Landrof við Vík yfir 50 metrar eftir veturinn – „Suðvestanáttin étur úr þessari fjöru“

Mikið landbrot hefur orðið í fjörunni við Vík í Mýrdal frá áramótum og stefnir Vegagerðin á að hækka flóðvarnargarða sem liggja meðfram Víkurþorpi. Hin óstöðuga strönd er meðal þess sem varað hefur verið við verði hringvegurinn færður niður að fjörunni.

Hið mikla landbrot sem varð í fjörunni við Vík í Mýrdal í vetur er greinilegt á þessari mynd sem tekin var 17. mars.
Hið mikla landbrot sem varð í fjörunni við Vík í Mýrdal í vetur er greinilegt á þessari mynd sem tekin var 17. mars.
Auglýsing

Rof í Vík­ur- og Fagra­dals­fjöru var mikið í vetur vegna storm­viðra. Rofið er sums staðar yfir fimm­tíu metrar og hefur ekki verið meira í langan tíma, segir í skýrslu Jóhann­esar Mart­eins Jóhann­es­sonar hjá Kötlu­setri sem unnin var fyrir Mýr­dals­hrepp. Sveit­ar­stjórnin vill að hring­veg­ur­inn um Mýr­dal verði færður af Gatna­brún og liggi þess í stað með strönd­inni við Dyr­hóla­ós, í gegnum jarð­göng í Reyn­is­fjalli og með Vík­ur­fjöru sunnan Vík­ur­þorps.

Mat á umhverf­is­á­hrifum á færslu veg­ar­ins er á loka­metr­unum og eru fjórir val­kostir Vega­gerð­ar­innar á svip­uðum slóðum og sveit­ar­stjórnin vill. Aðrir eru á svip­uðum slóðum og núver­andi vegur fer um. Fjaran er óstöðug, líkt og ham­farir vetr­ar­ins sýna, og í umsögn Veð­ur­stofu Íslands við mats­á­ætlun Vega­gerð­ar­innar kom m.a. fram að á kom­andi ára­tugum mætti gera ráð fyrir „veru­legum breyt­ing­um“ á strönd­inni við Vík. Rann­sókn á stöð­ug­leika strand­ar­innar vegna umhverf­is­mats á færslu hring­veg­ar­ins standa enn yfir en fyrstu drög benda til að verði nið­ur­staðan sú að færa hann niður að fjör­unni líkt og skipu­lags­lína sveit­ar­fé­lags­ins gerir ráð fyrir í aðal­skipu­lagi, þurfi lág­marks­hæð hans að vera 5,7 metrar og hæð varn­ar­garðs 7,5 metr­ar.

Auglýsing

Í nýút­komnum Fram­kvæmda­fréttum Vega­gerð­ar­innar er haft eftir Sig­urði Sig­urðs­syni strand­verk­fræð­ingi að ástæður rofs­ins í vetur séu þrá­látar og sterkar suð­vest­an­áttir sem geisað hafi síðan um ára­mót­in. „Suð­vest­an­áttin étur úr þess­ari fjöru. Það kemur reyndar efni fyrir Reyn­is­fjall úr fjör­unum fyrir vestan fjallið en rof­mátt­ur­inn er meiri en aðfærslan af efn­inu og þess vegna verður rof,“ útskýrir hann. Ekki hafi mælst hærri öldur á svæð­inu ára­tugum sam­an. „Ástandið nú er afar ólíkt því sem var síð­asta vet­ur. Þá voru suð­aust­anáttir ráð­andi og sandur hlóðst að aust­an­verðu á sand­fang­ara. Á tíma­bili héldu heima­menn að sá sandur væri kom­inn til að vera en hann var mjög fljótur að fara strax í haust.“

Sam­kvæmt skýrsl­unni er mikið rof við flest svæði sem mæld eru og fram kemur að fjaran sé víða orðin stutt og brött. Þar segir enn­fremur að rof af þess­ari stærð­argráðu geti varla talist annað en nátt­úru­ham­far­ir. Verði veðrið áfram með sama sniði séu líkur á áfram­hald­andi land­broti því ekk­ert verji fjöru­kam­bana lengur fyrir öld­um.

­Sig­urður minnir í við­tal­inu við Fram­kvæmda­fréttir á að ströndin við Vík er ekki stöðugt fyr­ir­bæri heldur mjög breyti­legt. „Þessi fjara var ekki til fyrir Kötlu­gosið 1918 og meira að segja fyrir þann tíma var ströndin líka í rofi.“

Ýmis­legt hefur verið gert til að hefta rof við strönd­ina. „Vega­gerðin hefur byggt tvo sand­fang­ara, þann fyrri 2011 og þann seinni 2018. Þeir verja núver­andi byggð fyrir rofi. Annar sand­fang­ar­inn hefur safnað miklum sandi en hinn litl­u­m.“ Sig­urður bendir á mik­il­vægi þess að græða upp þann sand sem safn­ast við sand­fang­ar­ana. „Þegar vindur blæs af hafi feykir hann sand­inum sem hefur safn­ast fyrir yfir bæinn. Ég veit að heima­menn hafa verið í sam­bandi við Land­græðsl­una og reyndar hefur verið í gangi upp­græðsla í gegnum árin en nú þarf að gera meira þegar komin er góð fjara milli Reyn­is­fjalls og fyrri sand­fang­ar­ans.“

Mikill sandur barst með sjó og vindi yfir Vík í vetur. Mynd: Vegagerðin/Þórir Níels Kjartansson

Á tíunda ára­tug síð­ustu aldar var byggður flóð­varn­ar­garður með­fram öllu Vík­ur­þorpi. Nú er stefnt að því að hækka hann um 50-70 sentí­metra á þeim svæðum sem flætt hefur yfir hann til að minnka hætt­una á flóði á landi. Í vetur fór sjór ítrekað yfir garð­inn og fylgdi honum mik­ill sand­ur. Með hækkun hans ætti að vera hægt að koma í veg fyrir slíkt.

Mýr­dals­hreppur hefur óskað eftir því við Vega­gerð­ina að byggður verði nýr sand­fang­ari austan við þann nýrri og haft er eftir Sig­urði í Fram­kvæmda­fréttum að sú fram­kvæmd verði sett inn á sam­göngu­á­ætlun á næst­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent