Samræming og hringrásarhagkerfið

Freyr Eyjólfsson segir hringrásarhagkerfið kalla á breiða og stóra samvinnu almennings, atvinnulífsins og stjórnvalda. Það sé allra hagur að verkefnið takist vel, ekki síst umhverfisins.

Auglýsing

Eitt mik­il­væg­asta vopnið í bar­átt­unni við loft­lags­vand­ann er inn­leið­ing hringrás­ar­hag­kerf­is. Núver­andi línu­legt hag­kerfi bygg­ist á ósjálf­bærri nýt­ingu auð­linda og mið­ast við að fram­leiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Það brýn nauð­syn er að end­ur­hugsa allt efna­hags­kerfið sem hringrás­ar­hag­kerfi sem mið­ast við að hámarka verð­mætin og auð­lind­irn­ar, auka end­ur­notk­un, almenna flokkun á úrgangi og end­ur­vinnslu til að halda efn­is­legum vörum og verð­mæti þeirra og inni­haldi inni í hag­kerf­is­hringnum eins lengi og mögu­legt er. Hringrás­ar­kerf­ið, græna leiðin í fjár­fest­ingum og fram­leiðslu, er ekki bara mun vist­vænna kerfi, sem sparar og dregur úr losun gróð­ur­­húsa­loft­teg­unda, heldur líka hag­kvæmara fyrir atvinnu­lífið og hið opin­bera til lengri tíma lit­ið. Öll starf­semi og til­gangur SORPU miðar að þessu að kerfi.

Sam­ræm­ing á sorp­hirðu – stór tíma­mót framundan

Sam­kvæmt breyt­ingum á lögum um með­höndlun úrgangs, sem sam­þykkt voru í júlí árið 2021 og ætlað er að skapa skil­yrði fyrir myndun hringrás­ar­hag­kerf­is, verður skylt að safna við heim­ili líf­rænum eld­húsúr­gangi, plasti, og pappír og pappa. Þá verður einnig skylt að safna textíl, málmum og gleri í nærum­hverfi íbúa, hvort sem er við heim­ili eða í grennd­ar­stöðv­um. Breyt­ing­arnar taka gildi 1. jan­úar 2023 sem verða stór tíma­mót í umhverf­is­málum á Íslandi. Með þessu verða miklar breyt­ingar á sorp­hirðu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og um land allt, en þetta styður enn frekar við hringrás­ar­hag­kerf­ið. 

Ný, fjög­urra flokka skipt­ing við öll heim­ili

Til þess að skoða útfærslur á sam­ræmdu úrgangs­flokk­un­ar­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var settur á lagg­irnar starfs­hópur skip­aður tækni­mönnum frá sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, full­trúa frá SSH og starfs­mönnum SORPU. Í nýjum til­lögum starfs­hóps­ins er lagt er til að komið verður uppi neti stærri og smærri grennd­ar­stöðva á svæð­inu í öruggri göngu­fjar­lægð og í alfara­leið þar sem tekið verður við gleri, skila­gjalds­skyldum umbúð­um, málmi og textíl. Gert er ráð fyrir að smærri stöðv­unum verði dreift um svæðið með um fimm­hund­ruð metra rad­íus en stærri stöðv­arnar allt að kíló­metra.

Auglýsing
Auk þess er tekið á móti papp­ír, pappa og plasti á þeim stöðv­um. lagt til að sveit­ar­fé­lögin úthluti íbúum sér­stökum bréf­pokum til að tryggja söfnun líf­ræns eld­húsúr­gangs. Ný, fjög­urra flokka skipt­ing sem tekin verður upp við öll heim­ili, tvær tví­skiptar skiptar tunnur fyrir líf­rænan eld­húsúr­gang, blandað sorp auk papp­írs og plast­s. 

Allir taki þátt – Við erum öll SORPA

Það er okkar sann­fær­ing að þetta kerfi muni stór­auka flokkun og end­ur­vinnslu. Þetta er stórt og mik­il­vægt umhverf­is­verk­efni og mik­il­vægt að allir taki þátt.   Nú verðum við loks­ins fær um full­vinna allan lífúr­gang og höfum búið vel í hag­inn með nýju gas- og jarð­gerð­ar­stöð­ina GAJA, sem getur farið að starfa á réttum for­sendum með gott hrá­efni. Flokkun og end­ur­vinnsla er mik­il­vægt loft­lags­mál og með því að taka þátt leggur þú þitt fram í þessu stærsta og mik­il­væg­asta verk­efni sög­unn­ar. Við verðum að draga úr úrgangi og auka end­ur­vinnslu. Þetta er verk­efni okkar allra. Við erum öll SORPA.

Höf­undur er verk­efna­stjóri hringrás­ar­hag­kerfis hjá SORPU.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar