Tímabil lágrar verðbólgu, lágra vaxta og hás verðs hlutabréfa tekur enda – allavega í bili

Gylfi Zoega segir að nú taki við tímabil meiri verðbólgu, hærri vaxta og lægra eignaverðs en hann fjallar um verðbólgu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Gylfi Zoega
Gylfi Zoega
Auglýsing

Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði og nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, segir að útlit sé fyrir að seðla­banka­vextir muni hækka enn frekar á næstu mán­uð­um. Vextir í Banda­ríkj­unum séu á upp­leið, einnig í Bret­landi og í mörgum minni hag­kerfum sem hafa sjálf­stæða mynt.

Þetta kemur fram í grein sem hann ritar í nýj­ustu Vís­bend­ingu þar sem hann fjallar um verð­bólgu.

Hann segir að við þessar breyt­ingar þá verði það sem á þýsku er kallað „Zeit­enwende“ eða á íslensku „straum­hvörf“. Tíma­bil lágrar verð­bólgu, lágra vaxta, nei­kvæðra nafn­vaxta á skulda­bréfum traustra ríkja eins og Þýska­lands, hás verðs hluta­bréfa og mik­illar aukn­ingar skulda rík­is­sjóða, fyr­ir­tækja og ein­stak­linga í hinum ýmsum löndum taki enda – alla­vega í bili.

„Við tekur meiri verð­bólga, hærri vext­ir, lægri eigna­verð og lækkun skulda­hlut­falla þó ekki væri nema vegna þess að verð­bólga lækkar hlut­fall óverð­tryggðra skulda og fram­leiðslu. Ekki er ólík­legt að dreif­ing eigna og tekna verði jafn­ari en áður,“ skrifar Gylfi.

Auglýsing

Gylfi útskýrir í grein­inni að í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins hafi hug­myndir mót­ast um hag­stjórn­ar­við­brögð við inn­lendri eft­ir­spurn­ar­þenslu. „Í fljótu bragði má orða þau þannig að seðla­banki bregð­ist við þegar eft­ir­spurn fer vax­andi og fullri fram­leiðslu­getu hag­kerfis er náð en ef hóf­legar vaxta­hækk­anir nægja ekki þá koma rík­is­fjár­málin til hjálpar með því að rík­is­stjórn frestar fram­kvæmdum eða minnkar halla­rekstur með skatta­hækk­un­um. Ef slík við­brögð láta á sér standa og pen­inga­stefnan þarf ein að hamla eft­ir­spurn þá skap­ast sú hætta að kvikt fjár­magn leiti inn í krónu­hag­kerfið – að fjár­festar kaupi inn­lend skulda­bréf til þess að hagn­ast á vaxta­mun. Unnt er að bregð­ast við inn­flæði til skamms tíma með því að seðla­banki kaupi gjald­eyri á mark­aði og komi þannig í veg fyrir geng­is­styrk­ingu.

En ef slíkt reyn­ist of kostn­að­ar­samt þá þarf að grípa til ann­ars stjórn­tækis pen­inga­stefnu sem er „sér­tæk bindi­skylda“ á fjár­fest­ingar erlendra aðila í skráðum inn­lendum skulda­bréf­um. Þetta stjórn­tæki var inn­leitt um vorið 2016 en hefur verið núll­stillt und­an­farin miss­er­i.“

Undir ákveðnum kring­um­stæðum þurfa seðla­bankar að geta heft kvikt fjár­magns­flæði

Gylfi bendir á að orðið „fjár­magns­höft“ hafi nei­kvæða merk­ingu í huga margra og tengi þeir þá hug­takið gjarnan við inn­flutn­ings­höft fjórða ára­tug­ar­ins hér á landi og allt fram á þann sjö­unda.

„En sífellt fleiri hag­fræð­ingar aðhyll­ast nú þá skoðun að undir ákveðnum kring­um­stæðum þurfi seðla­bankar að geta heft kvikt fjár­magns­flæði, þ.e.a.s. kaup og sölu á inn­lendum skulda­bréf­um. Hér er ekki átt við erlenda fjár­fest­ingu og ekki vöru­við­skipti heldur kvikar hreyf­ingar fjár­magns inn á og út af skulda­bréfa­mark­aði. Franski hag­fræð­ing­ur­inn Hel­ene Rey heldur því fram að í stað þess að geta valið frjálst flæði fjár­magns og sjálf­stæða pen­inga­stefnu ef fast­geng­is­stefnu er fórnað eða fast­geng­is­stefnu og frjálst flæði ef sjálf­stæðri pen­inga­stefnu er fórn­að, standi valið um það hvort ríki hafi full­kom­lega frjálst flæði fjár­magns eða sjálf­stæða pen­inga­stefnu. Þannig sé sjálf­stæð pen­inga­stefna ill­fram­kvæm­an­leg jafn­vel þótt gengi sé fljót­andi.

Hag­fræð­ing­ur­inn Robert Ali­ber hefur lengi haldið því fram að hug­mynda­fræðin á bak við sjálf­stæða pen­inga­stefnu við fljót­andi gengi sé gjald­þrota af þessum sök­um. Jafn­vel Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn er nú opn­ari fyrir beit­ingu tak­mark­aðra fjár­magns­hafta. Íslenskur hag­fræð­ing­ur, Þor­varður Tjörvi Ólafs­son, starfar nú við þróun fjár­stýr­ing­ar­tækja hjá sjóðn­um. Um sum­arið 2018 var haldin í Háskóla Íslands ráð­stefna inn­lendra og erlendra hag­fræð­inga þar sem fjallað var m.a. um það hvernig lít­il, opin hag­kerfi geta haft sjálf­stæða pen­inga­stefnu. Nið­ur­staðan var sú að nauð­syn­legt væri að hafa ekki ein­ungis vexti sem stýri­tæki heldur þyrfti að bregð­ast við kvikum fjár­magns­hreyf­ingum með öðru tæki, eins og hinni sér­tæku bindi­skyld­u,“ skrifar hann.

Af hverju eru kvikar fjár­magns­hreyf­ingar hættu­leg­ar?

Gylfi spyr jafn­framt af hverju kvikar fjár­magns­hreyf­ingar séu hættu­leg­ar. „Ímyndum okkur að pen­inga­stefnu sé beitt til þess að ná inn­lendri verð­bólgu niður á næstu mán­uð­um. Slíkt felur í sér hærri vexti og ef vextir í helstu við­skipta­löndum hækka ekki sam­svar­andi þá mynd­ast vaxta­munur við útlönd. Slíkt kallar á vaxta­mun­ar­við­skipti, fjár­festar taka þá lán í lág­vaxta­myntum og fjár­festa í krónu­skulda­bréfum sem hækkar gengi krón­unn­ar. Geng­is­hækk­unin eykur hagnað fjár­fest­anna enn meira og fleiri fjár­festar bæt­ast í hóp­inn. Þeir hoppa þá á mynt sem er á upp­leið og hagn­ast yfir­leitt meira á geng­is­hækk­unin en vaxta­mun­in­um.

En þegar gengi hækkar verður inn­flutn­ingur ódýr­ari og neyt­endur auka neyslu sína og útgjöld sem veldur þá við­skipta­halla og versn­andi erlendri eigna­stöðu þjóð­ar­bús­ins. Aðstreymi erlends fjár­magns getur sömu­leiðis valdið því að útlán vaxi inn­an­lands og verð á hluta­bréfum og fast­eignum hækki. Mik­ill þrýst­ingur mynd­ast á það að útlán inn­lendra banka verði í erlendum gjald­miðlum eins og var fyrir 2008. Þeir sem muna reynsl­una af mis­heppn­aðri pen­inga­stefnu hrunsár­anna geta síðan botnað þessa sög­u.“

Hægt er að lesa grein Gylfa Zoega í heild sinni með því að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent