Vegaframkvæmdir á Héraði munu valda „mjög miklu og óafturkræfu raski“ á gömlum birkiskógi

Aðalvalkostur Vegagerðarinnar á veglínu á Héraði að gangamunna Fjarðarheiðarganga myndi valda mestu raski allra kosta á skógi og votlendi. Birkitrén eru allt að 100 ára gömul og blæaspir hvergi hærri á landinu.

Allir valkostirnir frá Héraði að göngunum myndu fara um gamlan og þéttan birkiskóg. Hér er sýndur hluti norðurleiðar.
Allir valkostirnir frá Héraði að göngunum myndu fara um gamlan og þéttan birkiskóg. Hér er sýndur hluti norðurleiðar.
Auglýsing

Ef suð­ur­leiðin svo­kall­aða, aðal­val­kostur Vega­gerð­ar­innar á veg­línu að ganga­munna Fjarð­ar­heið­ar­ganga um Hérað yrði farin myndi það valda „mjög miklu og óaft­ur­kræfu raski á gömlum og þéttum skógi“ sem nýtur verndar í nátt­úru­vernd­ar­lögum og skal ekki raska nema að brýna nauð­syn beri til. Þrír val­kost­ir, norð­ur­leið, mið­leið og suð­ur­leið, eru metnir í umhverf­is­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­innar og færu þeir allir um Egils­staða­skóg og Egils­staða­kletta að ein­hverju leyti. Norð­ur­leið og suð­ur­leið færu einnig um stórt vot­lendi, sem nýtur sömu verndar og skóg­ur­inn.

Íslensk stjórn­völd stefna á aukna útbreiðslu birki­skóga, m.a. í sam­ræmi við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið.

Auglýsing

Egils­staða­skógur er víð­áttu­mikið og upp­vax­andi birki­skóg­lendi austan Egils­staða og inn með Eyvind­ar­ár­dal. Skóg­ur­inn er að miklum hluta gam­all og sjálfsáður og er hann meðal stærstu skóga á land­inu þar sem trén ná allt að 10 metra hæð.

Í Egils­staða­skógi er auk þess stærsta útbreiðslu­svæði villtrar blæa­spar á land­inu og þar er hún einnig hæst, eða um 8 metr­ar. Í skóg­inum vex einnig reyni­viður og gul­víð­ir. Gróð­ur­far er sér­stætt og þar vaxa sjald­gæfar plöntu­teg­und­ir, m.a. mik­ill fjöldi fléttu­teg­unda. Skóg­ur­inn er enn­fremur vin­sælt úti­vist­ar­svæði. Sam­kvæmt kort­lagn­ingu Skóg­rækt­ar­innar er birki­skóg­ur­inn á öllum leiðum að mestu 30-60 ára gam­all. Þó var hann allt að 60-100 ára gam­all á afmörk­uðum svæð­um.

Suðurleið er sýnd með fjólubláum lit en rauði liturinn sýnir legu bæði suðurleiðar og miðleiðar. Kort: Úr umhverfismatsskýrslu

Mesta flat­ar­mál birki­skóga og -kjarrs er að finna á suð­ur­leið, næst­mest á norð­ur­leið og litlu minna á mið­leið. Heild­ar­lífmassi birkis á leið er minnstur á áhrifa­svæði norð­ur­leið­ar, þar sem hann er um helm­ingi minni en á mið­leið, en mesti lífmass­inn er á suð­ur­leið.

Fram­kvæmdir fælu í sér var­an­lega eyð­ingu á hluta skóg­ar­ins. Vega­gerðin áætlar að umfang rösk­unar gró­inna svæða á suð­ur­leið sé 193 hekt­ar­ar. Á þeirri leið yrði raskað mestu umfangi birki­skóga, sam­tals 93,9 ha eða 49 pró­sent áhrifa­svæð­is­ins. Að sama skapi yrði þar raskað mestu umfangi vot­lendra svæða, sam­tals 34,3 ha eða 14 pró­sentum áhrifa­svæð­is­ins og einnig mestu af vot­lendum svæðum sem njóta verndar sam­kvæmt lögum vegna stærðar sinn­ar.

­Nátt­úru­fræði­stofnun bendir á í umsögn sinni um umhverf­is­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­innar að lagt hafi verið til að frið­lýsa Egils­staða­skóg á Nátt­úru­vernd­ar­á­ætlun 2009-2013 en ekki hafi enn orðið af því. Hins vegar hafi nýverið tekið gildi frið­lýs­ing æðplantna, mosa og fléttna og nokkrar plönt­ur, m.a. blæösp og þrjár fléttu­teg­und­ir, sem heyra undir þessa frið­lýs­ingu, finn­ast í Egils­staða­skógi og innan áform­aðs fram­kvæmda­svæðis veg­ar­ins.

Stofn­unin segir að um langt skeið hafi verið bent á vernd­ar­gildi birki­skóga í Egils­staða­skógi, ekki síst vegna sjald­gæfra fléttu­teg­unda sem vaxa á birkitrjám. „Ljóst er að sjald­gæfum fléttu­teg­undum mun stafa ógn af þeirri vega­gerð sem áætluð er í fram­kvæmd­inni og það óháð mis­mun­andi val­kost­u­m.“

Að mati Nátt­úru­fræði­stofn­unar er mjög mik­il­vægt að stefnt sé að nákvæm­ari skoðun á fund­ar­stöðum frið­aðra fléttu­teg­unda til að full­vissa sé um hver áhrif áætl­aðrar vega­gerðar verði.

Birkiskógar og -kjarr á valkostum veglína Héraðsmegin (Náttúrustofa Austurlands, 2021).

Mesta rask á vist­gerðum með hátt vernd­ar­gildi er á aðal­val­kost­in­um, suð­ur­leið, þar sem hún mun bæði liggja um birki­skóga og stórt sam­fellt vot­lendi (Lamb­húsa­mýri og Fló­a). „Veg­lína suð­ur­leiðar þverar vot­lendið mitt og því ljóst að raskið af því verður tölu­vert þótt aðeins lít­ill hluti sé innan fram­kvæmda­svæð­is­ins,“ stendur í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar. „Ljóst er að áhrif val­kosta á gróð­ur­far eru nei­kvæð­ust á suð­ur­leið í Hér­aði og þar yrði óaft­ur­kræft rask á vist­gerðum með hátt vernd­ar­gildi, vot­lendi og birki­skóg sem fellur undir ákvæði nátt­úru­vernd­ar­laga um sér­staka vernd sem og æðplöntu- og fléttu­teg­undir sem eru á válista eða frið­lýst­ar.“

Að mati stofn­un­ar­innar er því „afar mik­il­vægt“ að lögð verði sér­stök áhersla á mót­væg­is­að­gerðir til að vega upp rask á vist­gerðum með hátt vernd­ar­gildi. Hvað varðar end­ur­heimt birki­skóga sem hluta af mót­væg­is­að­gerðum skuli horft til þess að nota birki­plöntur sem eiga erfða­fræði­lega upp­runa úr Egils­staða­skógi til að tryggja við­hald þeirra og að horft sé til end­ur­heimtar birki­skóga í næsta nágrenni þar sem við eigi.

Nátt­úru­fræði­stofnun telur einnig að skoða mætti að styrkja nátt­úru­legan vöxt blæa­spar í Egils­staða­skógi í stað þeirra trjá­plantna sem frá hverfa vegna fram­kvæmd­ar­innar jafn­vel með til­færslu trjáa.

Hluti suðurleiðar er sýndur á myndinni. Á þeirri leið er mest rask á vistgerðum með hátt verndargildi af öllum þeim kostum sem Vegagerðin leggur til. Mynd: Umhverfismatsskýrsla.

Umhverf­is­stofnun fer í umsögn sinni yfir hvað felist í verndun vist­kerfa, m.a. birki­skóg­anna, í lög­um. Í grein­ar­gerð með frum­varpi til laga um nátt­úru­vernd sé með orða­lag­inu „brýn nauð­syn“ lögð áhersla á að ein­ungis mjög ríkir hags­munir geti rétt­lætt röskun og þá fyrst og fremst brýnir almanna­hags­mun­ir.

Skóg­ræktin vinnur nú að gerð raf­ræns gagna­grunnar yfir skóg­lendi sem falla undir 61. greinar laga um nátt­úru­vernd. Í þeirri grein sé fjallað um vist­kerfi sem njóta skuli sér­stakrar verndar þar á meðal „sér­stæðir eða vist­fræði­lega mik­il­vægir birki­skógar og leifar þeirra þar sem eru m.a. gömul tré“. Skóg­ræktin segir í umsögn sinni um umhverf­is­mats­skýrsl­una að búið sé að stað­festa Egils­staða­skóg sem gamlan, stóran sam­felldan skóg. Auk þess sem skóg­ur­inn þyki merki­legur fyrir þær sakir að vera einn fárra nátt­úru­legra vaxt­ar­staða blæa­spar á Íslandi. Skóg­ræktin leggur „ríka áherslu á að forð­ast beri að raska vist­fræði­lega mik­il­væg­um, gömlum birki­skóg­um“.

Auglýsing

Stofn­unin bendir á að end­ur­heimt birki­skóga sé mik­il­vægt verk­efni og í aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í umhverf­is- og lofts­lags­málum gegni hún stóru hlut­verki. Í nýjum lögum um skóga og skóg­rækt sé fjallað um vernd, end­ur­heimt, umhirðu og nýt­ingu skóga. „Skóg­ræktin hvetur leyf­is­veit­endur og fram­kvæmda­að­ila til þess að kynna sér þann kafla vel.“

Var­an­leg eyð­ing skóga er óheimil

Var­an­leg eyð­ing skóga að hluta eða í heild er óheimil sam­kvæmt lög­um, bendir Skóg­ræktin á. Sé var­an­leg hún óhjá­kvæmi­leg skuli til­kynna Skipu­lags­stofnun um fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd í sam­ræmi við ákvæði laga um mat á umhverf­is­á­hrif­um.

Komi til var­an­legrar eyð­ingar skógar skal fram­kvæmda­að­ili ráð­ast í mót­væg­is­að­gerðir til að draga úr eða koma í veg fyrir nei­kvæð áhrif á umhverfið af eyð­ingu skóg­ar­ins, með hlið­sjón af mark­miðum laga um skóga og skóg­rækt, svo sem með end­ur­heimt nátt­úru­skógar eða ræktun nýrra skóga.

Umhverf­is­mats­skýrsla Vega­gerð­ar­innar um veg­línur að áform­uðum Fjarð­ar­heið­ar­göngum var aug­lýst til umsagna í sumar og er frest­ur­inn útrunn­inn. Í næsta skrefi umhverf­is­mats­ins skilar Vega­gerðin svörum við umsögn­um, bregst við þeim ef þurfa þykir í end­an­legri skýrslu sinni sem Skipu­lags­stofnun gefur svo álit sitt á.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent