Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós

Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Auglýsing

Bann verður lagt við olíu­leit í efna­hags­lög­sögu Íslands, verði nýtt stjórn­ar­frum­varp Guð­laus Þórs Þórð­ar­sonar umhverf­is­ráð­herra að lög­um. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs var því heitið að rík­is­stjórnin myndi ekki gefa út nein leyfi til olíu­leitar í efna­hags­lög­sög­unni. Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er einnig sett fram mark­mið um að Ísland nái kolefn­is­hlut­leysi og fullum orku­skiptum í síð­asta lagi árið 2040 og verði óháð jarð­efna­elds­neyti fyrst ríkja.

Nú hefur umhverf­is­ráð­herra lagt fram frum­varp um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna banns við leit, rann­sóknum og vinnslu kol­vetnis í efna­hags­lög­sög­unni. Í fyrstu grein frum­varps­ins er hug­takið kol­vetni skýrt nán­ar, það merkir jarð­ol­ía, jarð­gas eða ann­ars konar kol­vetni sem er til staðar í jarð­lögum undir hafs­botni frá nátt­úr­unnar hendi og nýt­an­legt er í loft­kenndu eða fljót­andi formi.

Frum­varpið felur í sér breyt­ingu á nokkrum lög­um. Þau eru lög um eign­ar­rétt íslenska rík­is­ins að auð­lindum hafs­botns­ins, lög um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, lög um bruna­varn­ir, lög um mann­virki og lög um varnir gegn mengun hafs og stranda. Verði frum­varpið sam­þykkt falla auk þess úr gildi lög um leit, rann­sóknir og vinnslu kol­vetn­is, lög um skatt­lagn­ingu á kol­vetn­is­vinnslu og lög um stofnun hluta­fé­lags um þátt­töku íslenska rík­is­ins í kol­vetn­is­starf­semi.

Auglýsing

Áform um laga­setn­ing­una voru kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í lok jan­úar á þessu ári og frum­varps­drög voru í kjöl­farið kynnt í sam­ráðs­gátt um miðjan febr­ú­ar.

Engin virk leyfi fyrir leit eða vinnslu á olíu og gasi

Í kafla um mat á áhrifum frum­varps­ins segir að laga­setn­ingin hafi ekki áhrif á útgjöld hins opin­bera og að það sé í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda um umhverf­is­vernd og sjálf­bæra þró­un. Þá hefur frum­varpið engin áhrif á leyfi til olíu­leitar eða -vinnslu: „Engir aðilar hafa leyfi til að stunda leit, rann­sóknir eða vinnslu kol­vetnis í efna­hags­lög­sög­unni í dag.“

Í dag er það Orku­stofnun (OS) sem gefur út leyfi til leitar að kol­vetni ann­ars vegar og leyfi til rann­sókna og vinnslu á kol­vetni hins veg­ar. Síð­ar­nefndu leyfin eru sér­leyfi sem eru veitt í kjöl­far útboðs og fela í sér einka­rétt leyf­is­hafa til rann­sókna og vinnslu. Orku­stofnun hefur í heild gefið út þrjú slík leyfi en ekk­ert þeirra er enn í gildi, líkt og áður seg­ir.

Í jan­úar árið 2013 voru tvö leyfi gefin út, Faroe Petr­eo­leum Norge AS var rekstr­ar­að­ili ann­ars þeirra og Ithaca Petr­o­leum ehf. rekstr­ar­að­ili hins. Rúmu ári síð­ar, var þriðja leyfið gefið út og var kín­verska rík­is­ol­íu­fé­lagið CNOOC rekstr­ar­að­ili leyf­is­ins. Hverju sér­leyfi fyrir sig var deilt á milli þriggja fyr­ir­tækja en Petoro Iceland AS var leyf­is­hafi með hlut­þátt­töku upp á 25 pró­sent í öllum leyf­unum fyrir hönd norska rík­is­ins sam­kvæmt samn­ingi milli Íslands og Nor­egs sem fjallar um land­grunnið á svæð­inu milli Íslands og Jan Mayen.

Sér­leyfi Faroe Petr­o­leum var gefið eftir í jan­úar árið 2015 og sér­leyfi Ithaca Petr­o­leum var gefið eftir í jan­úar 2017. Líkt og áður segir var Petoro Iceland AS leyf­is­hafi að fjórð­ungs­hluta beggja sér­leyf­anna en Íslenskt Kol­vetni ehf. var hlut­þátt­töku upp á 7,5 pró­sent í leyfi Faroe Petr­o­leum og 18,75 pró­sent í leyfi Ithaca Petr­o­le­um.

Í jan­úar árið 2018 gáfu CNOOC og Petoro Iceland eftir sinn hluta af þriðja leyf­inu. Eykon Energy, þriðja fyr­ir­tækið sem átti 15 pró­senta aðild að sér­leyf­inu gerði það aftur á móti ekki. Orku­stofnun mat það aftur á móti svo að Eykon Energy upp­fyllti ekki skil­yrði kol­vetn­islaga, „hvorki um tækni­legra né fjár­hags­lega getu til að takast eitt á við kröfur og skil­mála leyf­is­ins eða að vera rekstr­ar­að­ili þess.“ Leyfið var því aft­ur­kallað.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent