Reykjavíkurborg – stórskuldug eða hvað?

Þorvarður Hjaltason kennari spurði á dögunum, í grein sem birtist á Kjarnanum, hvort Reykjavíkurborg væri stórskuldug.

Auglýsing

Nið­ur­staðan vafð­ist ekki fyrir Þor­varði. Full­yrð­ingar um laka fjár­hags­stöðu Reykja­vík­ur­borgar væru algjör­lega úr lausu lofti gripn­ar. Staðan væri í raun þver­öf­ug, borgin stæði fjár­hags­lega best allra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þor­varður kveður þá sem halda öðru fram fara með vís­vit­andi ósann­indi eða sýna af sér mjög yfir­grips­mikla vann­þekk­ing­u. Hvor­ugt væri gott segir hann með réttu. Það er eins gott að þessi fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga fari þá með rétt mál.

Þor­varður birtir m.a. tölu­legan sam­an­burð þar sem hann ber saman skulda­hlut­fall sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu árið 2020. Bornar séu saman tölur úr A hluta árs­reikn­inga þ.e. borg­ar­sjóðs og bæj­ar­sjóða. B hluta reikn­ing­arnir [reikn­ingar sjálf­stæðra bæj­ar­fyr­ir­tækja] séu ekki bornir saman vegna þess að flestar stofn­an­irnar og fyr­ir­tækin séu með sjálf­bæran rekstur og afli tekna sem duga fyrir kostn­aði, m.a. greiðslu­byrði lána (sic).

Hann kveður skulda­hlut­fall­ið, þ.e. hlut­fall milli skulda og heild­ar­tekna árs­ins, en þar er miðað við að hlut­fallið fari ekki yfir 150%. Skulda­hlut­fallið sýni hlut­fall skulda og skuld­bind­inga af heild­ar­tekjum A-hluta sveit­ar­fé­laga. Þarna er fram­kvæmda­stjór­inn fyrr­ver­andi heldur betur á villi­göt­um. Í reglu­gerð þar um segir að heild­ar­skuldir og skuld­bind­ingar [A- og B-hluta] í reikn­ings­skilum skuli ekki vera hærri en nemur 150% af reglu­legum tekj­um. Um þetta ríkir hvergi neinn ágrein­ing­ur. 

Því miður er Þor­varður ekki sá eini sem hefur notað þessa fram­setn­ingu. Aðrir hafa gert það í blekk­ing­ar­skyni. En ekki ætla ég að væna Þor­varð Hjalta­son um slíkt. Spurn­ingin er hvort hann biðst nú ekki vel­virð­ingar á stór­yrðum sín­um.

Auglýsing
Ársreikningar Reykja­vík­ur­borgar eru ekki sam­an­burð­ar­hæfir við reikn­inga flestra eða allra ann­arra sveit­ar­fé­laga nema skuldir sem borgin hefur stofnað til til að fjár­magna félags­legt hús­næði sé tekið með þótt um það sé sér­stakt félag í eigu borg­ar­inn­ar. Ég gerði það mér til gam­ans að reikna út skulda­hlut­fall A hluta Reykja­vík­ur­borg­ar, en að við­bættum skuldum Félags­bú­staða og að frá­dregnum „tekj­um“ sem Félags­bú­staðir hafa af svo­nefndri „mats­breyt­ingu fjár­fest­inga­eigna“. Þetta gerði ég vegna þess að það sem borgin nefnir „mats­breyt­ing fjár­fest­inga­eigna“ (sem eru raunar félags­legar íbúð­ir) getur ekki talist vera reglu­legar tekjur og fyr­ir­tækið er hvorki með sjálf­bæran rekstur né tekjur sem duga fyrir kostn­aði, m.a. greiðslu­byrði lána, svo vísað sé til orða Þor­varð­ar. Skulda­hlut­fall Reykja­vík­ur­borgar kveður Þor­varður vera 96%. Ef rétt­mætur sam­an­burður er not­aður er skulda­hlut­fall borg­ar­innar þannig ekki 96%, heldur 131% og fer hratt versn­andi. Stefnir raunar þráð­beint upp fyrir það sem lög leyfa.

Höf­undur er lög­giltur end­ur­skoð­andi og hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar