Héraðsvötn undir fallöxina

Anna Dóra Antonsdóttir skrifar um vilja Byggðarráðs Skagafjarðar til að færa virkjanakosti á svæðinu úr verndarflokki i biðflokk, og skorar á þingmenn að standa gegn áformunum.

Auglýsing

Und­ir­rit­aðri brá veru­lega í brún við lestur greinar Sunnu Óskar Loga­dóttur í Kjarn­anum 25. febr­ú­ar. Þar kom fram vilji Byggð­ar­ráðs Skaga­fjarðar til að færa Jök­uls­ár­virkj­anir í Skaga­firði úr vernd­ar­flokki í bið­flokk. Hér er sem sagt um sjálf Hér­aðs­vötnin að ræða. Og til­efnið er að ramma­á­ætlun (þings­á­lyktun um verndar og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un) skal á nýjan leik lögð fram á Alþingi. Í sama blaði þann 1. mars bendir for­stjóri Lands­virkj­unar í umsögn um áður­nefnda ramma­á­ætlun á þær „óaft­ur­kræfu afleið­ingar sem verndun heilla vatna­sviða í kjöl­far flokk­unar eins virkj­un­ar­kosts í vernd­ar­flokk hefur í för með sér. … Fyr­ir­tækið mælist til að slíkar ákvarð­anir verði látnar bíða heild­stæðrar end­ur­skoð­unar á ramma­á­ætlun og umræddir virkj­un­ar­kostir í vatns­afli verði færðir í bið­flokk“ (Let­ur­br. mín). Hann bendir einnig á að í vernd­ar­flokki til­lög­unnar séu þrír kostir Lands­virkj­unar í Hér­aðs­vötn­um: Skata­staða­virkj­anir C og D og Vill­inga­nes­virkj­un. 

Svo mörg voru þau orð og ég verð að játa mig stein­hissa á, að sjálfur for­stjóri Lands­virkj­unar skulu láta þetta frá sér fara, mér finnst sem hann hafi mis­skrifað sig.  Að verndun heilla vatna­sviða hafi óaft­ur­kræfar afleið­ingar í för með sér. Hvað ef virkjað verður á vatna­sviði Hér­aðs­vatna svo grimmi­lega sem áætl­anir gera ráð fyr­ir? Hvað er þá óaft­ur­kræft? Til hvers er þá verið að basla við að moka ofan í gamla skurði niður í Vall­hólma og víðar í því skyni að bjarga lofts­lags­mál­unum ef það reyn­ast óaft­ur­kræfar afleið­ingar að vernda Jök­ulsár­gljúfur og víð­átt­urnar þar upp af? Álf­hildi Leifs­dóttur er þetta ljóst. Hún bendir á í bókun á fundi Byggð­ar­ráðs að:

Auglýsing
„Vatnasvið Hér­aðs­vatna er með hæsta verð­mæta­mat allra land­svæða sem fjallað var um í fag­hópi 1 í 3. áfanga…“ Í lok bók­unar segir: „VG og óháð fagna til­lögu fag­hóps þess efnis að Hér­aðs­vötn verði færð í vernd­ar­flokk með ofan­greindum rök­um. Hér­aðs­vötn eru verð­mæt nátt­úru­auð­lind fyrir hér­aðið og koma til með að auka verð­mæti sitt óspillt til fram­tíð­ar­.“ 

Að ætla eitt­hvað annað er að mínu mati van­virð­ing við þá vís­inda­menn sem komið hafa að gerð ramma­á­ætl­unar og gengið frá borði með þá nið­ur­stöðu sem nú er.

Ég hvet fólk til að kynna sér umrædda fund­ar­gerð Byggð­ar­ráðs Skaga­fjarðar frá 16. feb s.l. Sjálf var ég svo græn að álíta þetta útrætt mál, fyrir löngu. Mér fannst sem umhverf­is­ráð­herra ætti bara eftir að blessa þetta með frið­lýs­ingu vatna­sviðs Hér­aðs­vatna. Úr því að hægt var að frið­lýsa Látra­bjarg sem aldrei mun haggast, hvað er þá til fyr­ir­stöðu að frið­lýsa Jök­ulsár­gljúfur og koma þar með í veg fyrir eyði­legg­ingu þeirra. 

Já, hér er um að ræða meiri­hluta­vilja Byggð­ar­ráðs Skaga­fjarðar og vilja for­stjóra Lands­virkj­unar en hvað með vilja ann­arra s.s. allra Skag­firð­inga eða lands­manna yfir­leitt er meiri­hluta­vilji þar fyrir að virkja Hér­aðs­vötn? Hvað segja nátt­úru­vernd­ar­menn og -kon­ur? Hvað segir ferða­þjón­ust­an?

Á­hyggjur af raf­orku­skorti er ofar­lega á blaði í bókun Byggða­ráðs. M.a. er bent á að: „áform um iðn­að­ar­upp­bygg­ingu á Haf­urs­stöðum við Húnaflóa strönd­uðu fyrir fáeinum árum síðan á orku­öfl­un“. Aftur verð ég stein­hissa, í mínu minni var allt önnur ástæða fyrir því að álver við Haf­ur­staði varð ekki að veru­leika. Hins vegar virt­ist ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að reisa gagna­ver á Blöndu­ósi, en: „raforku­þörf gagna­vers­ins er 34 mega­vött og mögu­leiki á að tvö­falda þá orku án breyt­inga. Þá er í skipu­lagi gert ráð fyrir allt að fimm­földu bygg­inga­magni til við­bótar á þessu svæð­i.“ Ja, hérna ef satt er. 34 MW, rétt svona ein Vill­inga­nes­virkj­un. Og hvað er nú verið að fást við á Blöndu­ósi? Meðal ann­ars er þar grafið eftir raf­eyri (bitcoin) fyrir þá sem varla vita aura sinna tal. Og hvað skyldu margir starfa við pen­inga­gröft­inn?

Annað mál sem teng­ist raf­orku­skort­i/ekki raf­orku­skorti er ástand dreifi­kerfis t.d. byggða­línu. Ég fer ekki út í þau mál hér en bendi á ágæta úttekt varð­andi það eftir Frey Rögn­valds­son í Stund­inni 25. feb. s.l.

Upp virð­ist ris­inn draug­ur, ef til vill er það sjálf Ábæj­ar­skotta sem ætlar að skella sér yfir Jök­ulsá eystri til að gera óskunda á Skata­stöð­um, fer kannski niður í Vill­inga­nes í leið­inni. Ég skora á þing­menn að standa gegn slíkum upp­vakn­ing­um, standa í lapp­irnar og sýna að þeir meini það sem þeir segja á hátíð­ar- og tylli­dögum um nátt­úru­vernd á Íslandi.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar