„Sporin hræða“

Þingmaður Vinstri grænna segir ljóst að náttúran megi sín oft lítils þegar almannahagsmunir eru taldir í gígavöttum.

Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Auglýsing

Jódís Skúla­dóttir þing­maður Vinstri grænna fjall­aði um orku- og umhverf­is­mál undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. Hún sagði meðal ann­ars að orku­stefna sem byggir á fram­boði og eft­ir­spurn væri full­kom­lega óseðj­andi og að for­gangs­raða ætti „ís­lenskri grænni orku til orku­skipta og íslenskra heim­ila og fyr­ir­tækja“.

Hóf hún ræðu sína á að benda á að und­an­farið hefði verið hávær umræða um orku­þörf Íslend­inga til nán­ustu fram­tíð­ar.

„Þær myndir sem dregnar eru upp eru flestar á einn veg; að virkja meira, hraðar og bet­ur. Auk­inni orku­þörf þarf þó að mæta af skyn­semi. Við þurfum að velja vel þá kosti sem best fara saman við nátt­úru­vernd, kynna okkur nýja mögu­leika og fram­farir í orku­mál­um. Sporin hræða og ljóst að nátt­úran má sín oft lít­ils þegar almanna­hags­munir eru taldir í gíga­vött­u­m,“ sagði hún.

Auglýsing

Röskun vegna Kára­hnjúka mestu nátt­úru­spjöll sem orðið hafa hér á landi

Rifj­aði Jódís upp að þann 30. nóv­em­ber árið 2007 hefði Kára­hnjúka­virkjun verið form­lega gang­sett.

„Jök­ulsá á Dal var virkjuð með þremur stífl­um, Kára­hnjúka­stífla stærst þeirra, rúmir 200 metrar á hæð. Þá var talað um að ekki þyrfti að virkja framar á Aust­ur­landi, að ósnortin víð­erni önnur en þau sem fór undir Háls­lón yrðu látin vera.

Nú 15 árum seinna eru uppi virkj­un­ar­á­form vegna Geit­dals­virkj­unar í Skrið­dal í Múla­þingi, hug­mynd sem hingað til hefur verið umdeild í ljósi þess að hún stendur utan þess hluta hrauna­svæðis sem raskað var vegna Kára­hnjúka, mestu nátt­úru­spjalla sem orðið hafa af manna völdum hér á Ísland­i,“ sagði hún.

Nátt­úra Íslands undir 57 fer­kíló­metra miðl­un­ar­lóni – ekki hags­munir banda­rískra álfyr­ir­tækja

Þá telur Jódís það skjóta skökku við að áformin hafi komið fram á sama tíma og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fól óbyggða­nefnd að gera til­lögur að þjóð­lendum á Aust­ur­landi þar sem Geit­dalsá rennur og að hluti áætl­aðs fram­kvæmda­svæðis sé innan mið­há­lend­is­línu.

„Orku­um­ræðan gengur að miklu leyti út á að hér séu allir virkj­un­ar­kostir græn­ir, að Ísland geti og beri til þess skylda gagn­vart lofts­lags­vánni að fram­leiða eins mikið af orku og mögu­legt er. Þá er mik­il­vægt að muna að það er nátt­úra Íslands sem er undir 57 fer­kíló­metra miðl­un­ar­lóni Kára­hnjúka, ekki hags­munir banda­rískra álfyr­ir­tækja. Þá er mik­il­vægt að muna að Kára­hnjúkar áttu að duga Aust­ur­landi fyrir orku um ókomna tíð.

Höfum það til höfða­lags að orku­stefna sem byggir á fram­boði og eft­ir­spurn er full­kom­lega óseðj­andi. For­gangs­röðum íslenskri grænni orku til orku­skipta og íslenskra heim­ila og fyr­ir­tækja,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent