Umhverfið og skólamál

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur segir skólamál í Reykjavíkurborg í lamasessi. Skólum hafi verið bagalega viðhaldið, úttektir á húsnæði séu seint og ófaglega tilfarnar, upplýsingar af skornum skammti og húsnæðisskortur verulegur.

Auglýsing

Fyrstu fimm árin, allt frá getn­aði, eru mik­il­væg ein­stak­lingn­um, sem og sam­fé­lag­inu í heild sinni. Þau styðja við og móta þroska ein­stak­lings­ins, og marka hæfni hans og úrræði ævi­langt. Það hefur sýnt sig í rann­sóknum (t.d. rann­sóknum nóbels­verð­launa­hafans James Heck­man) að með því að styðja vel við þessi fyrstu ár, að fjár­festa strax í góðum aðbún­aði í ævi ein­stak­lings­ins, og með snemmtækri íhlut­un, verði unnt að spara og end­ur­heimta allt að 10% af kostn­aði. Þannig verður ein­stak­ling­ur­inn betur í stakk búinn út í sam­fé­lag­inu, með bættum árangri í skóla og frí­stund­um, minni þörf á við­bót­ar­stuðn­ingi síðar meir, meiri þátt­töku á vinnu­mark­aði, ásamt beinum sparn­aði í félags- og heil­brigð­is­kerf­inu.

Þegar skoða á hvaða fjár­fest­ingar og íhlut­anir geta skipt máli, er margt að líta til. Við það mat þarf þó einnig að taka mið af erfð­um, upp að ákveðnu marki, en fyrst og fremst umhverf­inu.

Auglýsing

Talið er að umhverfið hafi gríð­ar­leg áhrif á mótun ein­stak­lings­ins, og sér­stak­lega barna. Börn eru við­kvæm­ari fyrir umhverf­inu og meira útsett­ari fyrir efnum í umhverf­inu en við full­orðnu. Þau er með við­kæmara tauga-, ónæm­is- og æxl­un­ar­kerfi, sem og úthreinsi­kerfi (Hildur Harð­ar­dótt­ir, UST 2021). Rann­sóknir hafa tengt veru barna í myglu og raka, sem og önnur óæski­leg áhrif frá umhverfi, við ýmis konar heilsu­far­s­vanda­mál. Þar má til dæmis nefna eyrna­bólg­ur, blóð­nasir, óværð, melt­ing­ar­trufl­an­ir, ast­ma, útbrot, flensu­lík ein­kenni, ein­beitn­ing­ar­skort­ur, skemmdir á mið­tauga­kerfi, og ein­hverf­u­lík ein­kenni (Sid­ney Baker og William Shaw, 2020, Hyvonen, Lohi, Rasanene, ofl, 2021). Þolendur og for­eldrar ungra barna hafa líst ótelj­andi öðrum ein­kenn­um, svo sem svefn­trufl­un­um, end­ur­teknum sýk­ing­um, bjúg, augn­sýk­ing­um, strept­ókokk­um, sár eða útbrot á bleyju­svæði, fæðu­of­næmi, óró­leiki, kækir, skap­sveifl­ur, þreyta, ADHD hegðun ofl.

Það ætti að vera flestum aug­ljóst að barn sem stríðir lengi við eitt­hvað af ofan­greindum ein­kenn­um, kemur að öllum lík­indum til með að þurfa aðstoð síðar meir – hvort sem er í félags,- skóla eða heil­brigð­is­kerfi.

Það ætti ekki að vera neinum bjóð­andi að þurfa til­neydd að glíma við erf­iðar aðstæður í umhverf­inu til lengri tíma, yfir meiri­hluta dags­ins, í krefj­andi aðstæðum við leik, nám og þroska - og hvað þá börn­um.

Skóla­mál í Reykja­vík­ur­borg, einkum mið­svæð­is, eru í lama­sessi. Skólum hefur verið baga­lega við­hald­ið, úttektir á hús­næði eru seint og ófag­lega til­farn­ar, inn­grip ekki nægi­lega afdrátt­ar­laus, upp­lýs­ingar af skornum skammti og hús­næð­is­skortur veru­leg­ur. Það þrengir að skóla­lóðum og börn eru sett út á mal­bik­ið.

Auglýsing

Stór hópur þolenda myglu og raka verður að velja vel í hvaða skóla þau senda börnin sín, og hvar þau velja sér búsetu, og er val­kostum í þeim efnum sífellt að fækka. Þessi hópur hefur glímt við veik­indi og barist fyrir end­ur­heimt barna sinna. Hvers konar umhverf­is­áreiti getur kveikt aftur á ein­kenn­um, t.d. gamlar eða illa við­haldnar bygg­ing­ar, lekir gluggar eða þök, ilm­efna­notkun við hrein­læti og þrif, notkun ann­arra óæski­legra efna, auka­efni í mat, tak­markað aðgengi skóla­lóðar að nátt­úru, ofl. Þessi hópur er ekki til­bú­inn að taka fleiri sénsa með börnin sín, og krefst þess að börn­unum verði gert kleift að njóta vafans.

Hvernig á að mæta þörfum þessa hóps sem kjósa að búa mið­svæð­is, og gefa þeim kost á að velja sér heil­næmt heim­ili og skóla, nálægt vinnu sinni og bak­landi? Hvernig á að stuðla almennt að vellíðan og heil­brigði barn­anna okkar allra, og að beinum sparn­aði inn í þjóð­fé­lag­ið?

Nú hefur legið fyrir í ein­hvern tíma áform um bygg­ingu nýs leik­skóla, grunn­skóla og frí­stunda­heim­ilis í Skerja­firði. Margir for­eldrar bíða spennt­ir, og með önd­ina í háls­inum eftir þeim fram­kvæmd­um. Nýlegt við­tal við inn­við­a­ráð­herra í fjöl­miðl­um, bendir þó til þess að þessi nýja byggð brjóti gegn sam­komu­lagi rík­is­ins og Reykja­vík­ur? Slíkt grefur undan sam­þykktu deiliskipu­lagi sem hefur verið birt almenn­ingi, og stofnar áformum um nýjan skóla í hættu.

Ef ósætti ríkir um fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd, hvers vegna ekki að reyna að finna lausnir? Hvers vegna ekki að minnka fyr­ir­hug­aða byggð í Skerja­firði og end­ur­skipu­leggja, og leggja meg­in­á­herslu á að koma skól­anum upp? Rík­is­stjórn og inn­við­a­ráð­herra geta varla sett sig á móti þeim fram­kvæmd­um? Það þarf að for­gangs­raða, það þarf að meta hags­muni barna fremst og leysa skóla­mál­in, og það hlýtur að vera mik­il­væg­ara en aðþrengdur flug­völl­ur? Það þarf að finna hvar sam­staða getur myndast, í stað enda­lausra öfga og and­stæðna. Ef ráð­herra, rík­is­stjórn og borg­ar­stjórn geta ekki mætt þörfum almenn­ings og þörfum barna okk­ar, og ef ráð­herra leggst gegn upp­bygg­ingu skóla í Skerja­firði, þá þarf nauð­syn­lega, og það fljótt, að finna skóla­hús­næði öðrum stað mið­svæð­is.

Þetta mál þolir enga bið. Og þeir búta­saumar sem hafa átt sér stað á flestum skóla­lóðum með við­bygg­ingum á kostnað úti­svæð­is, til dæmis í Vest­ur­bæj­ar­skóla og Haga­skóla, eru ekki raun­hæfur kost­ur.

Höf­undur er lög­fræð­ingur og for­kona SUM - sam­taka um áhrif umhverfis á heilsu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar