Spyr hvernig verja eigi móður jörð fyrir óheftri græðgi stórfyrirtækja

Andrés Ingi telur að tryggja þurfi fólki sem berst gegn „óheftri græðgi stórfyrirtækja sem vilja gjörnýta auðlindir“ möguleika til að leita til dómstóla. Hann vill að íslensk stjórnvöld viðurkenni svokallað vistmorð.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata hyggst leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir við­ur­kenn­ingu á vist­morði. Þetta kom fram í máli Andr­ésar Inga Jóns­sonar þing­manns flokks­ins í ræðu hans undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í síð­ustu viku.

„Þessa dag­ana ber­ast okkur fréttir af stríði aust­ast í Evr­ópu. Þá reikar hug­ur­inn til þess kerfis sem við höfum til að taka á brotum sem eiga sér stað við þær aðstæð­ur. Það er eitt­hvað sem við erum alltaf að þróa og móta og reyna að gera bet­ur,“ sagði hann.

Lengi verið kallað eftir því að vist­morð verði við­ur­kennt brot

Benti Andrés Ingi á að hægt væri að vísa hinum ýmsu brotum til Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stóls­ins í Haag; glæpum sem taldir eru ógna friði, öryggi og vel­ferð í heim­in­um. „Þetta eru stærstu glæp­irn­ir; hóp­morð, glæpir gegn mann­úð, stríðs­glæpir og glæpir gegn friði. Það hefur lengi verið kallað eftir því að víkka út umboð dóm­stóls­ins þannig að glæp­ur­inn vist­morð verði við­ur­kenndur sem eitt af þeim brotum sem hægt er að leita til dóm­stóls­ins með.“

Auglýsing

Spurði hann í fram­hald­inu til hvaða ráða almenn­ingur gæti gripið þegar ákall um aðgerðir strax skil­uðu engum við­brögðum frá stjórn­völd­um. „Hver á að verja móður jörð fyrir óheftri græðgi stór­fyr­ir­tækja sem vilja gjör­nýta auð­lindir og önnur nátt­úru­gæði? Það þarf að tryggja fólki sem tekur að sér að berj­ast fyrir þessum sam­eig­in­legu hags­munum okkar allra mögu­leika til að leita til dóm­stóla með þau efn­i.“

Evr­ópskur dagur fyrir við­ur­kenn­ingu á vist­morði

Andrés Ingi benti á að á morg­un, sunnu­dag, væri evr­ópskur dagur fyrir við­ur­kenn­ingu á vist­morði. Greindi hann jafn­framt frá því að þing­flokkur Pírata myndi gera tvennt til að minn­ast þess dags. Þau myndu halda mál­þing á Kjar­vals­stöðum í hádeg­inu á mánu­dag­inn næst­kom­andi þar sem þau fá erlenda sér­fræð­inga til að fara yfir þessi mál og, eins og fram hefur kom­ið, leggja enn­fremur fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir við­ur­kenn­ingu á vist­morði.

Þing­mað­ur­inn hvatti alla þing­menn til að skoða þessa til­lögu og ger­ast með­flutn­ings­menn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent