Almenningur japlar á deigkenndum pappaskeiðum á meðan þeir ofurríku fá ókeypis stæði fyrir einkaþotur í miðborginni

Kristján Godsk Rögnvaldsson doktorsnemi skrifar um einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli og segir að yfirgangur þeirra ofurríku yfir sameiginlegum gæðum eins og hreinu lofti og takmörkuðu rými fyrir auknum útblæstri gróðurhúsalofttegunda sé óþolandi.

Auglýsing

Mis­skipt­ing auðs og þar með valds í heim­inum er mik­il, 55% efna­minni íbúa heims­ins eiga ein­ungis 1,3% af auði heims­ins, en efna­mestu 12% íbúa heims­ins eiga 85% af auðnum sam­kvæmt skýrslu Credit Suisse frá 2021.

Eftir því sem hita­bylgj­ur, flóð, þurrkar og aðrar birt­ing­ar­myndir lofts­lags­breyt­inga hafa orðið algeng­ari hefur það orðið meira og meira ljóst að þeir allra rík­ustu deila alls ekki lífs­skil­yrðum með þeim efna­minni. Þeir ofur­ríku geta auð­veld­lega flúið aðstæður eða ráð­ist í rán­dýrar aðgerðir til að geta lifað við þær. Á sama tíma og hita­bylgja geis­aði nýlega í Evr­ópu, var svalur and­vari í köld­ustu höf­uð­borg Evr­ópu. Þar var einka­þotu­stæðið stút­fullt, enda verð­lagið hag­stætt. Ef einka­þot­urnar stoppa í minna en 6 klukku­stundir er ekki greitt fyrir flug­véla­stæðið eins og kom fram nýlega.

Auglýsing

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda per far­þega með einka­þotu er marg­falt meiri en með hefð­bund­inni far­þega­þotu (sem eru þó engar umhverf­is­geit­ur) en það er þrátt fyrir að los­unin sé yfir­leitt reiknuð miðað við að einka­þotan sé full set­in. En eins og sást í fréttum RÚV í síð­ustu viku eru þot­urnar alls ekki alltaf full­setn­ar, þar sáust 2 far­þegar fara um borð í Bombar­dier Global 5000, 29,5 metra langa einka­þotu sem getur tekið 19 far­þega. Til sam­an­burðar er algeng­asta flug­vélin í inn­an­lands­flug­inu De Havil­l­and Canada DHC-8-400, 32,5 metrar á lengd og getur tekið 76 far­þega.

Elds­neyt­is­notkun flug­véla er mest í flug­taki og þar með er útblástur loft­meng­andi efna mestur þá. Loft­mengun í kjöl­far bruna þotu­elds­neytis svipar til bruna dísilol­íu, en í útblástri frá þotum má finna fín­gert sót sem getur farið djúpt í lungu og út í blóð­rás­ina, einnig má finna nit­uroxíð, brenni­steins­oxíð, rok­gjörn líf­ræn efna­sam­bönd, fjöl­hring­laga arómat­ísk kol­vetn­is­sam­bönd sem og ýmis­konar málma. Gang­andi, hjólandi og akandi veg­far­endur sem eru skammt frá flug­braut­ar­end­unum fá óhreins­aðar bruna­leifar þotu­elds­neyt­is­ins yfir sig við flug­tak. Enda liggur meng­un­ar­slikjan og ólyktin eftir flug­tak oft lengi yfir aðliggj­andi svæð­um.

Við gætum síðan nefnt hávað­ann frá þessum þotum en hann er umtals­verður og heyr­ast drun­urnar bæði eldsnemma á morgn­ana og seint á kvöld­in, en sumar þot­anna eru á stærð við far­þega­þotur í milli­landa­flugi og hávað­inn eftir því.

Enda­laus yfir­gangur þeirra ofur­ríku yfir sam­eig­in­legum gæðum eins og hreinu lofti og tak­mörk­uðu rými fyrir auknum útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er óþol­andi og með­virkni yfir­valda gagn­vart þess­ari elítu sömu­leið­is. Hversu mikið af deig­kenndum pappa­skeiðum þarf almenn­ingur að japla á, á meðan þeir efna­mestu fá ókeypis stæði fyrir einka­þot­urnar sína í mið­borg­inni? Fyrsta skref til að taka á þessu væri að flytja einka­þotuflug frá Reykja­vík­ur­flug­velli.

Höf­undur er dokt­or­snemi

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar