Brottkast hefur sést hjá um 40 prósentum báta sem flogið hefur verið yfir á dróna

Brottkasts hefur orðið vart hjá um 40 prósentum þeirra báta sem Fiskistofa hefur flogið yfir á drónum sínum frá því að drónaeftirlit hófst í upphafi síðasta árs. Hlutfallið er svipað óháð veiðarfærum, samkvæmt stofnuninni.

Skjáskot af meintu brottkasti sem náðist á upptöku úr flugvél Landhelgisgæslunnar árið 2019. Fiskistofa flýgur nú drónum yfir báta á miðunum. Mynd: Skjáskot/LHG
Skjáskot af meintu brottkasti sem náðist á upptöku úr flugvél Landhelgisgæslunnar árið 2019. Fiskistofa flýgur nú drónum yfir báta á miðunum. Mynd: Skjáskot/LHG
Auglýsing

Brott­kast hefur sést hjá um 40 pró­sentum allra báta sem Fiski­stofa hefur flogið yfir á dróna, síðan að dróna­eft­ir­lit Fiski­stofu hófst í árs­byrjun 2021. Hlut­fallið er óháð teg­und veið­ar­færa, en reyndar hefur ein­ungis lít­ill hluti fluga farið fram yfir stærri skipum fjarri landi.

Þetta kemur fram í skrif­legu svari Svan­dísar Svav­ars­dóttur mat­væla­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ingu Sæland for­manns Flokk fólks­ins um afla­heim­ild­ir. Þar segir einnig að Fiski­stofa leiti nú töl­fræði­legra aðferða til að magn­meta brott­kast út frá þeim gögnum sem safnað hefur verið með dróna­eft­ir­lit­inu, en brott­kast hefur mælst allt upp í 27 pró­sent af heild­ar­afla eins báts í stakri veiði­ferð.

Auglýsing

„Fiski­stofa met­ur, eftir þetta fyrsta ár í dróna­eft­ir­liti, að umfang ólög­legs brott­kast við Íslands­mið sé all­nokk­urt og mun meira en áður hefur verið talið. Hins vegar þarf að vinna betur úr þeim gögnum sem safn­ast hafa og end­ur­bæta skrán­ingar til að auð­velda töl­fræði­grein­ingar til að geta metið umfangið nákvæm­ar. Sú vinna stendur nú yfir,“ segir í svari sem ráðu­neytið færir fram frá Fiski­stofu.

Eins og Kjarn­inn sagði frá í des­em­ber síð­ast­liðnum hafa veiði­eft­ir­lits­menn hjá Fiski­stofu á und­an­förnum ára­tug oft­ast skráð um eða innan við tíu mál sem varða brott­kast afla á ári hverju. Í árs­byrjun 2021 hófst dróna­eft­ir­litið og von­að­ist Fiski­stofa eftir því að sjá úr lofti góða umgengni við sjáv­ar­auð­lind­ina. En málin þar sem ætlað var að afla bæði stórra og smárra skipa hefði verið kastað í sjó­inn end­uðu á því að vera alls um 140 tals­ins árið 2021.

Hefur ekki heim­ild til að banna búnað sem nota má til brott­kasts

Inga Sæland spurði mat­væla­ráð­herra að því hvort Fiski­stofa rann­sak­aði útbúnað skipa til að athuga hvort skipin væru með búnað sem mætti nýta til að fela ummerki brott­kasts. Ráðu­neytið leit­aði svara hjá stofn­un­inni og fékk þau svör að eft­ir­lits­menn hennar hefðu augun opin í eft­ir­liti sínu fyrir bún­aði sem nýta má til að fela ummerki brott­kasts.

„Fiski­stofa hefur hins vegar ekki heim­ildir til að banna slíkan búnað eða t.d. opna brunna sem vart verður við. En eft­ir­lits­menn benda á slíkan búnað eða opna brunna í eft­ir­liti og óska eftir úrbótum ásamt því að Fiski­stofa sendir leið­bein­ing­ar­bréf þar sem bann við brott­kasti er áréttað og óskað eftir að brunnum verði lokað eða bún­aður fjar­lægð­ur. Lengra ná heim­ildir Fiski­stofu ekki.

Einnig hefur sést við dróna­eft­ir­liti bún­aður s.s. rennur o.fl. til að auð­velda brott­kast og hefur sá bún­aður sést í notk­un. En það sama á við og áður, Fiski­stofa getur sent leið­bein­inga­bréf og óskað eftir að bún­aður verði fjar­lægð­ur,“ segir í svar­inu frá Fiski­stofu.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent