Unnið að uppstokkun stofnana ráðuneytis Guðlaugs Þórs

Tæplega helmingur starfsfólks 13 stofnana sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið telur mikil tækifæri felast í sameiningum stofnana. Unnið er að „einföldun á stofnanafyrirkomulagi“.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Auglýsing

Frá því í sum­ar, er Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, kynnti for­sendur og mark­mið verk­efnis við að greina „um­bóta­tæki­færi og áskor­an­ir“ sem fel­ast í núver­andi stofn­ana­kerfi ráðu­neyt­is­ins, hefur verið unnið að ein­földun skipu­lags þess­ara stofn­ana. Þær eru þrettán tals­ins og hjá þeim starfa um 600 manns á 40 starfs­stöðvum víða um land. Flest störfin eða 61 pró­sent eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auglýsing

Mark­mið að ná fram hag­ræð­ingu

Guð­laugur Þór kynnti stöðu þess­arar vinnu á rík­is­stjórn­ar­fundi í síð­ustu viku. Í upp­lýs­ingum sem hann lagði þar fram og Kjarn­inn fékk afhent­ar, kom fram að mark­mið verk­efn­is­ins væri að gera stofn­anir betur í stakk búnar til að mæta „um­fangs­miklum fag­legum og rekstr­ar­legum áskor­unum sem við bla­sa, efla sam­starf stofn­ana og ráðu­neyt­is, auka skil­virkni, þjón­ustu og ná fram hag­ræð­ing­u“.

Í verk­efn­inu telur ráð­herr­ann einnig fel­ast sókn­ar­færi hvað varðar fjölgun starfa á lands­byggð­inni, fjölgun á störfum óháð stað­setn­ingu og upp­bygg­ingu eft­ir­sókn­ar­verðra vinnu­staða fyrir öfl­ugt fag­fólk, líkt og það er orðað í sam­an­tekt um stöðu vinn­unn­ar.

Þing­valla­fundur með for­stöðu­mönnum

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er ein þeirra stofnana sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftsalagsráðuneytið.

Í lok júní átti Guð­laugur Þór fund á Þing­völlum með for­stöðu­mönnum allra stofn­ana sem heyra undir ráðu­neyti hans. Á þeim fundi voru meðal ann­ars kynntar áherslur um að nýta þekk­ingu, inn­viði og gögn sem fyrir eru og að auka sam­þætt­ingu stefnu­mót­unar og áætl­ana­gerð­ar.

Grein­ing­ar­vinna byggir á heild­stæðri nálgun mála­flokka, líkt og það er orð­að, og verk­efna sem í sumum til­fellum ná út fyrir skil­greind við­fangs­efni stofn­ana og ráðu­neyt­is­ins. Með sama hætti er horft til þess hvort núver­andi verk­efnum væri betur fyrir komið með öðrum hætti, s.s. „þar sem tæki­færi gætu legið til sam­þætt­ingar eða flutn­ings verk­efna á milli ráðu­neyta“. Meðal ann­ars vegna þessa er áhersla lögð á mik­il­vægi náins sam­starfs við önnur ráðu­neyti, segir í þeim gögnum sem ráð­herr­ann kynnti fyrir rík­is­stjórn.

Minni­hluti sér mikil tæki­færi

For­stöðu­menn allra stofn­ana hafa skilað inn grein­ar­gerðum og hefur Guð­laugur Þór fundað með starfs­mönnum þeirra allra. Við­horfskönnun var gerð nú í ágúst á meðal starfs­fólks­ins og var þátt­taka um 74 pró­sent. Í könn­un­inni kom m.a. fram að innan við helm­ingur eða 48 pró­sent telja mikil eða mjög mikil tæki­færi fel­ast í sam­ein­ingum stofn­ana. 63 pró­sent telja hins vegar mikil eða mjög mikil tæki­færi liggja í að sam­þætta verk­efni og auka sam­vinnu.

Einnig var spurt um við­horf til fjar­vinnu og voru 82 pró­sent starfs­fólks jákvæð gagn­vart því að sinna starf­inu með þeim hætti að hluta eða öllu leyti.

Auglýsing

Geta nýrra stofn­ana

„Í grunn­inn er horft á getu nýrra stofn­ana til að mæta allra stærstu áskor­unum sem bíða á þessu sviði en auk þess var sér­stak­lega horft til efn­is­at­riða sem hafa, með einum eða öðrum hætti, verið á borði margra stofn­ana og verk­efna sem hafa verið með mikla skörun eða teng­ingar á milli stofn­ana,“ segir í gögnum þeim sem lögð voru fyrir rík­is­stjórn­ina. Er þar örugg­lega verið að vísa til lofts­lags­mála. „Með nýrri nálgun er stefnt að því að auka skil­virkni og draga úr sóun sem hlýst af tví­tekn­ingu, skorti á sam­starfi og sam­skipt­u­m.“

Nið­ur­staða í lok árs

Verk­efn­is­á­ætlun gerir ráð fyrir að á næstu vikum fari fram frek­ari gagna­öflun og grein­ing sam­hliða því sem fundað verði með stjórn­um, nefnd­um, öðrum ráðu­neytum og hag­að­il­um. Á þessum fundum verður verk­efnið kynnt auk þess sem sér­stök áhersla verður á umræður um mögu­legan flutn­ing verk­efna til og frá ráðu­neyt­inu og stofn­unum þess. Gert er ráð fyrir að í lok þessa árs liggi fyrir hver nið­ur­staðan verður og í fram­haldi af því mun hefj­ast vinna við inn­leið­ingu breyt­ing­anna.

Sam­ein­ing stofn­ana kom til tals á fundi þing­manna Vinstri grænna í Borg­ar­nesi nýver­ið. Til­efni fund­ar­ins var umræða sem vaknað hefur um vind­orku­ver en að mati á slíkum fram­kvæmd­um, sem hafa áhrif á umhverfi, sam­fé­lög og fleiri þætti, koma einmitt margar stofn­anir s.s. Skipu­lags­stofn­un, Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands, Umhverf­is­stofnun og Orku­stofn­un.

„Ruslakistu­stofn­un­in“

Einn gestur fund­ar­ins sagði að hið nýja inn­við­a­ráðu­neyti, sem Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins fer fyr­ir, vera að „gleypa alls konar stofn­anir sem eru ætl­aðar til þess að hindra fram­gang svona mála“.

Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG, á fundinum í Borgarnesi í byrjun mánaðarins. Mynd: VG

Hann nefndi Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un, sem væri „ruslakistu­stofn­un“ og ótt­að­ist að næsta skref yrði að sam­eina Skipu­lags­stofnun þeirri kistu í þeim til­gangi að lama það eft­ir­lit og hlut­verk sem hún hef­ur. Vinstri græn verði að sjá til þess að „freku kall­arn­ir“ kom­ist ekki upp með að losna við þær bremsur sem þó eru í mann­virkja­gerð hér á landi og eru m.a. á hendi Skipu­lags- og Umhverf­is­stofn­un­ar.

Skipu­lags­mál voru færð frá umhverf­is­ráð­herra til inn­við­a­ráð­herra er ný rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur var kynnt seint á síð­asta ári. Þar með færð­ist Skipu­lags­stofnun frá umhverf­is­ráðu­neyt­inu undir nýtt emb­ætti inn­við­a­ráð­herra.

Bjarni Jónsson, þingmaður VG, á Borgarnesfundinum. Mynd: VG

Orri Páll Jóhanns­son, þing­flokks­for­maður VG, minnti á Borg­ar­nes­fund­inum á að Skipu­lags­stofnun starfi á grund­velli laga. „Hún verður ekk­ert lögð niður eða henni breytt nema með laga­setn­ingu“ og sagð­ist því ekki deila sömu áhyggjum og fund­ar­gest­ur­inn. Hann hefði hvergi fengið það stað­fest að til standi að sam­eina Skipu­lags­stofnun annarri stofnun „en ég hef alveg heyrt þetta, ég við­ur­kenni það“.

Bjarni Jóns­son, þing­maður VG, var einnig á þessum fundi í Borg­ar­nesi. „Ég skal alveg við­ur­kenna það að ég var ekk­ert ofboðs­lega skot­inn í þessum breyt­ing­um, per­sónu­lega,“ sagði Bjarni og vís­aði til stofn­unar inn­við­a­ráðu­neyt­is­ins.

Þær stofn­anir sem heyra undir ráðu­neytið eru: Íslenskar orku­rann­sóknir (ÍSOR), Land­mæl­ingar Íslands, Minja­stofn­un, Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands, Nátt­úru­rann­sókn­ar­stöðin við Mývatn, Orku­stofn­un, Stofnun Vil­hjálms Stef­áns­son­ar, Umhverf­is­stofn­un, Úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála, Úrvinnslu­sjóð­ur, Vatna­jök­uls­þjóð­garð­ur, Veð­ur­stofa Íslands, Þjóð­garð­ur­inn á Þing­völl­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent