Aflaukning núverandi virkjana þurfi ekki að fara í gegnum rammaáætlun

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur uppi áform um að breyta lögum þannig að tæknileg aflaukning virkjana, sem ekki feli í sér eiginlega stækkun virkjana, muni ekki lengur þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar.

Guðlaugur Þór Þórðarsson er ráðherra orku- og umhverfismála.
Guðlaugur Þór Þórðarsson er ráðherra orku- og umhverfismála.
Auglýsing

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið hefur sett fram til sam­ráðs í sam­ráðs­gátt stjórn­valda áform um laga­setn­ingu, þess efnis að lögum um ramma­á­ætlun verði breytt með þeim hætti að „tækni­leg aflaukn­ing“ virkj­ana sem eru í rekstri þurfi ekki lengur að fara í gegnum ferli ramma­á­ætl­un­ar. Umsagn­ar­frestur um málið er til 18. febr­ú­ar.

Breyt­ing­arnar sem eru fyr­ir­hug­aðar myndu fela í sér að tækni­leg aflaukn­ing starf­andi virkj­ana þyrfti ekki lengur að fara til umfjöll­unar hjá ramma­á­ætlun sem sér­stakur virkj­ana­kost­ur. Tekið er fram að slíkar fram­kvæmdir þyrftu þó eftir sem áður ef til vill að fara í gegnum umhverf­is­mats­ferli.

Í umfjöllun ráðu­neyt­is­ins um fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar í sam­ráðs­gátt­inni segir að sam­kvæmt núver­andi lögum um ramma­á­ætlun frá 2011 geti umfjöllun um ein­staka virkj­un­ar­kosti í vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun tekið allt að fjögur ár, frá því að virkj­un­ar­að­ili sendir inn umsókn um mat á virkj­un­ar­kost­inum og þar til virkj­un­ar­kost­ur­inn er afgreiddur inn í orku­nýt­ing­ar-, bið- eða vernd­ar­flokk af Alþing­i.

Auglýsing

„Með frum­varp­inu er ætl­unin að und­an­skilja tækni­legar aflaukn­ingar á virkj­unum sem nú þegar eru í rekstri umfjöllun ramma­á­ætl­un­ar. Slíkar fram­kvæmdir munu eftir sem áður þurfa að fara í gegnum umhverf­is­mat sam­kvæmt lögum þar að lút­and­i,“ segir í umfjöllun umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins.

Umfram­rennsli

Í skjali þar sem áformin um laga­setn­ing­una eru nánar útskýrð segir að almennt sé „tækni­leg aflaukn­ing í vatns­afls­virkj­unum sem þegar eru í rekstri til þess hugsuð að nýta umfram­rennsli sem þegar er til staðar í hinu virkj­aða vatns­falli, t.d. vegna auk­innar bráðn­unar jökla. Um er að ræða að auka afkasta­getu véla í stöðv­ar­húsi þannig að umfram­rennsl­ið, sem áður var veitt fram hjá stöðv­ar­húsi, nýt­ist til raf­orku­fram­leiðslu.“

Segir í þessu sama skjali að þessar aflaukn­ingar feli ekki í sér „stór­felldar breyt­ingar á þeim atriðum sem mestu skipta við mat á umhverf­is­á­hrifum virkj­anna, t.d. yfir­borðs­hæð og yfir­borðs­flat­ar­máli lóna, lengd og umfang skurða og stíflna í vatna­sviði ofan virkj­unar o.s.frv.“

Enn­fremur segir í skjal­inu að þar sem máls­með­ferð ramma­á­ætl­unar miði að því að að vega og meta áhrif virkj­un­ar­fram­kvæmda á umhverfi, sam­fé­lag og efna­hag sé ekki talið rétt að skylda tækni­legar aflaukn­ingar inn í ferli ramma­á­ætl­un­ar, þar sem geri megi ráð fyrir því að umhverf­is­á­hrif tækni­legra aflaukn­inga séu tak­mörk­uð.

Ramma­á­ætlun á leið fyrir þingið enn einu sinni

Rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun að leggja til­lögu Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar ráð­herra til þings­á­lykt­unar um 3. áfanga ramma­á­ætl­unar til þing­flokka stjórn­ar­flokk­anna þriggja til afgreiðslu.

Í til­kynn­ingu um þetta á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að þings­á­lykt­un­ar­til­lagan hafi verið lögð fram í sömu mynd og á 151., 146. og 145. lög­gjaf­ar­þingi, en á þeim þingum náð­ist ekki að afgreiða mál­ið.

Í til­kynn­ing­unni segir að svæði sem Alþingi hafi þegar sam­þykkt í vernd­ar­flokk og hafi verið frið­lýst í sam­ræmi við lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun hafi verið felld úr til­lög­unni. Þetta eru Hólmsár­virkjun við Ein­hyrn­ing, Tungna­ár­lón, Gýgjar­foss­virkj­un, Blá­fells­virkj­un, Gjá­stykki, Brenni­steins­fjöll, Hvera­botn, Neðri­-Hverdal­ir, Kisu­botnar og Þver­fell.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent