Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós

Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Auglýsing

Bann verður lagt við olíu­leit í efna­hags­lög­sögu Íslands, verði nýtt stjórn­ar­frum­varp Guð­laus Þórs Þórð­ar­sonar umhverf­is­ráð­herra að lög­um. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs var því heitið að rík­is­stjórnin myndi ekki gefa út nein leyfi til olíu­leitar í efna­hags­lög­sög­unni. Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er einnig sett fram mark­mið um að Ísland nái kolefn­is­hlut­leysi og fullum orku­skiptum í síð­asta lagi árið 2040 og verði óháð jarð­efna­elds­neyti fyrst ríkja.

Nú hefur umhverf­is­ráð­herra lagt fram frum­varp um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna banns við leit, rann­sóknum og vinnslu kol­vetnis í efna­hags­lög­sög­unni. Í fyrstu grein frum­varps­ins er hug­takið kol­vetni skýrt nán­ar, það merkir jarð­ol­ía, jarð­gas eða ann­ars konar kol­vetni sem er til staðar í jarð­lögum undir hafs­botni frá nátt­úr­unnar hendi og nýt­an­legt er í loft­kenndu eða fljót­andi formi.

Frum­varpið felur í sér breyt­ingu á nokkrum lög­um. Þau eru lög um eign­ar­rétt íslenska rík­is­ins að auð­lindum hafs­botns­ins, lög um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, lög um bruna­varn­ir, lög um mann­virki og lög um varnir gegn mengun hafs og stranda. Verði frum­varpið sam­þykkt falla auk þess úr gildi lög um leit, rann­sóknir og vinnslu kol­vetn­is, lög um skatt­lagn­ingu á kol­vetn­is­vinnslu og lög um stofnun hluta­fé­lags um þátt­töku íslenska rík­is­ins í kol­vetn­is­starf­semi.

Auglýsing

Áform um laga­setn­ing­una voru kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í lok jan­úar á þessu ári og frum­varps­drög voru í kjöl­farið kynnt í sam­ráðs­gátt um miðjan febr­ú­ar.

Engin virk leyfi fyrir leit eða vinnslu á olíu og gasi

Í kafla um mat á áhrifum frum­varps­ins segir að laga­setn­ingin hafi ekki áhrif á útgjöld hins opin­bera og að það sé í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda um umhverf­is­vernd og sjálf­bæra þró­un. Þá hefur frum­varpið engin áhrif á leyfi til olíu­leitar eða -vinnslu: „Engir aðilar hafa leyfi til að stunda leit, rann­sóknir eða vinnslu kol­vetnis í efna­hags­lög­sög­unni í dag.“

Í dag er það Orku­stofnun (OS) sem gefur út leyfi til leitar að kol­vetni ann­ars vegar og leyfi til rann­sókna og vinnslu á kol­vetni hins veg­ar. Síð­ar­nefndu leyfin eru sér­leyfi sem eru veitt í kjöl­far útboðs og fela í sér einka­rétt leyf­is­hafa til rann­sókna og vinnslu. Orku­stofnun hefur í heild gefið út þrjú slík leyfi en ekk­ert þeirra er enn í gildi, líkt og áður seg­ir.

Í jan­úar árið 2013 voru tvö leyfi gefin út, Faroe Petr­eo­leum Norge AS var rekstr­ar­að­ili ann­ars þeirra og Ithaca Petr­o­leum ehf. rekstr­ar­að­ili hins. Rúmu ári síð­ar, var þriðja leyfið gefið út og var kín­verska rík­is­ol­íu­fé­lagið CNOOC rekstr­ar­að­ili leyf­is­ins. Hverju sér­leyfi fyrir sig var deilt á milli þriggja fyr­ir­tækja en Petoro Iceland AS var leyf­is­hafi með hlut­þátt­töku upp á 25 pró­sent í öllum leyf­unum fyrir hönd norska rík­is­ins sam­kvæmt samn­ingi milli Íslands og Nor­egs sem fjallar um land­grunnið á svæð­inu milli Íslands og Jan Mayen.

Sér­leyfi Faroe Petr­o­leum var gefið eftir í jan­úar árið 2015 og sér­leyfi Ithaca Petr­o­leum var gefið eftir í jan­úar 2017. Líkt og áður segir var Petoro Iceland AS leyf­is­hafi að fjórð­ungs­hluta beggja sér­leyf­anna en Íslenskt Kol­vetni ehf. var hlut­þátt­töku upp á 7,5 pró­sent í leyfi Faroe Petr­o­leum og 18,75 pró­sent í leyfi Ithaca Petr­o­le­um.

Í jan­úar árið 2018 gáfu CNOOC og Petoro Iceland eftir sinn hluta af þriðja leyf­inu. Eykon Energy, þriðja fyr­ir­tækið sem átti 15 pró­senta aðild að sér­leyf­inu gerði það aftur á móti ekki. Orku­stofnun mat það aftur á móti svo að Eykon Energy upp­fyllti ekki skil­yrði kol­vetn­islaga, „hvorki um tækni­legra né fjár­hags­lega getu til að takast eitt á við kröfur og skil­mála leyf­is­ins eða að vera rekstr­ar­að­ili þess.“ Leyfið var því aft­ur­kallað.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent