Blöndulína 3 og stóra samhengið

Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi gera þá kröfu að Landsnet fari að skilyrðum Skipulagsstofnunar og reikni út hvaða áhrif jarðstrengstenging yfir Sprengisand hefur á kerfið í heild og möguleika til jarðstrengslagna á leið Blöndulínu 3.

Gunnlaugur Friðriksson og Harpa Barkardóttir
Auglýsing

Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi, SUNN, sendu nýverið umsögn til Skipu­lags­stofn­unar um umhverf­is­mats­skýrslu Lands­nets vegna Blöndulínu 3, sem er 100 km 220 kV raf­magns­lína frá Blöndu­virkjun til Akur­eyr­ar. Línu­lögnin er liður í styrk­ingu svo­kall­aðrar byggða­línu hring­inn í kringum landið og kemur næst á eftir Hóla­sands­línu sem tengir Akur­eyri austur í Kröflu­virkjun og verður tekin í gagnið á árinu. Ný og stærri Hóla­sands­lína marg­faldar þá orku sem hægt er að flytja inn á svæðið og ætti orku til atvinnu­upp­bygg­ingar á svæð­inu því ekki að skorta á kom­andi árum og ára­tug­um. Ágætt er að hafa í huga að raf­magns­lína af þess­ari stærð­argráðu er til þess fallin að þjóna iðn­aði en ekki byggð og því má deila um hvort heitið byggða­lína sé við­eig­andi.

SUNN telur mörgu ábóta­vant í mats­skýrslu Lands­nets, þá helst grein­ing á val­kostum sem ákvarða hversu stóran hluta Blöndulínu 3 hægt er að leggja í jörðu. Skipu­lags­stofnun hefur gert kröfu um ítar­lega umfjöllun um þær tækni­legu tak­mark­anir sem stýra því hversu langar jarð­strengslagnir eru mögu­legar á leið­inni. Eitt af skil­yrðum Skipu­lags­stofn­unar er að Lands­net kanni „hvaða áhrif það kann að hafa á vega­lengd þá sem hægt væri að leggja jarð­strengi á línu­leið Blöndulínu 3 ef kerfið á Norð­ur- og Aust­ur­landi væri tengt við sterka kerfið á Suð­ur­land­i”, eins og segir orð­rétt í ákvörðun Skipu­lags­stofn­unar um mats­á­ætlun 29. des­em­ber 2020.

Ofan­greind skil­yrði um mat á lengd jarð­strengja á Blöndulínu 3 í ljósi mögu­legra tengsla milli línu­kerfis Norð­ur- og Aust­ur­lands ann­ars vegar og Suð­ur­lands hins vegar er að mati SUNN ósvarað í núver­andi umhverf­is­mats­skýrslu. Gera sam­tökin þá kröfu að Lands­net fari að kröfum Skipu­lags­stofn­unar eins og lög gera ráð fyr­ir. Fleira mætti nefna sem sam­tökin telja að sé ábóta­vant í skýrsl­unni miðað við skil­yrði Skipu­lags­stofn­unar en það verður ekki tíundað hér. Umsögnin er aðgengi­leg á heima­síðu sam­tak­anna www.sunn.­is.

Auglýsing

Í umfjöllun Kjarn­ans um umsögn SUNN um Blöndulínu 3 sem birt­ist 5. maí síð­ast­lið­inn segir í fyr­ir­sögn að SUNN leggi til jarð­streng um Sprengisand. Það er ekki svo. SUNN gerir þá ein­földu kröfu að Lands­net fari að skil­yrðum Skipu­lags­stofn­unar og reikni út hvaða áhrif slík teng­ing hefur á kerfið í heild og mögu­leika til jarð­strengslagna á leið Blöndulínu 3, og á aðrar línu­leiðir ef því er að skipta. Það er sjálf­sögð krafa að Lands­net fari að skil­yrðum Skipu­lags­stofn­unar þegar um svo umfangs­mikla fram­kvæmd er að ræða. SUNN telur mik­il­vægt að gerð sé grein fyrir þessu á skil­merki­legan hátt, upp­lýs­inga aflað og þær gerðar aðgengi­leg­ar, áður en lengra er hald­ið. Sér­stak­lega í ljósi þess að slík teng­ing milli lands­hluta er ráð­gerð skv. kerf­is­á­ætl­un.

Höf­undar sitja í stjórn SUNN.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar