Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra

Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.

Umferð á Miklubraut.
Auglýsing

Frá árinu 2010 hafa tekjur rík­is­ins af inn­heimtu kolefn­is­gjaldi tæp­lega 45,6 millj­örðum króna. Tekjur rík­is­ins af gjald­inu hafa vaxið jafnt og þétt og hafa aldrei verið jafn miklar og í fyrra þegar þær námu 5.770 millj­ónum króna. Sú tala er byggð á áætlun fjár­laga 2022 sem gefin voru út í nóv­em­ber en rík­is­reikn­ingur árs­ins er ekki kom­inn út. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn Andr­ésar Inga Jóns­sonar þing­manns Pírata um tekjur af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Árið 2010 hófst inn­heimta kolefn­is­gjalds og námu tekjur rík­is­ins það ár vegna kolefn­is­gjalds 1.914 millj­ón­um. Krónu­tölu­hækk­unin á tíma­bil­inu er því næstum þre­föld. Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að kolefn­is­gjald sé lagt á gas- og dísilol­íu, bens­ín, brennslu­olíu og jarð­ol­íu­gas og annað loft­kennt vetniskolefni. Þrátt fyrir að tekjur tekjur rík­is­ins af kolefn­is­gjaldi hafi auk­ist umtals­vert frá því það að inn­heimta hófst er ekki þar með sagt að notkun elds­neytis og gass hafi auk­ist á tíma­bil­inu enda hefur gjaldið hækk­að.

Sala á gjald­skyldu elds­neyti rokk­andi

Kolefn­is­gjaldið er hluti af Aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum og er ætlað að draga úr notkun jarð­efna­elds­neytis og þar með losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Á vef stjórn­ar­ráðs­ins er birtur árang­urs­mæli­kvarði fyrir aðgerð­ina þar sem borin er sala á jarð­efna­elds­neyti sem lagt er kolefn­is­gjald. Þar sést að árið 2020 voru 664,6 þús­undir lítra af jarð­efna­elds­neyti seldir árið 2019 en 557,9 þús­undir lítra árið 2020. Salan dróst því saman um 18 pró­sent á milli þess­ara ára. Orku­skipti í sam­göngum hafa þau áhrif að veru­lega dregur úr sölu á jarð­efna­elds­neyti en hafa ber í huga í sam­an­burði á árunum 2019 og 2020 að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn dró veru­lega úr öllum umsvifum á árinu 2020.

Auglýsing

Í upp­hafi árs 2018 var kolefn­is­gjald hækkað um 50 pró­sent og tekjur rík­is­ins juk­ust úr 3.806 millj­ónum árið 2017 í 5.317 millj­ónir árið 2018. Þegar þær tölur eru skoð­aðar nánar sést að tekjur rík­is­ins af gjald­inu juk­ust um 53.5 pró­sent sem er umfram gjald­hækk­un­ina sem þýðir að sala á gjald­skyldu elds­neyti jókst á milli þess­ara ára.

Gjaldið var aftur hækkað um 10 pró­sent í upp­hafi árs 2019. Á milli áranna 2018 og 2019 jókst inn­heimta kolefn­is­gjalds um 6,8 pró­sent, fór úr 5.317 millj­ónum í 5.353 millj­ón­ir. Tekju­aukn­ingin var því hlut­falls­lega minni en hækkun gjalds­ins sem þýðir að salan á gjald­skyldu elds­neyti minnk­aði á milli þess­ara ára. Gjaldið var enn aftur hækkað í upp­hafi árs 2020 um 10 pró­sent. Tekjur rík­is­ins lækk­uðu aftur á móti milli ára og námu 5.332 millj­ónum árið 2020.

Upp­boð á los­un­ar­heim­ildum skilað á ell­efta millj­arð

Ríkið hefur einnig tekjur af upp­boði los­un­ar­heim­ilda gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og hefur haft frá árinu 2019. Sam­tals nema tekjur rík­is­ins af upp­boði los­un­ar­heim­ilda tæp­lega 10,5 millj­örðum króna á tíma­bil­inu 2019 til 2021. Sam­kvæmt bráða­birgða­upp­lýs­ingum námu tekjur rík­is­ins í fyrra 847 millj­ónum króna og lækk­uðu þær umtals­vert frá fyrri árum, þær voru 6.067 millj­ónir árið 2020 og 3.576 millj­ónir árið 2019.

Ríkið á rétt á hlut­deild í tekjum af upp­boði los­un­ar­heim­ilda sam­kvæmt EES-­samn­ingn­um. Evr­ópu­sam­bandið hefur sett það sem við­mið að að minnsta kosti 50 pró­sent af tekjum sem fást frá upp­boði á los­un­ar­heim­ildum renna til lofts­lags­að­gerða. EFTA-­ríkin eru aftur á móti und­an­skilin þeirri kvöð að þurfa að fylgja því við­miði. „Því felur þátt­taka Íslands í sölu los­un­ar­heim­ilda ekki í sér skuld­bind­ingu til þess að ráð­stafa ákveðnu hlut­falli af tekjum af sölu los­un­ar­heim­ilda til lofts­lags­mála,“ segir í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Tekj­urnar af upp­boði los­un­ar­heim­ilda renna því beint í rík­is­sjóð og eru ekki eyrna­merktar lofts­lags­að­gerð­um. Það sama gildir um tekjur af inn­heimtu kolefn­is­gjaldi.

Á fyrsta árs­fjórð­ungi námu tekjur rík­is­ins frá upp­boði á los­un­ar­heim­ildum 920 millj­ónum króna og tekjur frá kolefn­is­gjaldi námu 2.147 millj­ón­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent