Engin ástæða til að bíða eftir því að verða „einhver geirfugl á skeri“

Sigrún Davíðsdóttir fréttamaður hefur nú sest í helgan stein en síðasta fasta innslagið hennar á Morgunvaktinni á Rás 1 var í morgun. Hún segir að það sé skrítið að vera komin í „endalaust frí“ en ekkert til að kvarta yfir.

Sigrún Davíðsdóttir
Sigrún Davíðsdóttir
Auglýsing

Sig­rún Dav­íðs­dóttir frétta­maður og pistla­höf­undur seg­ist munu sakna kolleg­anna og þess að vera undir þrýst­ingi – og standa skil á hlutum – eftir að hætta störfum en hún var í síð­astu reglu­legu inn­kom­unni á Morg­un­vakt­inni á Rás 1 í morg­un. Hún hætti á Spegl­inum síð­asta vetur en hún varð 67 ára á árinu.

„En ein­hvern tím­ann varð þetta að ger­ast og engin ástæða til að bíða eftir því að maður verði ein­hver geir­fugl á sker­i,“ sagði hún í sam­tali við Björn Þór Sig­björns­son dag­skrár­gerð­ar­mann á Morg­un­vakt­inni í morg­un.

Sig­rún seg­ist hafa byrjað á Morg­un­blað­inu í „upp­hafi tím­ans“ á níunda ára­tugn­um. „Ég flutti síðan til Kaup­manna­hafnar því ég hafði fengið danskan styrk til að skrifa bók um hand­rita­málið – bók sem kom á end­anum út á dönsku en það er mjög gleði­legt að það er verið að þýða hana núna á íslensku.“

Auglýsing

Sig­rún varð síðar frétta­rit­ari á Morg­un­blað­inu í Dan­mörku. „Fyrsta stór­fréttin sem ég fjall­aði um var 1992 þegar Danir felldu Maastricht-sátt­mál­anna, einn lið­inn í þróun Evr­ópu­sam­vinn­unnar en Evr­ópu­sam­vinnan hefur alltaf verið stór hluti af því sem frétta­menn fjalla um.“

„Tæn­ke, tæn­ke, tæn­ke“

Á þessum tíma var Uffe Ellem­ann-J­en­sen utan­rík­is­ráð­herra Dan­merkur en hann var ákafur stuðn­ings­maður Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar. Sig­rún segir að það hafi verið póli­tískt áfall fyrir hann að lands­menn hans skyldu fella Maastricht-­sam­komu­lag­ið.

Hún lýsir aðstæðum í Dan­mörku á þessum tíma og segir að þegar sátt­mál­inn var felldur á danska þing­inu hafi fjöl­miðla­menn beðið spenntir í þing­hús­inu eftir við­brögðum frá Ellem­ann. „Það fyrsta sem hann sagði þegar hann hafði stikað upp tröpp­urnar var að nú ætl­aði hann að „tæn­ke, tæn­ke, tæn­ke“ – það er að segja „hugsa, hugsa, hugs­a“. Og ég skrif­aði þessa frétt og þá þessa til­vitnun innan gæsalappa sam­visku­sam­lega í frétt­ina sem ég vissi að færi á for­síð­una. Þetta var auð­vitað fyrir daga nets­ins og ég sá ekki blaðið fyrr en ég fékk það í pósti nokkrum dögum seinna. Og þá var fréttin orðin þannig að utan­rík­is­ráð­herra ætl­aði að leggj­ast undir feld. Ekk­ert með að „hugsa, hugsa, hugsa“ heldur „leggj­ast undir feld“. Og próf­arka­les­ar­inn, eða hver sem las þetta yfir, hafði sem sagt íslenskað text­ann og sett inn hvernig maður gæti sagt þetta á íslensku; að maður ætl­aði að hugsa sig um.

Ég hef oft sagt erlendum kol­legum þessa sögu og hef iðu­lega verið spurð að því hvort ég hefði ekki orðið reið að text­anum hafi verið breytt en nei, nei, ég féll algjör­lega í stafi yfir snilld þessa les­ara sem ég veit reyndar aldrei hver var.“

Sig­rún segir að hennar lexía af þessu hafi verið að þegar frétta­menn flytja fréttir frá öðrum löndum og af því sem fólk segir þá verði þeir að hugsa hvað Íslend­ingur myndi segja eða hvernig hann kæm­ist að orði. „Þannig að orð­rétt þýð­ing er iðu­lega ann­að­hvort ankanna­leg eða bara ein­fald­lega óskilj­an­leg.“

Stress getur líka verið jákvætt

Björn Þór spurði Sig­rúnu hvernig væri að vera hætt að vinna, hvort hún væri fegin eða hvort þetta væri erfitt. Hún sagði að auð­vitað væru það for­rétt­indi að geta ákveðið sjálf að hætta en að það væri skrítið að hætta í vinnu sem hefði mótað líf henni til ómældrar ánægju um ára­bil án þess að það væri ein­hver eft­ir­sjá eftir vinn­unni.

„Þannig að já, það rífur alveg í hjarta­ræt­urn­ar. Það tekur smá tíma að venja sig af að vera með fréttir og frétta­efni svona í algjörri gjör­gæslu og ein­hvern veg­inn haga öllu líf­inu til að skilja betur það sem er að ger­ast. Ég hef alltaf sagt að frí eru frá­bært út af því að þau hafa upp­haf og endi, svo það er svo­lítið skrítið að vera komin í enda­laust frí en það er sann­ar­lega ekk­ert til að kvarta yfir en það rífur smá í hjarta­ræt­urn­ar.“

Björn spurði hvort hún ætti eftir að sakna ein­hvers í starf­inu. Sig­rún svar­aði og sagði að henni fynd­ist það svo­lítið skondið að hún sakn­aði þess að vera upp­tek­in. „Ég sakna þess að þurfa að standa skil á hlutum og vera undir þrýst­ingi. Það er alltaf talað um þetta að vinna undir þrýst­ingi sé ein­hvern veg­inn aukið stress en stress getur líka verið jákvætt. Það getur auð­vitað verið drep­andi og eyði­leggj­andi en það getur líka verið örvandi. Þannig að ég sakna þess svo­lítið og ég sakna auð­vitað sam­bands­ins við góða kollega. En ein­hvern tím­ann varð þetta að ger­ast og engin ástæða til að bíða eftir því að maður verði ein­hver geir­fugl á sker­i,“ sagði hún að lokum í síð­asta innslag­inu á Morg­un­vakt­inni í morg­un.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent