Fáum við aldrei nóg?

Þolmarkadagur Jarðar er í dag. Guðrún Schmidt sérfræðingur hjá Landvernd segir að ráðast þurfi í nauðsynlegar breytingar og aðgerðir svo þolmarkadagurinn færist ekki framar, ár eftir ár.

Auglýsing

Ár eftir ár er verið að benda á þol­marka­dag Jarðar þar sem mann­kynið er búið að nota meira af auð­lindum en Jörðin gæti end­ur­nýjað á sama ári. Í ár er sá dagur í dag, 28. júlí og hefur aldrei áður verið eins snemma árs. Héðan í frá og út árið lifum við á kostnað nátt­úr­unn­ar, á kostnað þeirrar sem líða skort og á kostnað barna, barna­barna og barna­barna­barna okk­ar.

Ár eftir ár verður aug­ljós­ara hvert stefnir og hversu gíf­ur­legar afleið­ingar okkar arð­rán hefur bæði á nátt­úr­una, aðrar líf­verur og fyrir okkur sjálf. Nú eru afleið­ingar ekki ein­ungis áþreif­an­legar í fjar­lægum löndum heldur hafa fært sig nær okkar hér í vest­rænum löndum með hita­bylgj­um, skóg­ar­eld­um, þurrk­um, vatns­skorti og flóð­um.

Ár eftir ár er verið að krefj­ast breyt­inga og aðgerða og ár eftir ár tala stjórn­mála­menn um vænt­an­legar aðgerðir og áætl­anir sem eiga að leysa vand­ann, en ekki núna strax heldur eftir ein­hver ár – og færa þar með ábyrgð­ina og áætl­aðar aðgerðir áfram í tíma til að þurfa ekki að taka á mál­unum af festu núna. Áætl­anir þeirra taka yfir­leitt heldur ekki nóg á rót vand­ans til að stöðva ósjálf­bæra fram­leiðslu­hætti, arð­rán á nátt­úr­unni og þeim sem minna mega sín, óseðj­andi neyslu­menn­ingu og órétt­læti. Varla finn­ast lög og reglur sem eiga að breyta veru­lega fram­leiðslu­háttum og neyslu­brjál­æði. Í stað­inn telja þeir sjálfum sér og okkur trú um að það væri nóg að minnka aðeins meng­un, losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og röskun vist­kerfa við hverja ein­ingu fram­leidda eða við hverja athöfn án þess að stefna að því að minnka stór­lega fjölda ein­inga sem eru fram­leiddar og fækka athöfn­um. Slíkt getur frekar kall­ast græn­þvottur frekar en alvöru aðgerð­ir.

Auglýsing

Ár eftir ár breyt­ist lítið til hins betra og ástandið versnar bara og ár eftir ár höldum við áfram að lifa líf­inu eins og ekk­ert sé að og færum vanda­málin fram til fram­tíð­ar, í hendur barn­anna okk­ar. Við vitum nóg um orsakir, afleið­ingar og nauð­syn­legar aðgerð­ir. Er ekki komið nóg af tali og aðgerða­leysi? Brettum upp ermarnar og látum í okkur heyra. Krefjum stjórn­völdin um alvöru aðgerðir strax! Á meðan við hvert og eitt verðum að minnka okkar eigið vist­spor og breyta okkar lifn­að­ar­háttum verða stjórn­völd að sjá um rót­tækar kerf­is­breyt­ing­ar. Slíkar væru m.a. breyt­ingar á stjórn­ar­skránni, lögum og reglum sem geta sett tak­mörk á þessa gíf­ur­legu ágengni og arð­rán okkar á móðir Jörð sem við höfum hvorki sið­ferð­is­lega leyfi til né efni á ef við viljum ekki stefna okkur sjálfum í hættu.

Ár eftir ár hefur þol­marka­dagur Jarðar færst framar á árinu – við verðum að láta árið 2023 markar upp­haf á veru­legum breyt­ingum á því og seinka þol­marka­deg­inum með því að fara í nauð­syn­legar breyt­ingar og aðgerðir strax í dag!

„Lifðu ein­falt svo aðrir geti ein­fald­lega lif­að.“ (Móðir Ter­esa)

Höf­undur er sér­fræð­ingur hjá Land­vernd

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar