Bankasala og skortur á samkeppni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir augljóst að skynsamasta lausnin til að auka samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði sé að taka upp evru.

Auglýsing

Þing­flokkur Við­reisnar er í grunn­inn sam­mála rík­is­stjórn­inni um að óskyn­sam­legt sé að binda pen­inga skatt­borgar­anna í banka­starf­semi í jafn ríkum mæli og við höfum gert í all­mörg ár. Við höfum stutt hug­myndir um sölu hlut rík­is­ins í Íslands­banka en jafn­framt lagt áherslu á að ríkið verði kjöl­festu­fjár­festir í einum banka og gegn­sæi ríki við sölu hlut­ar­ins í Íslands­banka. Við höfum einnig und­ir­strikað að and­virði söl­unnar fari í nið­ur­greiðslu skulda rík­is­sjóðs og skýrt afmark­aðar inn­viða­fjár­fest­ing­ar.

Eigi að síður er að mörgu að hyggja þegar hluta­bréf rík­is­sjóðs eru seld. Þar koma ýmis efni til skoð­un­ar. Frá mínum bæj­ar­dyrum séð hefur rík­is­stjórnin horft fram hjá sumum mik­il­væg­ustu álita­efn­unum þótt margt hafi tek­ist þokka­lega út frá því umhverfi sem við búum nú við.

Lengi hefur legið fyrir í mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að sam­keppni á banka­mark­aði er ófull­nægj­andi. Virk sam­keppni á þessu sviði er ekki síður mik­il­væg fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki en eign­ar­hald­ið. Jafn­vel mik­il­væg­ari.

Skortur á virkri sam­keppni á fjár­mála­mark­aði

Rík­is­stjórnin hefur ein­blínt á eign­ar­hald hluta­bréf­anna en látið eins og sala á þeim leysi öll vanda­mál. Það er bara ekki raun­in. Við höfum aldrei heyrt ráð­herrana tala um mik­il­vægi virkrar sam­keppni til þess að bæta hag við­skipta­manna bank­anna. Því síður höfum við heyrt þá leggja á ráðin um úrbæt­ur.

Auglýsing
Augljóst er að skyn­samasta lausnin til að auka sam­keppni á fjár­mála­mark­aði er að taka upp evru. Fram­kvæmda­stjóri Deutsche Bank á Norð­ur­löndum sagði engan vafa leika á að íslenska krónan væri stór hindrun fyrir alþjóð­lega banka á að hefja hér starf­semi. Ákvörðun um að vera utan Evru­sam­starfs­ins er því ákvörðun um fákeppni á fjár­mála­mark­aði með til­heyr­andi tjóni fyrir neyt­end­ur. 

Rík­is­stjórnin horfir líka fram hjá þeim sér­staka vanda að hér er mjög lítið einka­fjár­magn. Íslands­banki er áfram í félags­legri eigu. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru nefni­lega stærstu kaup­end­urn­ir. Iðgjöld­in, sem þeir ávaxta með fjár­fest­ing­um, eru ein­fald­lega skatt­pen­ingar almenn­ings, inn­heimtir með sama hætti og aðrir skatt­ar.  

Nú eru líf­eyr­is­sjóð­irnir traustir eig­endur með sama hætti og rík­is­sjóð­ur. Það er því ekki umkvört­un­ar­efni. Vand­inn er að breytt félags­legt eign­ar­hald á bönk­unum er allt of ein­hæft. Litlar líkur eru því á að það eitt og sér leiði til auk­innar sam­keppni.

Hænu­skref tekin því krónan hamlar

Félags­legt fjár­magn líf­eyr­is­sjóð­anna er nú ráð­andi í þeim tveimur bönkum sem rík­is­sjóður er ekki lengur meiri­hluta­eig­andi í.  Það er ekki unnt að tala um raun­veru­lega einka­væð­ingu í þessu sam­heng­i. 

Að auki er félags­legt fjár­magn líf­eyr­is­sjóð­anna ráð­andi í flestum stærstu skráðu fyr­ir­tækj­un­um. Með öðrum orð­um: Það er kom­inn upp sá vandi að sjóð­irnir eru stórir eig­endur að bönk­unum sam­hliða því að eiga helstu við­skipta­vini þeirra. Í því gæti verið fólgin of mikil áhætta. 

Til við­bótar þessu ætlar rík­is­stjórnin bara að stíga hænu­skref í að auka heim­ildir líf­eyr­is­sjóð­anna til að fjár­festa erlend­is. Mikil tak­mörkun á erlendum fjár­fest­ingum líf­eyr­is­sjóða veikir sam­keppn­isum­hverfið og skapar hættu á eigna­ból­u­m. 

Sjálfir hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir bent á tals­verða hættu á ruðn­ings­á­hrifum og bólu­myndun á inn­lendum eigna­mark­aði. Það getur leitt til þess að inn­lend eigna­söfn líf­eyr­is­sjóða verði að ein­hverju leyti ósjálf­bær til fram­tíð­ar. Það fer auð­vitað gegn hags­munum sjóðs­fé­laga. Ástæðan fyrir þessu hænu­skrefi rík­is­stjórn­ar­innar er á end­anum íslenska krón­an. Er þetta enn ein birt­ing­ar­myndin af þeim mikla kostn­aði sem hlýst af okkar litla gjald­miðli.

Til­flutn­ingur á félags­legu eign­ar­haldi á bönkum frá rík­is­sjóði til líf­eyr­is­sjóða er í sjálfu sér sak­laus aðgerð. Hún breytir hins vegar litlu. Og sára­litlu þegar kemur að sam­keppni. Við þurfum því rík­is­stjórn, sem er til­búin til að takast á við þau raun­veru­legu vanda­mál sem blasa við á þessu sviði og trúir á mátt sam­keppn­inn­ar.   

Höf­undur er for­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar