Rammaáætlun verður lögð fram í fjórða sinn af fjórða ráðherranum

Sautján virkjanakostir eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun sem nú hefur verið dreift á Alþingi. Þetta er sama tillaga og fyrst var lögð fram haustið 2016 fyrir utan að tíu svæði í verndarflokki hafa verið friðlýst og eru því ósnertanleg.

Eldvörp eru meðal þeirra landsvæða sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar.
Eldvörp eru meðal þeirra landsvæða sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra telur mik­il­vægt að Alþingi fjalli efn­is­lega um til­lögur verk­efn­is­stjórnar þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar sem beðið hafa afgreiðslu þings­ins í að verða fimm og hálft ár. Hann er fjórði ráð­herr­ann sem mun leggja þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um flokkun virkj­un­ar­kosta í þriðja áfanga áætl­un­ar­innar fram og í dag var til­lagan birt á vef þings­ins og er sam­kvæmt þing­mála­skrá á dag­skrá þess í lok mars.

Til­lagan er nær sam­hljóða þeirri sem þegar hefur verið lögð fram í þrí­gang að því und­an­skildu að virkj­ana­kostir og svæði í vernd­ar­flokki sem þegar hafa verið frið­lýstir hafa verið felldir úr til­lög­unni. Allar voru frið­lýs­ing­arnar gerðar í tíð Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar í stóli umhverf­is­ráð­herra og sam­kvæmt þeim verður ekk­ert af tíu áður fyr­ir­hug­uðum virkj­un­um: Hólmsár­lóni, Tungna­ár­lóni, Gýgjar­foss­virkj­un, Blá­fells­virkj­un, Gjá­stykki, Brenni­steins­fjöll, Hvera­botn­um, Neðri­-Hverdöl­um, Kisu­botnum og Þver­felli.

Auglýsing

Lagt er til að sautján nýir virkj­ana­kostir fari í orku­nýt­ing­ar­flokk áætl­un­ar­inn­ar, sjö í vatns­afli og tíu í háhita. Þá eru 37 kostir í bið­flokki til­lög­unn­ar, m.a. vegna þess að verk­efn­is­stjórn taldi að á sínum tíma fylgdi þeim ekki nægj­an­leg gögn, og í vernd­ar­flokk er lagt til að sextán virkj­ana­kostir fari og er þá búið að fella út þau svæði sem nú njóta frið­lýs­ing­ar.

Nú­gild­andi ramma­á­ætl­un, annar áfangi, var sam­þykktur á Alþingi í jan­úar árið 2013 eða fyrir níu árum síð­an. Einn virkj­ana­kostur til við­bótar hefur þó síðan þá bæst við í orku­nýt­ing­ar­flokk, Hvamms­virkjun sem Lands­virkjun áformar í neðri hluta Þjórsár og var það gert með sér­stakri afgreiðslu þings­ins árið 2015.

Tvær aðrar virkj­anir í neðri hluta Þjórsár fengu svo með­ferð verk­efn­is­stjórnar þriðja áfang­ans, Urriða­foss­virkjun og Holta­virkj­un, og eru í orku­nýt­ing­ar­flokki til­lög­unnar sem nú fer enn einu sinni fyrir þing­ið.

Auk þess­ara þriggja virkj­ana­hug­mynda í Þjórsá eru tvær aðrar frá Lands­virkjun í nýt­ing­ar­flokki sam­kvæmt til­lög­unni: Skrokköldu­virkjun og Veitu­leið Blöndu­virkj­un­ar.

Frá áhrifasvæði Búlandsvirkjunar í Skaftá. Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir

Skrokköldu­virkjun er áformuð á mið­há­lend­inu og var rök­stuðn­ingur verk­efn­is­stjórnar um að setja hana í nýt­inga­flokk sá að þar væri þegar búið að gera miðl­un­ar­lón (Há­göngu­lón), stíflur og til­rauna­bor­holur og ekki því lengur um óraskað svæði að ræða. Þessi hug­mynd féll þó ekki vel í kramið hjá þing­mönnum Vinstri grænna er hún var fyrst lögð fram árið 2016 og aftur 2017. Katrín Jak­obs­dótt­ir, sem nú er orðin for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Fram­sókn­ar­flokki og Sjálf­stæð­is­flokki, sagð­ist vilja að Skrokkalda yrði „tekin út fyrir sviga“ á meðan áform um hálend­is­þjóð­garð væru til skoð­un­ar.

Að auki eru tvær virkj­anir á Vest­fjörð­um, Aust­ur­gils­virkjun og Hval­ár­virkj­un, í orku­nýt­ing­ar­flokki til­lög­unn­ar, en sú seinni var þegar komin þangað í öðrum áfanga sem nú er í gildi. Það sama má segja um Veitu­leið Blöndu­virkj­un­ar.

Vötn og fossar á Ófeigsfjarðarheiði sem nýttir yrðu til virkjunar kosts sem nefnist Hvalárvirkjun. Mynd: Golli

Þeir háhita­kostir sem eru í orku­nýt­ing­ar­flokki til­lög­unnar eru m.a. Aust­urengjar, Sveiflu­háls og Sand­fell á Krýsu­vík­ur­svæð­inu, Eld­vörp á Svarts­eng­is­svæð­inu, frek­ari virkjun Kröflu­svæð­is­ins og Bjarn­arflags­virkj­un.

Hægt er að færa virkj­ana­kosti úr nýt­ing­ar­flokki þar til Orku­stofnun hefur gefið út virkj­ana­leyfi, rétt eins og hægt er að færa kosti úr vernd­ar­flokki ef þeir hafa ekki fengið frið­lýs­ingu.

Vilja stækka bið­flokk­inn

Í vernd­ar­flokki til­lög­unnar sem Guð­laugur Þór mun leggja fram eru m.a. virkj­ana­hug­myndir í Hér­aðs­vötn­um, Skjálf­anda­fljóti, Mark­ar­fljóti og efst í Þjórsá (Kjalöldu­veita og Norð­linga­öldu­veita). Þar er enn­fremur Búlands­virkjun í Skaftá. HS Orka sagði við Kjarn­ann nýverið að hún ætti fullt erindi i nýt­inga­flokk.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur frá því nóv­em­ber er að finna lof­orð um að lokið verði við þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar en því er hins vegar bætt við í sömu setn­ingu að kostum í bið­flokki verði fjölg­að. Slíkt getur aðeins þýtt tvennt: Að kostir verði færðir úr annað hvort vernd­ar­flokki eða nýt­ing­ar­flokki við þing­lega með­ferð til­lög­unn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent