Mikið í húfi

Logi Einarsson segir að sveitarstjórnarkosningarnar séu mjög mikilvægt tækifæri fyrir kjósendur að kjósa gegn fjármálaspillingu, gróðavæðingu innviða og sérhagsmunagæslu – en með félagslegum áherslum, umhverfisvitund og virðingu fyrir mannréttindum.

Auglýsing

Hvar sem maður fer um finnur maður að það er hugur í jafn­að­ar­mönn­um. Banka­sölu­hneykslið rifj­aði ræki­lega upp fyrir fólki vinnu­brögð og stjórn­ar­hætti Sjálf­stæð­is­manna sem leiddu á sínum tíma til hruns efna­hags­lífs­ins. Þegar sá flokkur ræður för er meira hugsað um hag útval­inna en almanna­hag, reglur um verk­lag eru sveigðar eða hrein­lega brotn­ar. Í banka­söl­unni var afsláttur ætl­aður fáum stórum lang­tíma­fjár­festum veittur mörgum litlum og sér­völdum skyndigróða­fjár­fest­um, sem meðal ann­ars komu úr hópi þeirra sem sáu um söl­una og fengu fyrir 700 millj­ón­ir. Svona eru vinnu­brögðin á vakt Sjálf­stæð­is­manna.

Það sem sam­einar

Og það er kraftur í Sam­fylk­ing­ar­fólki alls stað­ar. Það er næstum áþreif­an­legt. Flokk­ur­inn býður fram um allt land, víð­ast hvar undir eigin merkjum en sums staðar í sam­vinnu við aðra flokka og óháða sem hafa svipuð við­horf og félags­legar áhersl­ur.

Víða er Sam­fylk­ingin í stjórn bæj­ar­fé­laga, ann­ars staðar í minni­hluta, og alls staðar eru átaka­lín­urnar þær sömu. Þar sem Sam­fylk­ingin er sterk er traustur meiri­hluti félags­hyggju­flokka en þar sem hún er ekki jafn sterk myndar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn meiri­hluta, stundum með þeim flokkum sem keppa við Sam­fylk­ing­una um atkvæði félags­lega sinn­aðra kjós­enda.

Auglýsing

Oft er spurt: hver er eig­in­lega mun­ur­inn á Sam­fylk­ing­unni og öðrum félags­hyggju­flokkum sem hafa svip­aðan mál­flutn­ing í mörgum helstu deilu­mál­um? Þegar að er gáð kemur í ljós alls konar áherslu­munur í ein­stökum mál­um, en helsti mun­ur­inn liggur að mínu viti í sjálfu erindi flokks­ins. Aðrir flokkar frá miðju til vinstri voru stofn­aðir utan um áherslu á ein­hverja sér­stöðu, það sem aðgreini flokk­inn frá öðr­um. Sam­fylk­ingin var stofnuð til að sam­eina jafn­að­ar­menn. Hún er ekki stofnuð kringum sér­stöðu, heldur sam­stöðu. Hún er ekki stofnuð til að sundra heldur til að sam­eina.

Í Sam­fylk­ing­unni ríkir hefð fyrir því að rök­ræða um alls konar mál, og stundum er þar tek­ist hressi­lega á eins og heil­brigt og eðli­legt er í stórum flokki með hug­sjóna­ríku fólki, en um leið sam­ein­umst við öll um hina stóru og miklu hug­sjón jafn­að­ar­stefn­unnar um frelsi, jafn­rétti og sam­stöðu. Við viljum að jafn­að­ar­stefnan sé alltaf og alls staðar lögð til grund­vall­ar. Um það sam­ein­umst við.

Umgjörð dag­legs lífs

Sveit­ar­stjórn­ar­málin snú­ast um dag­legt líf okkar og umgjörð þess. Þau snú­ast um börnin og gamla fólk­ið, þjón­ustu við fatl­aða og umönnun þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Þau snú­ast um skóla og vel­ferð­ar­þjón­ustu – en líka um sorp­hirðu, frá­veitu­mál og göngu­stíga, snjó­ruðn­ing og gatna­gerð. Þau snú­ast um menn­ingu og listir og íþrótta­starf. Þau snú­ast um hús­næð­is­mál, skipu­lag og almenn­ings­sam­göngur sem virka, bæði til að stand­ast lofts­lags­mark­mið og til að skapa raun­hæfan kost fyrir fólk sem ekki hefur tök eða áhuga á að reka bíl með ærnum til­kostn­aði, hvað þá marga bíla.

Sveita­stjórn­ar­málin snú­ast þannig um alls konar verk­efni í nær­sam­fé­lag­inu sem tryggja öllum íbúum til­tekið þjón­ustu­stig og vel­ferð sem við viljum hafa í lagi. Hver staður hefur sín sér­stöku úrlausn­ar­efni og ágrein­ingur virð­ist stundum lít­ill milli flokk­ana um lausn þeirra. En þegar að er gáð er sam­spil lands­mála og sveit­ar­stjórn­ar­mál­anna meira en við gerum okkur stundum grein fyr­ir. Ríkið hefur til­hneig­ingu til að hlaða verk­efnum á sveita­stjórnir án þess að fjár­magn eða tekju­stofnar fylgi. Ríkið hefur ekki fjár­magnað heil­brigð­is­kerfið eins og því ber, þjón­usta við fatl­aða er veru­lega van­fjár­mögnuð og allt bitnar þetta á sveita­stjórn­ar­stig­inu. Það eru miklar brotala­mir á hús­næð­is­kerf­inu, bæði hvað varðar fram­boð og fjár­mögn­un, en til­raunir til að kenna stjórn stærsta sveit­ar­fé­lags­ins um gjörvallan hús­næð­is­vand­ann eru frá­leit­ar.

Nú er mikið í húfi. Þessar kosn­ingar eru mjög mik­il­vægt tæki­færi fyrir kjós­endur að kjósa gegn fjár­mála­spill­ingu, gróða­væð­ingu inn­viða og sér­hags­muna­gæslu – en með félags­legum áhersl­um, umhverf­is­vit­und, virð­ingu fyrir mann­rétt­indum og öðrum grund­vall­ar­gildum jafn­að­ar­stefn­unn­ar.

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar