Vilja kolefnismerkingu á kjöt og grænmeti

Flutningsmenn nýrrar þingsályktunartillögu vilja að neytendur geti tekið upplýstari ákvörðun við kaup á matvöru með tilliti til loftslagsáhrifa. Fyrirmynd tillögunnar er sótt til Skandinavíu.

Flutningsmenn tillögunnar, þeir Þorgrímur, Sigurður Páll og Ásmundur Friðriksson, vilja auðvelda neytendum að nálgast upplýsingar um umhverfisáhrif matvælanna í innkaupakörfunni.
Flutningsmenn tillögunnar, þeir Þorgrímur, Sigurður Páll og Ásmundur Friðriksson, vilja auðvelda neytendum að nálgast upplýsingar um umhverfisáhrif matvælanna í innkaupakörfunni.
Auglýsing

Lögð hefur verið fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem snýr að því að upp­runa­merk­ingar verði settar á kjöt­vörur með skýr­ari hætti en nú er. Lagt er til að á merk­ing­unum komi fram upp­lýs­ingar um kolefn­is­spor vegna flutn­ings, bæði á kjöt­vörum sem og á garð­yrkju­af­urðum sem ætl­aðar eru til mann­eld­is.

Fram kemur í grein­ar­gerð með til­lög­unni að hún hafi tví­vegis verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. Hún er nú lögð fram óbreytt en flutn­ings­menn til­lög­unnar eru þeir Þor­grímur Sig­munds­son og Sig­urður Páll Jóns­son, sitj­andi vara­þing­menn úr Mið­flokki, og Ásmundur Frið­riks­son úr Sjálf­stæð­is­flokki.

„Betur má ef duga skal“

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er vísað í skýrslu milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) sem varpar ljósi á þær áskor­anir sem mann­kynið stendur frammi fyrir í lofts­lags­mál­um. „Þar kemur fram að bregð­ast þurfi við lofts­lags­breyt­ingum strax og vinna mark­visst að því að afstýra því að með­al­hiti á jörð­inni hækki um meira en 1,5 gráður með hörmu­legum afleið­ingum fyrir líf­rík­ið,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Auglýsing

Umhverf­is­ráð­herra hefur lagt fram aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum til árs­ins 2030 sem hefur það að mark­miði að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og stuðla að kolefn­is­bind­ingu svo Ísland geti staðið við mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins til 2030. Að mati flutn­ings­manna þarf engu að síður að velta við hverjum steini í bar­átt­unni. „Stefnan er metn­að­ar­full en betur má ef duga skal og nauð­syn­legt að skoða alla kosti við að minnka kolefn­is­spor­ið.“

Sér­stök áhersla er lögð á að neyt­endur geti fengið upp­lýs­ingar um kolefn­is­spor inn­fluttra mat­væla. „Kjöt­vörur eru fluttar hingað hvaðanæva úr heim­inum með til­heyr­andi umhverf­is­á­hrif­um. Ljóst er að kolefn­is­spor kjöts sem flutt er t.d. frá Nýja Sjá­landi er mun stærra en kjöts sem er flutt í búðir frá fram­leið­endum innan lands. Á síð­ari árum hafa kröfur neyt­enda um upp­lýs­ingar um vöru stór­aukist, t.d. um inni­hald vöru og upp­runa henn­ar. Flutn­ings­menn telja nauð­syn­legt að neyt­endur fái upp­lýs­ingar um kolefn­is­spor vör­unn­ar, þ.e. hve mikil lofts­lags­á­hrif fram­leiðsla og flutn­ingur á við­kom­andi vöru hefur haft.“

Nýsjá­lenskt kjöt mengar minna hingað komið en íslenskt

Mikið hefur verið rætt og ritað um áhrif flutn­ings á kolefn­is­spor mat­væla. Hag­fræði­pró­fess­or­inn Þórólfur Matth­í­as­son greindi sér­stak­lega kolefn­is­spor íslensks lamba­kjöts og bar það saman við kolefn­is­spor nýsjá­lensks lamba­kjöts með flutn­ingi árið 2019, sem er einmitt dæmið sem nefnt er í grein­ar­gerð þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar. Með því að styðj­ast fyrir fyr­ir­liggj­andi gögn komst Þórólfur að því að kolefn­is­spor lamba­kjöts frá Nýja-­Sjá­landi hingað komið sé á bil­inu 21,5 til 23 kíló koldí­oxíðs á hvert bein­laust kjöt­kíló, þar af losar flutn­ingur hvers kílós frá Eyja­álfu um fjórum kílóum af koldí­oxíði. Til sam­an­burðar var kolefn­is­spor íslensks lamba­kjöts 28,6 á hvert kíló, og það með beini.

Þórólfur Matthíasson bar saman kolefnisspor íslensks lambakjöts við nýsjálenskt lambakjöt hingað komið. Samaburðurinn var íslenska kjötinu ekki hagstður. Mynd: Kristinn Ingvarsson/HÍ

Í grein sem Þórólfur ritar í Bænda­blaðið í októ­ber árið 2019 þar sem hann gerir grein fyrir útreikn­ingum sínum segir hann að reynt hafi verið að gera sam­an­burð­inn sem hag­stæðastan íslenska kjöt­inu. „Þegar tekið er til­lit til afrétt­ar­beitar og leið­rétt fyrir beina­málið þá kemur í ljós að sót­spor íslenskrar lamba­kjöts­fram­leiðslu er nálægt 50 kílóum af CO2-í­gildum á kíló af bein­lausu lamba­kjöti. Sót­spor nýsjá­lensks lamba­kjöts, komið til Íslands, er undir 25 kílóum af CO2-í­gildum á hvert kíló bein­lauss bita,“ ritar Þórólf­ur.

Lítil losun frá sjó­flutn­ingum en flugið vandar málið

Mat­ar­spor Eflu er tól sem hefur rutt sér til rúms í mötu­neytum lands­ins þar sem reikna má út og bera saman kolefn­is­spor ólíkra mál­tíða. Í Mat­ar­spori er til dæmis hægt að reikna hlut flutn­inga í kolefn­is­spor­inu með því að færa inn upp­lýs­ingar um frá hvaða heims­álfu mat­vælin koma og hvort þau voru flutt með skipi eða flug­vél. Á sér­stakri síðu sem geymir algengir spurn­ingar og svör um útreikn­inga í Mat­ar­spori má finna ein­hverja umfjöllun um áhrif flutn­inga á kolefn­is­sporið þó sú umfjöllun sé sam­tvinnuð umfjöllun um mun kolefn­is­spors kjöts og græn­met­is.

„Hvernig getur inn­flutt græn­meti verið umhverf­is­vænna en inn­lent kjöt?“ er til að mynda spurt í einni algengri spurn­ingu á vef Eflu. Í svar­inu sem er birt með spurn­ing­unni segir að mun­ur­inn á kolefn­is­spori kjöts og græn­metis sé yfir­leitt það mik­ill að hann er meiri en kolefn­is­spor vegna inn­flutn­ings með sjó­flutn­ing­um. Það eigi aftur á móti við um með­al­tal gilda í Mat­ar­spori en sé ekki algilt fyrir alla fram­leið­endur kjöts og græn­met­is.

Málið vand­ast aftur á móti þegar græn­meti og ávextir eru fluttir inn með flugi, en þá hækkar los­unin umtals­vert.

Svipað merk­ing­ar­kerfi sett á fót í Skand­in­avíu

Þessar línur vilja flutn­ings­menn þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar skýra fyrir neyt­endum því til­lagan nær einnig til græn­met­is, eða garð­yrkju­af­urða til mann­eldis eins og það er orðað í til­lög­unni. „Á síð­ari árum hafa kröfur neyt­enda um upp­lýs­ingar um vöru stór­aukist, t.d. um inni­hald vöru og upp­runa henn­ar. Flutn­ings­menn telja nauð­syn­legt að neyt­endur fái upp­lýs­ingar um kolefn­is­spor vör­unn­ar, þ.e. hve mikil lofts­lags­á­hrif fram­leiðsla og flutn­ingur á við­kom­andi vöru hefur haft. Þar með getur neyt­andi tekið upp­lýsta ákvörðun og valið umhverf­is­vænni kost kjósi hann svo.“

Athygli er vakin á sam­bæri­legri upp­lýs­inga­gjöf í Skand­in­avíu en ein af aðgerðum í aðgerða­á­ætlun dönsku rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum er að hefja vit­und­ar­vakn­ingu meðal almenn­ings um áhrif mat­væla­fram­leiðslu á lofts­lag. Það verður gert með því að merkja mat­væli með lím­miða þar sem fram koma áhrif vör­unnar á lofts­lag­ið. Í Sví­þjóð hafa sænsku bænda­sam­tökin látið útbúa merk­ing­ar­kerfi fyrir mat­vörur sem sýnir hvaða áhrif fram­leiðslan hefur á lofts­lag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent