„Umhverfisáhrif virkjunarinnar eru mjög lítil“

Himinn og haf er á milli afstöðu minni- og meirihluta Skaftárhrepps er kemur að virkjun í Hverfisfljóti sem hefði í för með sér rask á Skaftáreldahrauni. Ýmsar stofnanir hafa gert athugasemdir við fyrirætlanirnar og spyrja: Hver er hin brýna nauðsyn?

Hverfisfljót í Skaftárhreppi.
Hverfisfljót í Skaftárhreppi.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun hefur stað­fest breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Skaft­ár­hrepps vegna áform­aðrar virkj­unar í Hverf­is­fljóti. Ragnar Jóns­son, eig­andi jarð­ar­innar Dals­höfða, fyr­ir­hugar að reisa allt að 9,3 MW virkjun í fljót­inu og er hug­myndin kennd við Hnútu.

Að­al­skipu­lags­breyt­ingin sem og til­laga að deiliskipu­lagi vegna Hnútu­virkj­unar var sam­þykkt af meiri­hluta sveit­ar­stjórn­ar, öllum þremur full­trúum Sjálf­stæð­is­flokks, á fundi í lok jan­úar. Þeir segja mark­mið breyt­ing­ar­innar vera að auka raf­orku­ör­yggi á svæð­inu og fram­leiða raf­magn til sölu á almennan mark­að.

Full­trúar Z-list­ans, Sólar í Skaft­ár­hreppi, höfn­uðu hins vegar afgreiðsl­unni og bentu á að í svörum í nafni hrepps­ins við athuga­semdum sem bár­ust frá almenn­ingi og stofn­unum skorti efn­is­leg svör. Sama svarið er gefið við hverri athuga­semd eins og sjá má í yfir 15 þús­und orða fund­ar­gerð skipu­lags­nefnd­ar.

Auglýsing

Full­trúar minni­hlut­ans bentu enn­fremur á, líkt og ítrekað var einnig gert í flestum athuga­semd­um, að nátt­úru­minjar á svæð­inu njóti sér­stakrar verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Þeim skuli ekki raskað nema að brýna nauð­syn beri til. „Engin rök hafa komið fram sem segja að það sé nauð­syn­legt að fara í þessar virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir,“ sögðu full­trúar Z-list­ans á við afgreiðslu máls­ins.

Afhend­ingar­ör­yggi raf­magns í hér­að­inu hafi verið bætt til muna und­an­farin ár, m.a. með lagn­ingu jarð­strengja sem leystu af hólmi stopular loft­lín­ur. „Þá verður ekki fram hjá því horft að raf­magns­fram­leiðsla í Hnútu­virkjun verður aldrei annað en óstöðug; far­vegur Hverf­is­fljóts verður vatns­lít­ill yfir köld­ustu mán­uði árs­ins sem þýðir að þá verður jafn­vel að stöðva fram­leiðslu vegna vatns­skorts og á sumrin þegar aur­burður er mik­ill er ráð­gert að stöðva virkj­un­ina í allt að tvo mán­uði og hleypa honum í gegnum aur­skol­un­ar­mann­virki sem verði stað­sett í meg­in­far­vegi fljóts­ins.“

Full­trúar Z-list­ans lögðu svo ríka áherslu á að öll svör sem lögð voru fram í nafni sveit­ar­stjórnar séu „ein­ungis afstaða meiri­hluta henn­ar“.

Hnútuvirkj­un er fyr­ir­huguð í landi Dals­höfða. Reist yrði 800 metra löng 1-3 metra há stífla í Hverf­is­fljóti skammt frá fjall­inu Hnútu og hluta vatns­ins veitt úr far­veg­inum um þrýsti­pípu, 2,3 kíló­metra leið að stöðv­ar­húsi. Á þessum kafla, þar sem Lamb­haga­fossa er m.a. að finna, myndi rennsli minnka veru­lega yfir vetr­ar­mán­uð­ina og far­veg­ur­inn að lík­indum þurrkast upp í mars á hverju ári. Mynd: Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi

Hug­myndir um virkjun Hverf­is­fljóts við Hnútu eru langt frá því nýjar af nál­inni og í aðal­skipu­lagi Skaft­ár­hrepps var í fyrstu gert ráð fyrir 40 MW virkj­un. Fyrstu hug­myndir fram­kvæmda­að­il­ans gerðu þó ráð fyrir 2,5 MW virkjun en í áætlun til mats á umhverf­is­á­hrif­um, sem fara þurfti í sam­kvæmt ákvörðun umhverf­is­ráð­herra í kjöl­far kæru, var virkj­unin orðin 15 MW. Skipu­lags­stofnun gaf út nið­ur­stöðu sína um mats­á­ætl­un­ina árið 2008 en stuttu seinna var áformunum frestað allt þar til fyrir um fjórum árum og nú stendur til að hún verði 9,3 MW.

Virkj­un­ar­svæðið er fyr­ir­hugað í Eld­hrauni sem rann í Skaft­ár­eldum 1783-1784. Skaft­ár­eldar voru eitt mesta eld­gos Íslands­sög­unnar og þriðja mesta hraun sem runnið hefur á jörð­inni frá ísald­ar­lok­um. Um þetta atriði fjall­aði Skipu­lags­stofnun sér­stak­lega í áliti sínu á mats­skýrslu fram­kvæmda­að­il­ans sem gefið var út í fyrra­sum­ar.

Álitið var í meg­in­dráttum nei­kvætt og var það nið­ur­staða stofn­un­ar­innar að virkjun við Hnútu myndi hafa nei­kvæð áhrif á Skaft­ár­elda­hraun sem hefði mikið vernd­ar­gildi bæði á lands- og heims­vísu. Hraunið væri jarð­minjar sem nytu sér­stakrar verndar í lög­um. Þeim skuli ekki raska nema brýna nauð­syn beri til og að almanna­hags­munir séu í húfi. „Skipu­lags­stofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauð­syn fyrir röskun á Skaft­ár­elda­hraun­i,“ sagði svo í álit­inu og að í ljósi sér­stöðu þess verði að gera kröfu um að sýnt verði fram á það með afdrátt­ar­laus­ari hætti í skipu­lags­gerð og áður en komi til leyf­is­veit­inga.

Rennslið hið sama og verið hefur í árhund­ruð

Í end­ur­teknum svörum sínum við tæp­lega tutt­ugu athuga­semdum og umsögnum sem bár­ust vegna skipu­lags­breyt­ing­anna kemur fram að meiri­hluti sveit­ar­stjórnar telji að með nýju svæði fyrir athafna- og iðn­að­ar­starf­semi við Hnútu sé sett fram stefna sem stuðli að mark­vissri þróun fyrir íbúa til fram­tíðar og að það sé jákvætt „að styðja við orku­vinnslu á end­ur­nýj­an­legri orku í sveit­ar­fé­lag­inu sem geti stuðlað að fjöl­breytt­ari atvinnu­upp­bygg­ingar og atvinnu­sköp­un“. Einnig er það mat meiri­hlut­ans að fyr­ir­huguð orku­skipti sem stjórn­völd stefni að séu „ófram­kvæm­an­leg hvað þetta svæði varðar að óbreytt­u“. Þá seg­ir: „Um­hverf­is­á­hrif virkj­un­ar­innar eru mjög lít­il.“

Hverfisfljót rennur um gljúfur sem myndaðist í Skaftáreldunum. Mynd: Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi

Rennsl­is­breyt­ingar þær sem full­trúar Z-list­ans og fleiri vekja athygli á og telja verða til þess að orku­fram­leiðsla virkj­un­ar­innar verði óstöðug verða að sögn meiri­hlut­ans með þeim hætti að rennsli „minnkar svo­lít­ið“ á virkj­uðum kafla en að öðru leyti munu rennsl­is­sveiflur „vera með sama hætti og þær hafa verið síð­ustu árhund­ruð“.

Meiri­hlut­inn segir vega­lagn­ingu sem fylgja fram­kvæmd­inni falla vel inn í lands­lag­ið, myndi bæta aðgengi að svæð­inu um ókomna fram­tíð og „gera fólki mögu­legt að nálg­ast það fal­lega lands­lag sem þarna er að finna“. Í því liggi tæki­færi fyrir ferða­þjón­ust­una. „Það má öllum ljóst vera að þessi virkjun mun skapa það öryggi í raf­orku­málum sem nauð­syn­legt er fyrir svæðið og tryggja að eðli­leg upp­bygg­ing geti átt sér stað.“

Heiða Guð­ný: Ein­stöku gljúfri raskað

Heiða Guðný Ást­geirs­dótt­ir, full­trúi Z-list­ans í sveit­ar­stjórn Skaft­ár­hrepps sem hefur verið ötull tals­maður nátt­úru­vernd­ar, og telur virkj­un­ina sem dæmi um úrelta hugs­un. Í athuga­semd sinni við skipu­lags­breyt­ingar bendir hún á um sé að ræða miklu röskun á landi og að gljúfur Hverf­is­fljóts sé nán­ast ein­stakt í heim­in­um.

Þóra Ellen: Veru­lega nei­kvæð áhrif

Þóra Ellen Þór­halls­dótt­ir, doktor í grasa­fræði og pró­fessor við Háskóla Íslands, tekur í sínum athuga­semdum undir nið­ur­stöðu Skipu­lags­stofn­unar að „áhrif á ásýnd, lands­lag og víð­erni verði veru­lega nei­kvæð, þrátt fyrir mót­væg­is­að­gerð­ir“. „Sveit­ar­stjórn Skaft­ár­hrepps ætti að líta til þeirra miklu nátt­úru­verð­mæta sem landið býr yfir og taka til­lit til þess: jarð­fræði­lega, sögu­lega, í lands­lagi og lítt snortin víð­ern­i.“

Stein­unn Sig­urð­ar­dótt­ir: Stór­felld nátt­úru­spjöll

Stein­unn Sig­urð­ar­dóttir rit­höf­undur sem á sum­ar­hús í nágrenni hins fyr­ir­hug­aða virkj­ana­svæðis telur ákvarð­anir sveit­ar­stjórnar ger­ræð­is­leg­ar, illa ígrund­aðar og að þær valdi óásætt­an­legum og óaft­ur­kræfum land­spjöll­um. Fram­kvæmdin sé þess utan ónauð­syn­leg og að skemmd­ar­verk verði unnin á hraundalnum milli Þver­ár­fjalls og Núpa­fjalls. Fram­kvæmdin yrði að sögn Stein­unnar „stór­felld nátt­úru­spjöll“ og vekja reiði og sorg. Fram­kvæmdin muni stór­spilla svæð­inu og rjúfa lands­lags­heild, þar á meðal heild Skaft­ár­elda­hrauns, og telj­ist nátt­úr­u­níð.

Þá segir hún það skjóta skökku við að þriggja manna sveit­ar­stjórn­ar­meiri­hluti geti tekið sér vald til að keyra í gegn gíf­ur­legt land­rask sem mun stór­skaða ásýnd sveitar og lands um alla fram­tíð.

Eld­vötn: For­dæma vinnu­brögð meiri­hlut­ans

Eld­vötn - sam­tök um nátt­úru­vernd í Skaft­ár­hreppi gera alvar­legar athuga­semdir við að sveit­ar­stjórn skuli stefna að því að leyfa virkjun í Hverf­is­fljóti þvert á nið­ur­stöður Skipu­lags­stofn­un­ar. Sam­tökin for­dæma vinnu­brögð harð­lega og harma þá van­virð­ingu sem meiri­hlut­inn sýni með fram­ferði sínu. Skorað er á sveit­ar­stjórn að falla frá áformun­um.

Skipu­lags­stofn­un: Var­an­leg og óaft­ur­kræf áhrif

Skipu­lags­stofnun benti í umsögn sinni vegna skipu­lags­breyt­ing­anna á fyrri umsögn sína sem stofn­unin segir enn eiga við. Um sé að ræða skipu­lags­á­kvörðun vegna fram­kvæmdar sem muni hafa í för með sér var­an­leg og óaft­ur­kræf umhverf­is­á­hrif.

„Skaft­ár­elda­hraun hefur umtals­verða sér­stöðu og vernd­ar­gildi þess er hátt bæði á lands- og heims­vísu enda er um að ræða annað af tveimur stærstu hraun­gosum sem runnið hafa á jörð­inn­i,“ segir í umsögn­inni. „Því hefur það sér­stakt jarð­sögu­legt gildi sem eykur á vernd­ar­gildi þess umfram flest önnur hraun hér á landi en hraun eru jarð­minjar sem njóta sér­stakrar verndar sbr. 61. gr. laga um nátt­úru­vernd og forð­ast ber að raska þeim nema brýna nauð­syn beri til.“

Fram­kvæmdin og mann­virki sem henni fylgja muni raska sér­stæðri lands­lags­heild og breyta ásýnd óraskaðs svæðis veru­lega auk breyt­inga á rennsli árfar­veg­ar­ins hluta árs­ins.

Nátt­úru­fræði­stofn­un: Ein­stökum nátt­úru­verð­mætum raskað

Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands sagði í sinni athuga­semd að ef skipu­lags­á­formin yrðu sam­þykkt og Hnútu­virkjun verði fram­kvæmd, þá muni „um­tals­verðum ein­stökum nátt­úru­verð­mætum verða raskað, að stórum hluta til á óaft­ur­kræfan hátt“.

Umhverf­is­stofn­un: Hver er hin brýna nauð­syn?

Umhverf­is­stofnun tekur í svip­aðan streng í sínum athuga­semdum og telur að í skipu­lag­inu vanti umfjöllun um hver brýna nauð­synin sé og hvaða ríku almanna hags­munir rétt­læti röskun á svæð­inu.

RARIK: Ell­efu bil­anir á fimm árum

RARIK skil­aði einnig umsögn þar sem fram kemur að ætla megi að Hnútu­virkjun myndi tengj­ast á spennu sem er hærri en dreifispenna dreifi­kerfis RARIK á svæð­inu. Virkj­unin myndi því tengj­ast beint í tengi­virkið á Prests­bakka. Verði virkj­unin hæf til eyja­rekstrar þ.e. getur fram­leitt án þess að tengj­ast öðru raf­orku­kerfi, myndi hún fyrst og fremst koma að gagni þegar að afhend­ing Lands­nets á Prests­bakka er ekki til stað­ar.

Í umsögn­inni er svo bent á að á fimm ára tíma­bili á árunum 2016-2020 hefði komið ell­efu sinnum til trufl­ana á afhend­ingu raf­orku.“ Því má ætla að raf­orku­af­hend­ing inn á dreifi­kerfi RARIK og þar með til not­enda myndi verða örugg­ari og hægt væri að leggja af vara­vél á Klaustri og þar með minnka olíu­notkun í bil­ana­til­fell­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent