Stendur algjörlega með breytingum á rammaáætlun

Forsætisráðherra var spurð á þingi í dag út í „sinnaskipti“ VG hvað rammaáætlun varðar. Hún segir að horfast verði í augu við það að Alþingi hafi ekki náð saman um vissa áfanga áætlunarinnar hingað til.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna (VG), seg­ist algjör­lega standa með breyt­ingum meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis á þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu að þriðja áfanga ram­m­á­ætl­­unar sem birtar voru um helg­ina. Hún vill ekki láta hjá líða að afgreiða ramma­á­ætlun í ein­hverri mynd. „Ég held að þá værum við fyrst komin í vanda.“

Þetta kom fram í máli ráð­herr­ans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spurði hana meðal ann­ars hvað hefði breyst í við­horfi VG á síð­ustu árum í umhverf­is­vernd. „Með hvaða rökum styðja Vinstri græn færslu Kjalöldu­veitu og virkj­un­ar­kost­anna í Hér­aðs­vötnum úr vernd­ar­flokki í bið­flokk?“ spurði hún meðal ann­ars.

Þór­unn sagð­ist í upp­hafi fyr­ir­spurnar sinnar fagna því að það hillti undir afgreiðslu 3. áfanga ramma­á­ætl­unar á Alþingi vonum seinna en það væri ekki sama hvernig það væri gert.

„Sú var tíðin að Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð gaf sig út fyrir að vera flagg­skip nátt­úru­verndar hér á landi og tók það hlut­verk alvar­lega oft­ast nær. Það urðu hér nokkur tíð­indi í lið­inni viku þegar VG ákvað að setja nafn sitt við breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar við afgreiðslu 3. áfanga rammans úr nefnd, reyndar á þann veg að annar tveggja full­trúa VG í nefnd­inni, Bjarni Jóns­son, þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is, studdi þá til­lögu ekki,“ benti Þór­unn á.

Auglýsing

Þór­unn rifj­aði upp orð Katrínar í umræðum um rammann á Alþingi árið 2017 þegar hún sagði að að sjálf­sögðu væri margt gott í þeirri áætlun sem lögð var óbreytt fram frá fyrra þingi, þá sér­stak­lega hvað varðar vernd­ar­flokk­inn, og kæmi kannski ekki á óvart að hún fagn­aði því sér­stak­lega. „Ég horfi þá til að mynda til Skjálf­anda­fljóts, Skaftár og fleiri þátta, og Norð­linga­öldu­veitu sem hefur tals­vert verið til umræðu í þessum sal á und­an­förnum árum. Og svo auð­vitað jök­ul­vötnin í Skaga­firð­i,“ sagði Katrín árið 2017.

Þór­unn rifj­aði það einnig upp að Katrín hefði verið á þings­á­lykt­un­ar­til­lögu VG um frið­lýs­ingu aust­ari og vest­ari Jök­ulsár í Skaga­firði árið 2008.

„Eftir að hafa fylgst með póli­tík Vinstri grænna í meira en tvo ára­tugi á ég bágt með að skilja þessi sinna­skipt­i,“ sagði þing­mað­ur­inn og spurði for­sæt­is­ráð­herra hvað hefði breyst. „Með hvaða rökum styðja Vinstri græn færslu Kjalöldu­veitu og virkj­un­ar­kost­anna í Hér­aðs­vötnum úr vernd­ar­flokki í bið­flokk?“

Búin að ræða málin i sex ár

Katrín svar­aði og sagði að sú ramma­á­ætlun sem nú væri lögð fram í fjórða skipti hefði fyrst verið lögð fram árið 2016. „Aldrei hefur umfjöllun verið lok­ið, meðal ann­ars vegna gagn­rýni þeirrar sem hér stend­ur.“

Hún sagði að Þór­unn hefði sleppt því að nefna að ráð­herr­ann hefði bent á að í nýt­ing­ar­flokki væru kostir eins og Skrokkalda inni á miðju hálendi sem þyrfti aug­ljós­lega að skoða betur út frá hug­myndum um mögu­legan mið­há­lend­is­þjóð­garð og út frá þeirri lands­lags­heild sem þar væri að finna og ósnortnum víð­ern­um.

„Þar ræddi ég líka, í þessum ræð­um, af því að ég man þær nú ágæt­lega, um virkj­anir í neðri hluta Þjórsár og þá stað­reynd að sam­fé­lags­leg áhrif af þeim virkj­unum hefðu ekki verið metin með full­nægj­andi hætti. Og hver er til­laga meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar í þessum efn­um? Jú, það er að færa nákvæm­lega þessa kosti í bið­flokk af því að þá þurfi að meta bet­ur.

Vissu­lega er líka verið að leggja til færslu á kostum úr vernd­ar­flokki í bið. En verðum við ekki ein­fald­lega að horfast í augu við það, Alþingi, að við höfum ekki náð saman um þennan áfanga ramma­á­ætl­unar í þau þrjú skipti sem hann hefur verið lagður fram? Verðum við ekki að taka það til opin­skárrar umræðu að lík­lega eru þetta of margir kostir til að geta tekið afstöðu til þeirra í einu ef marka má þessa sögu, sem ég tek alvar­lega? Þetta eru sex ár sem við höfum verið að ræða þetta mál og þetta þarf ekki að koma jafn mikið á óvart og ein­hverjir hátt­virtir þing­menn telja í ljósi þess að í stjórn­ar­sátt­mála er sér­stak­lega talað um að eðli­legt sé að horfa til þess að bið­flokkur verði stækk­aður þannig að þetta sé gert í minni áföng­um,“ sagði Katrín í svari sínu.

Hún benti á að Þór­unn hefði nefnt í fyr­ir­spurn sinni Skaftá og Skjálf­anda­fljót sem eru í vernd­ar­flokki. „Og af því að hátt­virtur þing­maður spyr um Vinstri­hreyf­ing­una – grænt fram­boð þá held ég að það sé ágætt að rifja það upp að ýmis svæði eru ekki undir í þess­ari áætl­un, til dæmis ekki þau tíu svæði sem voru frið­lýst á tíma Vinstri grænna í umhverf­is­ráðu­neyt­inu, sem eru auð­vitað líka mikil tíma­mót í þess­ari umræð­u,“ sagði hún.

Öllu snúið á haus

Þór­unn sagð­ist í fram­hald­inu ekki deila við for­sæt­is­ráð­herra um þau atriði sem hún nefndi í sinni ræðu.

„Það er öllu snúið á haus þegar kemur að var­úð­ar­regl­unni og færslu á kostum úr vernd í bið – úr vernd í bið. Það vill þannig til að við erum að tala um kosti sem hafa eitt­hvert hæsta vernd­ar­gildi sam­kvæmt mati fag­hópa sem unnið hafa fyrir verk­efn­is­stjórn­ina og þeir eru í vernd­ar­flokki vegna nátt­úru­vernd­ar­hags­muna. Það er ekki í sam­ræmi við var­úð­ar­regl­una að taka kosti úr vernd í bið,“ sagði hún og bætti því við að þetta gengi hrein­lega ekki upp.

Þórunn Sveinbjarnardóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Það hljóta því að vera ein­hverjar aðrar ástæður þar að baki. Það hljóta þá að vera ein­hverjar aðrar ástæður þar að baki af því það eru ekki nátt­úru­vernd­ar­á­stæð­urnar sem eru þar að baki.“ Hún spurði því ráð­herr­ann hvernig stæði á því að VG stæði að þeirri ákvörðun að færa Hér­aðs­vötn og Kjalöldu­veit­una úr vernd í bið.

Hefur haft áhyggjur af því að ekki hafi verið unnt að ljúka afgreiðslu ramma­á­ætl­un­ar­innar

Katrín svar­aði í annað sinn og sagð­ist telja að ramma­á­ætlun væri mjög mik­il­vægt tæki. „Ég hef satt að segja haft af því þungar áhyggjur að fylgj­ast með þeirri þróun sem hér hefur verið und­an­farin sex ár, að ekki hafi verið unnt að ljúka afgreiðslu ramma­á­ætl­un­ar. Ég tek mark á því eftir að hafa hlustað á sam­þing­menn mína úr öllum flokkum sem ræða það að hér þurfi ein­fald­lega að horfa til minni áfanga og undir það er tekið í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans.“

Hún sagð­ist jafn­framt vera viss um að Þór­unn væri henni sam­mála af því að auð­vitað þyrfti að vega það og meta hvað væri athuga­vert við það þegar þingið væri fjórum sinnum búið að leggja ramma­á­ætlun fram og ekki náð að klára mál­ið.

„Ég vil minna á, þegar við erum að ræða að Alþingi hafi hér síð­asta orð­ið, að það var alger­lega með­vituð ákvörðun þegar lögin um ramma­á­ætlun voru sam­þykkt á sínum tíma að Alþingi skyldi hafa síð­asta orð­ið, að ramma­á­ætlun kæmi einmitt ekki fram frá verk­efn­is­stjórn og yrði afgreidd óbreytt. Það var alveg sér­stak­lega rætt, eins og hátt­virtur þing­maður þekkir, hvort það ætti að vera reglan og það var tekin alger­lega með­vituð ákvörðun um að svo yrði ekki.

Þannig að ég stend alger­lega með þessu. Fyrir þessu eru færð ákveðin rök í áliti meiri­hlut­ans og ég held að við værum í veru­legum vanda stödd, herra for­seti, ef við ætl­uðum enn og aftur að leggja fram þennan áfanga ramma­á­ætl­unar og láta hjá líða að afgreiða hann í ein­hverri mynd. Ég held að þá værum við fyrst komin í vanda, herra for­set­i,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent