Umhverfið og skólamál

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur segir skólamál í Reykjavíkurborg í lamasessi. Skólum hafi verið bagalega viðhaldið, úttektir á húsnæði séu seint og ófaglega tilfarnar, upplýsingar af skornum skammti og húsnæðisskortur verulegur.

Auglýsing

Fyrstu fimm árin, allt frá getn­aði, eru mik­il­væg ein­stak­lingn­um, sem og sam­fé­lag­inu í heild sinni. Þau styðja við og móta þroska ein­stak­lings­ins, og marka hæfni hans og úrræði ævi­langt. Það hefur sýnt sig í rann­sóknum (t.d. rann­sóknum nóbels­verð­launa­hafans James Heck­man) að með því að styðja vel við þessi fyrstu ár, að fjár­festa strax í góðum aðbún­aði í ævi ein­stak­lings­ins, og með snemmtækri íhlut­un, verði unnt að spara og end­ur­heimta allt að 10% af kostn­aði. Þannig verður ein­stak­ling­ur­inn betur í stakk búinn út í sam­fé­lag­inu, með bættum árangri í skóla og frí­stund­um, minni þörf á við­bót­ar­stuðn­ingi síðar meir, meiri þátt­töku á vinnu­mark­aði, ásamt beinum sparn­aði í félags- og heil­brigð­is­kerf­inu.

Þegar skoða á hvaða fjár­fest­ingar og íhlut­anir geta skipt máli, er margt að líta til. Við það mat þarf þó einnig að taka mið af erfð­um, upp að ákveðnu marki, en fyrst og fremst umhverf­inu.

Auglýsing

Talið er að umhverfið hafi gríð­ar­leg áhrif á mótun ein­stak­lings­ins, og sér­stak­lega barna. Börn eru við­kvæm­ari fyrir umhverf­inu og meira útsett­ari fyrir efnum í umhverf­inu en við full­orðnu. Þau er með við­kæmara tauga-, ónæm­is- og æxl­un­ar­kerfi, sem og úthreinsi­kerfi (Hildur Harð­ar­dótt­ir, UST 2021). Rann­sóknir hafa tengt veru barna í myglu og raka, sem og önnur óæski­leg áhrif frá umhverfi, við ýmis konar heilsu­far­s­vanda­mál. Þar má til dæmis nefna eyrna­bólg­ur, blóð­nasir, óværð, melt­ing­ar­trufl­an­ir, ast­ma, útbrot, flensu­lík ein­kenni, ein­beitn­ing­ar­skort­ur, skemmdir á mið­tauga­kerfi, og ein­hverf­u­lík ein­kenni (Sid­ney Baker og William Shaw, 2020, Hyvonen, Lohi, Rasanene, ofl, 2021). Þolendur og for­eldrar ungra barna hafa líst ótelj­andi öðrum ein­kenn­um, svo sem svefn­trufl­un­um, end­ur­teknum sýk­ing­um, bjúg, augn­sýk­ing­um, strept­ókokk­um, sár eða útbrot á bleyju­svæði, fæðu­of­næmi, óró­leiki, kækir, skap­sveifl­ur, þreyta, ADHD hegðun ofl.

Það ætti að vera flestum aug­ljóst að barn sem stríðir lengi við eitt­hvað af ofan­greindum ein­kenn­um, kemur að öllum lík­indum til með að þurfa aðstoð síðar meir – hvort sem er í félags,- skóla eða heil­brigð­is­kerfi.

Það ætti ekki að vera neinum bjóð­andi að þurfa til­neydd að glíma við erf­iðar aðstæður í umhverf­inu til lengri tíma, yfir meiri­hluta dags­ins, í krefj­andi aðstæðum við leik, nám og þroska - og hvað þá börn­um.

Skóla­mál í Reykja­vík­ur­borg, einkum mið­svæð­is, eru í lama­sessi. Skólum hefur verið baga­lega við­hald­ið, úttektir á hús­næði eru seint og ófag­lega til­farn­ar, inn­grip ekki nægi­lega afdrátt­ar­laus, upp­lýs­ingar af skornum skammti og hús­næð­is­skortur veru­leg­ur. Það þrengir að skóla­lóðum og börn eru sett út á mal­bik­ið.

Auglýsing

Stór hópur þolenda myglu og raka verður að velja vel í hvaða skóla þau senda börnin sín, og hvar þau velja sér búsetu, og er val­kostum í þeim efnum sífellt að fækka. Þessi hópur hefur glímt við veik­indi og barist fyrir end­ur­heimt barna sinna. Hvers konar umhverf­is­áreiti getur kveikt aftur á ein­kenn­um, t.d. gamlar eða illa við­haldnar bygg­ing­ar, lekir gluggar eða þök, ilm­efna­notkun við hrein­læti og þrif, notkun ann­arra óæski­legra efna, auka­efni í mat, tak­markað aðgengi skóla­lóðar að nátt­úru, ofl. Þessi hópur er ekki til­bú­inn að taka fleiri sénsa með börnin sín, og krefst þess að börn­unum verði gert kleift að njóta vafans.

Hvernig á að mæta þörfum þessa hóps sem kjósa að búa mið­svæð­is, og gefa þeim kost á að velja sér heil­næmt heim­ili og skóla, nálægt vinnu sinni og bak­landi? Hvernig á að stuðla almennt að vellíðan og heil­brigði barn­anna okkar allra, og að beinum sparn­aði inn í þjóð­fé­lag­ið?

Nú hefur legið fyrir í ein­hvern tíma áform um bygg­ingu nýs leik­skóla, grunn­skóla og frí­stunda­heim­ilis í Skerja­firði. Margir for­eldrar bíða spennt­ir, og með önd­ina í háls­inum eftir þeim fram­kvæmd­um. Nýlegt við­tal við inn­við­a­ráð­herra í fjöl­miðl­um, bendir þó til þess að þessi nýja byggð brjóti gegn sam­komu­lagi rík­is­ins og Reykja­vík­ur? Slíkt grefur undan sam­þykktu deiliskipu­lagi sem hefur verið birt almenn­ingi, og stofnar áformum um nýjan skóla í hættu.

Ef ósætti ríkir um fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd, hvers vegna ekki að reyna að finna lausnir? Hvers vegna ekki að minnka fyr­ir­hug­aða byggð í Skerja­firði og end­ur­skipu­leggja, og leggja meg­in­á­herslu á að koma skól­anum upp? Rík­is­stjórn og inn­við­a­ráð­herra geta varla sett sig á móti þeim fram­kvæmd­um? Það þarf að for­gangs­raða, það þarf að meta hags­muni barna fremst og leysa skóla­mál­in, og það hlýtur að vera mik­il­væg­ara en aðþrengdur flug­völl­ur? Það þarf að finna hvar sam­staða getur myndast, í stað enda­lausra öfga og and­stæðna. Ef ráð­herra, rík­is­stjórn og borg­ar­stjórn geta ekki mætt þörfum almenn­ings og þörfum barna okk­ar, og ef ráð­herra leggst gegn upp­bygg­ingu skóla í Skerja­firði, þá þarf nauð­syn­lega, og það fljótt, að finna skóla­hús­næði öðrum stað mið­svæð­is.

Þetta mál þolir enga bið. Og þeir búta­saumar sem hafa átt sér stað á flestum skóla­lóðum með við­bygg­ingum á kostnað úti­svæð­is, til dæmis í Vest­ur­bæj­ar­skóla og Haga­skóla, eru ekki raun­hæfur kost­ur.

Höf­undur er lög­fræð­ingur og for­kona SUM - sam­taka um áhrif umhverfis á heilsu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar