Blöndulína 3 og stóra samhengið

Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi gera þá kröfu að Landsnet fari að skilyrðum Skipulagsstofnunar og reikni út hvaða áhrif jarðstrengstenging yfir Sprengisand hefur á kerfið í heild og möguleika til jarðstrengslagna á leið Blöndulínu 3.

Gunnlaugur Friðriksson og Harpa Barkardóttir
Auglýsing

Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi, SUNN, sendu nýverið umsögn til Skipu­lags­stofn­unar um umhverf­is­mats­skýrslu Lands­nets vegna Blöndulínu 3, sem er 100 km 220 kV raf­magns­lína frá Blöndu­virkjun til Akur­eyr­ar. Línu­lögnin er liður í styrk­ingu svo­kall­aðrar byggða­línu hring­inn í kringum landið og kemur næst á eftir Hóla­sands­línu sem tengir Akur­eyri austur í Kröflu­virkjun og verður tekin í gagnið á árinu. Ný og stærri Hóla­sands­lína marg­faldar þá orku sem hægt er að flytja inn á svæðið og ætti orku til atvinnu­upp­bygg­ingar á svæð­inu því ekki að skorta á kom­andi árum og ára­tug­um. Ágætt er að hafa í huga að raf­magns­lína af þess­ari stærð­argráðu er til þess fallin að þjóna iðn­aði en ekki byggð og því má deila um hvort heitið byggða­lína sé við­eig­andi.

SUNN telur mörgu ábóta­vant í mats­skýrslu Lands­nets, þá helst grein­ing á val­kostum sem ákvarða hversu stóran hluta Blöndulínu 3 hægt er að leggja í jörðu. Skipu­lags­stofnun hefur gert kröfu um ítar­lega umfjöllun um þær tækni­legu tak­mark­anir sem stýra því hversu langar jarð­strengslagnir eru mögu­legar á leið­inni. Eitt af skil­yrðum Skipu­lags­stofn­unar er að Lands­net kanni „hvaða áhrif það kann að hafa á vega­lengd þá sem hægt væri að leggja jarð­strengi á línu­leið Blöndulínu 3 ef kerfið á Norð­ur- og Aust­ur­landi væri tengt við sterka kerfið á Suð­ur­land­i”, eins og segir orð­rétt í ákvörðun Skipu­lags­stofn­unar um mats­á­ætlun 29. des­em­ber 2020.

Ofan­greind skil­yrði um mat á lengd jarð­strengja á Blöndulínu 3 í ljósi mögu­legra tengsla milli línu­kerfis Norð­ur- og Aust­ur­lands ann­ars vegar og Suð­ur­lands hins vegar er að mati SUNN ósvarað í núver­andi umhverf­is­mats­skýrslu. Gera sam­tökin þá kröfu að Lands­net fari að kröfum Skipu­lags­stofn­unar eins og lög gera ráð fyr­ir. Fleira mætti nefna sem sam­tökin telja að sé ábóta­vant í skýrsl­unni miðað við skil­yrði Skipu­lags­stofn­unar en það verður ekki tíundað hér. Umsögnin er aðgengi­leg á heima­síðu sam­tak­anna www.sunn.­is.

Auglýsing

Í umfjöllun Kjarn­ans um umsögn SUNN um Blöndulínu 3 sem birt­ist 5. maí síð­ast­lið­inn segir í fyr­ir­sögn að SUNN leggi til jarð­streng um Sprengisand. Það er ekki svo. SUNN gerir þá ein­földu kröfu að Lands­net fari að skil­yrðum Skipu­lags­stofn­unar og reikni út hvaða áhrif slík teng­ing hefur á kerfið í heild og mögu­leika til jarð­strengslagna á leið Blöndulínu 3, og á aðrar línu­leiðir ef því er að skipta. Það er sjálf­sögð krafa að Lands­net fari að skil­yrðum Skipu­lags­stofn­unar þegar um svo umfangs­mikla fram­kvæmd er að ræða. SUNN telur mik­il­vægt að gerð sé grein fyrir þessu á skil­merki­legan hátt, upp­lýs­inga aflað og þær gerðar aðgengi­leg­ar, áður en lengra er hald­ið. Sér­stak­lega í ljósi þess að slík teng­ing milli lands­hluta er ráð­gerð skv. kerf­is­á­ætl­un.

Höf­undar sitja í stjórn SUNN.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar