Sveitarfélagið sé vísvitandi að útiloka ákveðna valkosti

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps slær nokkra valkosti á færslu hringvegarins út af borðinu með vísan til nýrra hverfa sem áformuð eru í Vík. Samtök íbúa segja stjórnina vísvitandi beita sér fyrir ákveðnum valkosti framkvæmdarinnar.

Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal.
Auglýsing

Sveit­ar­stjórn Mýr­dals­hrepps segir þann val­kost að færa hring­veg­inn í Mýr­dal ofan við byggð­ina í Vík ekki koma til greina. Aðrir kostir sem ekki fela í sér strand­veg, jarð­göng í gegnum Reyn­is­fjall og veg með­fram Vík­ur­fjöru, koma ekki heldur til greina þar sem sveit­ar­stjórnin leggur áherslu á „sléttan lág­lendis­veg“ – og að hring­veg­ur­inn verði færður út úr þétt­býli.

Það mark­mið hinnar áform­uðu fram­kvæmdar Vega­gerð­ar­inn­ar, sem nú er í umhverf­is­mati, hefur reyndar verið gagn­rýnt af Skipu­lags­stofn­un. Að hennar mati ættu mark­miðin að lúta að atriðum eins og öryggi, hljóð­vist og þeirri þjón­­ustu sem veg­inum er ætlað að sinna fyrir sam­­fé­lagið á svæð­inu og umferð um svæð­ið, fremur en að fela í sér til­­­tekna val­­kosti um legu veg­­ar­ins. „Í mats­á­ætlun eru ekki lögð fram gögn sem rök­­styðja þörf­ina á þessu mark­miði eða sýnt fram á að ekki sé unnt að ná fram ásætt­an­­legu öryggi og hljóð­vist í þétt­býl­inu með end­­ur­­bótum á núver­andi vegi og við­eig­andi útfærslu hans og hönn­un, svo sem með til­­liti til umferð­­ar­hraða.“

Auglýsing

Núver­andi vegur liggur yfir háls sem nefn­ist Gatna­brún. Á honum eru nokkrar krappar beygjur og 10-12 pró­sent halli en mest fer veg­ur­inn í rúm­lega 100 metra hæð. Bæði í aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps og Sam­göngu­á­ætlun stjórn­valda eru settar fram áætl­anir um strand­veg með jarð­göngum en sú veglagn­ing hefur sætt tölu­verðri gagn­rýni, bæði meðal íbúa í Mýr­dal sem og víðar á land­inu og jafn­vel erlend­is, sem og hjá ýmsum stofn­unum og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um. Er þar hin ein­stæða nátt­úra, m.a. fjöl­skrúð­ugt fugla­líf strand­svæð­is­ins, helst nefnd enda myndi veg­ur­inn m.a. liggja í nágrenni eða yfir Dyr­hóla­ós, sjáv­ar­leirur með sér­stæðum lífs­skil­yrðum sem njóta verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um.

Skipu­lags­stofnun gaf nýverið álit sitt á mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­innar með skil­yrð­um. Þá er næsta skref Vega­gerð­ar­innar að gera umhverf­is­mats­skýrslu, þar sem ítar­lega á að fara yfir alla þá sjö val­kosti sem settir eru fram um mögu­lega veg­línu og meta áhrif hvers og eins þeirra á umhverf­ið.

Í umsögn sveit­ar­stjórnar Mýr­dals­hrepps við mats­á­ætl­un­ina eru tveir val­kostir slegnir afger­andi út af borð­inu. Sá kostur að gera lag­fær­ingar á núver­andi veg­línu, líkt og það er orðað hjá Vega­gerð­inni, en leggja hann svo norðan byggð­ar­innar í Vík til að sneiða fram hjá þétt­býl­inu, fær algjöra fall­ein­kunn hjá sveit­ar­stjórn sem segir vand­séð að slíkur vegur gæti upp­fyllt kröfur um umferð­ar­ör­yggi. Þar fyrir utan myndi hann liggja um fram­tíðar bygg­ing­ar- og úti­vist­ar­svæði í efri hluta bæj­ar­ins og myndi þvera svæði sem nú er verið að deiliskipu­leggja fyrir nýja íbúða­byggð í aust­ur­hluta bæj­ar­ins.

Þá kemur hluti val­kosts 1b, sem gerir ráð fyrir að veg­ur­inn verði lagður með­fram fjör­unni í Vík sunnan við iðn­að­ar­svæði ekki heldur til greina að mati sveit­ar­stjórnar þar sem sam­þykkt hafi verið deiliskipu­lag um stækkun iðn­að­ar­hverf­is­ins.

Vegagerðin hefur kynnt sjö valkosti sem teknir verða fyrir í mati á umhverfisáhrifum. Núverandi vegur er í hvítum lit og skipulagslína sveitarfélgsins í fjólubláum. Mynd: Vegagerðin

Sam­tök íbúa og hags­muna­að­ila um ábyrgar skipu­lags- og sam­göngu­bætur í Mýr­dal vöktu sér­staka athygli á þessu í umsögn sinni um mats­á­ætl­un­ina. Á meðan Vega­gerðin vinni að því að skoða og meta hvaða kostir séu í stöð­unni til að ná því mark­miði sveit­ar­fé­lags­ins að taka þjóð­veg­inn út úr þétt­býli vinni sveit­ar­fé­lagið „af fullum krafti gegn þessu sama mark­mið­i“.

Ef val­kostur um veg með jarð­göngum verði af ein­hverjum orsökum ekki fram­kvæm­an­leg­ur, þá sé sveit­ar­fé­lagið að deiliskipu­leggja íbúða­byggð beint ofan í eina val­kost­inn sem gæfi mögu­leika á að taka veg­inn út fyrir þétt­býl­ið. „Skilja má það sem svo að sveit­ar­fé­lagið sé með vís­vit­andi hætti að beita sér fyrir að ákveðnir veg­línu­kostir verði settir inn.“

Sam­tökin benda enn­fremur á að nú sé unnið að nýju aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps m.a. með áform­aðri íbúa­byggð við aust­ur­enda Vík­ur­þorps. Þar með yrði þjóð­vegur 1 áfram innan þétt­býl­is­ins, segja þau. „Við bendum á að mark­mið sveit­ar­fé­lags­ins um veg út fyrir þorp­ið, hefur fallið um sjálft sig og á ekki lengur við, því hvar sem veg­ur­inn kemur þá verður hann alltaf innan þétt­býl­is­ins miðað við stefnu sveit­ar­fé­lags­ins í skipu­lags­mál­u­m.“

Vega­gerðin brást við athuga­semd sam­tak­anna með því að minna á að mark­mið fram­kvæmd­ar­innar með færslu hring­veg­ar­ins væru skýr en að mik­il­vægur hluti umhverf­is­mats­ins sé m.a. að bera saman umhverf­is­á­hrif val­kosta, sam­ræmi þeirra við mark­mið fram­kvæmdar og sam­ræmi við skipu­lags­á­ætl­an­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent