Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi

Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið

Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema að brýna nauðsyn beri til. Mikil umfram raforka er til í landinu en sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti á þeim rökum að afhendingaröryggi sé ótryggt.

Meiri­hluti sveit­ar­stjórnar Skaft­ár­hrepps hefur fall­ist á að aðal­skipu­lagi verði breytt í sam­ræmi við breytt áform um virkjun við Hnútu í Hverf­is­fljóti. Fram­kvæmda­að­il­inn, Ragnar Jóns­son, óskaði eftir því í sumar að afli fyr­ir­hug­aðrar virkj­unar á aðal­skipu­lagi yrði breytt úr 15 MW í 9,3 MW og að aðkomu­vegur og iðn­að­ar­svæði yrðu sett inn. Sam­tímis óskaði Ragnar eftir heim­ild til að vinna deiliskipu­lag fyrir svæðið og var það einnig sam­þykkt.Ósk Ragn­ars var tekin fyrir og sam­þykkt á fundi skipu­lags­nefndar hrepps­ins í byrjun sept­em­ber og sú afgreiðsla var svo stað­fest á fundi sveit­ar­stjórn­ar  með þremur atkvæðum full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn tveimur atkvæðum full­trúa Z-list­ans, Sólar í Skaft­ár­hreppi.Hverf­is­fljót er jök­ulá en í það rennur einnig grunn­vatn. Áin fellur úr Síðu­jökli í vest­an­verðum Vatna­jökli, með­fram eystri jaðri Eld­hrauns niður á Fljóts­eyrar rétt vestan Skeið­ar­ár­sands.Virkj­unin er fyr­ir­huguð í landi jarð­ar­innar Dals­höfða sem er í eigu Ragn­ars. Í frum­mats­skýrslu árið 2017 kom fram að reist yrði 800 metra löng 1-3 metra há stífla í Hverf­is­fljóti skammt frá fjall­inu Hnútu og hluta vatns­ins veitt úr far­veg­inum um þrýsti­pípu, 2,3 kíló­metra leið að stöðv­ar­húsi. Á þessum kafla, þar sem Lamb­haga­fossa er m.a. að finna, myndi rennsli minnka veru­lega yfir vetr­ar­mán­uð­ina og far­veg­ur­inn að lík­indum þurrkast upp í mars á hverju ári. Fram­kvæmd­inni myndi fylgja lagn­ing tæp­lega sjö kíló­metra aðkomu­vegar auk aðrennsl­is- og frá­rennsl­is­skurða.Auglýsing

Hug­myndin um virkjun við Hnútu hefur verið umdeild í Skaft­ár­hreppi, bæði meðal íbú­a,  hags­muna­að­ila í ferða­þjón­ustu sem og innan sveit­ar­stjórnar eins og afgreiðsla hennar á erindi Ragn­ars sýn­ir. Í bókun Jónu Bjarkar Jóns­dótt­ur, líf­fræð­ings og full­trúa Z-lista í skipu­lags­nefnd, kom fram að breyt­ing á aðal­skipu­lagi vegna Hnútu­virkj­unar yrði að öllum lík­indum til þess að fresta vinnu við end­ur­skoðun aðal­skipu­lags hrepps­ins sem væri mjög mið­ur. Vís­aði hún svo í álit Skipu­lags­stofn­unar sem birt var í sumar og sagði æski­legt að virkj­ana­hug­myndin yrði skoðuð í heild með hlið­sjón af þeim gögnum sem nú lægju fyr­ir. Undir þessa bókun tóku full­trúar Z-lista í sveit­ar­stjórn þegar ósk Ragn­ars var þar til umfjöll­unar og höfn­uðu þeir erindi hans.Hug­myndir um virkjun Hverf­is­fljóts við Hnútu eru langt frá því nýjar af nál­inni og í aðal­skipu­lagi Skaft­ár­hrepps er þar gert ráð fyrir 40 MW virkj­un. Fyrstu hug­myndir fram­kvæmda­að­il­ans gerðu þó ráð fyrir 2,5 MW virkjun en í mats­á­ætl­un, sem fara þurfti í sam­kvæmt ákvörðun umhverf­is­ráð­herra í kjöl­far kæru, var virkj­unin orðin 15 MW. Skipu­lags­stofnun gaf út nið­ur­stöðu sína um mats­á­ætl­un­ina árið 2008 en stuttu seinna var áformunum frestað allt þar til fyrir þremur árum og nú stendur til að virkj­unin verði 9,3 MW.

Myndi hafa nei­kvæð áhrif á Skaft­ár­elda­hraunVirkj­un­ar­svæðið er fyr­ir­hugað í hinu tæp­lega 240 ára gamla Eld­hrauni sem rann í Skaft­ár­eld­um  á árunum 1783-1784. Skaft­ár­eldar voru eitt mesta eld­gos Íslands­sög­unnar og þriðja mesta hraun sem runnið hefur á jörð­inni frá ísald­ar­lok­um. Um þetta atriði fjall­aði Skipu­lags­stofnun sér­stak­lega í áliti sínu á mats­skýrslu Ragn­ars sem gefið var út í sum­ar. Var það nið­ur­staða stofn­un­ar­innar sú að virkj­unin myndi hafa nei­kvæð áhrif á Skaft­ár­elda­hraun sem hefði mikið vernd­ar­gildi bæði á lands­vísu og heims­vísu. Ekki væri hægt að að horfa til stærðar hrauns­ins og hlut­falls­legs rasks þess líkt og gert væri í mats­skýrsl­unni og bent á að um jarð­minjar væri að ræða sem nytu sér­stakrar verndar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Þeim skuli ekki raska nema brýna nauð­syn beri til og að almanna­hags­munir séu í húfi. „Skipu­lags­stofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauð­syn fyrir röskun á Skaft­ár­elda­hraun­i,“ segir svo í álit­inu og að í ljósi sér­stöðu þess verði að gera kröfu um að sýnt verði fram á það með afdrátt­ar­laus­ari hætti í skipu­lags­gerð og áður en kemur til leyf­is­veit­inga.Skaftáreldahraun er annað af tveimur stærstu hraungosum sem runnið hafa á jörðinni á sögulegum tíma. Verndargildi þess bæði á landsvísu og heimsvísu er hátt og hefur umtalsverða sérstöðu.
Hraun­straum­ar úr Lakagígum fylltu gljúf­ur Skaft­ár og Hverf­is­fljóts og runnu þar til byggða í tveim­ur elf­um og breidd­ust svo út yfir lág­lendið.
Aðsend

Nóg raf­magn er á lausu í land­inu. Stórnot­endum hefur fækk­að, að minnsta kosti tíma­bund­ið, með lokun kís­il­vera á Húsa­vík og í Helgu­vík. Þá nota gagna­ver og álver minni orku nú en áður. Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veit­unn­ar, bendir á það í umsögn sinni um kerf­is­á­ætlun Lands­nets, sem greint var frá í Frétta­blað­inu á fimmtu­dag, að sam­an­lagður sam­dráttur í raf­orku­kaupum á Íslandi nemi um 7,5 pró­sentum af árlegri vinnslu­getu eða um 1,5 tera­vatt­stund­um. Sam­drátt­ur­inn er því meiri en sam­an­lögð fram­leiðslu­geta Sult­ar­tanga­virkj­unar og Vatns­fells­virkj­un­ar, tveggja af stærstu virkj­unum Lands­virkj­un­ar.„Við í meiri­hluta sveit­ar­stjórnar teljum að upp­bygg­ing atvinnu og fram­leiðsla á grænni orku sé af hinu góða í okkar land­stóra sveit­ar­fé­lag­i,“ segir Eva Björk Harð­ar­dótt­ir, odd­viti í Skaft­ár­hreppi, um ástæður þess að jákvætt var tekið í erindi Ragn­ars þrátt fyrir breytta stöðu á raf­orku­mark­aði. „Fyrir mér hangir þetta tvennt svo­lítið á sömu spýt­unn­i.“

Telur áhrif virkj­un­ar­innar aft­ur­kræfRask á Skaft­ár­elda­hrauni vegna virkj­un­ar­fram­kvæmd­anna yrði í lág­marki og aðal­lega með­fram Hverf­is­fljóti í formi veglagn­ingar sem muni nýt­ast öllum sem vilja kom­ast um land­ið. „Við teljum að aukin raf­orku­fram­leiðsla með lág­marks­raski komi sér vel fyrir atvinnu­lífið í sveit­ar­fé­lag­inu. Nú þegar við sjáum fram á að lagn­ing þriggja fasa raf­magns sé loks­ins að verða að veru­leika þá er mik­il­vægt að tryggja raf­orku­ör­yggi hjá fyr­ir­tækjum á svæð­inu sem hafa verið að keyra á hálfum afköstum eða jafn­vel brenna olíu.“Eva segir að raf­magn sem fram­leitt yrði með virkjun við Hnútu færi inn á dreifi­kerfi Lands­nets í hreppnum og myndi því nýt­ast í heima­byggð. Í dag komi það inn á kerfið úr virkjun við Smyrla­björg í austri og Hraun­eyjum í vestri. „Fleiri svona virkj­anir sem bæta raf­magni inn á kerfið gerir það stöðugra og öfl­ugra.“

Við erum ekki að tala um uppistöðulón eða stóra framkvæmd með ófyrirséðum afleiðingum fyrir viðkvæma náttúru sem við viljum auðvitað öll vernda.
Auglýsing

Ferða­þjón­usta er ein af lyk­ilat­vinnu­greinum í Skaft­ár­hreppi. Nágrenni við jökla og belj­andi jök­ul­fljót og óbyggð víð­erni eru þar eitt helsta aðdrátt­ar­aflið. „Við erum ekki að tala um uppi­stöðu­lón eða stóra fram­kvæmd með ófyr­ir­séðum afleið­ingum fyrir við­kvæma nátt­úru sem við viljum auð­vitað öll vernda,“ segir Eva og að Hnútu­virkjun yrði rennsl­is­virkjun og ætti því að vera aft­ur­kræf fram­kvæmd að fullu.Spurð hvaða áhrif ótrygg afhend­ing raf­magns í sveit­ar­fé­lag­inu hafi í dag tekur hún sem dæmi hót­elið sem hún sjálf rek­ur. Í gegnum tíð­ina hafi orðið þónokk­urt tjón á raf­magns­tækjum hót­els­ins sem rekja megi til bil­ana og trufl­ana í raf­orku­kerf­inu. Þetta hafi þó lag­ast tölu­vert eftir að nýtt tengi­virki var sett upp „en ennþá erum við að glíma við tíð raf­magns­leysi og stöku flökt sem hefur skelfi­legar afleið­ingar fyrir þau mörgu og við­kvæmu tæki sem fylgja svona rekstri“. Eva seg­ist ekki geta full­yrt að Hnútu­virkjun komi að fullu í veg fyrir vanda­mál af þessum toga en sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem hún hafi aflað sér „þá mun verða minna raf­orku­tap og stöðugri orku­flutn­ingur ef raf­orkan kemur í þétt­ara mæli inn á lín­una“.

Ábyrgð sveit­ar­stjórnar mikilSkaft­ár­hreppur sé víð­feðmt sveit­ar­fé­lag og frek­ari upp­bygg­ing ferða­þjón­ustu er fyr­ir­huguð víða. Odd­vit­inn segir það á ábyrgð sveit­ar­stjórnar að reyna að tryggja raf­orku­inn­viði eins og aðra. Efl­ing flutn­ings­kerf­is­ins sé nú þegar hafin og þriggja fasa raf­magn um hrepp­inn sé hluti af því verk­efni. Það muni gjör­breyta aðbún­aði allrar atvinnu­starf­semi í sveit­ar­fé­lag­inu. „Við þurfum að hafa í huga að ábyrgð okkar sem sitjum í sveit­ar­stjórn er mik­il. Við berum bæði ábyrgð á við­kvæmri og stór­kost­legri nátt­úru ásamt því að sjá til þess að inn­viðir okkar séu sam­keppn­is­hæfir þannig að íbúar okkar sitji við sama borð hér og ann­ars stað­ar.“Spurð hvort að hún telji þá brýna nauð­syn fyrir röskun Skaft­ár­elda­hrauns vera til stað­ar, líkt og Skipu­lags­stofnun vill að verði stað­fest með afger­andi hætti, bendir hún á að sveit­ar­stjórn hafi ekki enn gefið út fram­kvæmda­leyfi, aðeins sé búið að heim­ila að hefja skipu­lags­gerð vegna virkj­un­ar­inn­ar. „Við munum að sjálf­sögðu fara að fyr­ir­mælum Skipu­lags­stofn­unar varð­andi skipu­lags­gerð­ina og fara í einu og öllu eftir lögum og regl­u­m.“Virkjunarframkvæmdirnar eru fyrirhugaðar innan Kötlu jarðvangs sem hefur hlotið viðurkenningu UNESCO sem jarðvangur (Global Geopark) og Skaftáreldahraun er meðal merkustu jarðminja innan hans.
Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi

Þegar meira en nóg af raf­magni er til í land­inu vakna spurn­ingar um hvers vegna því sé ekki hægt að koma til íbúa dreifð­ari byggða með trygg­ari hætti. Eins og Eva nefnir er það flutn­ings­kerfið sjálft, sem er á ábyrgð Lands­nets og dreifi­veitna á hverjum stað. Og eins og Eva nefnir er afhend­ingar­ör­yggið í Skaft­ár­hreppi ekki eins og best verður á kos­ið.En úrbætur eru þó í píp­un­um. Afhend­ing­ar­staður Lands­nets í Skaft­ár­hreppi er á Prest­bakka við Kirkju­bæj­ar­klaustur og þar eru tengdar tvær háspennu­línur sem eru hluti af byggða­lín­unni. „Tengi­virkið á Prest­bakka er tengt lengstu flutn­ings­línu Lands­nets sem nær alla leið frá Sig­öldu og austur á Hóla við Höfn í Horna­firð­i,“ segir Stein­unn Þor­steins­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­nets. 

Undir venju­legum kring­um­stæðum væri um fullt afhend­ingar­ör­yggi að ræða en vegna fyr­ir­komu­lags í tengi­virk­inu veldur truflun á annarri hvorri lín­unni því að taka þarf báðar úr rekstri sam­tím­is. „Verið er að leggja loka­hönd á bygg­ingu tengi­virkis á Hnappa­völlum í Öræfum sem mun stytta þessa línu tölu­vert og minnka þar með líkur á trufl­un. Einnig er end­ur­nýjun tengi­virk­is­ins á Prest­bakka á tíu ára fram­kvæmda­á­ætlun Lands­nets sem mun bæta ástandið þar tals­vert.“Stein­unn bendir einnig á að Prest­bakki sé tengdur afhend­ing­ar­stað Lands­nets í Rima­koti í Land­eyjum gegnum kerfi RARIK og að sú teng­ing hafi komið að góðum notum við að anna for­gangs­á­l­agi í Skaft­ár­hreppi við trufl­anir á byggða­lín­unni.Horft úr lofti til norðaust­urs að hinu fyr­ir­hugaða fram­kvæmda­svæði.
Úr frummatsskýrslu

Í umsögnum og athuga­semdum sem bár­ust við frum­mat­skýrslu um Hnútu­virkjun á sínum tíma voru áhyggjur af röskun lands­lags­heild­ar­inn­ar, hins ein­stæða Eld­hrauns og eins yngsta árgljúf­urs heims, aug­ljós­ar. Land­vernd og Eld­vötn – sam­tök um nátt­úru­vernd í Skaft­ár­hreppi, fjöll­uðu ítar­lega um sér­stöðu svæð­is­ins í athuga­semdum sínum og aðilar í ferða­þjón­ustu um að með virkjun í Hverf­is­fljóti yrði ósnort­inni nátt­úru spillt og þar með óbyggða­upp­lifun ferða­manna.Undir þetta er tekið í áliti Skipu­lags­stofn­unar sem telur fram­kvæmd­irnar lík­legar til að hafa nei­kvæð áhrif á úti­vist og ferða­þjón­ustu en ekki öfugt eins og fram­kvæmda­að­ili heldur fram. „Óbyggðir lands­ins eru mik­il­væg auð­lind fyrir ferða­þjón­ustu, bæði sem áfanga­staður ferða­manna og sem ímynd Íslands,“ segir í áliti stofn­un­ar­inn­ar.Þar sem virkjun Hverf­is­fljóts við Hnútu er undir 10 MW þarf hún ekki að fara í gegnum ítar­legt ferli ramma­á­ætl­un­ar, þar sem virkj­un­ar­hug­myndum er raðað í orku­nýt­ing­ar-, bið- og vernd­ar­flokk. Hún er því í ört stækk­andi hópi svo­nefndra „smá­virkj­ana“ sem þegar hafa risið og eru á teikni­borð­inu víðs vegar um land­ið.

Umhverf­is­ráð­herra vill end­ur­skoða lög um smá­virkj­anirUm þetta fjallar Skipu­lags­stofnun í áliti sínu á Hnútu­virkj­un. Hún bendir á að í ramma­á­ætlun fari fram mik­il­væg grein­ing og sam­an­burður á fýsi­leika ólíkra virkj­un­ar­kosta á víðum grund­velli. „Sú fram­kvæmd sem hér er til umfjöll­unar og for­saga hennar sýna veik­leika þess að miða við upp­sett afl sem við­mið um það hvaða fram­kvæmdir skulu teknar fyrir í ramma­á­ætl­un. Umfang fyr­ir­hug­aðrar 9,3 MW virkj­unar í Hverf­is­fljóti er að mestu sam­bæri­legt fyrri áformum um 15 MW virkj­un. Um er að ræða fram­kvæmd sem mun að mati Skipu­lags­stofn­unar hafa veru­lega nei­kvæð umhverf­is­á­hrif og til­efni hefði verið til að meta með öðrum virkj­un­ar­kostum í ramma­á­ætl­un.“Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra sagði í við­tali við RÚV nýverið að verið væri að und­ir­búa of margar smá­virkj­anir sem geti haft umtals­verð nei­kvæð umhverf­is­á­hrif. Nauð­syn­legt væri að end­ur­skoða lög um slíkar virkj­anir og meta áhrifin af þeim frekar en horfa ein­göngu til upp­setts afls.Engin virkjun er í Hverf­is­fljóti í dag en í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sem enn hefur ekki verið afgreidd á Alþingi, er lagt til að tvær stærri virkj­ana­hug­mynd­ir, Hverf­is­fljóts­virkjun og Kald­baks­virkj­un, fari í bið­flokk.Landmótunraferlar eru stöðugt að verki í Hverfisfljóti.
Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi

Virkj­un­ar­fram­kvæmd­irnar eru fyr­ir­hug­aðar innan Kötlu jarð­vangs sem hefur hlotið við­ur­kenn­ingu UNESCO sem jarð­vangur (Global Geop­ark) og Skaft­ár­elda­hraun er meðal merk­ustu jarð­minja innan hans. Útnefn­ingin felur í sér að svæðið telst hafa mik­il­vægt jarð­fræði­legt gildi á heims­vísu. Skipu­lags­stofnun telur að horfa verði til þessa þegar metin eru áhrif fyr­ir­hug­aðrar fram­kvæmd­ar.Stofn­unin gerði miklar athuga­semdir við mats­skýrsl­una fyrir utan það sem hér að ofan hefur verið rak­ið. Hún benti til dæmis einnig á að fyr­ir­huguð virkjun væri á svæði þar sem engin mann­virki eru fyrir og lítil sem engin ummerki um rask af manna­völd­um. Fram­kvæmd­irnar kæmu því til með að skerða óbyggð víð­erni að hluta innan marka mið­há­lendis Íslands.Sam­kvæmt Lands­skipu­lags­stefnu 2015-2026 skal sér­kennum mið­há­lend­is­ins og nátt­úru­gæðum við­haldið meðal ann­ars með verndun víð­erna og lands­lags­heilda. Þótt umrædd ákvæði Lands­skipu­lags­stefnu eigi við mið­há­lendi Íslands telur Skipu­lags­stofnun að sam­bæri­leg sjón­ar­mið eigi við um áhrifa­svæði fyr­ir­hug­aðrar virkj­unar í Hverf­is­fljóti neðan mið­há­lend­is­markanna, vegna nálægðar þess við mið­há­lendið og yfir­bragðs þess sem óraskaðs svæð­is. „Fram­kvæmdin mun þannig hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á lands­lag og víð­ern­is­upp­lifun á ein­stöku svæð­i.“Auglýsing

Sandra Brá Jóhanns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Skaft­á­hrepps, ítrekar að nú sé aðeins búið að taka fyrsta skrefið í átt að skipu­lags­gerð vegna virkj­un­ar­innar og í ferl­inu eigi stofn­anir og almenn­ingur eftir að fá tæki­færi til að gera athuga­semdir sem til­lit verði tekið til. Þá eigi sveit­ar­stjórn eftir að fá málið til áfram­hald­andi afgreiðslu á nokkrum stigum þess sem og Skipu­lags­stofn­un. 

„Það er því ekki svo ein­falt að sveit­ar­stjórn sé búin að ákveða á þess­ari stundu hvort breyt­ingin verði sam­þykkt eður ei þar sem ferlið er rétt á byrj­un­ar­stig­i,“ segir hún. Framundan sé ferli sem taki að minnsta kosti nokkra mán­uði.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar