Viljum við henda verðmætum?

Ástvaldur Lárusson, frambjóðandi VG í Reykjavík, skrifar um sorpmálin og segir gas- og jarðgerðarstöðina GAJU vera mikilvægt skref í átt að hringrásarhagkerfinu.

Auglýsing

Fyrir mér er umhverf­is­vernd mik­il­væg. Þess vegna hef ég lagt mig fram við að flokka allt sorp eins og ég get, en það er oftar en ekki flókið að átta sig á því hvert sorpið á að fara og það krefst stundum fyr­ir­hafnar að koma því á réttan stað. Ég við­ur­kenni það fús­lega að þó svo að ég sé áhuga­maður um þetta þá hef ég stundum ekki minnstu hug­mynd um það hvert sorpið á að fara.

Eitt helsta vanda­málið við sorp­flokkun hefur verið ósam­ræmi á milli sveit­ar­fé­laga. Það er ekki eins flokkun í Kópa­vogi og Reykja­vík og það er jafn­vel ósam­ræmi milli flokk­unar á heim­ilum og í fyr­ir­tækjum í Reykja­vík. Þetta verður til þess fólk setur sorp í rangar tunnur í góðri trú. Í tíð VG í umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu á síð­asta kjör­tíma­bili var því komið í gegn að öll sveit­ar­fé­lög á land­inu ættu að taka upp sam­ræmda flokk­un. Þetta er gíf­ur­legt fram­fara­skref og mun taka gildi um næstu ára­mót.

Á hverju ári fram­kvæmir Sorpa húsa­sorp­s­rann­sókn þar sem tekin eru sýni úr sorpi sem er safnað frá heim­il­um, fyr­ir­tækj­um, grennd­ar­stöðvum og end­ur­vinnslu­stöðv­um. Nið­ur­stöð­urnar úr þeim rann­sóknum sýna fram á að ég er ekki einn um að vera í vafa um hvernig rétt er að flokka. Það kemur í ljós að það er óhemju mikið magn af end­ur­vinn­an­legu sorpi sem fer í almennt heim­il­issorp og svo er ótrú­lega mikið magn af almennu sorpi sem fer með flokk­uðu plasti, pappír o.fl. Þetta hefur þær afleið­ingar í för með sér að við erum að urða verð­mæti sem ekki eru flokkuð og svo erum við að spilla gæðum flokk­aða sorps­ins. Vel flokkað sorp eru verð­mæti sem er hægt að selja í end­ur­vinnslu en illa flokkað sorp hefur kostnað í för með sér. Við erum því að fara illa með verð­mæti því að sorp er ekki rusl heldur hrá­efni; það þarf bara að flokka það og flokkun á að meika sens og vera ein­föld.

Auglýsing

Gas- og jarð­gerð­ar­stöðin GAJA er risin á Álfs­nesi sem er mik­il­vægt skref í átt að hringrás­ar­hag­kerf­inu. Það hafa verið byrj­un­arörðu­leikar við rekstur þess­arar stöðv­ar, en ef við ætlum að ná fram­förum þá þarf að taka stökk­ið. Þrátt fyrir að það hafi verið hægt að ná 85-90% hreinni moltu með vél­rænni flokkun þá dugar það ekki til. Það er m.a. vegna þessa sem farið var að inn­leiða söfnun á líf­rænu sorpi frá öllum heim­ilum í borg­inni, en stefnt er að því að brúna tunnan verði komin á öll heim­ili fyrir lok þessa árs. Þegar GAJA fer að taka við for­flokk­uðu líf­rænu sorpi þá megum við gera ráð fyrir því að hún muni fram­leiða mikið magn af hágæða moltu sem ann­ars yrðu urðuð á Álfs­nesi engum til gagns.

Sorpa hefur fengið mikla gagn­rýni á und­an­förnum árum, en við getum óhrædd haldið því fram að það hafi orðið við­snún­ingur í rekstri þessa mik­il­væga byggða­sam­lags með Líf Magneu­dóttur sem stjórn­ar­for­mann. Líf hefur líka verið óhrædd við að taka erf­iðar ákvarð­anir sem miða að því inn­leiða hringrás­ar­hag­kerfið sem eru nauð­syn­legar til þess að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ing­um. Vinstri græn vilja ganga lengra og gera Sorpu að sam­nefn­ara fyrir nýsköpun og þekk­ingu í umhverf­is­málum og á hringrás­ar­hag­kerf­inu. Núna er búið að und­ir­búa jarð­veg­inn og við horfum fram á bjart­ari tíma.

Höf­undur er fram­bjóð­andi í 10. sæti fyrir Vinstri græn í Reykja­vík.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar