Bensínbílastyrkir ríkisstjórnarinnar: 23 fyrirtæki fá hátt í tvo milljarða

Þingmaður Samfylkingarinnar skrifar um skattaafslátt ríkisins af bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti.

Auglýsing

23 bíla­leigu­fyr­ir­tæki fengu 875 milljón króna skatt­afslátt til kaupa á bens­ín- og dísil­bílum í fyrra.

Sömu fyr­ir­tæki munu fá hátt í millj­arð til við­bótar í ár sam­kvæmt tekju­á­ætlun sem liggur til grund­vallar fjár­lögum (eða fjórð­ung af þeirri fjár­hæð sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn fékkst til að veita til nið­ur­greiðslu almennrar sál­fræði­þjón­ustu eftir tvö ár af geð­heilsu­spill­andi heims­far­aldri).

Töl­urnar koma fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn sem ég beindi til hans um vöru­gjaldsí­viln­un til öku­tæja­leiga sem var lög­­­fest í árs­­lok 2020.

Auglýsing

Skatta­styrk­ur­inn felur í sér að fyr­ir­tækin fá allt að 400 þús­und króna afslátt af bens­ín-, dísil- og tengilt­vinn­bílum svo lengi sem hlut­­fall jarð­efna­elds­neyt­is­bíla af heild­­ar­inn­­kaupum þeirra er ekki hærra en 85% árið 2021 og 75% árið 2022. Vegna þess­ara skil­yrða er aðgerðin rétt­lætt í nafni orku­skipta.

Þing­­menn Vinstri grænna, Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og Mið­­flokks­ins studdu laga­breyt­ing­una en Sam­­fylk­ing­in, Pírat­­ar, Við­reisn og Flokkur fólks­ins lögð­ust gegn henni.

„Á sama tíma og stjórn­völd boða meiri metnað í lofts­lags­málum er meira en lítið öfug­snúið að vilja nið­ur­greiða bens­ín­bíla í þágu orku­skipta,“ sagði Andrés Ingi Jóns­son, þá þing­maður utan flokka, þegar greidd voru atkvæði um mál­ið.

„Bíla­leigu­bílar eru um 7,3% af bíla­flota Íslands en valda 10,6% af losun vegna sam­gangna á lands­vísu. Þeim pen­ingum sem fara í að nið­ur­greiða kaup á bens­ín­bílum væri miklu betur varið í kraft­mikla upp­bygg­ingu raf­hleðslu­inn­viða,“ skrif­aði ég.

Nú er svo komið að jafn­vel fjár­mála­ráðu­neytið við­ur­kennir opin­ber­lega að vöru­gjalds­af­­slátt­­ur­inn hafi verið óskil­­virk aðgerð. „Af­­slátt­­ur­inn gerir jarð­efna­elds­­neyt­is­bíla ódýr­­ari og vinnur því að hluta til gegn raf­­væð­ingu bíla­l­­eigna,“ segir í minn­is­­blað­i sem barst efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis nú í des­em­ber.

Bent er á að hjá bíla­­leigum sem náð hafa til­­skil­inni hlut­­deild vist­vænna bíla skapi kerfið hvata til að kaupa jarð­efn­iselds­­neyt­is­bíla sem síðan fara í end­­ur­­sölu að 1-2 árum liðn­­­um.

„Í ljósi mik­ils velt­u­hraða í nýskrán­ingum og end­­ur­­sölu bíla­­leig­u­bíla er hætta á að slíkt fyr­ir­komu­lag geti verið til þess fallið að tefja orku­­skipt­in, einkum sé tekið til­­lit þess að tekju­tap rík­­is­ins í formi eft­ir­gjafar af vöru­gjaldi er ígildi fórnaðra fram­laga til ann­­arra aðgerða í þágu lofts­lags­­mála.“

Orku­skiptum í sam­göngum verður ekki náð fram með hund­ruða millj­­óna nið­­ur­greiðslu rík­­is­ins á bílum sem ganga fyrir jarð­efna­elds­­neyti og orku­skiptin mega aldrei verða átylla fyrir ómark­vissar pen­inga­gjafir úr rík­is­sjóði – frá almenn­ingi – til stór­­fyr­ir­tækja.

Slíkt hlýtur að grafa undan sam­stöðu og sátt um þær aðgerðir sem verður að ráð­ast í til að fasa út jarð­efna­elds­neyti á kom­andi árum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar