Segja „fullyrðingar“ Landverndar „ekki svaraverðar“

Stofnanir, samtök og einstaklingar vilja vita hvernig Arctic Hydro komst að þeirri niðurstöðu að áformuð Geitdalsárvirkjun yrði 9,9 MW að afli, rétt undir þeim mörkum sem kalla á ítarlega meðferð í rammaáætlun.

Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal skammt neðan við áformað miðlunarlón. Rennsli í fossunum mun skerðast með tilkomu virkjunar.
Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal skammt neðan við áformað miðlunarlón. Rennsli í fossunum mun skerðast með tilkomu virkjunar.
Auglýsing

„Full­yrð­ingar sam­tak­anna um að áformin valdi eyði­legg­ingu á víð­ernum og nátt­úru og séu ávísun á erf­iðar deilur eru ekki svara­verð­ar.“

Þetta kemur fram í við­brögðum for­svars­manna Geit­dals­ár­virkj­unar ehf. við umsögn Land­verndar á mats­á­ætlun fyrir sam­nefnda virkjun sem áformuð er í Múla­þingi. Mats­á­ætl­un, sem er eitt skref í umhverf­is­mati fram­kvæmda, var lögð fram til kynn­ingar síð­asta vet­ur. Umsagnir bár­ust frá fjöl­mörgum stofn­un­um, sam­tökum og ein­stak­lingum þar sem ítrekað var m.a. mik­il­vægi marg­vís­legra rann­sókna á hinu fyr­ir­hug­aða virkj­ana­svæði, rann­sókna sem eru lyk­il­at­riði í því að varpa ljósi á þau umhverf­is­á­hrif sem af virkj­un­inni myndu hljót­ast. Bent var á að meta þyrfti vot­lendi sem yrði fyrir áhrif­um, fossa og óbyggð víð­erni – allt fyr­ir­bæri sem njóta sér­stakrar verndar í nátt­úru­vernd­ar­lögum og má ekki raska nema að brýna nauð­syn beri til.

Auglýsing

Geit­dals­ár­virkjun ehf. er alfarið í eigu Arctic Hydro hf. Það félag er skráð í eigu sex aðila og á Quadran Iceland ehf. (nú Qair Iceland), sem áformar fjöl­mörg vind­orku­ver vítt og breitt um land­ið, stærstan hlut eða 38 pró­sent. Stjórn­ar­for­maður þess er Tryggvi Þór Her­berts­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og efna­hags­ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra í tíð Geirs H. Haar­de.

Adira Hydro á 23 pró­sent í Arctic Hydro og Snæ­ból, fjár­fest­inga­fé­lag Stein­unnar Jóns­dóttur og Finns Reyrs Stef­áns­son­ar, á 18 pró­sent.

Tíu pró­senta hlutur Arctic Hydro er svo í eigu Hængs ehf. Það félag er að fullu í eigu Bene­dikts Ein­ars­son­ar, frænda Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra.

Sam­kvæmt mats­á­ætlun yrði Geit­dals­ár­virkjun 9,9 MW, rétt undir 10 MW mörk­unum sem hefði þýtt að kost­ur­inn yrði að fara í ferli ramma­á­ætl­un­ar.

Í umsögn Land­verndar kemur fram að umrædd áform sýni fram á mik­il­vægi þess að breyta við­miðum svo fram­kvæmda­að­ilar kom­ist ekki upp með að ráð­ast í jafn stór­tækar virkj­un­ar­fram­kvæmdir og hér um ræði án umfjöll­unar fag­hópa og verk­efn­is­stjórnar um ramma­á­ætl­un. Benda sam­tökin á að ef af fram­kvæmdum verði, séu auknar líkur á enn frek­ari fram­kvæmdum á svæð­inu þar sem fyr­ir­tækið hyggi jafn­vel á stækkun Geit­dals­ár­virkj­unar á síð­ari stig­um. Benda sam­tökin á að þessi áform séu ekki ein­göngu „ávísun á eyði­legg­ingu verð­mætra víð­erna og nátt­úru“ heldur séu þau einnig „ávísun á erf­iðar deilur sem spilla munu sam­heldni og friði í aðliggj­andi sam­fé­lög­um“.

Líkt og lög og reglur gera ráð fyrir gefst fram­kvæmda­að­ila færi á að bregð­ast við umsögnum við mats­á­ætlun áður en Skipu­lags­stofnun gefur út álit sitt á áætl­un­inni. For­svars­menn Geit­dals­ár­virkj­unar benda í svari sínu við þessum athuga­semdum Land­verndar á að í umhverf­is­mats­skýrslu verði nán­ari grein gerð fyrir því hver end­an­leg stærð og afköst virkj­un­ar­innar koma til með að verða. „Fram­kvæmd­ar­að­ili hefur enga skoðun á sýn Land­verndar til við­miða ramma­á­ætl­un­ar.“

Kort sem sýnir staðsetningu hins fyrirhugaða virkjanasvæðis og útfærslu virkjunarinnar. Mynd: Úr matsáætlun

Land­vernd er ekki eini umsagn­ar­að­il­inn sem bendir á þá afl­stærð virkj­un­ar­á­for­manna. Það gerir Orku­stofnun einnig. Í umsögn hennar er bent á að ekki liggi fyrir hvaða for­sendur liggi að baki reikn­ingum á virkj­uðu rennsli sem geti leitt til 9,9 MW virkj­un­ar. Í næsta skrefi umhverf­is­mats þurfi að fjalla um rennsli, miðlun og fyr­ir­hug­aðar veit­ur. Jafn­framt veltir stofn­unin því upp hvort rekstr­ar­að­ili hafi reiknað kosti og galla auk­innar fram­leiðslu­getu.

Í svörum for­svars­manna Geit­dals­ár­virkj­unar segir að orku­getu­reikn­ingar verði byggðir á rennsl­is­röðum til árs­ins 2018 og að í umhverf­is­mats­skýrslu verði gerð nán­ari grein fyrir öllum for­sendum að baki áformun­um.

Geit­dalsá á upp­tök sín í lækjum og tjörnum á hálend­inu upp af Ham­ars­dal og Fossár­dal vestan Ódáða­vatna, í jaðri svæðis sem nefn­ist Hraun. Hún rennur til norð­urs, á köflum í gegnum gljúfur og í fossa­röð­um, og á þess­ari leið falla í hana margar þverár og læk­ir.

Mest af vatni Geit­dalsár kemur úr Leiru­dalsá, á sem rennur í gegnum nokkur stöðu­vötn á leið sinni úr vestri. Tvö þess­ara vatna munu fara undir miðl­un­ar­lón verði áform fyr­ir­tæk­is­ins að veru­leika.

Tvær stíflur yrðu reist­ar, önnur við miðl­un­ar­lón í Leiru­dal, lón sem yrði í rúm­lega 700 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og um þrír fer­kíló­metrar að stærð. Stíflan sú yrði 1 kíló­metri að lengd og mesta hæð hennar 18 metr­ar. Önnur stífla vegna inn­takslóns yrði gerð í far­vegi Geit­dalsár. Hún er áætluð um 300 metrar að lengd og mesta hæð hennar yrði 32 metr­ar.

Auglýsing

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Aust­ur­lands (NAUST) benda í umsögn sinni á að Geit­dals­ár­virkjun sé ein­ungis ein af þeim virkj­unum sem áætluð sé á svæð­inu og segja, líkt og Land­vernd, að auki þess íhugi fram­kvæmda­að­ili stækkun henn­ar. Því sé brýnt að víð­tæk skoðun verði gerð á þeim fyr­ir­ætl­unum um raf­orku­fram­leiðslu sem uppi eru og umhverf­is­á­hrif þeirra á svæðið skoðuð heild­stætt.

Fram­kvæmda­að­il­inn svarar því til að önnur virkj­un­ar­á­form séu enn á rann­sókn­ar­stigi „og ekki vitað hvort og þá hvenær umhverf­is­á­hrif þeirra verði skoð­uð.

NAUST segja brýnt að skoða sam­fé­lags­leg áhrif fram­kvæmd­anna. Laus­leg könnun leiði í ljós að drjúgur meiri­hluti íbúa sé andsnú­inn frek­ari virkj­un­um. Eina svar fram­kvæmda­að­ila við þessu er að ítreka að í umhverf­is­mats­skýrsl­unni verði lagt mat á sam­fé­lags­leg áhrif.

Geitdalsá rennur á köflum um gljúfur. Mynd: Matsskýrsla Arctic Hydro

Land­erf­ingjar í Skrið­dal benda í umsögn sinni á að Fljóts­dals­hérað sé senni­lega meðal þeirra sveit­ar­fé­laga sem búi við hvað trygg­ustu afhend­ingu raf­orku, þar sem upp­sett afl raf­orku­vera sé um 720 MW. Með áfram­hald­andi upp­bygg­ingu raf­orku dreifi­kerf­is­ins, t.a.m. með Kröflu­línu 3, muni öryggi afhend­ingar aukast enn frekar og því draga þeir raun­veru­lega þörf fyrir Geit­dals­ár­virkjun í efa.

For­svars­menn Geit­dals­ár­virkj­unar svara þessu ein­fald­lega með því að í umhverf­is­mats­skýrslu verði gerð nán­ari grein fyrir áhrifum virkj­unar á fram­boð, öryggi og gæði raf­orku á svæð­inu.

Segja öll áhrif rennsl­is­breyt­inga aft­ur­kræf

Pétur Heim­is­son, sem seg­ist þekkja vel til svæð­is­ins og fara þar reglu­lega um, segir í umsögn sinni að áhrif Geit­dals­virkj­unar yrðu óaft­ur­kræf, enda ekki hægt að snúa áhrifum slíkra fram­kvæmda til baka og „end­ur­lífga fossarað­ir“.

„Áhrif fyr­ir­hug­aðrar fram­kvæmdar á fossa verða metin í umhverf­is­mats- skýrslu,“ segir í við­brögðum virkj­un­ar­að­il­ans. „Hér skal þó tekið fram að öll áhrif rennsl­is­breyt­inga eru aft­ur­kræf og því ekki rétt með farið í þess­ari athuga­semd.“

Pétur minnir einnig á að nátt­úran eigi sinn til­vistar­rétt og með virkjun yrði líf­ríki svæð­is­ins raskað með ófyr­ir­séðum afleið­ing­um. Fram­kvæmda­að­il­inn segir ljóst að ákvörðun um að heim­ila virkj­un­ina verði tekin á grund­velli „ít­ar­legra gagna og yfir­grips­mik­illar þekk­ing­ar“. Ófyr­ir­sjá­an­legar afleið­ingar verði því að telj­ast ólík­leg­ar.

Ónefnd á í Geitdalsá sem veitt yrði í miðlunarlónið með skurði. Mynd: Matsáætlun Arctic Hydro

Guð­mundur Ármanns­son og Gréta Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir, bændur að Vaði í Skrið­dal, vekja athygli á því að um 80 pró­sent af allri raf­orku fram­leiddri hér á landi fari til stór­iðju. Þeir sem áhuga hafi á að taka til sín sem flestar ár til raf­orku­fram­leiðslu séu vit­an­lega ein­göngu að hugsa um eigin fjár­hag. Það sé með öllu ólíð­andi að slíkir hafi frjálsan aðgang að nátt­úru lands­ins. Lofts­lags­váin vomi yfir og ekki sé hægt að „halda partí­inu áfram“. Vatns­afls­virkj­anir og umfram fram­leiðsla raf­orku eigi ekki að vera næsta mál á dag­skrá.

Að 80 pró­sent raf­orku fari til stór­iðju má líta á sem fram­lag Íslands til minni koltví­sýr­ingslos­unar og þar með lofts­lags­vár­inn­ar, segir í svörum virkj­un­ar­að­il­ans, þar sem um sé að ræða iðnað sem að öðrum kosti yrði rek­inn ann­ars staðar með orku sem losar marg­falt magn koltví­sýr­ings.

Afar lang­sótt að bera saman við Kára­hnjúka­virkjun

Guð­mundur og Gréta segja stríð hafa geisað milli fólks fyrir austan á tímum Kára­hnúka­fram­kvæmd­anna. Margir hafi flutt burt og tengsl vina, nágranna og fjöl­skyldna rofn­að. Það gefi auga leið að allt tal um að nú eigi að blása í her­lúðra að nýju, eyði­leggja frið­sam­lega sam­búð í litlum sam­fé­lög­um, veki upp ugg og skelf­ingu.

„Hér verður ekki lagt mat á „stríð­ið“ sem Guð­mundur og Gréta kalla að hafi ríkt meðan á fram­kvæmdum stóð við Kára­hnjúka­virkj­un,“ segir í svörum Geit­dals­virkj­unar ehf. „Þó skal það tekið fram að það er afar lang­sótt að ætla að bera fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir vegna Geit­dals­ár­virkj­unar saman við fram­kvæmdir við Kára­hnjúka­virkj­un.“

Ekki tíma­bært að leggja mat á hvort virkjun sé rétt­læt­an­leg

Ingi­björg Jóns­dótt­ir, Jón­ína Zoph­on­í­as­dóttir og Einar Hró­bjartur Jóns­son telja enga ríka almanna­hags­munir í húfi né orku­þörf sem rétt­læti það rask sem myndi eiga sér stað á fossum svæð­is­ins. Fram­kvæmda­að­il­inn svarar því til að áhrif rennsl­is­breyt­inga virkj­un­ar­innar á fossa verði metin en að á þessu stigi sé „ekki tíma­bært að leggja mat á hvort þau áhrif séu rétt­læt­an­leg“.

Þre­menn­ing­arnir hvetja Skipu­lags­stofnun til að hafna mats­á­ætl­un­inni þar sem ekki sé hægt að rétt­læta bygg­ingu Geit­dals­ár­virkj­unar á nokkurn hátt.

„Í þessu sam­hengi skal á það bent, að nið­ur­stöður umhverf­is­mats liggja ekki fyr­ir,“ svarar fram­kvæmda­að­ili. Í umhverf­is­mats­skýrslu verði nið­ur­stöður rann­sókna og mat áhrifa, byggt á þeim, sett fram. „Út frá þeim nið­ur­stöðum verður skoðað hvort umhverf­is­á­hrifin telj­ist rétt­læt­an­leg.“

Álit Skipu­lags­stofn­unar á mats­á­ætlun Geit­dals­virkj­unar ehf. er í vinnslu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent