Segir Reynisfjöru „stórhættulegan stað“ og vill nýta heimild til lokunar

Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir það ekki gott fyrir heildarhagsmuni ferðaþjónustunnar að á Íslandi séu orðnir „stórhættulegir staðir og við gerum ekkert í því“. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru á aðeins sjö árum.

Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála.
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, við­skipta og menn­ing­ar, segir það sína skoðun að heim­ilt eigi að vera að loka Reyn­is­fjöru sem og öðrum ferða­manna­stöðum ef svo beri und­ir. „Ég sem ráð­herra mála­­flokks­ins horfi auð­vitað á heild­­ar­hags­muni hans. Það er ekki gott fyr­ir heild­ina þegar það eru orðnir ein­hverj­ir stór­hætt­u­­leg­ir staðir og við ger­um ekk­ert í því,“ seg­ir hún í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag. Er hún varð ráð­herra ferða­mála var það eitt hennar fyrsta verk að skipa starfs­hóp um Reyn­is­fjöru og hvort það ætti „að loka henni hrein­lega.“

Alls hafa tólf alvar­leg útköll borist vegna fólks í hættu í Reyn­is­fjöru síð­ustu sjö árin. Þar af hafa orðið fimm banaslys. Það fimmta varð á föstu­dag er erlendur ferða­maður á átt­ræð­is­aldri lést er alda hreif hann með sér í fjör­unni. Eig­in­kona hans var hætt komin en við­stöddum tókst að bjarga henni.

Lilja segir að til ýmissa ráð­staf­ana hafi verið gripið m.a. að setja upp merk­ingar en að ferða­menn virði þær margir hverjir að vettugi. Land­eig­endum og þeim sem hafi afnot af svæð­inu hafi ekki tek­ist að ná utan um mál­ið.

Auglýsing

Í Morg­un­blað­inu kemur enn­fremur fram að til­lögur að frek­ari úrbótum sem höfðu verið fjár­magn­aðar hafi ekki orðið að veru­leika vegna mót­mæla nokk­urra land­eig­enda. Aðrir land­eig­endur hafi hins vegar beitt sér fyrir auknu öryggi.

Jónas Guð­munds­son hjá Lands­björg sagði við Vísi árið 2017 er þýsk kona fórst í Reyn­is­fjöru og barn á leik­skóla­aldri var hætt komið að vanda­málið fælist í því að eng­inn ábyrgð­ar­að­ili væri á staðn­um. Nefndi hann nokkur atriði til úrbóta sem væru notuð víða um heim, m.a. svo­kall­aða hand­stýr­ingu; skilti, stíga og girð­ingar sem og það sem hann kall­aði „beina stjórn­un“ með lög­um, reglu­gerð­um, lög­gæslu og land­vörslu. „Á þessum stöðum á auð­vitað að vera land­varsla og virk­ari lög­gæsla. Þannig að bæði land­vörður og lög­regla komi á þessa staði á svona degi og eru með sitt áhættu­mat og leggja mat á hvort aðstæður séu erf­iðar og hvort þurfi að setja upp borða sem segir að eng­inn fari neðar en ákveðið við­mið. Svo þarf land­vörður að vera á staðnum til að fylgja þessu eft­ir.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent