Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar

Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.

Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Auglýsing

Þau eru oft kölluð eilífð­ar­efni, PFAS-efnin mann­gerðu, sem vegna stór­kost­legra eig­in­leika sinna hafa verið afar eft­ir­sókn­ar­verð í hverslags vörur allt frá því á sjötta ára­tug síð­ustu ald­ar. En ef eitt­hvað er of gott til að vera satt, eins og það að efna­hóp­ur­inn sé snilldar upp­finn­ingin ein, er það lík­lega einmitt oft of gott til að vera satt.

Og á dag­inn hefur sann­ar­lega komið að PFAS-efni hafa gert meiri skaða fyrir umhverfið en nokkurn gat órað fyr­ir. Þessi ónátt­úru­legu efni hafa borist um alla nátt­úr­una með vindum og vatni og finn­ast nú allt frá norð­ur­hjara til hita­belt­is­skóga og Suð­ur­skauts­lands­ins.

Auglýsing

Vís­inda­menn við Stokk­hólms­há­skóla hafa kom­ist að því að efnin er að finna í regn­vatni um alla jörð – meira að segja á Suð­ur­skauts­land­inu og á háslétt­unni í Tíbet. Og þar sem þau brotna flest ekki niður hafa þau safn­ast upp á plánet­unni okkar í sjö ára­tugi.

Líkt og með önnur mann­anna verk þá var ekki talið að heilsu manna og heil­brigði líf­ríkis stæði ógn af PFAS-efn­unum er fram­leiðsla og notkun þeirra hófst. En við­mið­un­ar­mörk á heilsu­spill­andi magni þeirra hafa verið færð sífellt neðar síð­ustu tutt­ugu ár enda benda rann­sóknir til að þau geti valdið marg­vís­legu heilsutjóni. Sum eru jafn­vel talin krabba­meins­vald­andi.

Regnið nærir jarðveginn en þetta vatn er ekki lengur öruggt að drekka. Mynd: Pexels

Í iðn­vædd­ustu ríkjum heims, m.a. á Íslandi, er regn­vatni yfir­leitt ekki safnað til neyslu. Á því ger­ist ekki þörf. En í fátæk­ari ríkjum er regn­vatn oft ein helsta upp­spretta drykkj­ar­vatns.

Hvað er PFAS?

Á vef Umhverf­is­stofn­unar stendur að PFAS (e. per- and polyflu­or­inated alkyl substances) sé stór efna­hópur sem sam­anstendur af meira en 4700 mann­gerðum efn­um. Öll eiga þau það sam­eig­in­legt að hafa mjög sterkt efna­tengi á milli kolefnis og flú­oratóma sem gerir það að verkum að þau eru afar óhvarf­gjörn og stöðug við notkun og í umhverf­inu. Rann­sóknir benda til að efnin brotni ekki að fullu niður í nátt­úr­unni. Sum þeirra brotna ekk­ert niður á meðan önnur brotna mjög hægt niður en mynda þá önnur PFAS-efni. Því eru efnin kölluð þrá­virk og geta magn­ast upp í mönn­um, dýrum og umhverf­inu með tím­an­um.

Efnin eru mörg hver vatns­leys­an­leg og hreyf­an­leg í jarð­vegi. Þegar þau losna út í umhverfið ferð­ast þau aðal­lega með loft- og vatns­straumum og geta því borist langa leið frá upp­runa sín­um. Þau hafa fund­ist bæði í líf­verum og í umhverf­inu um allan heim meðal ann­ars á Norð­ur­lönd­unum og norð­ur­skauts­svæð­inu.

Hvar er lík­legt að finna þau?

 • Textíll og leður sem eru vatns- eða fitu­frá­hrind­andi (t.d. fatn­að­ur, skór, gólf­mott­ur, tjöld, áklæði og töskur)
 • Við­loð­un­ar­fríar (e. non-st­ick) pönnur og pottar
 • Snyrti­vörur
 • Mat­væla­um­búðir
 • Hreinsi­efni
 • Raf­tæki
 • Skíða­vax
 • Vatns­vörn
 • Máln­ing og lökk
 • Slökkvi­tækja­froða

Hvernig kom­ast þau inn í lík­amann?

 • Með inn­öndun
 • Í gegnum fæð­una
 • Með upp­töku í gegnum húð

Hvernig geta þau haft áhrif á heilsu?

 • Skjald­kirtils­sjúk­dómar
 • Ónæm­is­eit­ur­hrif (e. immunotox­icity)
 • Krabba­mein í nýrum og eistum
 • Lifr­ar­skemmdir
 • Eit­ur­hrif á þroskun (e. develop­mental tox­icity)
 • Áhrif á æxlun og frjó­semi
 • Lækkun á fæð­ing­ar­þyngd nýbura
 • Hækkað kól­esteról
 • Auknar líkur á syk­ur­sýki og offitu

Rann­sókn vís­inda­mann­anna við Stokk­hólms­há­skóla hefur kveikt á við­vör­un­ar­bjöllum og kallað hefur verið eftir því að notkun PFAS-efna verði tak­mörkuð veru­lega eða bönn­uð.

„Það má ekki vera þannig að fáir hagn­ist á því að menga drykkj­ar­vatn fyrir millj­ónir ann­arra,“ segir Jane Muncke, þýskur sér­fræð­ingur í umhverf­is­fræð­um. Kostn­aður við að hreinsa vatn af þessum efnum sé gríð­ar­leg­ur. Hann ætti iðn­að­ur­inn sem fram­leiðir efnin að greiða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent