Mikið í húfi

Logi Einarsson segir að sveitarstjórnarkosningarnar séu mjög mikilvægt tækifæri fyrir kjósendur að kjósa gegn fjármálaspillingu, gróðavæðingu innviða og sérhagsmunagæslu – en með félagslegum áherslum, umhverfisvitund og virðingu fyrir mannréttindum.

Auglýsing

Hvar sem maður fer um finnur maður að það er hugur í jafn­að­ar­mönn­um. Banka­sölu­hneykslið rifj­aði ræki­lega upp fyrir fólki vinnu­brögð og stjórn­ar­hætti Sjálf­stæð­is­manna sem leiddu á sínum tíma til hruns efna­hags­lífs­ins. Þegar sá flokkur ræður för er meira hugsað um hag útval­inna en almanna­hag, reglur um verk­lag eru sveigðar eða hrein­lega brotn­ar. Í banka­söl­unni var afsláttur ætl­aður fáum stórum lang­tíma­fjár­festum veittur mörgum litlum og sér­völdum skyndigróða­fjár­fest­um, sem meðal ann­ars komu úr hópi þeirra sem sáu um söl­una og fengu fyrir 700 millj­ón­ir. Svona eru vinnu­brögðin á vakt Sjálf­stæð­is­manna.

Það sem sam­einar

Og það er kraftur í Sam­fylk­ing­ar­fólki alls stað­ar. Það er næstum áþreif­an­legt. Flokk­ur­inn býður fram um allt land, víð­ast hvar undir eigin merkjum en sums staðar í sam­vinnu við aðra flokka og óháða sem hafa svipuð við­horf og félags­legar áhersl­ur.

Víða er Sam­fylk­ingin í stjórn bæj­ar­fé­laga, ann­ars staðar í minni­hluta, og alls staðar eru átaka­lín­urnar þær sömu. Þar sem Sam­fylk­ingin er sterk er traustur meiri­hluti félags­hyggju­flokka en þar sem hún er ekki jafn sterk myndar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn meiri­hluta, stundum með þeim flokkum sem keppa við Sam­fylk­ing­una um atkvæði félags­lega sinn­aðra kjós­enda.

Auglýsing

Oft er spurt: hver er eig­in­lega mun­ur­inn á Sam­fylk­ing­unni og öðrum félags­hyggju­flokkum sem hafa svip­aðan mál­flutn­ing í mörgum helstu deilu­mál­um? Þegar að er gáð kemur í ljós alls konar áherslu­munur í ein­stökum mál­um, en helsti mun­ur­inn liggur að mínu viti í sjálfu erindi flokks­ins. Aðrir flokkar frá miðju til vinstri voru stofn­aðir utan um áherslu á ein­hverja sér­stöðu, það sem aðgreini flokk­inn frá öðr­um. Sam­fylk­ingin var stofnuð til að sam­eina jafn­að­ar­menn. Hún er ekki stofnuð kringum sér­stöðu, heldur sam­stöðu. Hún er ekki stofnuð til að sundra heldur til að sam­eina.

Í Sam­fylk­ing­unni ríkir hefð fyrir því að rök­ræða um alls konar mál, og stundum er þar tek­ist hressi­lega á eins og heil­brigt og eðli­legt er í stórum flokki með hug­sjóna­ríku fólki, en um leið sam­ein­umst við öll um hina stóru og miklu hug­sjón jafn­að­ar­stefn­unnar um frelsi, jafn­rétti og sam­stöðu. Við viljum að jafn­að­ar­stefnan sé alltaf og alls staðar lögð til grund­vall­ar. Um það sam­ein­umst við.

Umgjörð dag­legs lífs

Sveit­ar­stjórn­ar­málin snú­ast um dag­legt líf okkar og umgjörð þess. Þau snú­ast um börnin og gamla fólk­ið, þjón­ustu við fatl­aða og umönnun þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Þau snú­ast um skóla og vel­ferð­ar­þjón­ustu – en líka um sorp­hirðu, frá­veitu­mál og göngu­stíga, snjó­ruðn­ing og gatna­gerð. Þau snú­ast um menn­ingu og listir og íþrótta­starf. Þau snú­ast um hús­næð­is­mál, skipu­lag og almenn­ings­sam­göngur sem virka, bæði til að stand­ast lofts­lags­mark­mið og til að skapa raun­hæfan kost fyrir fólk sem ekki hefur tök eða áhuga á að reka bíl með ærnum til­kostn­aði, hvað þá marga bíla.

Sveita­stjórn­ar­málin snú­ast þannig um alls konar verk­efni í nær­sam­fé­lag­inu sem tryggja öllum íbúum til­tekið þjón­ustu­stig og vel­ferð sem við viljum hafa í lagi. Hver staður hefur sín sér­stöku úrlausn­ar­efni og ágrein­ingur virð­ist stundum lít­ill milli flokk­ana um lausn þeirra. En þegar að er gáð er sam­spil lands­mála og sveit­ar­stjórn­ar­mál­anna meira en við gerum okkur stundum grein fyr­ir. Ríkið hefur til­hneig­ingu til að hlaða verk­efnum á sveita­stjórnir án þess að fjár­magn eða tekju­stofnar fylgi. Ríkið hefur ekki fjár­magnað heil­brigð­is­kerfið eins og því ber, þjón­usta við fatl­aða er veru­lega van­fjár­mögnuð og allt bitnar þetta á sveita­stjórn­ar­stig­inu. Það eru miklar brotala­mir á hús­næð­is­kerf­inu, bæði hvað varðar fram­boð og fjár­mögn­un, en til­raunir til að kenna stjórn stærsta sveit­ar­fé­lags­ins um gjörvallan hús­næð­is­vand­ann eru frá­leit­ar.

Nú er mikið í húfi. Þessar kosn­ingar eru mjög mik­il­vægt tæki­færi fyrir kjós­endur að kjósa gegn fjár­mála­spill­ingu, gróða­væð­ingu inn­viða og sér­hags­muna­gæslu – en með félags­legum áhersl­um, umhverf­is­vit­und, virð­ingu fyrir mann­rétt­indum og öðrum grund­vall­ar­gildum jafn­að­ar­stefn­unn­ar.

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar