Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs

Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.

Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Auglýsing

Mál­efni hinsegin fólks var ofar­lega í huga Jódísar Skúla­dóttur þing­mans Vinstri grænna á alþjóða­degi gegn hómó-, tví og trans­fó­bíu þann 17. maí síð­ast­lið­inn.

Í ræðu sinni undir liðnum störf þings­ins á Alþingi sagði hún að í orða­bók væru þessi hug­tök, hómó-, tví og trans­fóbía, skil­greind sem öfga­kennd og órök­rétt óbeit eða and­styggð á sam- eða tví­kyn­hneigðum eða trans fólki.

„Að mörgu leyti er staða hinsegin fólks góð á Íslandi og fer batn­andi ár frá ári undir stjórn rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Það er mikið gleði­efni að Ísland hefur færst upp um fimm sæti á milli ára á regn­boga­korti ILGA-E­urope og áfram höldum við með aðgerða­á­ætlun í mál­efnum hinsegin fólks 2022 til 2025 sem for­sæt­is­ráð­herra lagði fram á þessu þingi og tekur á mik­il­vægum rétt­ar­bótum fyrir hinsegin fólk,“ sagði hún.

Auglýsing

Árið 2021 ofbeld­is­fyllsta ár gagn­vart trans fólki frá því að mæl­ingar hófust

Jódís bætti því við að staðan væri ekki alls staðar jafn góð og vildi hún sér­stak­lega varpa ljósi á alvar­lega stöðu trans fólks í heim­in­um.

Hún benti á að á árinu 2021 hefðu 375 trans mann­eskjur verið myrtar í heim­inum og hækk­aði sú tala frá fyrra ári. Sam­kvæmt alþjóð­legri skýrslu sem gefin er út ár hvert, „Trans murder mon­itor­ing report“, er árið 2021 mann­skæð­asta og ofbeld­is­fyllsta ár gagn­vart trans fólki frá því að mæl­ingar hófust.

„En áttum okkur líka á sam­hengi hlut­anna. 96 pró­sent af þeim myrtu voru trans kon­ur, af því að ofbeldi er líka kynj­að, 58 pró­sent þeirra myrtu voru þolendur vænd­is, fjórir af hverjum tíu voru inn­flytj­end­ur. Morðin eru framin um allan heim. Ný til­felli frá Grikk­landi, Kasakstan og Malaví voru til­kynnt árið 2021, en Suð­ur­-Am­er­íka sker sig sér­stak­lega úr hvað varðar fjölda og eru 33 pró­sent allra morða á trans fólki framin í Bras­il­íu,“ sagði hún.

Vakti hún athygli þing­manna á þess­ari stöðu og sagði að aldrei væri hægt að aðskilja þau nánu tengsl sem væru á milli hat­urs­glæpa, vænd­is, kven­hat­urs, ras­is­ma, útlend­inga­hat­urs og svo fram­veg­is.

„Hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minni­hluta­hópa er útsett­ara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því getum við aldrei gefið afslátt í neinum af þessum mála­flokk­um,“ sagði hún að lok­um.

Þing­mað­ur­inn upp­skar „heyr heyr“ úr þing­sal við lok ræð­unn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent