Trú og vísindi á tímum James Webb stjörnusjónaukans

Gunnar Jóhannesson prest­ur í Ár­­borg­ar­­presta­­kalli skrifar um guðstrú og vísindin og segir vísindi ekki þurfa að vera andstöðu trúar.

Auglýsing

Mynd­irnar sem und­an­farnar vikur hafa borist frá hinum nýja James Webb stjörnu­sjónauka hafa vart farið fram­hjá mörg­um. Þessar myndir af innviðum og óra­víddum alheims­ins, fjar­lægum stjörnu­þok­um, og öðrum fyr­ir­bærum geims­ins, eru væg­ast sagt stór­kost­legar og óhjá­kvæmi­legt annað en að fyll­ast lotn­ingu og finna til smæðar sinnar frammi fyrir þeim undrum sem þar birt­ast.

Mynd­irnar bár­ust í tal nú um dag­inn í spjalli við vin. Honum fannst mynd­irnar jafn magn­aðar og mér þó þær vöktu afar ólíkar til­finn­ingar hjá okk­ur.

Fyrir mér eru James Webb-­mynd­irnar árétt­ing þess hve stór­feng­legur og mátt­ugur Guð er, Guð sem skapað hefur allt sem til er og eins og lista­maður sem mótar í hug­anum og dregur svo upp meist­ara­verk sitt af alúð og natni hefur leitt fram þennan stór­kost­lega alheim þar sem hann í kær­leika sínum hefur til­einkað okkur sér­stakan sess.

Orð 8. Dav­íðs­sálms koma til hugar í þessu sam­hengi:

„Þegar ég horfi á him­in­inn, verk handa þinna, tunglið og stjörn­u­rn­ar, sem þú settir þar, hvað er þá mað­ur­inn þess að þú minn­ist hans, og manns­ins barn að þú vitjir þess?“

Fyrir vini mínum guð­leys­ingj­anum er James Webb stjörnu­sjón­auk­inn hins vegar nýjasti nagli vís­ind­anna í kistu guðs­trú­ar, og voru þeir ófáir fyrir að hans mati.

Þegar hann horfir á mynd­irnar sér hann engin merki um guð­lega smíði eða fingraför heldur enn eina sönnun þess að eng­inn Guð sé til og að í óra­víddum þessa tröllaukna og til­vilj­ana­kennda veru­leika tíma og rúms, sem einn fylli út í það sem til er, séum við lít­il­fjör­leg og vita merk­ing­ar­laus arða sem bíður þess, eins og allt ann­að, að verða að engu.

„Hann er svo gígantískur og meira eða minna tóm­ur“, sagði hann. „Því­lík sóun á plássi. Pældu bara í þess­ari stærð, öllum þessum tíma. Þú getur ekki trúað því að við mann­fólkið eigum okkur ein­hvern sér­stakan stað í þessu öllu eða leikum eitt­hvert hlut­verk gagn­vart ein­hverjum skap­ara. Við erum ekki neitt í þessu kosmíska sam­hengi. Við erum nán­ast minna en ekk­ert. Í sam­an­burði við aldur alheims­ins höfum við verið til í sek­úndu­brot. Við hverfum af svið­inu nán­ast áður en við birt­umst.“

* * * * *

Já, margir horfa agn­dofa á alheim­inn, á stærð hans og umfang, og sjá engan stað fyrir Guð, finna hvergi smugu eða horn er gæti rúmað hann. Í huga guð­leys­ingj­ans er mun lík­legra að við séum lítið annað en til­vilj­un­ar­kennd auka afurð tíma og efn­is.

Þessi stærð­ar­rök, ef svo má kalla, virð­ast höfða til sumra.

Ógn­ar­stærð alheim­ins og tóm­lætið sem hann virð­ist anda frá sér, að ekki sé talað um ógn­ina sem mann­legu lífi kann að stafa af hon­um, virð­ist hreyfa við fólki á þann hátt að eftir því sem alheim­ur­inn stækkar hlýtur plássið (þ.e. þýð­ingin eða mik­il­væg­ið) sem við getum ætlað okkur í til­ver­unni að drag­ast sam­an.

Auglýsing

Hvað stærð alheims­ins varðar er svo sem ekki um nýjar upp­lýs­ingar eða þekk­ingu að ræða. Ptólemý vissi til forna jafn­vel og Ein­stein á 20. Öld­inni að jörðin blikn­aði að stærð í sam­an­burði við stærð geims­ins (þótt Ein­stein vissi vit­an­lega margt annað að auki og meira um umfangið á stærð alheims­ins). En í hugum margra er alheim­ur­inn orð­inn það stór að vægi manns­ins, sem tekur varla meira pláss en sand­korn, hlytur að í öfugu hlut­falli við hana. Við höldum að við séum merki­leg og þýð­ing­ar­mikil og að líf okkar hér og athafnir í hund­rað­þús­und eða plús ár hafi eitt­hvað segja, en raunin er önn­ur. Við erum svo að segja ekk­ert og höfum enga þýð­ingu eða merk­ingu. Eða svo segir guð­leys­ing­inn.

Er það víst?

Eigi stærð alheims­ins að mæla gegn krist­inni trú, eins og vinur minn guð­leys­ing­inn vildi meina, hver eru þá hin eig­in­legu rök? Ég get ekki séð þau. Hér er miklu fremur um til­finn­inga­leg við­brögð að ræða en eig­in­leg rök sem leiði óhjá­kvæmi­lega til þeirrar nið­ur­stöðu sem guð­leys­ing­inn vill draga. Mér sýn­ist stað­hæf­ing hans byggja aðal­lega á þeirri hug­mynd að það sem er stórt hljóti í ein­hverjum skiln­ingi að vera mik­il­væg­ara eða dýr­mæt­ara eða þýð­ing­ar­meira en það sem er smærra, þ.e. að stærð­ar­muni fylgi munur á þýð­ingu eða gildi.

Að sumu leyti get ég tekið undir það að sú hugsun að Guð láti sér mig og þig (og mann­inn almennt) meiru varða en allar stjörnu­þokur alheims­ins virki býsna frá­leit. Ég er ekki ónæmur fyrir þeirri til­finn­ingu og finn fyrir henni rétt eins og allir aðr­ir. Hún vaknar að ein­hverju leyti, held ég, hjá flestum sem horfa upp í óra­víddir him­in­geims­ins og velta fyrir sér eigin stöðu í til­ver­unni. En ég finn ekki það sama þegar um fólk, segjum af ólíkri stærð, er að ræða. Ég horfi ekki á hávax­inn ein­stak­ling og hugsa að hann hljóti að vera þýð­ing­ar­meiri eða mik­il­væg­ari en sá sem er lág­vax­inn. Ég get ekki heldur séð að klettur sé þýð­ing­ar­meiri í sjálfum sér en lít­ill steinn.

Ég held að þessi til­finn­ing um að eitt­hvað sé frá­leitt láti nefni­lega ein­göngu á sér kræla þegar stærðin er orðin mjög, mjög mikil og að þá sé um til­finn­inga­leg við­brögð að ræða fremur en ann­að. Og frammi fyrir alheimi sem að stærð spannar tugi millj­arða ljósára telj­ast það varla óeðli­leg við­brögð.

En ef það væru ein­hver rök­leg og raun­veru­leg tengsl á milli stærðar og þýð­ingar (eða mik­il­vægis eða gild­is), þá myndu þau eiga við almennt. Þá mundi mjög litlum mun á stærð fylgja mjög lít­ill munur í þýð­ingu eða gildi, og mjög miklum mun á stærð mundi fylgja mjög mik­ill munur á þýð­ingu eða gildi. En fáir ef nokkrir mundu halda slíku fram. Barn er ekki smæðar sinnar vegna þýð­ing­arminna en full­vaxta ein­stak­ling­ur. Vit­an­lega er maður þýð­ing­ar­meiri en hátt tré, en það er ekki vegna stærð­ar­mun­ar­ins. Ef valið stæði á milli þess að höggva niður mann­inn eða tréð þá myndu fæstir þurfa að hugsa sig lengi um. Sú þýð­ing sem við leggjum í mik­inn stærð­ar­mun er því leidd af skyn­sam­legum og óhjá­kvæmi­legum rökum heldur til­finn­ing­ar­legri upp­lifun umfram ann­að.

* * * * *

En burt­séð frá þessu þarf stærð eða aldur alheims­ins alls ekki að koma þeim sem trúir á Guð á óvart. Í raun er alheim­ur­inn einmitt eins og við er að búast.

Kolefnið sem lík­amar okkar sam­an­standa af var fram­leitt í iðrum stjarn­anna og því næst miðlað um alheim­inn í gegnum sprengi­stjörn­ur. Það tekur óheyri­lega langan tíma fyrir stjörnu­þoku að mynd­ast og enn lengri tíma fyrir kolefn­ið, sem er nauð­syn­legur und­an­fari lífs og grund­völlur fyrir til­komu líf­vera, að dreifa sér um tíma­rúm­ið. Alheim­ur­inn, sem hefur verið að þenj­ast út allt frá til­komu sinni fyrir 13,7 millj­örðum ára eða um það bil svo, verður því að vera jafn stór og gam­all og raun ber vitni til að líf geti verið til. Stærð hans og aldur eru því síður en svo við­kvæmt mál í huga hins trú­aða.

Svo er það líka hitt að vís­inda­lega séð er ljóst að til­koma lífs er langt, langt í frá jafn sjálf­sagður hlutur og eitt sinn var talið. Í raun er það ótrú­lega ólík­legt.

Allt bendir nefni­lega til þess að hinar gríð­ar­lega ströngu for­sendur fyrir til­komu lífs hafi með hag­an­legum og ótrú­lega nákvæmum hætti verið komið fyrir strax í upp­hafi, eða í Mikla­hvelli sjálf­um. Það hefur verið nefnt „fín­still­ing“ alheims­ins. Hún er fólgin í því að gildi hinna marg­vís­legu fasta nátt­úr­unnar (t.d. heims­fastans, sterka og veika kjarna­krafts­ins, raf­seg­ul­krafts­ins o.s.frv.), sem og sjálft upp­hafs­á­stand alheims­ins í Mikla­hvelli (t.d. upp­haf­legt óreiðu­magn og útþennslu­hraði alheims­ins), falla í hið ótrú­lega og óskilj­an­lega smáa og þrönga bil sem gerir lífi kleift að koma fram og dafna. Með öðrum orðum mundi hin örminnsta breyt­ing á þessum gildum og lög­málum raska hinu líf­væn­lega jafn­vægi og gera til­komu lífs óhugs­andi.

Það virð­ist því sem alheim­ur­inn hafi strax frá upp­hafi verið stilltur með nákvæmum hætti með það að marki að greiða fyrir til­komu lífs.

Sem dæmi um þessa „fín­still­ingu“ má nefna að eðl­is­fræð­ing­ur­inn P. C. Davies hefur reiknað út að breyt­ing á styrk þyngd­ar­krafts­ins eða veika kjarna­krafts­ins um einn hluta af 10 í hund­rað­asta veldi hefði komið í veg fyrir líf­væn­legan alheim. Heims­fast­inn (sem er á bak við útþennslu alheims­ins) er einnig óskilj­an­lega nákvæm­lega „fín­stillt­ur“ upp að einum hluta af 10 í hund­raðog­tuttug­asta veldi.

Þá hefur eðl­is­fræð­ing­ur­inn Roger Pen­rose reiknað út að lík­urnar á því að hið lága óreiðu­magn Mikla­hvells sé hrein til­viljun séu einn á móti 10 í tíunda veldi í hund­rað­tuttugasta­og­þriðja veldi (sem fyrir allt venju­legt fólk er óskilj­an­lega stór tala).

Francis Coll­ins, sem leiddi kort­lagn­ing­una á gena­mengi manns­ins, kemst vel að orði:

„Þegar þú horfir á alheim­inn út frá sjón­ar­hóli vís­inda­manns­ins virð­ist sem alheim­ur­inn hafi vitað að við vorum á leið­inn­i... Ef ein­hver einn af þessum föstum skeik­aði um einn millj­ón­asta hluta, eða jafn­vel milljón millj­ón­asta í sumum til­fell­um, þá gæti alheim­ur­inn ekki hafa tekið á sig þá mynd sem hann hefur gert. Efni hefði ekki getað bund­ist hvert öðru, vetr­ar­brautir hefðu ekki orðið til, ekki stjörnur eða plánetur eða fólk.“

Hvaða ályktun drögum við af því?

Ég og vinur minn guð­leys­ing­inn túlkum lífið og til­ver­una með ólíkum hætti og drögum í öllu falli ólíkar álykt­an­ir.

En burt­séð frá því má sann­ar­lega segja að í ljósi þess hversu ótrú­lega og óskilj­an­lega ólík­leg „fín­still­ing“ alheims­ins er sé það fylli­lega innan marka skyn­sem­innar að álykta að hún sé alls engin til­viljun heldur beri vitni um vilja og ásetn­ing hönn­uðar eða skap­ara – eða lista­manns­ins sem gæðir verk sitt lífi með löngum og vel ígrund­uðum strokum (vilji maður taka þannig til orða).

Nið­ur­staða Arno Penzi­as, nóbels­verð­launa­hafa í eðl­is­fræði, er líka eft­ir­tekta­verð í þessu sam­hengi. Að hans mati „leið[a vís­indi] okkur fyrir sjónir ein­stakan atburð: Alheim sem skap­aður var úr engu og er nákvæm­lega stilltur á þau skil­yrði sem nauð­syn­leg eru fyrir til­komu lífs. Þegar litið er fram­hjá frámuna ólík­legri til­viljun má segja að athug­anir nútíma­vís­inda hrein­lega beri vitni um guð­lega fyr­ir­ætl­un.“

Stærð og aldur alheims­ins ættu í öllu falli ekki að koma nokkrum trú­uðum manni úr jafn­vægi, eins og ég sagði við félaga minn. Í ljósi „fín­still­ing­ar“ alheims­ins, sem skyn­sam­legt er að útskýra á grund­velli vilja og ásetn­ingar hönn­uð­ar, er alheim­ur­inn eins og við er að búast.

Auglýsing

Auð­vitað má velta vöngum yfir því hvers vegna hönn­uður alheims­ins ákvað að skapa og móta alheim­inn með þeim hætti sem raun ber vitni, þ.e. fyrir til­stilli hæg­fara ferlis sem spannar millj­arða ára. En þegar allt kemur til alls er það ekki stóra spurn­ing­in. Skap­ari sem velur að skapa alheim með inn­byggðum skil­yrðum og nátt­úru­lög­málum sem tryggja hæg­fara og nátt­úru­lega til­komu efnis og lífs er engu minna skap­ari en sá sem skapar sama alheim í einu vet­vangi.

Það má líka velta vöngum yfir sóun á plássi eða tíma and­spænis hinni gríð­ar­miklu stærð alheims­ins, eins og vinur minn ger­ir. Hann er ekki einn um það. Margir sjá í því ein­hvers konar mót­báru gegn skil­virkni skap­ar­ans (og jafn­vel til­vist hans). En skil­virkni er hug­tak sem ein­ungis á við um þann sem býr yfir tak­mörk­uðum tíma og úrræðum og hvor­ugt af því á við um Guð. Guð er eilíf og almáttug orsök tíma, rúms og efnis og skortir hvorki tíma né úrræði.

Að sjálf­sögðu er það svo að fólk hefur ólíkan skiln­ing á Guði. Mér er eig­in­leg­ast að hugsa um Guð sem lista­mann sem hefur unum af því að að draga sköp­un­ar­verk sitt upp á hinn kosmíska striga í allri þeirri lita­dýrð og af allri þeirri sköp­un­ar­auðgi sem alheim­ur­inn ber vitni um.

* * * * *

En hvað um hina svoköll­uðu nagla vís­ind­anna? Eru vís­indin end­an­lega búin að jarð­setja guðs­trú og reka síð­asta naglann í kistu henn­ar? Er ferða­lag James Webb stjörnu­sjónaukans um óra­víddir geims­ins enn ein áminn­ingin um það?

Það fór ekki á milli mála að vinur minn guð­leys­ing­inn lítur svo á að með til­komu og fram­þróun vís­inda – sem James Webb-­mynd­irnar bera m.a. vitni um – sé trú og trú­ar­legar skýr­ingar á eðli lífs­ins og til­ver­unnar úreltar leifar frá liðnum tíma (rétt eins og ég sjálfur líka býst ég við). Og verra er það því að hans mati hafa vís­indin ein­fald­lega afsannað til­vist Guðs.

Það er skoðun margra í dag.

En hverjar eru sann­an­irn­ar? spurði ég. Hvar eru þær? Hvað er það sem við vitum í dag en vissum ekki áður sem sýnir með óyggj­andi hætti að Guð hvorki sé né geti verið til? Ég bað vin minn um að benda mér á þessar sann­an­ir, útskýra þær fyrir mér, og spurði um leið hvort hann gæti ekki vísað mér á við­ur­kennda vís­inda­lega rann­sókn og/eða grein í rit­rýndu vís­inda­riti þar sem sú vís­inda­lega nið­ur­staða hefði feng­ist svart á hvítu að Guð er ekki til.

Það var fyr­ir­sjá­an­lega fátt um svör.

Raunin er nefni­lega sú, eins og allir heið­ar­legir vís­inda­menn vita og gang­ast við, að vís­indi geta ekki afsannað til­vist Guðs. Það er alveg sama hversu djúpt og langt við náum að skima inn í alheim­inn.

Af hverju?

Jú, af þeirri ástæðu að vís­indi fást við hinn nátt­úru­lega og efn­is­lega heim. Guð er handan hans. Guð er handan þess sem vís­indi geta náð til. Guð er ekki í heim­inum og því ekki aðgengi­legur vís­inda­mann­in­um. Hann getur rann­sakað og mælt hleðslu eða þyngd eða raf­seg­ul­bylgju. En Guð verður ekki mældur eða veg­inn eða met­inn eða greindur á sama hátt. Guð er orsök alheims­ins og því ekki eitt­hvað sem vís­indi ná til eða geta sannað eða afsannað í krafti þeirra aðferða sem þeim stendur til boða.

Með öðrum orðum er spurn­ingin um til­vist Guðs ein­fald­lega ekki vís­inda­leg spurn­ing heldur frum­speki­leg spurn­ing.

Vís­inda­maður sem seg­ist hafa afsannað til­vist Guðs er ekki lengur að fást við vís­indi eða hinn nátt­úru­lega heim í vís­inda­legum skiln­ingi heldur heim­speki eða guð­fræði. Það er ástæða þess að engin vís­inda­maður hefur gert eða mun gera til­kall til nóbels­verð­laun­anna í eðl­is­fræði fyrir að hafa afsannað til­vist Guðs.

Með öðrum orðum eru vís­indi tak­mörk­uð.

Eins og eðl­is­fræð­ing­ur­inn og nóbels­verð­launa­haf­inn Peter Medewar sagði eitt sinn þá er engin betri eða fljót­legri leið til að koma óorði á vís­indi en sú að segja þau eiga svar við öllum spurn­ingum og að þær spurn­ingar sem vís­indi geti ekki svarað séu merk­ing­ar­lausar og ekki þess virði að hugsa um. Að hans mati eru vís­indi aug­ljós­lega tak­mörkuð enda geti þau ekki svarað barns­legum grund­vall­ar­spurn­ingum er varða upp­runa til­ver­unn­ar, til­gang lífs­ins og örlög eða hvað sé gott, rétt og fal­legt.

Vís­indi spyrja ein­fald­lega tak­mark­aðra spurn­inga og geta ekki náð utan um eða útskýrt allt sem leitar á huga manns­ins eða er fólgið í reynslu hans.

* * * * *

Í þessu sam­hengi er líka ágætt að minna sig á að það við­horf að trú og vís­indi fari ekki saman stenst ekki sögu­lega skoð­un.

Braut­ryðj­endur nútíma vís­inda voru ekki guð­leys­ingj­ar.

Nei, það voru kristnir menn á borð við Boy­le, Galí­leó, Newton, Kepler, Mendel, Maxwell o.fl., sem sáu enga mót­sögn á milli vís­inda og guðs­trú­ar. Og það sama á við um fjöl­marga vís­inda­menn í nútím­an­um, þar á meðal Francis Coll­ins, sem minnst var á hér að ofan.

Það má líka færa góð rök fyrir því að það var engin til­viljun að vís­indi komu til sög­unnar í Evr­ópu á 16. öld, sem um langan tíma hafði mót­ast af hinni kristnu lífs­skoð­un. Það er orsaka­sam­hengi þar á milli því eins og C.S. Lewis komst að orði urðu menn vís­inda­legir í hugsun af því að þeir gerðu ráð fyrir nátt­úru­lög­mál­um, og þeir gerðu ráð fyrir nátt­úru­lög­málum vegna þess að þeir trúðu á til­vist hans sem hafði sett nátt­úr­unni lög­mál sín.

Með öðrum orðum var ekki litið svo á að hinn ytri efn­is­legi veru­leiki væri ein­hvers konar and­setið eða kyngi magnað fyr­ir­bæri sem bæri að forð­ast eða til­biðja heldur Guðs góða sköpun sem væri opin fyrir þekk­ing­ar­leit og upp­götv­unum manns­ins. Hin kristna lífs­skoðun nærði þess­háttar tengsl við hinn nátt­úru­lega heim.

Auglýsing

Nú vil ég ekki að gera vini mínum upp skoð­an­ir, en þeir sem almennt halda því fram að vís­indi og trú séu í mót­sögn - sem er sann­ar­lega skoðun hans - ganga oft út frá býsna bjag­aðri guðs­mynd eða skiln­ingi á Guði. Þeir líta svo á að Guð sé lítið annað en upp­fyll­ing­ar­efni í tak­mark­aða þekk­ingu manns­ins. Með öðrum orðum finnum við Guði stað þar sem vís­inda­leg útskýr­ing sé ekki fyrir hendi. Eftir því sem vís­indi útskýra meira verður því minna pláss fyrir Guð.

En slíkur skiln­ingur ber ekki Guði krist­innar trúar vitni og á ekk­ert skylt við hann. Guð krist­innar trúar er sá sem er á bak við tjöld­in. Hann er orsaka­vald­ur­inn. Hann er á bak við það sem við vitum og það sem við vitum ekki. Hann er hinn per­sónu­legi skap­ari sem leiddi fram alheim­inn og við­heldur til­vist hans.

* * * * *

Vís­indin rann­saka heim­inn. Þau skoða úr hverju hann er gerð­ur, hvers eðlis hann er og hvernig hann virk­ar. Ferða­lag James Webb stjörnu­sjónaukans er hluti af þeirri veg­ferð. En þegar vísað er til Guðs ann­ars vegar (eins og ég geri) og vís­inda hins vegar (eins og vinur minn guð­leys­ing­inn ger­ir) til að útskýra alheim­innn er um að ræða útskýr­ingar af ólíkum toga – sem gjarnan er ruglað sam­an.

Vinur minn horfir á þetta tvennt, Guð og vís­indi, og segir mér að ég verði að velja annað og hafna hinu.

En af hverju þarf ég þess? Fyrir mér er þetta ekki spurn­ing um annað hvort eða.

Að stilla fólki upp við vegg og biðja það að velja á milli vís­inda og Guðs er eins og að sýna manni Ford T bíl og biðja hann að velja á milli tveggja mögu­legra útskýr­inga á hon­um. Önnur útskýr­ingin eru nátt­úru­lög­mál­in, lög­mál eðl­is­fræð­inn­ar, vél­fræð­inn­ar, afl­fræð­innar o.s.frv. Hin útskýr­ingin er Henry Ford sjálf­ur. (Til að færa okkur nær okkar tíma mætti tala um iPa­d-inn og Steve Jobs.)

Það sjá allir að slíkir afar­kostir eru frá­leitir því hér er um tvær jafn­gildar útskýr­ingar að ræða þótt ólíkar séu. Báðar eru nauð­syn­legar og rétt­ar!

Við þurfum hvort tveggja í senn, vís­inda­lega útskýr­ingu á bílnum með til­liti til eðl­is­fræði­legra og vél­fræði­legra lög­mála og líka per­sónu­lega útskýr­ingu með til­liti til orsaka­valds.

Og það sama á við um alheim­inn!

Þegar alheim­ur­inn er útskýrður með vísan til Guðs sem orsaka­valds er ein­fald­lega um að ræða úskýr­ingu af öðrum toga en hina vís­inda­legu útskýr­ingu.

En þessar útskýr­ingar eru ekki í mót­sögn hvor við aðra og rekast ekki sam­an.

Henry Ford keppir ekki við lög­mál eðl­is­fræð­innar sem útskýr­ing á Ford T bíl frekar en Guð keppir við vís­indi þegar kemur að því að útskýra alheim­inn. Það væri enn­fremur frá­leitt að halda því fram að í ljósi þess að við getum útskýrt með vís­inda­legum hætti hvernig Ford T bíll virkar þá megi draga af því þá ályktun að Henry Ford hafi aldrei verið til.

Í raun er það svo – fyrir mitt leyti að minnsta kosti – að eftir því sem við skiljum alheim­inn betur verður auð­veld­ara að dásama hug­vits­semi Guðs sem á bak við hann er.

Þannig minnti ég vin minn á það að þegar Newton upp­götv­aði þyngd­ar­lög­málið leit hann ekki svo á að hann þyrfti aldrei framar að velta Guði fyrir sér. Þvert á móti. Í meist­ara­verki sínu Principia Mathemat­ica lýsir Newton þeirri von sinni að upp­götvun sín sann­færi hugs­andi fólk um til­vist og mik­il­feng­leika Guðs. Með öðrum orð­um, eftir því sem hann skildi eðli alheims­ins betur þeim mun meira dáð­ist hann að snilli og mik­il­feng­leika Guðs.

Sá er einnig, og hefur alltaf ver­ið, skiln­ingur Bibl­í­unn­ar:

„Himn­arnir segja frá Guðs dýrð, og fest­ingin kunn­gjörir verkin hans handa.“ (Sálm. 19.1)

Sem er einmitt það sem blasir við mér í mynd­unum sem nú streyma frá James Webb stjörnu­sjónauk­an­um.

En vinur minn lét þá skoðun mína ekki hafa mikil áhrif á sig eða sína guð­lausu trú.

Höf­undur er prestur

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar