Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“

Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.

Björk og Katrín Jakonsdóttir
Auglýsing

Tón­list­ar­konan Björk Guð­munds­dóttir segir að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið í starfi sínu. Hún hafi viljað styðja við Katrínu sem for­sæt­is­ráð­herra en von­brigði með fram­göngu hennar í tengslum við við­burð þar sem til stóð að að Björk, Greta Thun­berg og Katrín lýstu yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­málum hafi gert hana fokreiða. Sú reiði hafi síðan þró­ast yfir í gremju. 

Þetta kemur fram í stóru við­tali við Björk í The Guar­dian í dag í til­efni þess að tíunda sóló­plata henn­ar, Foss­ora,  er að koma út. Þar ræðir hún meðal ann­ars um móður sína, Hildi Rúnu Hauks­dótt­ur, sem lést árið 2018, og umhverf­isaktí­visma henn­ar. Hann fólst meðal ann­ars í því að fara í hung­ur­verk­fall árið 2002 til að mót­mæla bygg­ingu álvers Alcoa og Reyð­ar­firði og þeim umhverf­is­spjöllum sem fylgdu bygg­ingu Kára­hnjúka­virkj­unn­ar, sem sér álver­inu fyrir raf­magn­i. 

Beitt sér á und­an­förnum árum

Í við­tal­inu segir Björk að hún hafi alla tíð síðan þá eytt miklum tíma í að vekja athygli á eyð­ingu umhverf­is­ins. Aktí­vismi hennar hefur átt sér nokkrar birt­ing­ar­myndir á því tíma­bili. Hún stóð til að mynda, ásamt leik­stjór­anum Dar­ren Aronof­sky, fyrir við­burði sem bar yfir­skrift­ina „Stopp - gætum garðs­ins!“ árið 2014. 

Í við­tali við Kjarn­ann í mars það ár sagði hún að drop­inn sem fyllti mæl­inn fyrir henni væri þegar þáver­andi umhverf­is­ráð­herra Íslands, Sig­urður Ingi Jóhanns­son, ákvað að fresta gild­is­töku nátt­úru­vernd­ar­laga sem höfðu verið mörg ár í gerj­un.

Auglýsing
Björk, og sam­starfs­fólk henn­ar, krafð­ist þess að lögin myndu taka gildi. „Svo langar okkur að sýna stuðn­ings við bæði Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin og Land­vernd. Við viljum virkja þjóð­ina í fjár­söfnun svo að sam­tökin geti starfað af fullum styrk og sem full­trúar okkar og nátt­úr­unn­ar. Svo þau geti ráðið sér lög­menn, prentað plaköt og  verið með alvöru skot­færi til að fylgja þessu máli alla leið.“

Með alla kalla­kall­ana á bak­inu

Björk rifjar upp við The Guar­dian að Corn­ucopi­a-tón­leika­ferða­lag hennar árið 2019 hafi inni­haldið mynd­bands­skila­boð frá loft­lags­að­gerð­ar­sinn­anum Gretu Thun­berg. Sama ár hafi Björk og Thun­berg ákveðið að taka höndum saman við Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra Íslands, til að lýsa yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­um. Þær von­uð­ust til þess að það myndi leiða til opin­berra við­bragða frá íslensku rík­is­stjórn­inni. Þegar kom að því að gefa út yfir­lýs­ingu um málið hafi Katrín hins vegar hætt við þátt­töku. „Ég eig­in­lega treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona, en svo fór hún og flutti ræðu og sagði ekk­ert. Hún minnt­ist ekki einu sinna á þetta. Ég varð fokreið, þar sem ég hafði verið að skipu­leggja þetta í marga mán­uð­i,“ segir Björk við The Guar­di­an.

Í kjöl­farið hafi von­brigði hennar þró­ast út í gremju, og jafn­vel nokk­urs konar aðgerð­ar­sinna-kuln­un. 

Björk segir að henni hafi langað að styðja við Katrínu í hennar hlut­verki. „Það er erfitt að vera kven­kyns for­sæt­is­ráð­herra. Hún er með alla kalla­kall­ana (e. red­necks) á bak­inu. En hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverf­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent