Í átt að sjálfbærri borg

Reykjavík er mjög góð borg á flesta mælikvarða. Áskoranirnar í átt að sjálfbærri borg eru þess eðlis að það er vel raunsætt að stefna á að vera best í heimi, skrifar Samúel Torfi Pétursson, frambjóðandi Viðreisnar.

Auglýsing

Orðið sjálf­bærni er ungt að árum í íslenskri tungu og var fyrst notað í kringum 1965 (1). Hug­takið sjálf­bær þróun er enn yngra og var ekki form­lega skil­greint fyrr en undir lok síð­ustu ald­ar. Síðan þá hefur það fengið verð­skuldað braut­ar­gengi í því hvernig við leysum verk­efni sem snúa að umhverf­inu og jörð­inni allri á bæði stórum og smáum skala. Efa­semd­aradd­irnar hafa smám saman dofn­að, því ef hlut­irnir eru rétt gerðir hagn­ast allir á sjálf­bærri þró­un.

Borgir eru eitt stærsta mann­anna verk, og því kemur ekki á óvart að rekstur þeirra og skipu­lag hafi í síauknum mæli verið skoðað með hlið­sjón af sjálf­bærri þró­un. Þessi hugsun hefur því ratað inn í flest það sem við­kemur borg­ar­málum og Reykja­vík er engin und­an­tekn­ing. Og ekki seinna að vænna því áskor­anir okkar eru stórar og má þar nefna lofts­lags­mál.

Náum mark­miðum okkar

Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna er áætlun til árs­ins 2030 um að auka sjálf­bæra þróun á heims­vísu. Þau eru sautján tals­ins og mörg þeirra eiga vel við þegar kemur að höf­uð­borg­inni okk­ar. Og við erum að standa okkur vel. Sem bæði borg og reyndar þjóð erum við standa okkur mjög vel þegar kemur að jafn­rétti kynj­anna, menntun fyrir alla, heilsu og vellíð­an, atvinnu- og nýsköp­un, og svo má áfram telja. Sjálf­bærar borgir eru svo eitt sjálf­stætt mark­mið í Heims­mark­mið­unum og það er þar sem Reykja­vík fer með veiga­mikið hlut­verk á Íslandi.

Auglýsing

Verðum sjálf­bær borg

Reykja­vík er mjög góð borg á flesta mæli­kvarða. Áskor­an­irnar í átt að sjálf­bærri borg eru þess eðlis að það er vel raun­sætt að stefna á að vera best í heimi. Það hlýtur að vera eft­ir­sókn­ar­vert, eða hvað? En til að svo megi verða eru nokkur atriði sem þarf að setja í for­gang. Það þarf að halda áfram að auka fram­boð hús­næð­is, ekki síst fyrir tekju- og eigna­lága. Það gekk vel á síð­asta kjör­tíma­bili, eftir mörg mögur ár þar á und­an. Met voru slegin í íbúða­upp­bygg­ingu og óhagn­að­ar­drifin hús­næð­is­fé­lög hafa átt ríkan þátt í því, en halda þarf dampi. Við verðum að bæta loft­gæði, en þar á svifryk einna stærstan þátt. Í Reykja­vík er orsökin helst sú hve við keyrum bíla mik­ið, en slit á mal­biki og bremsu­borðum auk útblást­urs frá bílum sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti eru stærstu upp­sprettur svifryks­ins. Stærstur hluti af örplast­mengun í haf­inu við landið kemur frá sliti bíldekkja og vegmerk­inga (2). Þá eru ótalin atriði eins og umferð­ar­há­vaði og umferð­ar­slys, en þau draga úr lífs­gæðum okk­ar.

Jákvæðar breyt­ingar áfram

Það þarf að halda áfram á þeirri braut að stór­bæta aðstæður fyrir gang­andi, hjólandi og not­endur almenn­ings­sam­gangna, en í dag er meira en fjórð­ungur þeirra sem keyra bíl til­bú­inn til að ferð­ast með öðrum far­ar­mátum ef aðstæður batna nógu mikið frá því sem nú er (3). Þá þarf að draga hlut­falls­lega úr akstri til að borgin nái kolefn­is­hlut­leysi (4). Það er ekki nóg að raf­væða bíla­flot­ann. Þess vegna er Borg­ar­línan mik­il­væg og ekki má gefa afslátt af henni. Hún er nauð­syn­leg for­senda þess að jákvæðar breyt­ingar geti orð­ið. Hug­myndir sumra um svo­kall­aða létt­línu ganga ekki upp, því að baki þeirri hug­mynd á að ráð­ast í stór­fellda, kostn­að­ar­sama og sárs­auka­fulla upp­bygg­ingu á hrað­brautum og mörgum mis­lægum gatna­mót­um. Það hampar einka­bílnum á kostnað ann­arra sam­göngu­máta, einkum gang­andi og hjólandi, og hentar síður vel inni í borgum m.a. út af plássi, mengun og hávaða. Það mun gera illt verra og vinnur gegn öðrum mark­mið­um. Ekki er síður áríð­andi að stækka gjald­svæði bíla­stæða, en það er mjög í anda sjálf­bærni að not­endur greiði fyrir afnot af borg­ar­landi okkar allra í takt við notk­un. Það er rétt­læti gagn­vart hinum sem ekki nota það eins mik­ið. Þá þarf að vernda, stækka og efla græn svæði sem hafa mikla þýð­ingu fyrir úti­vist og aðgengi okkar að gróðri og nátt­úru.

Við­reisn til verks­ins

Hér hefur ein­ungis verið tæpt á því helsta. Þetta er það sem Við­reisn í Reykja­vík vill halda á lofti á næsta kjör­tíma­bili. Við­reisn vill að Reykja­vík verði í fremstu röð meðal sjálf­bærra borga, en sjálf­bærar borgir eru líka ein­fald­lega skemmti­leg­ustu borg­irn­ar. Ef þú ert sam­mála því er atkvæði greitt Við­reisn vel var­ið.

Höf­undur er skipu­lags­verk­fræð­ingur og í 8. sæti á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík.

Heim­ild­ir:

(1) Hvað merkja orðin sjálf­bær þró­un: https://www.vis­inda­vef­ur.is/svar.php?id=1840

(2) Örplast í haf­inu við Ísland: https://www.­stjorn­arra­did.is/li­br­ar­y/02-­Rit--­skyr­sl­ur-og-skrar/%C3%96rplast-BioPol_loka­sk%C3%BDrsla.pdf

(3) Reykja­vík­ur­borg. Ferða­venj­ur: https://fund­ur.reykja­vik.is/sites/default/fi­les/a­genda-items/2021-09_r­vk_­fer­da­venj­ur_mask­inu­skyr­sla.pdf

(4) Aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um: https://raf­hla­d­an.is/bitstr­eam/hand­le/10802/30512/Ad­ger­daaetl­un%20i%20­lofts­lagsmal­u­m%20onn­ur%20ut­gafa.pd­f?­sequence=1

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar