Virkja fossa, geyma gögn

Silvía Sif Ólafsdóttir skrifar um skýin sem geyma gögnin okkar, skýin sem eru ekki raunveruleg heldur gagnaver uppfull af tölvubúnaði sem knúinn er áfram af beisluðum náttúruöflum. Þar sem einnig er grafið eftir bitcoin úr umhverfisvænni, íslenskri orku.

Auglýsing

Við höfum skapað okkur hlið­stæðan heim á staf­rænu formi. Heim sem safnar enda­lausum gögnum (e. data) um okk­ur. En við söfnum gögn­unum líka sjálf. Með þess­ari tækni­þróun hefur mann­kynið skapað fleiri heim­ildir um sjálft sig síð­ustu fimm ár en árin 5000 þar á und­an. Allt það merki­lega. Allt það ómerki­lega. Þessi gögn eyð­ast ekki nema kannski með ein­beittum brota­vilja, þau veðr­ast ekki eða skemmast, upp­lit­ast ekki í sól­inni, rifna eða beygl­ast. Þau hald­ast óbreytt og frosin í stað og jafn­vel þegar við deyjum sjálf, holdi og blóði, verðum við ennþá til á Face­book. Það er reiknað með því að árið 2050 verði fleiri dánir not­endur á Face­book en lif­andi.

Við sjáum þessi gögn fyrir okkur í skýi. Skýi sem er ekki til. Skýið er gagna­ver og gagna­ver eru risa­stór hús­næði upp­full af tölvu­bún­aði sem hýsa inter­net­ið. Knúin áfram af beisl­uðum nátt­úru­öflum og blásandi út gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um. Þar geym­ist allt ruslið og kusk­ið, þetta sem þú myndir vana­lega þurrka af hill­unum heima hjá þér eða flokka í við­eig­andi tunn­ur. Not­aðir tón­leika­mið­ar, gamlir tölvu­póstar, myndir af meltum mat og liðnum sól­setr­um. Öll þessi gögn krefj­ast orku til þess eins að vera til. Þau þvæl­ast um í sæstrengj­um, í raf­magns­lín­um, í fossum og vind­myll­um. Gögnin virð­ast þyngd­ar­laus, ósýni­leg nema í gegnum þar til gerða skjái.

Gögn í gagna­verum

Gögn eru orðin að verð­mæt­ustu eign jarð­ar­inn­ar, en árið 2017 voru slík gögn fyrst talin verð­mæt­ari en olía. Gagna­söfn­unin er stöðug, frá hverju skrefi sem við tök­um, hverjum hlut sem við versl­um, hverri vef­síðu sem við heim­sækj­um. Þessum upp­lýs­ingum er safnað í formi gagna­punkta (e. data point) og allir þessir gagna­punktar þarfn­ast hýs­ing­ar.

Auglýsing

Allt sem við gerum á net­inu hefur í för með sér losun koltví­oxíðs ein­hvers staðar í heim­in­um. Gagna­ver hýsa inter­net­ið, hýsa vef­síð­ur, gagna­grunna, gagna­gnótt­ina, for­rit, nið­ur­höl og svo fram­vegis sem gera nútím­ann mögu­leg­an. Til þess að knýja þessi gagna­ver þarf mikla raf­orku – bæði fyrir tölv­urnar sjálfar og í kæli­búnað sem kemur í veg fyrir að þær ofhitni.

Víða í heim­inum er þessi raf­orka búin til með bruna jarð­efna­elds­neytis eins og hrá­olíu og kola. Þá er talið að gagna­ver séu ábyrg fyrir 0.25% af heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í heim­inum eða því sem nemur 250.000.000 tonnum af koltví­oxíði á ári. Það jafn­gildir þeirri losun sem yrði til við dag­legar flug­ferðir frá London til Hong Kong og til baka í 150 ár.

Við kald­ara lofts­lag er minni þörf á kæl­ingu í gagna­verum, sem leiðir til veru­legs orku­sparn­aðar og lægri útgjalda vegna þessa. Því eru gagna­ver að leita á norð­læg­ari slóð­ir, meðal ann­ars til Íslands. Orku­þörf gagna­vera hér­lendis vex hratt og virð­ist sem svo að ný gagna­ver séu stöðugt í bygg­ingu. Nú fyrir stuttu bár­ust til að mynda fréttir af því að bæj­ar­stjórn Akur­eyrar hafi veitt vil­yrði fyrir bygg­ingu nýs gagna­vers í bænum þrátt fyrir háværar umræður um yfir­vof­andi orku­skort í land­inu.

Skýin sem við geymum gögnin í eru orkufrek gagnaver.

Það sem laðar gagna­ver enn fremur að Íslandi er umhverf­is­væna orkan, sem virð­ist gjarnan aðeins hugsuð út frá hags­muna­sjón­ar­miðum manns­ins, það er orka sem losar lítið af gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um. Þó að end­ur­nýj­an­leg orka á Íslandi sé nokkuð lofts­lagsvæn með til­liti til los­un­ar, fylgja henni þó nei­kvæð umhverf­is­á­hrif og því mættum við spyrja okk­ur: Telst orka enn þá til grænnar orku ef til þess að beisla hana þarf að virkja raun­veru­lega nátt­úru og jafn­vel drekkja vist­kerfum í kjöl­far­ið?

Foss fyrir foss

Raf­orku­notkun gagna­vera á Íslandi er nú orðin meiri en raf­orku­notkun allra heim­ili lands­ins. Reiknað er með að í ár verði orku­þörf gagna­vera 1260 gíga­vatt­stund­ir, en til sam­an­burðar myndi fyr­ir­huguð virkjun Hvalár í Ófeigs­firði fram­leiða um 340 gíga­vatt­stundir á ári og má því sjá að til að knýja gagna­ver lands­ins þyrfti tæp­lega fjórar Hval­ár­virkj­an­ir.

Eitt af helstu verk­efnum gagna­vera hér­lendis er að grafa eftir raf­myntum líkt og Bitcoin. Raf­myntin er fram­leidd á raf­orku einni sam­an, raf­orku sem er nýtt í flókna útreikn­inga, fram­kvæmda af tölv­um, sem mynda mynt­ina. Tölv­urnar sem fram­kvæma þessa vinnu hljóta í stað­inn umbun í formi Bitcoin sem getur í fram­hald­inu skapað tölu­verð verð­mæti, séu þessir útreikn­ingar fram­kvæmdir á stórum skala, til dæmis í þar til gerðum gagna­ver­um.

Orku­sóun er eitt af stærstu vanda­mál­unum sem mann­kynið stendur fyrir nú á tímum ham­fara­hlýn­unar og því er ljóst að við þurfum að vera gagn­rýnin á það í hvað orkan er nýtt, hvort sem það er geymsla á not­uðum tón­leika­mið­um, gömlum tölvu­póst­um, myndum af hund­inum okk­ar, ára­löngum sam­skiptum við þau sem okkur þykir vænt um, þess­ari grein eða fram­leiðsla á raf­mynt­um. Hafa það í huga að plássið er ekki enda­laust, óhald­bært ský heldur gagna­ver knúin áfram af raun­veru­legri nátt­úru eða eins og Andri Snær Magna­son komst svo vel að orði í grein­inni Mun Bitcoin éta alvöru íkorna í fram­tíð­inn­i?: „Þegar við spyrjum okkur til hvers þau eru öll þessi gagna­ver. Viltu fórna foss­unum til að geyma fullt af myndum af fossum? Hvort elskarðu meira, ímynd­aða pen­inga eða alvöru nátt­úru­verð­mæt­i?“

Auglýsing

Staf­rænt sorp

Það er ekki hægt að mynda orku né eyða henni, aðeins breyta mynd henn­ar. Þetta lög­mál um ork­una er eitt­hvað sem ég lærði í fram­halds­skóla, eða kannski grunn­skóla. Það er ótrú­legt að hugsa sér að öll orka sem til er í heim­inum hafi alltaf verið til, að frá upp­hafi heims­ins hafi aldrei verið til minni orka né meiri og senni­lega mun það ekki breyt­ast. Allar gjörðir eru bundnar í orsaka­sam­hengi við eitt­hvað ann­að. Raf­orka kem­ur, enn sem komið er, á kostnað nátt­úr­unnar og geymsla á staf­rænum gögn­um, gröftur eftir Bitcoin og póstar á Instagram koma á kostnað raf­orku.

Ósýni­legi fram­kvæmda­stjór­inn, milli­göngu­að­il­inn milli okkar og vör­unn­ar, hvort sem hún er hald­bær hlutur eða staf­rænt efni er raun­veru­leg nátt­úra, heilu vist­kerf­in, berg, tré, fossar og ár sem mað­ur­inn hefur lært að beygja undir vilja sinn. Á tímum ham­fara­hlýn­unar virð­ist mann­kynið kepp­ast við að greina áhrif ein­stakra þátta á lofts­lag­ið. Rusl hefur verið sér­stak­lega mikið í umræð­unni, það hversu miklu við erum að henda og hvort við séum að henda því í við­eig­andi tunn­ur. Á þessum tímum er vissu­lega mik­il­vægt að vera gagn­rýnin og með­vituð um ruslið okk­ar, hvenær hlutir hafa gegnt sínum til­gangi og hvar þeir enda. Sama gildir um staf­rænt sorp, því rusl leyn­ist víðar en í hlut­lægum veru­leika. Staf­rænt sorp hefur raun­veru­lega stað­setn­ingu og krefst sífelldrar orku til þess að vera það sem það er: sorp.

Viljum við fórna vist­kerfum til að fram­leiða orku sem knýr risa­stórar staf­rænar rusla­tunn­ur? Og hversu miklum nátt­úru­verð­mætum erum við til­búin að fórna fyrir fram­leiðslu á orku­frekum raf­mynt­um?

Kynntu þér hvað er í húfi á Íslandi. Nátt­úru­kortið er lif­andi vefsjá sem sýnir staði sem fyr­ir­hugað er að nýta til orku­fram­leiðslu eða raska á annan hátt.

Höf­undur er vöru­hönn­uð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar