Reykjavíkurborg – stórskuldug eða hvað?

Þorvarður Hjaltason kennari spurði á dögunum, í grein sem birtist á Kjarnanum, hvort Reykjavíkurborg væri stórskuldug.

Auglýsing

Nið­ur­staðan vafð­ist ekki fyrir Þor­varði. Full­yrð­ingar um laka fjár­hags­stöðu Reykja­vík­ur­borgar væru algjör­lega úr lausu lofti gripn­ar. Staðan væri í raun þver­öf­ug, borgin stæði fjár­hags­lega best allra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þor­varður kveður þá sem halda öðru fram fara með vís­vit­andi ósann­indi eða sýna af sér mjög yfir­grips­mikla vann­þekk­ing­u. Hvor­ugt væri gott segir hann með réttu. Það er eins gott að þessi fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga fari þá með rétt mál.

Þor­varður birtir m.a. tölu­legan sam­an­burð þar sem hann ber saman skulda­hlut­fall sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu árið 2020. Bornar séu saman tölur úr A hluta árs­reikn­inga þ.e. borg­ar­sjóðs og bæj­ar­sjóða. B hluta reikn­ing­arnir [reikn­ingar sjálf­stæðra bæj­ar­fyr­ir­tækja] séu ekki bornir saman vegna þess að flestar stofn­an­irnar og fyr­ir­tækin séu með sjálf­bæran rekstur og afli tekna sem duga fyrir kostn­aði, m.a. greiðslu­byrði lána (sic).

Hann kveður skulda­hlut­fall­ið, þ.e. hlut­fall milli skulda og heild­ar­tekna árs­ins, en þar er miðað við að hlut­fallið fari ekki yfir 150%. Skulda­hlut­fallið sýni hlut­fall skulda og skuld­bind­inga af heild­ar­tekjum A-hluta sveit­ar­fé­laga. Þarna er fram­kvæmda­stjór­inn fyrr­ver­andi heldur betur á villi­göt­um. Í reglu­gerð þar um segir að heild­ar­skuldir og skuld­bind­ingar [A- og B-hluta] í reikn­ings­skilum skuli ekki vera hærri en nemur 150% af reglu­legum tekj­um. Um þetta ríkir hvergi neinn ágrein­ing­ur. 

Því miður er Þor­varður ekki sá eini sem hefur notað þessa fram­setn­ingu. Aðrir hafa gert það í blekk­ing­ar­skyni. En ekki ætla ég að væna Þor­varð Hjalta­son um slíkt. Spurn­ingin er hvort hann biðst nú ekki vel­virð­ingar á stór­yrðum sín­um.

Auglýsing
Ársreikningar Reykja­vík­ur­borgar eru ekki sam­an­burð­ar­hæfir við reikn­inga flestra eða allra ann­arra sveit­ar­fé­laga nema skuldir sem borgin hefur stofnað til til að fjár­magna félags­legt hús­næði sé tekið með þótt um það sé sér­stakt félag í eigu borg­ar­inn­ar. Ég gerði það mér til gam­ans að reikna út skulda­hlut­fall A hluta Reykja­vík­ur­borg­ar, en að við­bættum skuldum Félags­bú­staða og að frá­dregnum „tekj­um“ sem Félags­bú­staðir hafa af svo­nefndri „mats­breyt­ingu fjár­fest­inga­eigna“. Þetta gerði ég vegna þess að það sem borgin nefnir „mats­breyt­ing fjár­fest­inga­eigna“ (sem eru raunar félags­legar íbúð­ir) getur ekki talist vera reglu­legar tekjur og fyr­ir­tækið er hvorki með sjálf­bæran rekstur né tekjur sem duga fyrir kostn­aði, m.a. greiðslu­byrði lána, svo vísað sé til orða Þor­varð­ar. Skulda­hlut­fall Reykja­vík­ur­borgar kveður Þor­varður vera 96%. Ef rétt­mætur sam­an­burður er not­aður er skulda­hlut­fall borg­ar­innar þannig ekki 96%, heldur 131% og fer hratt versn­andi. Stefnir raunar þráð­beint upp fyrir það sem lög leyfa.

Höf­undur er lög­giltur end­ur­skoð­andi og hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar