„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“

Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Heil­brigð­istúrismi hefur verið að ryðja sér til rúms í íslensku sam­fé­lagi og því miður er það þannig að við erum í vax­andi mæli að flytja fólk úr landi í aðgerðir erlendis með til­heyr­andi óþæg­indum fyrir við­kom­andi og með óþarfa kostn­aði fyrir íslenskt sam­fé­lag.“

Þannig hóf Hanna Katrín Frið­riks­son þing­flokks­for­maður Við­reisnar ræðu sína undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í lið­inni viku.

Hún sagði að sam­kvæmt við­mið­un­ar­mörkum land­læknis ættu 80 pró­sent að kom­ast í aðgerðir innan 30 daga frá grein­ingu. „Ég er hrædd um að þetta hljómi eins og lélegt grín í eyrum þeirra fjöl­mörgu sem hafa setið föst á biðlistum mán­uðum og jafn­vel árum saman eftir til­teknum úrræð­u­m.“

Auglýsing

Mót­staða rík­is­stjórn­ar­innar ekki til komin vegna þess að þekk­ingu skorti

Hanna Katrín sagði jafn­framt að ein sér­kenni­leg­asta birt­ing­ar­myndin af þess­ari stöðu væri „svo þessi heil­brigð­istúris­mi“ þar sem fjöldi fólks væri fluttur út í aðgerðir þegar biðin er orðin of löng hér heima.

„Þessi útflutn­ingur á sér stað í vax­andi mæli í lið­skipta­að­gerð­um, í efna­skipta­að­gerð­um, svoköll­uðum offitu­að­gerðum og svo aðgerðum vegna endó­metríósu, þó svo að hér á landi séu sér­fræð­ingar sem geta sinnt þess­ari þjón­ustu allri.

Mót­staða rík­is­stjórn­ar­innar er ekki til komin vegna þess að það skorti þekk­ingu, færni eða aðstoð sem þessir aðilar geta boð­ið. Mót­staða rík­is­stjórn­ar­innar er heldur ekki til komin vegna þess að það sé ódýr­ara að flytja fólk í aðgerðir til útlanda. Nei, vax­andi útflutn­ingur á fólki í aðgerðir erlend­is, sem í þokka­bót eru mun dýr­ari lausnir en þær sem eru í boði hér heima, er vegna þess að rík­is­stjórnin vill ekki semja við íslenska einka­að­ila og ein­hverra hluta vegna er sú mót­staða ekki fyrir hendi þegar verið er að fela erlendum einka­að­ilum þessar aðgerð­ir,“ sagði hún.

Hanna Katrín spurði hvernig stæði á „þess­ari vit­leysu“.

„Það er auð­vitað svo að það þarf að líta á heil­brigð­is­kerfið okkar í heild þegar tekin er ákvörðun um hver sinnir hverju. En er í alvöru til of mik­ils ætl­ast að stjórn­völd ráði við það verk­efni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks og að ég tali nú ekki um þá frá­leitu sóun fjár­muna sem hér er í gangi? Eigum við ekki í alvöru að fara að gera bet­ur?“ spurði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent