Vernd eða virkjun Héraðsvatna – að vandlega athuguðu máli

Snorri Zóphóníasson og Guðni A. Jóhannesson telja að það væri skaðlegt fljótræði ef Alþingi samþykkti á grundvelli ófullkominna upplýsinga tillögu verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar um að setja virkjanir í Héraðsvötnum í verndarflokk.

Auglýsing

Í umfjöllun um nið­ur­stöður verk­efn­is­stjórnar þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar lýsti for­maður verk­efn­is­stjórnar því ítrekað yfir að nefndin teldi ekki að hún ætti að taka til­lit til jákvæðra áhrifa nýrra virkj­ana á kolefn­is­bú­skap og hlýnun and­rúms­lofts­ins ef orkan frá þeim væri notuð í stað jarð­efna­elds­neyt­is. Nefndin gerði heldur ekk­ert með ábend­ingar um að vatna­fræði­legar for­sendur hennar um vatns­bú­skap flóða­svæða Hér­aðs­vatna í Skaga­firði væru vafa­samar og nei­kvæð áhrif miðl­unar í Aust­ari-­Jök­ulsá á líf­ríki þeirra því stór­lega ofmet­in.

Enn­fremur er í áætl­unum um Bug­slón skipu­lagðar stíflur og varnir þannig að lónið hafi ekki áhrif á svo­kall­aðar Orra­vatns­rúst­ir. Úr nið­ur­stöðu verk­efn­is­stjórnar má hins vegar lesa að þeim verði rask­að. Það er skoðun grein­ar­höf­unda að vel athug­uðu máli að til­laga verk­efn­is­stjórnar um afdrif virkj­ana­kosta í Aust­ari-­Jök­ulsá í Skaga­firði þurfi mun ítar­legri umfjöllun áður en þeim verði ráð­stafað í vernd eða nýt­ingu.

Almennt þarf líka við grein­ingu sam­fé­lags­legra áhrifa að taka til­lit til þeirra stað­reynda sem nú liggja fyrir um orku­þörf vegna orku­skipta og fram­tíðar upp­bygg­ingar í land­inu. Nú er líka hafið stríð í Evr­ópu og alvar­legur orku­skortur fyr­ir­sjá­an­legur með hækk­andi orku­verði. Því þurfum við Íslend­ingar hugs­an­lega að hraða enn frekar upp­bygg­ingu á fram­leiðslu raf­elds­neytis sem hluta af sam­starfi við okkar banda­lags­þjóðir um lausnir til þess að draga úr nei­kvæðum áhrifum við­skipta­þving­ana og óreiðu á orku­mark­aði á öryggi, efna­hags­líf og almenn lífs­kjör .

Auglýsing

Ein­hliða sjálf­bærni­grein­ing

Lög­gjöfin um ramma­á­ætlun kveður á um alhliða sjálf­bærni­grein­ingu í anda þeirrar stefnu sem kennd er við Gro Harlem Brundtland fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs, þ.e. nátt­úru­fræði­lega grein­ingu, grein­ingu á áhrifum á menn­ingu og atvinnu­hætti, sam­fé­lags­lega þætti og áhrif á efna­hags­líf­ið. Í þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar má telja að fyrstu tveimur þátt­unum hafi verið sinnt af nokkrum metn­aði. Það liggja fyrir grein­ingar á áhrifa­þáttum sem varða nátt­úru­far, ferða­mennsku og menn­ing­arminjar í nákvæmum excel­skjölum þannig að ekki þarf að huga að því að taka upp rökin eftir þá vinnu.

Hins vegar hafa frá fyrstu grein­ingum ramma­á­ætl­unar verið felld inn ný og teygj­an­leg áherslu­at­riði eins og víð­erni, minja- og menn­ing­ar­heildir og allt sem hönd á festir hefur þar verið fært undir skil­greind vernd­ar­and­lög eins og vot­lendi og eld­hraun. Það skortir því hvergi elds­mat þegar menn byrja að safna glóðum elds að höfði nýrra virkj­ana­á­fanga. Það sem áður sner­ist um að vernda afmörkuð verð­mæt nátt­úru­fyr­ir­brigði fyrir raski og spjöllum hefur í mjög auknum mæli farið að snú­ast um hug­læg orsaka­sam­hengi þar sem það er talið rýra veru­lega gæði upp­lif­unar við skoðun nátt­úru og menn­ing­arminja að sjá eða vita af orku­mann­virkjum í jafn­vel tuga kíló­metra fjar­lægð. Verð­mæt­asti útsýn­is­staður á land­inu er, án sam­lík­ing­ar, Hakið við Þing­valla­vatn. Frá Hak­inu blasir Nesja­valla­virkjun við í 13 km fjar­lægð. Með aðferða­fræði þriðja áfanga Ramma­á­ætl­unar myndi virkj­unin gjör­sam­lega rústa verð­mæti Haks­ins sem ferða­manna­staðar og verð­mætum menn­ing­ar­heild­um.

Ávinn­ingur og tap

Hér að neðan munum við fjalla nánar um helstu ástæður þess að verk­efn­is­stjórn lagði til að Skaga­fjarða­virkj­anir yrðu settar í vernd­ar­flokk. En end­an­leg ákvörðun getur ekki byggt ein­göngu á því sem tap­ast heldur einnig á því sem ávinnst. Sem dæmi þá myndi Skata­staða­virkjun fram­leiða um eina Ter­awatt­stund á ári eða einn millj­arð kílówatt­stunda. Ef sölu­verð á raf­orku er 4 kr á kWst skapar sú orka tekjur sem nema 4 millj­örðum á ári. Útflutn­ings­tekjur frá raf­orku­tengdum iðn­aði skila nú um 25 millj­örðum á hverja Ter­awatt­stund og í fram­tíð­inni má sjá fram á minni áfanga og fjöl­breytt­ari fyr­ir­tækjaflóru í þessum geira. Þetta mun með mark­vissum orku­skiptum skila auk­inni fram­legð, fleiri vel laun­uðum störfum og mögu­leikum til auk­innar sjáf­bærni í öðrum greinum eins og sjáv­ar­út­vegi og ferða­mennsku.

Ef þessi orka kæmi í stað­inn fyrir ósjálf­bæra orku­gjafa eins og jarð­efna­elds­neyti, hvort sem það er inn­an­lands eða í alþjóða­við­skipt­um, þá gæti nýt­ing hennar hindrað koltví­sýr­ingslosun sem nemur milljón tonnum á ári sem er u.þ.b. jafn mikið og heild­ar­losun bif­reiða, fiski­skipa,og milli­landa­flugs á Íslandi 2018. Virkjun í Skaga­firði myndi binda saman og auka enn á öryggi í sam­felldu sterku virkj­ana- og flutn­ings­svæði frá Fljóts­dals­virkjun að Blöndu. Tengi­punktur í Skaga­firði með vatns­afls­virkjun og sterkar flutn­ings­línur til beggja átta myndi vera í sér­flokki hvað varðar afhend­ingar­ör­yggi orku og sér­stak­lega ef horft er til þess að virkj­unin væri utan gos­belt­is­ins og þekktra ham­fara­svæða. Staða Skaga­fjarðar til þess að efla atvinnu­líf og laða að nýja fjár­fest­inga­kosti myndi gjör­breyt­ast. Alla þessa þætti sem og auð­vitað áhrif á flúða­sigl­ingar og hesta­ferðir þarf að vega með ábyrgum hætti inn í heild­ardæmið, áður en ákvörðun er tekin um hugs­an­lega vernd eða nýt­ingu.

Mynd 1. Vik frá meðalrennsli valinna vatnsfalla í % vatnsárið 2013/2014. Vatnsföll í landfræðilegri röð frá Suðurlandi, og réttsælis um landið.

Mynd 2. Vik frá meðalrennsli valinna vatnsfalla  í % vatnsárið 2107/2018.

Myndir 1 og 2 sýna mik­inn breyti­leika eftir lands­hlutum og á milli ára.

Vatns­bú­skapur sunnan og norðan hálendis

Eins og lands­menn hafa orðið vitni að und­an­farna mán­uði getur vatns­bú­skapur verið breyti­legur milli ára. Ólík­legt er að margir sem ekki liggja yfir rennsl­is­gögnum geri sér grein fyrir því hve mikil sveiflan er og hvernig hún er breyti­leg á milli lands­hluta. Brautir lægða liggja gjarnan á svip­aðan hátt um nokk­urt tíma­bil og er þá stundum talað um lægða­rennu. Hluti lands­ins í getur þá verið í úrkomu­skugga á meðan úrkomu­samt er öðrum stöð­um. Þannig getur dregið úr rennsli til virkj­ana á Þjórs­ár­svæð­inu á meðan rennslið í jök­ul­ánum fyrir norðan er langt yfir með­al­tali, sjá myndir 1. og 2. Stór hluti virkj­aðs vatns­afls á Íslandi er á Þjórs­ár- og Tungna­ár­svæð­inu. Árs­fram­boð raf­orku á land­inu sveifl­ast því mikið með ástand­inu þar. Ef lögð verður áhersla á frek­ari virkj­anir þar án áherslu á aðra lands­hluta eykur það enn á þá sveiflu.

Rennsli vatns­falla í ein­stökum lands­hlutum getur og verið undir lang­tíma­með­al­tali mörg ár í röð, sjá mynd 3. Dreif­ing virkj­ana um landið með góðri teng­ingu mundi minnka þessar fram­boðs­sveiflur og auka nýt­ingu. Sam­keyrsla vatns­afls­virkj­ana sem nýta vatn úr miðl­un­ar­lónum virkj­ana á Þjórs­ár­svæð­inu með virkj­unum í jök­ul­ánum á norð­an­verðu land­inu er þess vegna mjög æski­leg og til þess fallin að skapa meira orku­ör­yggi á land­inu.

Við skipu­lag hugs­an­legra vind­orku­garða er einnig mik­il­vægt að þeir séu á mis­mun­andi veð­ur­svæðum og að gert sé ráð fyrir samnýt­ingu þeirra og miðl­un­ar­lóna vatns­orku­ver­anna. Það segir fjarri því allt um virkjun hversu mörg megawött hún er, en mun meira hver orku­fram­leiðsla hennar er í kílóvatt­stund­um. Hugs­an­lega verða nýjar vatns­afls­virkj­anir með miðl­un­ar­lóni, byggðar með víð­ari vatns­vegum og afl­meiri túrbín­um. Þannig væri hægt að ganga hratt á vatns­forð­ann og fram­leiða mikið þegar fram­boð á vind­orku er minna, en vatni væri safnað í lónin þess á milli. Þannig er hægt að nýta vindraf­stöðvar án þess að vera alger­lega háður sveiflu­kenndu fram­boði þeirra. Skata­staða­virkjun C er virkjun með stóru miðl­un­ar­lóni.

Heild­ar­rennsli vatns­falla frá ári til árs getur breyst um tugi pró­senta. Eins og sjá má á mynd 3 fyrir Djúpá í Fljóts­hverfi geta léleg vatnsár varað sam­fellt í mörg ár.

Mynd 3. Vik rennslis Djúpár í Fljótshverfi frá meðalrennsli í % á árabilinu  1969 til 2017. Árin 1987 til 1979 er dæmi um langt samfellt tímabil þar sem rennslið er allt að 30 % undir meðalrennsli.

Áhrif virkj­ana á flæði­engjar stór­lega ofmetin

Sem dæmi um nei­kvæð áhrif af völdum virkj­un­ar­innar er nefnt að flæði­engjar við Hér­aðs­vötn í Skaga­firði muni ekki lengur fá yfir sig leys­inga­flóð á vorin ef farið verður að stýra rennsl­inu og stöðva leys­inga­vatnið uppi á heiði. Seinni hluta sum­ars, í júlí og ágúst, þegar vatnið í Hér­aðs­vötnum er mettað af jökulaur flæðir aldrei þarna yfir. Hins vegar liggur vatn og ís yfir svæð­inu á vetrum vegna fyr­ir­stöðu ísskara. Það væri frekar að ágangur vatns ykist þegar virkj­unin væri keyrð með mik­illi vatns­notkun um miðjan vet­ur. Síð­ast­liðin fimm ár hefur verið rek­inn af Veð­ur­stofu Íslands sírit­andi vatns­hæð­ar­mælir í Glaum­bæjareyju.

Sjá má á mynd 4. að vatns­hæðin ræðst af ísmyndun og klaka­stíflum en ekki mikið af rennsli við Skata­staði. Yfir­borð lands­ins við mæl­inn er í 5,64 m yfir sjáv­ar­máli. Í þau skipti sem flæðir yfir er það utan jök­ul­leys­inga­tíma eins og sjá má á mynd. Flóð­topp­ur­inn um mán­að­ar­mótin maí/júní við Skata­staði er snjó­leys­ing úr dölum og hlíðum og lægri hluta heið­ar­inn­ar. Gögn frá vatns­hæð­ar­mæli við Grund­ar­stokk í Hér­aðs­vötnum eru sam­stíga þessu.

Mikil breyt­ing hefur orðið á far­vegi Hér­aðs­vatna síðan 1930. Öfl­ugur veitu­garður var settur inn við Vind­heima gagn­gert til þess að varna því að vötnin leit­uðu vestur í Hús­eyj­ar­kvísl og minnka þannig álagið á flæði­engjar vest­an­megin við Hegra­nesið og draga úr land­broti í Hólm­in­um. Mörgum bakka­vörnum og görðum hefur einnig verið ýtt upp. Skurðir voru grafnir í flæði­engjar til þess að gera landið vél­tækt og breytt­ist flóran þá mik­ið. Nú þeg­ar, eru aðstæður við flæði­engja­svæði því mikið breyttar af manna­völdum vegna sjón­ar­miða sem ríkt hafa um nýt­ingu á land­inu og vart er hægt að skil­greina þau sem flæði­engjar leng­ur.

Frek­ari gögn frá fleiri vatns­hæð­ar­mælum á vatna­svæði Hér­aðs­vatna liggja fyr­ir, sem og nið­ur­stöður aur­burð­ar­rann­sókna sem rennt gætu frek­ari stoðum undir grein­ingu á hugs­an­legum áhrifum virkj­unar í Aust­ari-­Jök­ulsá á frjó­semi og nátt­úru grund­anna umhverfis Hér­aðs­vötn.

Mynd 4. Vatnshæð, blái ferillinn, í grunnvatnsmæliröri sem er í Glaumbæjareyju í Skagafirði. Yfirborð landsins er í 5,64 m y.s. Rauði ferillinn sýnir rennsli Austari-Jökulsár vatnsárið 2019/2020.

Vatns­ag­inn yfir land­inu seinni hluta vetrar hlýst helst af því að áin bólgnar upp vegna ísmynd­un­ar.

Loka­orð

Að vel athug­uðu máli er það skoðun grein­ar­höf­unda að það væri mikið og skað­legt fljótræði ef Alþingi sam­þykkti á grund­velli ófull­kom­inna upp­lýs­inga og án frek­ari grein­ingar til­lögu verk­efn­is­stjórnar þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar um að setja virkj­anir í Hér­aðs­vötnum og þá sér­stak­lega þann kost sem nefn­ist Skata­staða­virkun C í vernd­ar­flokk.

Snorri Zóph­ón­ía­son er jarð­fræð­ingur og hefur unnið að vatna­rann­sóknum hjá Vatna­mæl­ingum Orku­stofn­unar og síðar Veð­ur­stof­unnar um ára­tuga skeið.

Guðni A. Jóhann­es­son er verk­fræð­ingur og fyrr­ver­andi pró­fessor við Kon­ung­lega verk­fræði­há­skól­ann í Stokk­hólmi og orku­mála­stjóri.

Greinin byggir á gögnum um vatnafar frá Veð­ur­stofu Íslands og Lands­virkj­un, nið­ur­stöðum þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar og upp­lýs­ingum frá heima­mönn­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar