Vilja dæla útblæstri frá iðnaði í Evrópu í berglögin við Straumsvík

Til stendur að flytja koltvíoxíð frá meginlandi Evrópu til Íslands og dæla því niður í jörðina og breyta í stein. Flutningaskipin yrðu knúin jarðefnaeldsneyti fyrst í stað.

Fyrirhugað framkvæmdasvæði. Séð úr suðvestri. Við sjóndeildarhringinn má sjá álverið við Straumsvík.
Fyrirhugað framkvæmdasvæði. Séð úr suðvestri. Við sjóndeildarhringinn má sjá álverið við Straumsvík.
Auglýsing

Car­bfix ohf. und­ir­býr fram­kvæmdir við Coda Term­inal, mót­töku- og geymslu­stöð fyrir koltví­sýr­ing (CO2) í Straums­vík. Stöðin verður fyrsta sinnar teg­undar á heims­vísu en þar verður svo­kall­aðri Car­bfix-­tækni beitt, sem felst í því að CO2 er leyst í vatni og því dælt djúpt niður í berg­lög­in. Þar hvarfast það við berg, eins og basalt, og verður að stein­d­um.

Fyrsta skref í umhverf­is­mati fram­kvæmd­ar­innar hefur nú verið tekið með fram­lagn­ingu mats­á­ætl­unar til Skipu­lags­stofn­un­ar.

Auglýsing

Svona er starf­semin hugsuð í stuttu máli: CO2 yrði fangað úr útblæstri frá iðn­aði í Evr­ópu og flutt í gas­formi með skipum til Straums­víkur þar sem því yrði dælt í geymslut­anka við hafn­ar­bakk­ann. Þaðan yrði því veitt um lagnir að nið­ur­dæl­ing­ar­holum handan Reykja­nes­brautar þar sem því yrði dælt niður í berg­lög­in. Auk þess væri hægt að nýta inn­viði Coda Term­inal til að dæla niður CO2 sem er fangað frá inn­lendri stór­iðju­starf­semi og beint úr and­rúms­lofti með loftsug­um.

Carbfix niðurdælingartækni Coda Terminal þar sem hreint CO2 er leyst í vatni í borholum.

Til­raunir og þróun á Car­bfix-­tækn­inni hafa staðið yfir frá árinu 2007 og frá 2014 hefur tæknin verið hluti af hefð­bundnum rekstri Hell­is­heið­ar­virkj­unar og minnkað útblástur CO2 frá henni um þriðj­ung.

Coda Term­inal hf. sem er félag í eigu Car­bfix ohf. Car­bfix varð til sem sam­starfs­verk­efni milli Orku­veitu Reykja­vík­ur, Háskóla Íslands, CNRS í Touluse og Earth Institute við Col­umbi­a-há­skóla árið 2006. Í árs­byrjun 2020 varð Car­bfix að sjálf­stæðu dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Í mats­á­ætl­un­inni kemur fram að í Straums­vík séu kjörað­stæður fyrir starf­semi á borð við Coda Term­inal. Hafn­ar­mann­virki og dreifi­kerfi raf­orku eru til staðar auk þess sem öfl­ugir grunn­vatns­straumar og ferskt basalt­berg í nágrenni Straums­víkur henta að sögn fram­kvæmda­að­ila einkar vel fyrir Car­bfix-­tækn­ina.

Rekstur Coda Term­inal yrði byggður upp í áföng­um. Gert er ráð fyrir að stöðin hafi náð fullum afköstum árið 2031 og að þau afköst sam­svari var­an­legri bind­ingu á allt að þremur millj­ónum tonna af CO2 á ári. Til að setja það í sam­hengi þá yrði bundið við full afköst álíka mikið og sam­svarar losun frá allri bíla­um­ferð á Íslandi á ríf­lega þremur árum.

Það svæði sem er til athugunar fyrir framkvæmdasvæði Coda Terminal (skyggt svæði). Mynd: Úr matsáætlun

Fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði Coda Term­inal er í jaðri Hafn­ar­fjarð­ar, í nálægð við Straums­vík. Álver Rio Tinto er í Straums­vík og er þar með hafn­ar­að­stöðu. Sunnan álvers­ins liggur Reykja­nes­braut og sunnan hennar er athafna- og iðn­að­ar­svæði Hafn­ar­fjarðar í Kapellu­hrauni og Hellna­hrauni. Austan álvers­ins eru íbúða­hverfi Hafn­ar­fjarð­ar, á Hval­eyr­ar­holt­inu og Völl­un­um. Þar er einnig golf­völlur Keil­is, Hval­eyr­ar­völl­ur.

Inn­viðir sem byggja þarf upp fyrir starf­sem­ina eru geymslut­ankar í nágrenni hafn­ar­bakka, lagn­ir, bor­teigar og nið­ur­dæl­ing­ar­hol­ur. Nið­ur­dæl­ing­ar­holur verða nokkrar saman á hverjum bor­teig og verður var­an­legt skýli yfir hverri bor­holu. Þá er þjón­ustu­vegur að hverjum bor­teig og lagn­ir.

Á svæð­inu er að auki fyr­ir­huguð bygg­ing sem mun hýsa skrif­stofur auk sýn­ing­ar- og fræðslu­rým­is.

Reykja­nes er sem kunn­ugt er á virku eld­gosa- og jarð­skjálfta­svæði. Skjálfta­virkni á svæð­inu í kringum Straums­vík hefur í gegnum tíð­ina verið lít­il.

Nið­ur­dæl­ing getur valdið jarð­skjálftum

Mögu­legt er að nið­ur­dæl­ing á CO2 geti valdið spennu í jarð­skorp­unni á geymslu­svæð­inu sem leitt geti til smárra jarð­skjálfta þegar þessi spenna losn­ar, eða flýtt fyrir jarð­skjálftum sem óhjá­kvæmi­lega myndu eiga sér stað síð­ar.

Vegna nið­ur­dæl­ingar á Hell­is­heiði mæld­ist aukin skjálfta­virkni og voru stærstu skjálftar um 4,0 að stærð. Í Straums­vík er hins vegar stefnt á mun grynnri nið­ur­dæl­ingu en á öðrum geymslu­svæðum Car­bfix á Hell­is­heiði. Gert er ráð fyrir að dælt verði niður í 300-700 metra djúpar hol­ur, en nið­ur­dæl­ing­ar­holur á Hell­is­heiði eru allt að 2.500 m djúp­ar.

For­könnun á skjálfta­hættu vegna nið­ur­dæl­ing­ar­innar bendir til að hætta á finn­an­legri skjálfta­virkni á svæð­inu sé óveru­leg, segir í mats­á­ætl­un­inni.

Auglýsing

En hvaðan kemur nafnið Coda Term­inal?

Nafnið Coda er dregið af lat­neska orð­inu „cauda“ sem þýðir rófa. Í tón­list er Coda notað yfir nið­ur­lagskafla tón­verks, aðskil­inn aðal­verk­inu til að ljúka því á skýran og áhrifa­ríkan hátt. Það end­ur­speglar vel mark­mið Coda Term­inal.

Und­ir­bún­ingur fram­kvæmd­ar­innar hófst um mitt ár 2022 með for­hönn­un, sam­tali við hags­muna­að­ila, vinnu við leyf­is­ferla og skipu­lags­vinnu. Stefnt er að rann­sókn­ar­bor­unum síðar á þessu ári, en áætlað er að hefja rekstur árið 2026. Gert er ráð fyrir að Coda Term­inal verði full­byggð árið 2031.

Skipu­lag fram­kvæmd­ar­innar

Gert er ráð fyrir að innan hvers bor­teigs geti verið allt að 8 nið­ur­dæl­ing­ar­holur og að bor­teigar geti verið stað­settir með um 250 metra milli­bili. Gaslögn með koltví­sýr­ingi er leidd niður í fóðr­aða nið­ur­dæl­ing­ar­holu auk þess sem vatni er jafn­framt dælt niður í hol­una. Í ungu og fersku bergi líkt og á hinu fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæði, eru hol­rými opin og sprungur ófyllt­ar.

Miðað er við að CO2 leys­ist upp í vatn­inu á allt að 250 metra dýpi og að upp­leyst CO2 í vatni fari út úr fóðr­ingu á um 300-700 m dýpi, neðan efstu grunn­vatns­laga en ofan háhita­kerf­is­ins. Fyr­ir­huguð orku­þörf nið­ur­dæl­ing­ar­innar er 23 kílóvatt­stundir (kWh) á hvert tonn af koltví­sýr­ingi. Fyr­ir­huguð vatns­notkun fram­kvæmd­ar­innar er allt að 2.500 L/s. Fyrir hvert tonn af CO2 sem dælt er niður þarf um 25 tonn af vatni.

Dæmi um tillögu að dreifingu borteiga í 1. áfanga og hluta af 2. áfanga framkvæmdarinnar. Til hægri hefur verið þysjað inn á dæmigerðan borteig. Mynd: Úr matsáætlun

Knúin jarð­efna­elds­neyti

Í mats­á­ætl­un­inni kemur fram að sér­út­búin skip yrðu notuð við flutn­ing á koltví­sýr­ingi frá iðn­aði í Evr­ópu og stefnt er að því að þau verði knúin „grænu elds­neyt­i“, eins og að er orð­að, sé þess kost­ur. Slík skip eru hins vegar ekki til en hönnun þeirra stendur yfir. Því yrðu flutn­inga­skipin fyrst um sinn knúin jarð­efna­elds­neyti.

Upp­bygg­ing Coda Term­inal myndi verða í þremur áföng­um. Í þeim fyrsta er áætlað að dæla niður allt að 500 þús­und tonnum af CO2 árlega. Í 2. áfanga yrði nið­ur­dæl­ingin aukin í alls 1 milljón tonn árlega og í þeim þriðja yrði nið­ur­dæl­ingin aukin í alls 3 millj­ónir tonn á ári.

Stækkun hafn­ar­innar áformuð

Aðal­skipu­lag Hafn­ar­fjarðar gerir ráð fyrir stækkun hafn­ar­mann­virkja í Straums­vík. Hafn­ar­fjarð­ar­höfn í sam­starfi við Vega­gerð­ina vinnur sem stendur að stækkun hafn­ar­innar og kæmi sú stækkun til með að nýt­ast þeim flutn­inga­skipum sem flytja munu CO2 hingað til lands til nið­ur­dæl­ing­ar.

Fram­kvæmda­svæðið er ýmist í eigu Rio Tin­to, land­eig­anda­fé­lags Ótt­ars­staða­lands eða Hafn­ar­fjarð­ar­kaup­staðar og í mats­á­ætlun kemur fram að allir aðilar séu upp­lýstir og sam­þykkir því að land þeirra sé tekið fyrir í umhverf­is­mati.

Aðflutt CO2

Áform um nið­ur­dæl­ingu CO2 og var­an­leg bind­ing þess í bergi styður við aðgerð­ar­á­ætlun íslenska rík­is­ins í lofts­lags­mál­um. „Með Coda Term­inal verða til inn­viðir til nið­ur­dæl­ingar aðflutts CO2 frá Evr­ópu,“ segir í mats­á­ætl­un­inni. „Þessir inn­viðir gætu nýst inn­lendum stór­iðju­fyr­ir­tækjum þegar föngun á CO2 hefst.“

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda heldur áfram að aukast á heims­vísu. Miðað við núver­andi stefnur og aðgerðir ríkja er búist við 2,0 -3,6°C hnatt­rænni hlýnun fyrir árið 2100, segir enn­fremur í mats­á­ætl­un­inni. „Standi ríki þar að auki við öll lof­orð og mark­mið þá er samt búist við 1,7-2,6°C hnatt­rænni hlýn­un.“

Varanlegt skýli yfir borholu á geymslusvæði Carbfix á Hellisheiði, dæmi um útlit á skýli yfir borholu. Mynd: Úr matsáætlun

Umfang hlýn­unar er í beinu hlut­falli við upp­safn­aða losun koltví­sýr­ings. „Sam­fara hlýnun verða aftaka­at­burðir í veðri algeng­ari, s.s. meiri öfgar í hita­bylgj­um, þurrkum og ofsa­rign­ing­um,“ segir í skýrslu Car­bfix. Sam­kvæmt nýj­ustu skýrslu Milli­ríkja­nefndar um lofts­lags­mál er „óhjá­kvæmi­legt að fjar­lægja CO2 úr loft­hjúpnum til að ná kolefn­is­hlut­leysi“.

Þá seg­ir: „Um­fang föng­unar og bind­ingar CO2 á heims­vísu er mun minna en það þyrfti að vera til að stöðva hnatt­ræna hlýnun við 1,5°C eða 2,0°C sam­kvæmt sviðs­myndum IPCC. Coda Term­inal verður stöð fyrir var­an­lega förgun CO2 sem kemur þannig í veg fyrir losun CO2 til and­rúms­lofts.“

Car­bfix segir að á Íslandi séu kjörað­stæður fyrir var­an­lega bind­ingu CO2 í bergi. Áætlað er að hægt sé að geyma um 400 gígatonn af CO2 á sprungu­svæðum á Íslandi. Þegar tekið sé til­lit til ákveð­inna skil­yrða svo sem fjar­lægðar frá íbúa­byggð, vatns­vernd­ar­svæða og ann­arra vernd­ar­svæða væri hægt að nýta um 2 pró­sent af flat­ar­máli Íslands til nið­ur­dæl­ingar á CO2. Fyr­ir­hugað geymslu­svæði Coda Term­inal við Straums­vík er innan þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent