Orkumál í deiglunni

Ari Trausti Guðmundsson fjallar um það sem framundan er í orkumálum. „Ef mæta á aukinni eftirspurn til hagfelldra, vistvænna verkefna í skugga loftslagsbreytinga þarf væntanlega hundruð megawatta viðbót í raforkukerfið á 10 til 20 árum.“

Auglýsing

Við­bót­ar­skref

Núver­andi orku­vinnslu­mynstur á Íslandi hefur mót­ast á fáeinum ára­tug­um. Vatns­afl er ríkj­andi í raf­magns­fram­leiðslu en jarð­varmi í hús­hit­un. Rúm 20% raf­orkunnar fæst með jarð­varma og hlut­fallið hækk­ar. Umdeild raf­orku­notkun í málm­iðjum og að litlu leyti til gagna­vera, tæp 80% raf­orkunn­ar, er ekki á útleið, ef marka má póli­tíska afstöðu í land­inu, enda grunn­múruð í hag­kerf­ið. Lít­ill vilji er til að bæta þar nokkru við, nema ef til vill fleiri gagna­ver­um. Upp­sett rafafl er um 2.900 megawött (MW), ef allt er talið ,og árs­fram­leiðslan nálægt 20 ter­awatt­stund­um. Það myndi duga handa Birming­ham-­borg á Englandi.

Und­an­farin 5 til 10 ár hefur hlut­falls­lega litlu verið bætt við raf­ork­una. Sam­tímis hefur stór hluti flutn­ings­kerf­is­ins ekki eflst að getu. Er nú svo kom að fram­leiðslu- og flutn­ings­kerfin eru full­lestuð en hafin vinna við orku­sparn­að, bætta orku­nýt­ingu og aukið afl starf­andi raf­orku­vera, efldar flutn­ings­línur og við að minnka óhjá­kvæmi­legt orku­tap í þeim. Ýmsar smá­virkj­anir skila sínu og unnt er að fram­leiða raf­orku í tak­mörk­uðum mæli úr glat­varma stór­iðju­vera. Með þessu móti nást fáein hund­ruð megawatta til góðra nota.

Ný verk­efni

Tækni­þró­un, hagn­að­ar­leit, nýsköp­un, sókn í vel­megun og byggða­festu, og auð­vitað fólks­fjölg­un, valda því að fjöl­mörg verk­efni eru í bígerð sem þarfn­ast raf­orku og geta talist til grænnar atvinnu­starf­semi. Má þar t.d. nefna ylrækt, fisk­eldi á landi, þör­unga­rækt, líf­tækni­iðn­að, end­ur­vinnslu og elds­neyt­is­fram­leiðslu. Flest rímar við loft­lags­mark­mið okkar og vist­væna grunn­stefnu orku­mála en verk­efnin mynda líka þrýst­ing á greið­ari aðgangi að raf­orku en nú er opinn. Í því sam­bandi verður að minna á að hluti verk­efn­anna, einkum þegar fram í sækir, flokk­ast undir orku­freka fram­leiðslu/­iðn­að. Hann er mið­aður við 80 GWstunda sam­fellda árs­notkun að lág­marki í 3 ár eða sam­svar­andi 10-11 MW afl­þörf. Til sam­an­burðar er afl­þörf stór­iðju­vers Norð­ur­áls rúm­lega 500 MW.

Auglýsing

Ef mæta á auk­inni eft­ir­spurn til hag­felldra, vist­vænna verk­efna í skugga lofts­lags­breyt­inga þarf vænt­an­lega hund­ruð megawatta við­bót í raf­orku­kerfið á 10 til 20 árum. Veru­leg afl­þörf iðju­vera, sem fram­leiða raf­elds­neyti, getur bæst við eftir því hve mikið sam­fé­lag og stjórn­völd vilja að fram­leitt verði af slíkum efnum til orku­skipta í land­inu og jafn­vel til útflutn­ings. Sam­tímis verður að gæta að nægri raf­orku til ann­arra þátta orku­skipta og sinna skyldum nátt­úru­vernd­ar.

Ramma­á­ætlun

Lögum um svo­kall­aða Ramma­á­ætlun miða að því að lög­gjaf­inn raði orku­kostum eftir sam­fé­lags­þörf­um, sjálf­bærni þeirra, jafn­vægi milli nátt­úr­u­nytja og nátt­úru­verndar og loks ásætt­an­legu sam­komu­lagi kjör­inna full­trúa. Lögin eru vafa­laust göll­uð, vægi við­miða við til­lagna­gerð stýri­hóps fyrstu áfanga ekki sem skyldi og póli­tík þing­flokka lítt sætt­an­leg. Alt­ént hefur Ramma­á­ætl­unin ekki náð lengra á Alþingi en end­ur­röð­unar í nýt­ing­ar-, bið- og vernd­ar­flokka 3. áfanga. Hann er enn einu sinni til umræðu og sjá fjórði í und­ir­bún­ingi hjá nýrri verk­efn­is­stjórn 5. áfanga. Sam­tals eru tugir orku­kosta til skoð­unar og röð­unar í flokk­ana, m.a. fáeinir vind­orku­kost­ir. Hvernig sem fer er mik­il­vægt að orku­vinnsla og orku­lindir lúti heild­rænu fyr­ir­komu­lagi á for­ræði sam­fé­lags­ins alls, ekki ein­stakra sveit­ar­fé­laga eða lands­hluta, og hald­ist í inn­lendri eigu.

Skipu­lags­skylda er áfram á hendi sveit­ar­fé­laga og mat á umhverf­is­á­hrifum lýtur end­ur­skoð­uðum lögum sem reyndar þarf enn að bæta. Brýnt er að lækka mats­skyldu vatns­orku­vera og miða við 2-3 MW mark en ekki 10 MW. Það á einnig við vind­orku­ver sem falla án nokk­urs vafa undir Ramma­á­ætl­un. Breyt­ingar laga á Alþingi 2011, í með­förum iðn­að­ar­nefnd­ar, kveða skýrt á um að í stað þess að lögin gildi aðeins um nýt­ingu fall­vatna og háhita­svæða, gildi þau um „virkj­un­ar­kosti til orku­vinnslu jafnt innan eign­ar­landa sem þjóð­lendna“ (þingskjal 1286 – 77. mál – sbr. álits­gerð Lands­laga fyrir Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið frá 19. jan. 2015). Aug­ljós­lega á það við vind­orku jafnt sem áður nýttra vatns- og jarð­varma­orku­kosti.

Orku­kostir framundan

Alþingi hefur þegar afgreitt röðun virkj­ana­kosta í nýt­ing­ar­flokki með upp­settu afli 1.151 MW (2013 og 2015). Sam­kvæmt við­bót­ar­til­lögum í 3. áfanga Ramma­á­ætl­unar eru átta orku­kostir (657 MW) í nýt­ing­ar­flokki nú til ákvörð­unar þings­ins. Fjórir umdeildir eru við fall­vötn (227 MW) og þrír nýta jarð­varma (288 MW) og einn vind­orku (100 MW). Sam­tals er ítrasta upp­sett afl í nýt­ing­ar­flokki komið upp í 1.808 MW en ekki ljóst hve stór hluti verður til til reiðu. Í 4. áfanga koma til skoð­unar fleiri vind­orku­kostir en áður í nýt­ing­ar­flokki, ásamt jarð­varma- og vatns­afls­kost­um. Afltalan þar liggur ekki fyr­ir.

Frammi fyrir völtu efna­hags­á­standi, fram­förum í nýsköp­un, háleit­ari lofts­lags­mark­miðum og brýnum orku­skiptum ber þing­flokkum að ná fram mála­miðlun í afgreiðslu Ramma­á­ætl­un­ar. Nýta verður kosti henn­ar, hvað sem ágöllum líð­ur, og tryggja við­bót­arraforku við þá orku sem unnt er að afla m.a. bættri orku­nýt­ingu. Vart er hægt að búast við að alþjóð­lega djúp­bor­un­ar­verk­efnið (sjá idd­p.is), með 5-10 sinnum afl­meiri háhita­bor­hol­um, breyti neinu við afgreiðslu 3. og 4. áfanga Ramma­á­ætl­un­ar. Til þess er beislun ofur­hola of stutt kom­inn.

Gagna- og málm­iðju­ver

All­mörg gagna­ver starfa í land­inu og þeim fjölgar fremur en hitt. Hóf­legur fjöldi, miðað við orku­fram­boð, er æski­leg­ur. Við eina teg­und starf­semi þeirra ber þó að gjalda var­hug. Raf­mynta­spá­kaup­mennska, einkum með bitcon, fer fram að óljósum hluta með leynd­ar­hyggju og í ólög­mætum til­gangi. Raf­orkunni er betur varið til ann­arra og þarfari nota, auk þess sem sið­fræði­legur grunnur við­skipt­anna sæmir ekki sam­fé­lagi okk­ar. Afl­notkun við bitcon-gröft á Íslandi er sögð nema ein­hverjum tugum megawatta en raun­upp­lýs­ingar fást ekki. Lands­virkjun mun hafa hafnað nýjum beiðnum um raf­orku­kaup vegna raf­mynta og upp­lýst að gagna­ver á Íslandi hyggj­ast „fasa út“ raf­myntir og leggja áherslu á hefð­bundna við­skipta­vini. Lands­virkjun og stjórn­völdum ber að sjá til þess, með til­tækum ráðum, að raf­mynta­gröftur heyri sög­unni til.

Auglýsing

Sýni­lega hefur áhug­inn á fót­festu fleiri málm­iðju­vera horfið að mestu. Ekki má heldur gera ráð fyrir að meiri raf­orka fáist til þeirra ef mik­il­væg­ari verk­efni eru tekin alvar­lega. Öll verða þau að hefja, og kosta til, nið­ur­dæl­ingu eða nýt­ingu kolefn­is­gass og nýt­ingu glat­varma í stað stækk­un­ar. Að öðrum kosti, hvað álverin varð­ar, skipta út kol­araf­skautum fyrir kolefn­is­laus skaut. Aflagt kís­il­ver í Reykja­nesbæ á ekki að end­ur­ræsa vegna and­stöðu íbúa og af því að ekki er tryggt með mati óháðra, til­kvaddra mats­að­ila að það sé fylli­lega starf­hæft eftir lag­fær­ing­ar. Auk þess þarf raf­ork­una sem þangað færi í aðra og vist­vænni starf­semi sem og til orku­skipta.

Orku­skipti

Stefnt er að fullum orku­skiptum og jarð­elds­neyt­is­lausu landi fyrir 2040. Það eru ströng tíma­mörk ef á að losna við ársinn­flutn­ing sem nemur yfir einni miljón tonna af olíum og bens­íni í sam­göngum og í atvinnu­starf­semi á landi og sjó og í lofti. Í stað­inn nýtum við raf­orku úr raf­hlöð­um, met­an, alkó­hól, vetni, amm­on­íak, líf­dísil og fleiri efni sem fram­leidd eru með inn­lendri raf­orku eða flutt inn. Orku­gjafar með vetni kall­ast raf­elds­neyti. Það getum við fram­leitt til eigin nota, selt þeim sem hér koma við og þurfa að kaupa orku­gjafa. Jafn­vel fram­leitt raf­elds­neyti til útflutn­ings og sölu.

Orku­skipti eru nú nær ein­göngu á vegum lands­ins og aðal­lega í einka­bíla­geir­anum (um 12% sam­gangna á land­i). Meg­in­hluta orku­skipta á að ljúka á innan við 18 árum. Þau eru afar tækni­háð og hlut­föll fram­boðs ýmissa orku­gjafa óljós. Flest fram­leiðslu­fyr­ir­tæki orku­gjafa og tækja eru enn á nýsköp­un­ar- og und­ir­bún­ings­stigi orku­skipta á sjó og í lofti. Eft­ir­spurn raf­orku er enn metin með fremur grófum áætl­unum og þá m.a. sam­kvæmt þekkt­um, orku­sæknum fram­leiðslu­að­ferðum raf­elds­neyt­is. Einng er orku­þörf tækja sem ganga fyrr raf­hlöð­ur­af­magni áætl­uð. Þannig hafa sex sviðs­myndir orku­eft­ir­spurnar verð settar fram. Fimm þeirra sýna við­bót­ar­orku­þörf frá um 10% (250-300 MW) til um 120% (yfir 3.000 MW) eftir því hve víð­tækum orku­skipum er reiknað með á til­teknum ára­fjölda og hvort vöxtur fram­leiðslu, einkum græns iðn­að­ar, er hafður með eða ekki (sjá: Staða og áskor­anir í orku­mál­um, mars 2022 - á vef unr.is)

Orku­fram­boð

Hvaðan fæst raf­orka til orku­skipta? Einn hluti fæst með orku­sparn­aði, annar með bættri orku­nýtni og aflaukn­ingu virkj­ana, enn einn með end­ur­bættu flutn­ings­kerfi og fjórði og senni­lega stærsti hlut­inn með sam­blandi nýrra vatns-, jarð­varma- og vinda­fls­virkj­ana. Engar ágisk­anir um tölur og hlut­föll ólíkra virkjana­gerða verða settar hér fram. Hvort sem aflaukn­ing verður á end­anum 500, 1.500 eða 2.500 MW á 10 til 30 árum, verður því ekki á móti mælt að full orku­skipti eru skyldu­verk og risa­stórt skref sem þolir ekki bið. Upp­sagnir samn­inga við stórð­ju­ver eða lokun þeirra að boði eig­enda eru mögu­legar sviðs­mynd­ir. Þannig losn­aði um hund­ruð megawatta rafafl. Til­lögur um slíkt eru þó fáséð­ar, m.a. vegna efna­hags­legra áhrifa og vilja­yf­ir­lýs­inga stjórn­valda, fyr­ir­tækja og hag­að­ila um að „grænka“ iðju­verin með ýmsu móti.

Vind­orka

Ætla má að fyrir liggi áætl­anir eða hug­myndir að um það bil 40 vind­orku­verum á landi. Sam­an­lagt afl er miklu meira en sem nemur núver­andi upp­settu rafa­fli. Milli 15 og 20 þeirra hafa borist verk­efna­stjórn Ramma­á­ætl­unar en afar fá munu lenda í nýt­ing­ar­flokki 3. og 4. áfang­ans . Mörg hafa borist sveit­ar­stjórnum og und­ir­bún­ingur sumra þeirra kom­inn mis­langt á veg. Bak­hjarlar eru lang­flestir erlendir en tvö vind­orku­ver (vestan Hofs­jök­uls og norðan Búr­fells) eru á borði Lands­virkj­un­ar. Þær skoð­anir heyr­ast að vind­orka falli ekki undir Ramma­á­ætlun en sé á for­ræði sveit­ar­fé­laga, óháð stærð (og sæti venju­legum ferlum fram­kvæmda). Það er rangt eins og fyrr er hér minnst á.

Auglýsing

Áhugi, einkum breskra aðila, á vind­orku­verum undan ströndum Íslands hefur komið fram. Er þá ýmist horft til dýrra kap­al­teng­inga til suð­urs eða inn til lands­ins þar sem raf­orkan væri nýtt til raf­elds­neyt­is­fram­leiðslu o.fl. Slíkar hug­myndir ganga þvert á stefnu­mótun í orku­skiptum og þvert á sjálf­bæra orku­stefnu og eigin for­ræði yfir orku­auð­lind­um. Aðstæður á úthafi við Ísland eru mun erf­ið­ari en á haf­svæðum meg­in­lands­ins. Það eitt er næg ástæða til þess að vind­orku í hafi undan norð­vest­ur­hluta meg­in­lands Evr­ópu beri að afla þar en ekki norður undir heim­skauts­baugi.

Þrjú nálæg verk­efni

Til þess að auð­velda öllum að átta sig á verk­efnum sem blöstu við, eftir að skýrsla starfs­hóps á vegum ráðu­neyti umhverf­is- og orku­mála var unn­in, birt­ust þar 30 ábend­ingar og álita­mál. Úr þeim þurfa allir hlut­að­eig­andi að vinna og leysa verk­efni sem að þeim snúa. Ég hef m.a. lagt áherslu á að upp­færa verði, með bestu sér­fræði­þekk­ingu, sviðs­myndir í takt við tækni- og sam­fé­lags­þró­un. Vinna verður fyrstu opin­beru aðgerða­á­ætl­un­ina vegna orku­skipta. Enn fremur hef ég lagt að að stofnað verði Orku­skipta­ráð.

Ráðið væri skipað full­trúum fáeinna ráðu­neyta, svo sem úr ráðu­neytum lofts­lags­mála og orku (sem hefði ráðið innan sinna vébanda), iðn­að­ar, ann­arra atvinnu­vega og nýsköp­un­ar, fjár­mála og full­trúa for­sæt­is­ráðu­neyt­is, enn fremur full­trúum orku­fyr­ir­tækja (Sam­orku), tækni- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja eða -sam­taka, elds­neyt­is­sala, sam­tökum á borð við Græn­vang, auk sam­taka á sveit­ar­fé­laga­stigi og sér­fræð­ingum úr mennta­stofn­un­um, rík­is­stofn­unum og t.d. frá verk­fræði­stofum og a.m.k. einum almanna­sam­tökum nátt­úru­vernd­ar. Hlut­verk slíks hóps væri, við fyrstu sýn, ráð­gjöf, upp­lýs­inga­miðlun og sam­hæf­ing vinnu og aðgerða hag­að­ila og orku­geirans í sam­vinnu við stjórn­völd og kjörna full­trúa á báðum stigum stjórn­sýsl­unnar og innan val­inna rík­is­stofn­ana. Við gerð og end­ur­skoðun aðgerð­ar­á­ætl­unar í orku­skiptum kæmi ráðið við sögu sem bak­hjarl ráðu­neyta og aðgerða- og verk­efn­is­stjórnar orku­skipta, sem aftur ynni með verk­efn­istjórn um lofts­lags­mál.

Höf­undur er jarð­vís­inda­maður og fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar