Stendur algjörlega með breytingum á rammaáætlun

Forsætisráðherra var spurð á þingi í dag út í „sinnaskipti“ VG hvað rammaáætlun varðar. Hún segir að horfast verði í augu við það að Alþingi hafi ekki náð saman um vissa áfanga áætlunarinnar hingað til.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna (VG), seg­ist algjör­lega standa með breyt­ingum meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis á þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu að þriðja áfanga ram­m­á­ætl­­unar sem birtar voru um helg­ina. Hún vill ekki láta hjá líða að afgreiða ramma­á­ætlun í ein­hverri mynd. „Ég held að þá værum við fyrst komin í vanda.“

Þetta kom fram í máli ráð­herr­ans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spurði hana meðal ann­ars hvað hefði breyst í við­horfi VG á síð­ustu árum í umhverf­is­vernd. „Með hvaða rökum styðja Vinstri græn færslu Kjalöldu­veitu og virkj­un­ar­kost­anna í Hér­aðs­vötnum úr vernd­ar­flokki í bið­flokk?“ spurði hún meðal ann­ars.

Þór­unn sagð­ist í upp­hafi fyr­ir­spurnar sinnar fagna því að það hillti undir afgreiðslu 3. áfanga ramma­á­ætl­unar á Alþingi vonum seinna en það væri ekki sama hvernig það væri gert.

„Sú var tíðin að Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð gaf sig út fyrir að vera flagg­skip nátt­úru­verndar hér á landi og tók það hlut­verk alvar­lega oft­ast nær. Það urðu hér nokkur tíð­indi í lið­inni viku þegar VG ákvað að setja nafn sitt við breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar við afgreiðslu 3. áfanga rammans úr nefnd, reyndar á þann veg að annar tveggja full­trúa VG í nefnd­inni, Bjarni Jóns­son, þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is, studdi þá til­lögu ekki,“ benti Þór­unn á.

Auglýsing

Þór­unn rifj­aði upp orð Katrínar í umræðum um rammann á Alþingi árið 2017 þegar hún sagði að að sjálf­sögðu væri margt gott í þeirri áætlun sem lögð var óbreytt fram frá fyrra þingi, þá sér­stak­lega hvað varðar vernd­ar­flokk­inn, og kæmi kannski ekki á óvart að hún fagn­aði því sér­stak­lega. „Ég horfi þá til að mynda til Skjálf­anda­fljóts, Skaftár og fleiri þátta, og Norð­linga­öldu­veitu sem hefur tals­vert verið til umræðu í þessum sal á und­an­förnum árum. Og svo auð­vitað jök­ul­vötnin í Skaga­firð­i,“ sagði Katrín árið 2017.

Þór­unn rifj­aði það einnig upp að Katrín hefði verið á þings­á­lykt­un­ar­til­lögu VG um frið­lýs­ingu aust­ari og vest­ari Jök­ulsár í Skaga­firði árið 2008.

„Eftir að hafa fylgst með póli­tík Vinstri grænna í meira en tvo ára­tugi á ég bágt með að skilja þessi sinna­skipt­i,“ sagði þing­mað­ur­inn og spurði for­sæt­is­ráð­herra hvað hefði breyst. „Með hvaða rökum styðja Vinstri græn færslu Kjalöldu­veitu og virkj­un­ar­kost­anna í Hér­aðs­vötnum úr vernd­ar­flokki í bið­flokk?“

Búin að ræða málin i sex ár

Katrín svar­aði og sagði að sú ramma­á­ætlun sem nú væri lögð fram í fjórða skipti hefði fyrst verið lögð fram árið 2016. „Aldrei hefur umfjöllun verið lok­ið, meðal ann­ars vegna gagn­rýni þeirrar sem hér stend­ur.“

Hún sagði að Þór­unn hefði sleppt því að nefna að ráð­herr­ann hefði bent á að í nýt­ing­ar­flokki væru kostir eins og Skrokkalda inni á miðju hálendi sem þyrfti aug­ljós­lega að skoða betur út frá hug­myndum um mögu­legan mið­há­lend­is­þjóð­garð og út frá þeirri lands­lags­heild sem þar væri að finna og ósnortnum víð­ern­um.

„Þar ræddi ég líka, í þessum ræð­um, af því að ég man þær nú ágæt­lega, um virkj­anir í neðri hluta Þjórsár og þá stað­reynd að sam­fé­lags­leg áhrif af þeim virkj­unum hefðu ekki verið metin með full­nægj­andi hætti. Og hver er til­laga meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar í þessum efn­um? Jú, það er að færa nákvæm­lega þessa kosti í bið­flokk af því að þá þurfi að meta bet­ur.

Vissu­lega er líka verið að leggja til færslu á kostum úr vernd­ar­flokki í bið. En verðum við ekki ein­fald­lega að horfast í augu við það, Alþingi, að við höfum ekki náð saman um þennan áfanga ramma­á­ætl­unar í þau þrjú skipti sem hann hefur verið lagður fram? Verðum við ekki að taka það til opin­skárrar umræðu að lík­lega eru þetta of margir kostir til að geta tekið afstöðu til þeirra í einu ef marka má þessa sögu, sem ég tek alvar­lega? Þetta eru sex ár sem við höfum verið að ræða þetta mál og þetta þarf ekki að koma jafn mikið á óvart og ein­hverjir hátt­virtir þing­menn telja í ljósi þess að í stjórn­ar­sátt­mála er sér­stak­lega talað um að eðli­legt sé að horfa til þess að bið­flokkur verði stækk­aður þannig að þetta sé gert í minni áföng­um,“ sagði Katrín í svari sínu.

Hún benti á að Þór­unn hefði nefnt í fyr­ir­spurn sinni Skaftá og Skjálf­anda­fljót sem eru í vernd­ar­flokki. „Og af því að hátt­virtur þing­maður spyr um Vinstri­hreyf­ing­una – grænt fram­boð þá held ég að það sé ágætt að rifja það upp að ýmis svæði eru ekki undir í þess­ari áætl­un, til dæmis ekki þau tíu svæði sem voru frið­lýst á tíma Vinstri grænna í umhverf­is­ráðu­neyt­inu, sem eru auð­vitað líka mikil tíma­mót í þess­ari umræð­u,“ sagði hún.

Öllu snúið á haus

Þór­unn sagð­ist í fram­hald­inu ekki deila við for­sæt­is­ráð­herra um þau atriði sem hún nefndi í sinni ræðu.

„Það er öllu snúið á haus þegar kemur að var­úð­ar­regl­unni og færslu á kostum úr vernd í bið – úr vernd í bið. Það vill þannig til að við erum að tala um kosti sem hafa eitt­hvert hæsta vernd­ar­gildi sam­kvæmt mati fag­hópa sem unnið hafa fyrir verk­efn­is­stjórn­ina og þeir eru í vernd­ar­flokki vegna nátt­úru­vernd­ar­hags­muna. Það er ekki í sam­ræmi við var­úð­ar­regl­una að taka kosti úr vernd í bið,“ sagði hún og bætti því við að þetta gengi hrein­lega ekki upp.

Þórunn Sveinbjarnardóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Það hljóta því að vera ein­hverjar aðrar ástæður þar að baki. Það hljóta þá að vera ein­hverjar aðrar ástæður þar að baki af því það eru ekki nátt­úru­vernd­ar­á­stæð­urnar sem eru þar að baki.“ Hún spurði því ráð­herr­ann hvernig stæði á því að VG stæði að þeirri ákvörðun að færa Hér­aðs­vötn og Kjalöldu­veit­una úr vernd í bið.

Hefur haft áhyggjur af því að ekki hafi verið unnt að ljúka afgreiðslu ramma­á­ætl­un­ar­innar

Katrín svar­aði í annað sinn og sagð­ist telja að ramma­á­ætlun væri mjög mik­il­vægt tæki. „Ég hef satt að segja haft af því þungar áhyggjur að fylgj­ast með þeirri þróun sem hér hefur verið und­an­farin sex ár, að ekki hafi verið unnt að ljúka afgreiðslu ramma­á­ætl­un­ar. Ég tek mark á því eftir að hafa hlustað á sam­þing­menn mína úr öllum flokkum sem ræða það að hér þurfi ein­fald­lega að horfa til minni áfanga og undir það er tekið í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans.“

Hún sagð­ist jafn­framt vera viss um að Þór­unn væri henni sam­mála af því að auð­vitað þyrfti að vega það og meta hvað væri athuga­vert við það þegar þingið væri fjórum sinnum búið að leggja ramma­á­ætlun fram og ekki náð að klára mál­ið.

„Ég vil minna á, þegar við erum að ræða að Alþingi hafi hér síð­asta orð­ið, að það var alger­lega með­vituð ákvörðun þegar lögin um ramma­á­ætlun voru sam­þykkt á sínum tíma að Alþingi skyldi hafa síð­asta orð­ið, að ramma­á­ætlun kæmi einmitt ekki fram frá verk­efn­is­stjórn og yrði afgreidd óbreytt. Það var alveg sér­stak­lega rætt, eins og hátt­virtur þing­maður þekkir, hvort það ætti að vera reglan og það var tekin alger­lega með­vituð ákvörðun um að svo yrði ekki.

Þannig að ég stend alger­lega með þessu. Fyrir þessu eru færð ákveðin rök í áliti meiri­hlut­ans og ég held að við værum í veru­legum vanda stödd, herra for­seti, ef við ætl­uðum enn og aftur að leggja fram þennan áfanga ramma­á­ætl­unar og láta hjá líða að afgreiða hann í ein­hverri mynd. Ég held að þá værum við fyrst komin í vanda, herra for­set­i,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent