Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið

Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.

Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Auglýsing

Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu fyrir árið 2023 er ráð­gert að íslenska ríkið kaupi los­un­ar­heim­ildir fyrir 800 millj­ónir króna á næsta ári, vegna upp­gjörs á skuld­bind­ingum Íslands sam­kvæmt Kýótó-­bók­un­inni.

Íslensk stjórn­völd eru þó ekki búin að ákveða hvernig upp­gjör­inu verður háttað og því er óljóst hvort meira eða minna fé þurfi til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um, sam­kvæmt svari sem Kjarn­inn fékk frá umhverf­is-, orku og lofts­lags­ráðu­neyt­inu.

Ísland náði ekki að standa við þær skuld­bind­ingar um minnkun los­unar á árunum 2013-2020, sem kom­ist var að sam­komu­lagi um við fram­leng­ingu Kýótó-­bók­un­ar­inn­ar, á fundi í höf­uð­borg Katar undir lok árs 2012.

Sam­kvæmt Doha-breyt­ing­unni svoköll­uðu, sem Ísland full­gilti 7. októ­ber 2015, hefði Ísland þurft að losa 20 pró­sentum minna af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum árið 2020 en árið 1990 til þess að stand­ast skuld­bind­ingar sín­ar.

Talað um allt frá nokkur hund­ruð millj­ónum upp í marga millj­arða

Það tókst ekki – og því þarf íslenska ríkið að verja fé til kaupa á los­un­ar­heim­ildum sem nema 3,9 millj­ónum CO2-í­gilda, eða sem nemur allri umfram­losun Íslands á öðru skuld­bind­inga­tíma­bili Kýótó-­bók­un­ar­inn­ar.

Legið hefur ljóst fyrir í all­nokkur ár að Ísland myndi ekki ná að standa við Kýótó-skuld­bind­ing­arnar og þyrfti því að kaupa los­un­ar­heim­ild­ir, en hve mikið það gæti kostað hefur verið nokkuð óljóst.

Töl­urnar sem settar hafa verið fram í umfjöll­unum fjöl­miðla á und­an­förnum árum hafa verið allt frá um 200 millj­ón­um, sem þá væru einna ódýr­ustu los­un­ar­ein­ing­arnar sem völ er á, og allt upp í marga millj­arða króna ef dýr­ari ein­ingar í við­skipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins yrðu keypt­ar.

Auglýsing

Sam­kvæmt svari sem Kjarn­inn fékk frá ráðu­neyti umhverf­is-, orku- og lofts­lags­mála er enn óljóst hve miklu fé verður var­ið, þrátt fyrir að til­greint sé í fjár­laga­frum­varp­inu að til standi að 800 millj­ónum verði varið í kaup á los­un­ar­heim­ildum á næsta ári.

Sama upp­hæð hafði áður verið eyrna­merkt Kýótó-­upp­gjör­inu í fjár­mála­á­ætlun til næstu fimm ára sem lögð var fram í vor.

Ekki búið að ákveða hvaða ein­ingar á að kaupa

Kjarn­inn beindi þremur spurn­ingum til ráðu­neyt­is­ins eftir að fjár­laga­frum­varpið var kynnt fyrr í þessum mán­uði.

Spurt var hvaða los­un­ar­heim­ildir til stæði að kaupa, hve mikið af magn los­un­ar­heim­ilda feng­ist fyrir 800 millj­ón­irnar og hvort þessu fé væri ætlað að duga til að gera upp hlut Íslands sam­kvæmt Kýótó-­bók­un­inni.

Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að nokkrir kostir liggi fyrir varð­andi kaup á los­un­ar­heim­ild­um. „[Þ]eir helstu eru kaup á ein­ingum (CER) úr sk. lofts­lagsvænni þró­un­ar­að­stoð, sem hægt er að kaupa á mark­aði og kaup á landsein­ingum (AAU) frá ríkjum sem hafa losað minna en sem heim­ildum þeirra nem­ur. Þessir kostir hafa verið kort­lagð­ir, en end­an­leg ákvörðun um kaup á ein­ingum liggur ekki fyr­ir,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Sumar CER-ein­ingar orki tví­mælis

Eðli máls­ins sam­kvæmt, segir ráðu­neyt­ið, fer það svo eftir verð­inu á ein­ing­unum hversu mikið feng­ist af los­un­ar­ein­ingum fyrir þær 800 millj­ónir sem reiknað er með í fjár­laga­frum­varp­inu. Ráðu­neytið segir líka að skoða verði hvort verk­efnin að baki ein­ing­unum hafi skilað raun­veru­legum ávinn­ingi fyrir lofts­lag­ið.

„Nokkuð góð vit­neskja er um verð á CER-ein­ingum á mark­aði, en það fer þó eftir verk­efnum sem liggja að baki þeim. Nauð­syn­legt er að ganga úr skugga um að verk­efnin hafi skilað sann­an­legum lofts­lags­á­vinn­ingi, en ein­staka verk­efni þykja orka tví­mælis hvað slíkt varð­ar, eins þótt þau hafi verið vottuð með útgáfu CER-ein­inga. Verð á kaupum á AAU-ein­ingum eru samn­ings­at­riði milli ríkja, en þar er einnig tæki­færi til að tengja kaup á ein­ingum við fjár­mögnun nýrra lofts­lagsvænna verk­efna; ekki er eðli máls­ins sam­kvæmt hægt að greina frá upp­hæð og magni fyrr en að við­skiptum lokn­um,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Vegna óvissu um verð og gæði þeirra los­un­ar­heim­ilda sem verða keyptar, og hér hefur verið sagt frá, getur ráðu­neytið svo ekki gefið ákveðið svar við því hve stór hluti skuld­bind­inga Íslands verður gerður upp með millj­ón­unum átta hund­ruð sem fjár­laga­frum­varpið gerir ráð fyrir að því

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent