Héraðsvötn undir fallöxina

Anna Dóra Antonsdóttir skrifar um vilja Byggðarráðs Skagafjarðar til að færa virkjanakosti á svæðinu úr verndarflokki i biðflokk, og skorar á þingmenn að standa gegn áformunum.

Auglýsing

Und­ir­rit­aðri brá veru­lega í brún við lestur greinar Sunnu Óskar Loga­dóttur í Kjarn­anum 25. febr­ú­ar. Þar kom fram vilji Byggð­ar­ráðs Skaga­fjarðar til að færa Jök­uls­ár­virkj­anir í Skaga­firði úr vernd­ar­flokki í bið­flokk. Hér er sem sagt um sjálf Hér­aðs­vötnin að ræða. Og til­efnið er að ramma­á­ætlun (þings­á­lyktun um verndar og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un) skal á nýjan leik lögð fram á Alþingi. Í sama blaði þann 1. mars bendir for­stjóri Lands­virkj­unar í umsögn um áður­nefnda ramma­á­ætlun á þær „óaft­ur­kræfu afleið­ingar sem verndun heilla vatna­sviða í kjöl­far flokk­unar eins virkj­un­ar­kosts í vernd­ar­flokk hefur í för með sér. … Fyr­ir­tækið mælist til að slíkar ákvarð­anir verði látnar bíða heild­stæðrar end­ur­skoð­unar á ramma­á­ætlun og umræddir virkj­un­ar­kostir í vatns­afli verði færðir í bið­flokk“ (Let­ur­br. mín). Hann bendir einnig á að í vernd­ar­flokki til­lög­unnar séu þrír kostir Lands­virkj­unar í Hér­aðs­vötn­um: Skata­staða­virkj­anir C og D og Vill­inga­nes­virkj­un. 

Svo mörg voru þau orð og ég verð að játa mig stein­hissa á, að sjálfur for­stjóri Lands­virkj­unar skulu láta þetta frá sér fara, mér finnst sem hann hafi mis­skrifað sig.  Að verndun heilla vatna­sviða hafi óaft­ur­kræfar afleið­ingar í för með sér. Hvað ef virkjað verður á vatna­sviði Hér­aðs­vatna svo grimmi­lega sem áætl­anir gera ráð fyr­ir? Hvað er þá óaft­ur­kræft? Til hvers er þá verið að basla við að moka ofan í gamla skurði niður í Vall­hólma og víðar í því skyni að bjarga lofts­lags­mál­unum ef það reyn­ast óaft­ur­kræfar afleið­ingar að vernda Jök­ulsár­gljúfur og víð­átt­urnar þar upp af? Álf­hildi Leifs­dóttur er þetta ljóst. Hún bendir á í bókun á fundi Byggð­ar­ráðs að:

Auglýsing
„Vatnasvið Hér­aðs­vatna er með hæsta verð­mæta­mat allra land­svæða sem fjallað var um í fag­hópi 1 í 3. áfanga…“ Í lok bók­unar segir: „VG og óháð fagna til­lögu fag­hóps þess efnis að Hér­aðs­vötn verði færð í vernd­ar­flokk með ofan­greindum rök­um. Hér­aðs­vötn eru verð­mæt nátt­úru­auð­lind fyrir hér­aðið og koma til með að auka verð­mæti sitt óspillt til fram­tíð­ar­.“ 

Að ætla eitt­hvað annað er að mínu mati van­virð­ing við þá vís­inda­menn sem komið hafa að gerð ramma­á­ætl­unar og gengið frá borði með þá nið­ur­stöðu sem nú er.

Ég hvet fólk til að kynna sér umrædda fund­ar­gerð Byggð­ar­ráðs Skaga­fjarðar frá 16. feb s.l. Sjálf var ég svo græn að álíta þetta útrætt mál, fyrir löngu. Mér fannst sem umhverf­is­ráð­herra ætti bara eftir að blessa þetta með frið­lýs­ingu vatna­sviðs Hér­aðs­vatna. Úr því að hægt var að frið­lýsa Látra­bjarg sem aldrei mun haggast, hvað er þá til fyr­ir­stöðu að frið­lýsa Jök­ulsár­gljúfur og koma þar með í veg fyrir eyði­legg­ingu þeirra. 

Já, hér er um að ræða meiri­hluta­vilja Byggð­ar­ráðs Skaga­fjarðar og vilja for­stjóra Lands­virkj­unar en hvað með vilja ann­arra s.s. allra Skag­firð­inga eða lands­manna yfir­leitt er meiri­hluta­vilji þar fyrir að virkja Hér­aðs­vötn? Hvað segja nátt­úru­vernd­ar­menn og -kon­ur? Hvað segir ferða­þjón­ust­an?

Á­hyggjur af raf­orku­skorti er ofar­lega á blaði í bókun Byggða­ráðs. M.a. er bent á að: „áform um iðn­að­ar­upp­bygg­ingu á Haf­urs­stöðum við Húnaflóa strönd­uðu fyrir fáeinum árum síðan á orku­öfl­un“. Aftur verð ég stein­hissa, í mínu minni var allt önnur ástæða fyrir því að álver við Haf­ur­staði varð ekki að veru­leika. Hins vegar virt­ist ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að reisa gagna­ver á Blöndu­ósi, en: „raforku­þörf gagna­vers­ins er 34 mega­vött og mögu­leiki á að tvö­falda þá orku án breyt­inga. Þá er í skipu­lagi gert ráð fyrir allt að fimm­földu bygg­inga­magni til við­bótar á þessu svæð­i.“ Ja, hérna ef satt er. 34 MW, rétt svona ein Vill­inga­nes­virkj­un. Og hvað er nú verið að fást við á Blöndu­ósi? Meðal ann­ars er þar grafið eftir raf­eyri (bitcoin) fyrir þá sem varla vita aura sinna tal. Og hvað skyldu margir starfa við pen­inga­gröft­inn?

Annað mál sem teng­ist raf­orku­skort­i/ekki raf­orku­skorti er ástand dreifi­kerfis t.d. byggða­línu. Ég fer ekki út í þau mál hér en bendi á ágæta úttekt varð­andi það eftir Frey Rögn­valds­son í Stund­inni 25. feb. s.l.

Upp virð­ist ris­inn draug­ur, ef til vill er það sjálf Ábæj­ar­skotta sem ætlar að skella sér yfir Jök­ulsá eystri til að gera óskunda á Skata­stöð­um, fer kannski niður í Vill­inga­nes í leið­inni. Ég skora á þing­menn að standa gegn slíkum upp­vakn­ing­um, standa í lapp­irnar og sýna að þeir meini það sem þeir segja á hátíð­ar- og tylli­dögum um nátt­úru­vernd á Íslandi.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar