Á flótta undan kjósendum

Margrét Tryggvadóttir segir verktakavæðingu einkenna skipulagsmálin í Kópavogi og bendir sérstaklega á uppbyggingu í Hamraborginni í því sambandi. Þá hafi enginn leikskóli verið byggður í átta ár.

Auglýsing

Það er uppi skrítin staða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Allir bæj­ar­stjór­arnir í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur nema einn, allt sjálf­stæð­is­menn, eru að hætta sjálf­vilj­ug­ir. Ein­hverjir eru sjálf­sagt búnir að fá nóg en þó læð­ist að mér sú til­finn­ing að þeir séu að forða sér.

Við erum senni­lega mörg alin upp við þá bábilju að vinstri menn hafi ekk­ert vit á pen­ingum og rekstri. Ég man þá mön­tru að félags­hyggju­stjórn væri ávísun á fjár­hags­legt stór­slys. Aug­lýs­ing Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík árið 1994 með Árna Sig­fús­syni og leik­skóla­börnum að mála fal­lega regn­boga er sem greipt í huga mér. Árni sagði að lit­irnir í regn­bog­anum væru sann­ar­lega fal­legir en svo færi allt í steik þegar þeir blönd­uð­ust saman svo úr yrði brún drulla. Eitt barnið sýndi það. Árni, sem var búinn að vera borg­ar­stjóri í nokkra mán­uði, tap­aði svo fyrir R-list­anum og flokk­arnir sem mynd­uðu hann og arf­takar þeirra hafa meira og minna stýrt borg­inni síð­ar, nú með Sam­fylk­ing­una í far­ar­broddi.

R-list­inn réðst í ýmis þjóð­þrifa­mál sem nú þykja sjálf­sögð svo sem að byggja leik­skóla fyrir öll börn, koma skólp­málum í við­un­andi ástand og hreinsa strend­urnar í borg­ar­land­inu eftir ára­tuga skólp­bað. Þetta þótti þeim sem á undan stjórn­uðu bruðl og illa farið með fé útsvars­greið­enda.

Auglýsing

Undir regn­bog­anum

Mörg halda því enn fram að félags­hyggju­öflin kunni ekki að fara með pen­inga. Það er rangt. Hins vegar er hár­rétt að fæstir jafn­að­ar­menn hafi mik­inn áhuga á pen­ing­um, alla­vega ekki fyrir sig sjálfa. Það hefur ýmsa kosti í för með sér fyrir kjós­end­ur. Jafn­að­ar­menn eru til dæmis harla ólík­legir til að selja pabba sínum banka.

En aftur að rekstri sveit­ar­fé­laga. Síð­ustu ár hefur verið hamrað á því að Reykja­vík­ur­borg sé á kúp­unni og mun verr rekin en sjalla­bæ­irnir í kring. Sýnt hefur verið fram á að svo er einmitt ekki. Í nýlegri grein í Kjarn­anum bendir Þor­varður Hjalta­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga, á að bæði skulda­hlut­fallið og skuldir á hvern íbúa séu lægst í Reykja­vík af öllum sveit­ar­fé­lög­unum á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í Reykja­vík er skulda­hlut­fallið 96% og langt undir við­miðum en hæst í Hafn­ar­firði eða 160%. Hin bæj­ar­fé­lögin raða sér þar á milli. Og það sem meira er, veltu­fjár­hlut­fallið er hæst í Reykja­vík og nægt fé til fyrir kom­andi gjald­dög­um. Það er því ljóst að Jafn­að­ar­menn og annað félags­hyggju­fólk kann vel að reka far­sæl sam­fé­lög.

Mann­lífsás eða vind­göng?

Ég þekki bæj­arpóli­tík­ina í Kópa­vogi einna best enda hef ég búið þar næstum alla ævi og tekið þátt í henni síð­ustu ár. Þar hafa sjálf­stæð­is­menn stjórnað lengi. Okkur er sagt að rekst­ur­inn sé í fínum málum en í grein Þor­varðar hér að ofan má sjá að Kópa­vogur er bara með­al­skussi í fjár­mál­um. Samt er alltaf verið að spara. Þar hefur til dæmis ekki verið byggður leik­skóli í átta ár, þrátt fyrir tölu­verðan vöxt og fjölgun bæj­ar­búa. Og ýmis þjón­usta, t.d. við fatlað fólk, er í lama­sessi. Allir jafn­að­ar­menn, og annað fólk með hjartað á réttum stað, vita að það er dýrt að spara nauð­syn­lega þjón­ustu við fólk. Það kemur alltaf í bakið á okkur sem sam­fé­lagi með meiri kostn­aði þegar upp er stað­ið, nú eða kló­sett­pappír í fjör­unni.

Það eru þó skipu­lags­málin sem eru í hvað mestum ólestri í bænum og eig­in­lega óskilj­an­leg öllu heil­vita fólki. Eitt af því sem hefur alltaf vantað í Kópa­vog er alvöru mið­bær. Hamra­borgin átti að verða slíkur en hefur aldrei virkað almenni­lega. Ástæðan er ekki flókin og öllum ljós sem hafa komið þang­að. Þar er alltaf rok og flestar versl­an­irnar eru norð­an­megin þar sem sólin skín aldrei. Jú, vissu­lega hafa þrif­ist þar ein­staka versl­anir og þjón­usta í gegnum tíð­ina, enda svæðið miðs­svæðis en það gengur eng­inn um Hamra­borg­ina sér til skemmt­un­ar. Núver­andi bæj­ar­stjórn hefur ráð­ist í bygg­ingu nýs mið­bæj­ar­svæðis bak við Hamra­borg­ina. Það á að vera alveg eins nema blokk­irnar hærri til að koma meira bygg­ing­ar­magni fyrir á svæð­inu. Ein­hver þarf nefni­lega að græða á þessu. Svo­kall­aður „mann­lífs­ás“, ný göngugata, á að liggja nákvæm­lega eins og Hamra­borgin en bara starf­semi norðan meg­in. Vönduð sænsk skugga­varps- og vind­grein­ing sýnir að þar verður næstum aldrei sól og tölu­vert vind­vanda­mál. Aug­ljós­lega.

Verk­taka­væð­ingin

En hvernig stendur á því að bæj­ar­full­trú­arnir ákváðu þetta, flestir búsettir í Kópa­vogi og með ára­tuga reynslu af vind­barn­ingi í Hamra­borg­inni? Svarið er að þeir gerðu það ekki. Meiri­hlut­inn hafði varla fyrir því að skipa bæj­ar­full­trúa í skipu­lags­ráð sem þó ber ábyrgð á millj­arða­fram­kvæmd sem mun hafa mót­andi áhrif á kom­andi kyn­slóðir Kópa­vogs­búa. Af fjórum full­trúum meiri­hlut­ans er bara einn bæj­ar­full­trúi. For­mað­ur­inn, úr Fram­sókn, er ekki bæj­ar­full­trúi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn skip­aði tvo stút­ungskarla sem eru á móti Borg­ar­lín­unni í ráð­ið. Samt er Borg­ar­línan sögð meg­in­for­senda þeirrar for­dæma­lausu þétt­ingar sem á að eiga sér stað við fyr­ir­huguð vind­göng sem kölluð eru nýr mið­bær. Meiri­hlut­inn afhenti verk­tökum skipu­lags­valdið á svæð­inu, seldi þeim bygg­ingar bæj­ar­ins á und­ir­verði, meðal ann­ars gamla félags­heim­ilið sem er um það bil eina húsið í bænum með ein­hverja sögu og fólki er hlýtt til. Bær­inn leigir svo eina af seldu bygg­ing­unum af verk­tök­unum og er að verða búinn að borga sölu­verðið til baka í leigu.

Verk­tak­arnir fá svo bara að ráða þessu því það er miklu ódýr­ara að láta þá sjá um skipu­lags­vinn­una. Alveg eins og það er miklu ódýr­ara að hafa enga leik­skóla og láta skólpið renna beint út í sjó við strend­urn­ar.

Flótt­inn úr Kópa­vogi

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn átti fimm bæj­ar­full­trúa á síð­ast kjör­tíma­bili en aðeins einn þeirra er á lista nú. Bæj­ar­stjór­inn er að hætta, sumir segja vegna þess að hann treysti sér ekki til að verja vit­leys­una. Einn hætti vegna dóna­skapar og annar er í fram­boði fyrir Mið­flokk­inn.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur stært sig á að vera góður í rekstri en sparar með þjón­ustu­skerð­ingum og fúski. Þannig skap­ast svig­rúm til að gera vel við verk­taka, nú eða selja pabba sínum banka. Sjálf­stæð­is­menn skilja nefni­lega svo vel hvernig pen­ingar virka.

Lengi vel trúðu mörg að brauð­molar hinna ríku; þeirra sem fengu að kaupa banka, veiða fisk­inn okkar í sjónum eða byggja á verð­mætasta bygg­ing­ar­landi Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, myndu falla til okkar hinna. Því trúir eng­inn með viti leng­ur. Flótt­inn er haf­inn enda vita kjós­endur að þeim sem þykir of vænt um pen­inga til að verja þeim til félags­legra verk­efna, betra sam­fé­lags og jöfn­uðar kosta okkur alltaf meira þegar uppi er stað­ið.

Höf­undur er rit­höf­undur og skipar 9. sæti Sam­fylk­ing­ar­innar í Kópa­vogi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar