Meðreiðarsveinar Pútíns

Einar S. Hálfdánarson telur að „endurtekin gróf ósannindi“ Páls Vilhjálmssonar og íslensks prests megi ekki standa án svara. Einar segist oft hafa verið í Kænugarði árið 2014 og orðið vitni að átökunum þar. Ekkert valdarán hafi orðið í Úkraínu það árið.

Auglýsing

Fyrir liggja stað­festar sann­anir óháðra alþjóð­legra aðila á stríðs­glæpum frömdum af rúss­neska inn­rás­ar­hernum í Úkra­ínu. Þær þarf reyndar ekki til; myndir hafa jafn­óðum borist frá svæðum þar sem morð á tug­þús­undum óbreyttra borg­ara er myndefn­ið. Heilu borg­irnar þar sem íbúða­hverfin hafa verið jöfnuð við jörðu er ekki hægt að afgreiða sem áróður (amma mín sagði jafnan þegar eitt­hvað var borið upp á Sov­ét­ríkin að þetta ætti sér hvergi stað – nema í Mogg­an­um). Enn þann dag í dag eru fáeinir villu­ráf­andi sauðir sem ekki trúa því sem þó má nú ljós­lega sjá um ver­öld alla; ekki bara í Mogg­an­um. En svo eru hinir sem láta sann­anir ekki trufla boð­skap­inn, svona eins og Brynjólfur Bjarna­son gerði.

Með­reið­ar­sveina Pútíns er að finna hér á Íslandi

Stjórn Rúss­lands fylgir gam­alli for­skrift fas­ism­ans. Í bland fer ein­valdur og auð­ræði hinna fáu. For­mæl­endur Pútíns eru sömu gerðar og aðdá­endur Hitlers og Stalíns. Nema hvað aðdá­endur Hitlers drógu sig í hlé þegar hann hóf árás­ar­stríð sitt. Hér á Íslandi er áhrifa­mik­ill blogg­ari að nafni Páll Vil­hjálms­son. Þessa dag­ana er hann (án gríns) upp­tek­inn við að saka hóp blaða­manna um aðild að ímynd­aðri mann­dráp­stil­raun. Hitt sem heldur huga hans föngnum er ein­dreg­inn stuðn­ingur við mál­stað Rúss­lands. Og sparar hvergi rang­færslur og þaðan af verra. En skyldi hafa þótt góð lexía að mæra Sir Oswald Mosley eða vitna til Haw-Haw lávarðar í síð­ari heims­styrj­öld?

Sýnd­ar­á­róð­urs Pútíns afhjúp­aður

Kjarni áróð­urs Pútíns hefur verið „afnas­ista­væð­ing“ Úkra­ínu og frelsun Rússa. Í aust­ur­hér­uðum Úkra­ínu og raunar líka vestar er rúss­neska móð­ur­mál flestra. Það hefur sýnt sig að þetta fólk vill ekki „frels­un“ Pútíns. Þarna er eng­inn munur á rúss­nesku­mæl­andi og öðrum þótt fáeinir styðji Pútín. Pútín hefur sjálfur upp­lýst hvað vakir fyrir hon­um; að koma á fót stór­rúss­nesku ríki sem ræður lönd­unum næst Rúss­landi.

Auglýsing

Hvað Úkra­ínu varðar var það úrslita­at­riði. Svo rík er Úkra­ína af nátt­úru­auð­lindum og mann­fjöldi mik­ill að yfir­ráð þar eru honum nauð­syn­leg. Í Don­bass var stór hluti þjóð­ar­fram­leiðsl­unnar til 2014. Með hveiti og korn­fram­leiðslu Úkra­ínu, auk kola og stáls og nú síð­ast ónýttra gaslinda í Svarta­hafi, getur Pútín beitt sér af miklum mætti gegn okkur hinum líkt og hann gerir nú með hveiti Úkra­ínu, hung­ur­vopni sínu. Guð forði okkur frá ósigri Úkra­ínu í stríð­inu.

Vígður maður styður Pútín!

Menn á borð við Pál Vil­hjálms­son hafa, án þess að svitna, borið sögu­fals­anir um hinn rúss­neska Krím­skaga (land Krím­tat­ar­ana) o.s.frv. á borð og sann­fært ólík­leg­asta fólk. Útrým­ing Stalíns á millj­ónum Úkra­ínu­manna fyrir rúmum sjö ára­tugum er létt­væg fund­in. Þá fluttu tryggir komm­ún­istar til Úkra­ínu í þeirra stað og eru afkom­endur þeirra nú nefndir „að­skiln­að­ar­sinn­ar“.

Fyrir stuttu rit­aði prestur grein í Morg­un­blaðið. Þar gerði hann grein fyrir þeirri skoðun sinni að inn­rásin í Úkra­ínu væri sök NATO. Klerk­ur­inn nefndi að Serbía hefði orðið að sætta sig við að Kosovo sliti sig frá Serbíu. Það telur hann gilt for­dæmi fyrir inn­rás ann­ars ríkis í Úkra­ínu. Inn­rás til að reyna að taka sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt af sjálf­stæðu ríki þar sem býr þjóð sem vill lifa frið­sömu lífi á eigin for­sendum og varð­veita eigin menn­ingu. Hann getur þess ekki að hann taldi ekki mega breyta landa­mærum Serbíu á sínum tíma og hafði tölu­vert til síns máls. Fór rök­fræðin fyrir ofan garð og neðan í námi manns­ins?

Mér er ekki tamt að nota stór­yrði á borð við lygarar og mun því ekki grípa til þess. (Prest­ur­inn lesi á hinn bóg­inn orðs­kviði Salómons 12:22 og 25:18). End­ur­tekin gróf ósann­indi Páls og prests­ins mega þó ekki standa án svara. Ég var oft í Kænu­garði 2014 og varð vitni að átök­unum þar. Ekk­ert valda­rán varð í Úkra­ínu 2014. Þjóf­ur­inn sem var þá for­seti flúði land eftir að hafa misst þing­meiri­hlut­ann. Það voru ekki „úkra­ínskir aðgerða­sinn­ar“ sem skutu á fólkið á Frelsis­torg­inu. Slík frá­sögn er hrein van­virð­ing prests­ins við minn­ingu hinna föllnu. Ég gæti lengi haldið áfram, en læt staðar numið. En m.ö.o., jafn­vel Þjóð­verjar svipta fyrrum kansl­ara sinn öllum veg­tyll­um. Hvað gerum við Íslend­ing­ar?

Höf­undur er lög­giltur end­ur­skoð­andi og hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar