Verndum lífríki Skerjafjarðar!

Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur K. Nielsen skrifa um boðaðar uppfyllingar í Skerjafirði.

jóhannoliolafur.jpg
Auglýsing

Fjörur og grunn­sævi við Ísland hafa mikið nátt­úru­vernd­ar­gildi en ekki síður úti­vist­ar­gildi vegna auð­ugs líf­rík­is. Þör­ungar eru ríkj­andi gróður í fjörum, en háplöntur finn­ast þar líka og við efstu flóð­mörk er t.d. sjáv­ar­fitj­ungur áber­andi og neðar úti á leirunni vex mar­hálm­ur. Ýmsir hrygg­leys­ingjar, líkt og bursta­orm­ar, krabba­dýr, kuð­ungar og skel­dýr, eru ein­kenn­is­dýr fjör­unn­ar. Margar teg­undir fugla nýta sér þessa mat­ar­kistu, hún er lífs­nauð­syn­legur við­komu­staður margra þeirra á lang­ferðum vor og haust og nokkrar teg­undir hafa þar vet­ur­setu.

Fjörur í Reykja­vík – grát­lega lítið er eftir óraskað!

Á síð­ustu ára­tugum hefur nær öllum fjörum við norð­ur­strönd Reykja­víkur innan Elliðaáa verið spillt með upp­fyll­ing­um. Aðeins er eftir um 0,9 km langur bútur í Laug­ar­nesi. Þessar fjörur spönn­uðu var­lega áætlað um það bil 12 km og því eru núna aðeins um 8% eftir óraskað! Hér er mik­il­vægt að gera sér grein fyrir því að slík eyði­legg­ing ger­ist ekki í einu skrefi, heldur í mörgum litlum skref­um, hvert og eitt skref vegur lítið en upp­safnað er eyði­legg­ingin algjör.

Annað gildir um strönd­ina að sunn­an­verðu. Í Skerja­firði spann­aði fjaran um 5,6 km innan marka Reykja­vík­ur, frá Foss­vogs­botni í Sörla­skjól. Stærsti hluti þess­arar fjöru eða 86% er enn nær órask­að­ur. Sjó­varn­ar­garðar eru þó víða við efstu flóð­mörk en sjálf fjaran hefur slopp­ið. Einu upp­fyll­ing­arnar eru við suð­ur­enda flug­vall­ar­ins og bað­stað­inn í Naut­hóls­vík og þar hafa um 0,8 km af fjöru horfið und­ir. 

Auglýsing

Skerja­fjörð­ur­inn er alþjóð­lega mik­il­vægt fugla­svæði

Skerja­fjörð­ur, grunn­sævi og fjör­ur, er flokk­aður sem alþjóð­lega mik­il­vægt fugla­svæði og því ræður m.a. fjöldi þeirra grá­gæsa, margæsa, æðar­fugla, síla­máfa og send­linga sem þar búa eða fara um vor og haust.

Algengir fuglar í Grófavíkinni − ætlum við að búa með þeim í sátt og samlyndi eða svipta þá heimkynnum sínum?

Sem dæmi um mik­il­vægi þessa svæðis þá koma þar við á far­tíma meir en 1% af heims­stofni margæsa af und­ir­teg­und­inni Branta bern­icla hrota. Nánar má fræð­ast um vernd­ar­gildi Skerja­fjarðar hér.

Úti­vist og nátt­úru­upp­lifun

Aðgengi að fjörum Reykja­víkur í Skerja­firði er auð­velt, göngu- og hjóla­stígur liggur rétt ofan fjöru­marka. Hér hefur borgin staðið vel að verki og það ber að lofa. Þetta er sann­an­lega vin­sælt úti­vist­ar­svæði og hund­ruð eða þús­undir borg­ara fara um stíg­inn í viku hverri og njóta. Þessi leið rétt ofan fjör­unnar er einn af gluggum íbú­anna að ríki móður nátt­úru og árs­tíða­bundnum sveiflum henn­ar. Hljóm­þýður söngur hávell­unnar úti á firð­inum ein­kennir vet­ur­inn, vorið er í nánd þegar fyrstu tjalda­pörin byrja að kalla og ólm­ast í nátt­myrkrinu, og það er sumar þegar koll­urnar úr æðar­varp­inu á Álfta­nesi eru mættar með unga­hópana.

Fjörugróður og hryggleysingjar í Skerjafirði.

Í sept­em­ber þegar heið­lóurnar koma, nú hvítar á kvið­inn og horfnar svörtu sokka­bux­urnar sem prýddu þær um vorið, þá vitum við að haustið með sínum hregg­v­indum er á næsta leyti. Hverf­ul­leiki lífs­ins  getur jafn­vel birst okkur í mynd snagg­ara­legs fálka sem slær niður hettu­máf yfir leirunni  eða síla­máfs sem hrifsar til sín æðar­unga af grunn­in­u.  Það eru þessi hrif, þessi margradda kór  sem við með­vitað eða ómeð­vitað skynjum af stígn­um, sem er svo mik­il­vægur fyrir okkur og gerir hvers­dag­inn bæri­legri.

Óveður í aðsigi!

Fyr­ir­fram myndi maður búast við að ábyrg stjórn­völd tryggðu að nátt­úru­gæð­um, líkt og hér hefur verið lýst fyrir Skerja­fjörð, væri ekki raskað við fram­kvæmd­ir. Því miður virð­ist sú ekki vera raun­in. Hug­myndir eru um íbúða­byggð á óbyggðu svæði á milli flug­brautar og núver­andi byggðar í Skerja­firði þar sem heita Gróf­ir. Grein­ar­höf­undar fetta  í sjálfu sér ekki fingur út í þær hug­myndir sem slík­ar, heldur útfærsl­una. Undir for­merkjum þess sem kallað er „hag­kvæmni stærð­ar­inn­ar“ þá nægir ekki það land sem býðst ofan flóð­marka heldur skal haldið út á grunnið með byggð­ina. Það á að fylla upp í alla vík­ina neðan Grófa! Sam­tals eru þetta um 0,75 km af fjöru sem eiga að fara undir fyll­ing­una eða um 13% af heild­ar­lengd fjör­unnar frá Foss­vogs­botni í Sörla­skjól. Þetta, að við­bættu því sem þegar hefur verið spillt með upp­fyll­ingum í tengslum við flug­völl­inn og bað­stað­inn í Naut­hóls­vík á sínum tíma, nemur sam­tals 28% af upp­haf­legu fjör­unni. Munum að  eyði­legg­ing fjör­unnar við norð­ur­strönd Reykja­víkur gerð­ist í mörgum litlum skref­um.

Gróf­a­víkin – hvað er svona merki­legt við hana?

Víkin neðan við Gróf­irn­ar, víkin sem á fylla upp, er rík af fuglum og sér­stök í sam­an­burði við aðrar fjörur Reykja­vík­ur­megin í Skerja­firði. Á leir­urnar í vík­inni sækja fuglar árið um kring. Þetta er eini stað­ur­inn í Reykja­vík þar sem margæsir sjást að stað­aldri um far­tím­ann, eini stað­ur­inn þar sem heið­lóur hópa sig á haustin og víkin er líka helsta athvarf þeirra tjalda, til­dra, stelka og send­linga sem hafa vet­ur­setu á þessu svæði og þannig má lengi telja. Göngu­stíg­ur­inn vin­sæli liggur rétt við vík­ina,  ekk­ert hindrar sýn til fjör­unnar og óvíða ann­ars staðar á þess­ari leið allri með sjónum er jafn­gott færi á að gaum­gæfa athafnir okkar fiðr­uðu vina. Þannig hefur víkin neðan við Gróf­irnar mikla sér­stöðu miðað við nálæg svæði.

Líf­rík­is­hönnun

Borg­ar­yf­ir­völd gera sér grein fyrir því að gangi til­lögur um upp­fyll­ingar eftir verður dýr­mæt fjara eyðilögð og því eru mót­væg­is­að­gerðir boð­að­ar. Það ber að virða. Mót­væg­is­að­gerð­irnar snúast  um að búa til ný fjöru­svæði utan við fyll­ing­una! Fyrst er eyði­lagt, svo skal end­ur­reist. Með fullri virð­ingu verður að segj­ast eins og er að þessar hug­myndir um „líf­rík­is­hönn­un“ eru hæpnar svo ekki sé meira sagt. Við vitum hvaða verð­mæti við höfum og það sem boðið er í stað­inn er tál­sýn. 

Horft til fram­tíðar

Til­efni þess­arar greinar eru til­lögur um  að eyði­leggja vík­ina  neðan við Gróf­irn­ar. Borg­ar­yf­ir­völd ætla að halda sínu striki þrátt fyrir ein­dregin and­mæli umsagn­ar­að­ila líkt og Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands, Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, nátt­úru­vernd­ar­fé­laga og fjölda almennra borg­ara.  Til fram­tíðar litið er dag­ljóst að aðrar „stór­huga“ hug­myndir um upp­fyll­ingar munu koma fram. Við höfum dæm­in. Fyrir lið­lega 120 árum var rætt um að fara í hafn­ar­gerð við Skild­inga­nes  og í ára­tugi hafa hug­myndir um flug­völl á Löngu­skerjum með til­heyr­andi upp­fyll­ingum verið rædd­ar. Þegar íþrótta­fé­lagið KR átti ald­ar­af­mæli 1999 vildi félagið æfinga­svæði á upp­fyll­ingum í Skerja­firði í afmæl­is­gjöf frá borg­inni. Sem betur fer gekk ekk­ert af þessu eftir en hins veg­ar, líkt og að ofan grein­ir, hefur fjörum verið spillt við stækkun flug­brautar og við upp­bygg­ingu í Naut­hóls­vík. Verði siglt áfram undir þessum for­merkjum þá er ein­sýnt að Skerja­fjarð­ar­fjaran verður spildu fyrir spildu, brotin undir mann­gert svæði, uns bara lítið sýn­is­horn er eftir af því sem áður var nátt­úru­legt, líkt og gerst hefur við norð­ur­strönd Reykja­vík­ur. Hér þarf að draga línu í sand­inn, línu sem ekki verður farið yfir. Fjörur og grunn­sævi Skerja­fjarðar eru verð­mæti sem mik­il­vægt er að verja! Kópa­vogur og Garða­bær hafa fyrir löngu sam­þykkt form­lega vernd síns hluta Skerja­fjarð­ar. Reykja­vík hefur ekki stigið það skref. 

Krafa okkar er að fallið verði frá upp­fyll­ingum í vík­inni neðan Gróf­anna og að Reykja­vík fylgi for­dæmi nágranna­sveit­ar­fé­lag­anna og stað­festi lög­form­lega frið­lýs­ingu Skerja­fjarð­ar. Við hvetjum Reyk­vík­inga, hvar í flokki sem þeir standa, til að taka undir þessar kröfur og láta í sér heyra – nú er lag!

Jóhann Óli Hilm­ars­son er fyrrum for­maður Fugla­verndar og Dr. Ólafur K. Niel­sen er for­maður Fugla­vernd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar