Auglýsing

Hún segir mark­miðið ekki vera að gera alla í borg­inni bíl­lausa heldur að fækka fjölda bíl­ferða í borg­inni. Það minnki þar að auki umferð­ar­þung­ann á göt­un­um. „Besta leiðin til þess draga úr traffík, líka fyrir þau sem eru á bíl, er að efla almenn­ings­sam­göng­ur,“ segir Alex­andra.

„Reykja­vík hefur til ára­tuga verið byggð upp þannig að fólk þurfi nokkurn veg­inn að vera á bíl ef það get­ur. Við teljum það vera mikil mis­tök sem þarf að vinda ofan af. Við viljum bjóða upp á val­mögu­leika. Við sjáum í skoð­ana­könn­unum að fleiri vilja nota bíl­inn minna eða mögu­lega ekk­ert heldur en geta það. Það er mjög mik­il­vægt að bjóða fólki upp á þann mögu­leika.“

Þétt byggð dragi úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

Alex­andra segir þétta byggð skapa grund­völl fyrir góðum almenn­ings­sam­göng­um. Til dæmis séu fá hverfi í Reykja­vík það þétt að þau gætu borið spor­vagna­kerfi. Hún bendir á að Borg­ar­línu­kerfið sé þannig úr garði gert að hægt verði að breyta því í spor­vagna­kerfi ef vilji verður fyrir hendi síðar meir. Að mati Alexöndru er mik­il­vægt að þétta byggð mið­svæðis í borg­inni, í hverfis­kjörnum og með­fram Borg­ar­línu­ás­um. Það tryggi líka rekstr­ar­grund­völl í nærum­hverfi íbú­anna.

„Því þétt­ari sem við höfum byggð­ina á ákveðnum stöð­um, því meiri líkur eru á því að þessi þjón­usta sé nálægt þér og þá get­urðu labbað eða hjólað og þarft ekki að fara endi­lega á bíln­um. Þá dregur það líka úr traffík­inni fyrri þá sem þurfa að fara borg­ar­hluta á milli og geta ekki notað almenn­ings­sam­göng­urn­ar. Þannig að þetta er heild­rænt besta leiðin til þess að draga úr los­un, draga úr traffík og auka lífs­gæði fólks,“ segir Alex­andra.

Hún bendir á að vissu­lega geti það verið ódýr­ara í upp­bygg­ingu að byggja dreift en að það muni á end­anum verða dýr­ara fyrir sam­fé­lagið vegna dreifð­ari inn­viða. Dreifðri byggð fylgi líka aukin umferð með til­heyr­andi losun koldí­oxíðs og álagi á gatna­kerf­ið.

Sex tíma gjald­frjáls leik­skóli

Í leik­skóla­málum vilja Píratar geta boðið upp á sex tíma gjald­frjálsan leik­skóla. Alex­andra segir að boðið verði upp á lengri dag­vistun en sex tíma en að umfram­tím­arnir verði þá dýr­ari. Þannig muni átta tíma dag­vistun í kerf­inu sem Píratar vilja koma á fót kosta jafn mikið og átta tíma dag­vistun í dag.

Spurð að því hvort búið sé að kostn­að­ar­meta sex klukku­stunda ókeypis dag­vistun segir Alex­andra að Píratar telji kostnað borg­ar­innar verða þann sama í nýju kerfi, aðal­lega vegna þess að í nýju kerfi sparist útgjöld leik­skól­anna á móti lægri tekj­um, til að mynda launa­kostn­að­ur.

Ánægð með meiri­hluta­sam­starfið

Eitt af þeim stefnu­málum sem ef til vill fer meira fyrir í stefnu Pírata en í stefnu ann­arra flokka eru dýra­mál. „Við erum dýra­vinir og dýra­vel­ferð­ar­stefnan er ekki jafn kostn­að­ar­söm og nafnið gefur til kynna,“ segir Alex­andra. „Við viljum hunda­gerði í öll hverfi eða í það minnsta lausa­göngu­svæði. Við viljum fá betri þjón­ustu við dýr og dýraunn­end­ur. Við viljum tryggja öryggi lausa­göngu­katta og lausa­göngu­kan­ína.“

Alex­andra segir Pírata vera ánægða með sam­starfið í borg­inni. Vinnan miði hins vegar oft­ast að því að fikra sig í átt að mála­miðl­unum sem allir geti sætt sig við. „Ef við viljum Píra­ta­legri áherslur í borg­ar­stjórn þá þurfum við fleiri Pírata í borg­ar­stjórn,“ segir hún.

Spurð að því hvort Píratar geti unnið með hvaða flokki sem er segir Alex­andra svo ekki vera. „Það myndi ég ekki segja. Ég er mjög opin fyrir ýmsum mögu­leikum og við erum það held ég bara flest en við höfum úti­lok­að, og ég tel að við gerum það áfram, bein­línis sam­starf við flokka sem við teljum að sé ekki treystandi, að það sé ekki hægt að stóla á þá. Svo ég segi það skýrt, ég myndi ekki vilja með Sjálf­stæð­is­flokknum og ég myndi ekki vilja vinna með Mið­flokkn­um. Allt annað er alveg til umræðu. Mis­mik­illar umræðu vissu­lega en ég per­sónu­lega úti­loka bara þessa tvo flokka.“

Hægt er að hlusta á við­talið við Alexöndru í heild sinni í spil­­­ar­­­anum hér að neð­an:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent