Í átt að sjálfbærri borg

Reykjavík er mjög góð borg á flesta mælikvarða. Áskoranirnar í átt að sjálfbærri borg eru þess eðlis að það er vel raunsætt að stefna á að vera best í heimi, skrifar Samúel Torfi Pétursson, frambjóðandi Viðreisnar.

Auglýsing

Orðið sjálf­bærni er ungt að árum í íslenskri tungu og var fyrst notað í kringum 1965 (1). Hug­takið sjálf­bær þróun er enn yngra og var ekki form­lega skil­greint fyrr en undir lok síð­ustu ald­ar. Síðan þá hefur það fengið verð­skuldað braut­ar­gengi í því hvernig við leysum verk­efni sem snúa að umhverf­inu og jörð­inni allri á bæði stórum og smáum skala. Efa­semd­aradd­irnar hafa smám saman dofn­að, því ef hlut­irnir eru rétt gerðir hagn­ast allir á sjálf­bærri þró­un.

Borgir eru eitt stærsta mann­anna verk, og því kemur ekki á óvart að rekstur þeirra og skipu­lag hafi í síauknum mæli verið skoðað með hlið­sjón af sjálf­bærri þró­un. Þessi hugsun hefur því ratað inn í flest það sem við­kemur borg­ar­málum og Reykja­vík er engin und­an­tekn­ing. Og ekki seinna að vænna því áskor­anir okkar eru stórar og má þar nefna lofts­lags­mál.

Náum mark­miðum okkar

Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna er áætlun til árs­ins 2030 um að auka sjálf­bæra þróun á heims­vísu. Þau eru sautján tals­ins og mörg þeirra eiga vel við þegar kemur að höf­uð­borg­inni okk­ar. Og við erum að standa okkur vel. Sem bæði borg og reyndar þjóð erum við standa okkur mjög vel þegar kemur að jafn­rétti kynj­anna, menntun fyrir alla, heilsu og vellíð­an, atvinnu- og nýsköp­un, og svo má áfram telja. Sjálf­bærar borgir eru svo eitt sjálf­stætt mark­mið í Heims­mark­mið­unum og það er þar sem Reykja­vík fer með veiga­mikið hlut­verk á Íslandi.

Auglýsing

Verðum sjálf­bær borg

Reykja­vík er mjög góð borg á flesta mæli­kvarða. Áskor­an­irnar í átt að sjálf­bærri borg eru þess eðlis að það er vel raun­sætt að stefna á að vera best í heimi. Það hlýtur að vera eft­ir­sókn­ar­vert, eða hvað? En til að svo megi verða eru nokkur atriði sem þarf að setja í for­gang. Það þarf að halda áfram að auka fram­boð hús­næð­is, ekki síst fyrir tekju- og eigna­lága. Það gekk vel á síð­asta kjör­tíma­bili, eftir mörg mögur ár þar á und­an. Met voru slegin í íbúða­upp­bygg­ingu og óhagn­að­ar­drifin hús­næð­is­fé­lög hafa átt ríkan þátt í því, en halda þarf dampi. Við verðum að bæta loft­gæði, en þar á svifryk einna stærstan þátt. Í Reykja­vík er orsökin helst sú hve við keyrum bíla mik­ið, en slit á mal­biki og bremsu­borðum auk útblást­urs frá bílum sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti eru stærstu upp­sprettur svifryks­ins. Stærstur hluti af örplast­mengun í haf­inu við landið kemur frá sliti bíldekkja og vegmerk­inga (2). Þá eru ótalin atriði eins og umferð­ar­há­vaði og umferð­ar­slys, en þau draga úr lífs­gæðum okk­ar.

Jákvæðar breyt­ingar áfram

Það þarf að halda áfram á þeirri braut að stór­bæta aðstæður fyrir gang­andi, hjólandi og not­endur almenn­ings­sam­gangna, en í dag er meira en fjórð­ungur þeirra sem keyra bíl til­bú­inn til að ferð­ast með öðrum far­ar­mátum ef aðstæður batna nógu mikið frá því sem nú er (3). Þá þarf að draga hlut­falls­lega úr akstri til að borgin nái kolefn­is­hlut­leysi (4). Það er ekki nóg að raf­væða bíla­flot­ann. Þess vegna er Borg­ar­línan mik­il­væg og ekki má gefa afslátt af henni. Hún er nauð­syn­leg for­senda þess að jákvæðar breyt­ingar geti orð­ið. Hug­myndir sumra um svo­kall­aða létt­línu ganga ekki upp, því að baki þeirri hug­mynd á að ráð­ast í stór­fellda, kostn­að­ar­sama og sárs­auka­fulla upp­bygg­ingu á hrað­brautum og mörgum mis­lægum gatna­mót­um. Það hampar einka­bílnum á kostnað ann­arra sam­göngu­máta, einkum gang­andi og hjólandi, og hentar síður vel inni í borgum m.a. út af plássi, mengun og hávaða. Það mun gera illt verra og vinnur gegn öðrum mark­mið­um. Ekki er síður áríð­andi að stækka gjald­svæði bíla­stæða, en það er mjög í anda sjálf­bærni að not­endur greiði fyrir afnot af borg­ar­landi okkar allra í takt við notk­un. Það er rétt­læti gagn­vart hinum sem ekki nota það eins mik­ið. Þá þarf að vernda, stækka og efla græn svæði sem hafa mikla þýð­ingu fyrir úti­vist og aðgengi okkar að gróðri og nátt­úru.

Við­reisn til verks­ins

Hér hefur ein­ungis verið tæpt á því helsta. Þetta er það sem Við­reisn í Reykja­vík vill halda á lofti á næsta kjör­tíma­bili. Við­reisn vill að Reykja­vík verði í fremstu röð meðal sjálf­bærra borga, en sjálf­bærar borgir eru líka ein­fald­lega skemmti­leg­ustu borg­irn­ar. Ef þú ert sam­mála því er atkvæði greitt Við­reisn vel var­ið.

Höf­undur er skipu­lags­verk­fræð­ingur og í 8. sæti á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík.

Heim­ild­ir:

(1) Hvað merkja orðin sjálf­bær þró­un: https://www.vis­inda­vef­ur.is/svar.php?id=1840

(2) Örplast í haf­inu við Ísland: https://www.­stjorn­arra­did.is/li­br­ar­y/02-­Rit--­skyr­sl­ur-og-skrar/%C3%96rplast-BioPol_loka­sk%C3%BDrsla.pdf

(3) Reykja­vík­ur­borg. Ferða­venj­ur: https://fund­ur.reykja­vik.is/sites/default/fi­les/a­genda-items/2021-09_r­vk_­fer­da­venj­ur_mask­inu­skyr­sla.pdf

(4) Aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um: https://raf­hla­d­an.is/bitstr­eam/hand­le/10802/30512/Ad­ger­daaetl­un%20i%20­lofts­lagsmal­u­m%20onn­ur%20ut­gafa.pd­f?­sequence=1

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar