Bankasala og skortur á samkeppni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir augljóst að skynsamasta lausnin til að auka samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði sé að taka upp evru.

Auglýsing

Þing­flokkur Við­reisnar er í grunn­inn sam­mála rík­is­stjórn­inni um að óskyn­sam­legt sé að binda pen­inga skatt­borgar­anna í banka­starf­semi í jafn ríkum mæli og við höfum gert í all­mörg ár. Við höfum stutt hug­myndir um sölu hlut rík­is­ins í Íslands­banka en jafn­framt lagt áherslu á að ríkið verði kjöl­festu­fjár­festir í einum banka og gegn­sæi ríki við sölu hlut­ar­ins í Íslands­banka. Við höfum einnig und­ir­strikað að and­virði söl­unnar fari í nið­ur­greiðslu skulda rík­is­sjóðs og skýrt afmark­aðar inn­viða­fjár­fest­ing­ar.

Eigi að síður er að mörgu að hyggja þegar hluta­bréf rík­is­sjóðs eru seld. Þar koma ýmis efni til skoð­un­ar. Frá mínum bæj­ar­dyrum séð hefur rík­is­stjórnin horft fram hjá sumum mik­il­væg­ustu álita­efn­unum þótt margt hafi tek­ist þokka­lega út frá því umhverfi sem við búum nú við.

Lengi hefur legið fyrir í mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að sam­keppni á banka­mark­aði er ófull­nægj­andi. Virk sam­keppni á þessu sviði er ekki síður mik­il­væg fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki en eign­ar­hald­ið. Jafn­vel mik­il­væg­ari.

Skortur á virkri sam­keppni á fjár­mála­mark­aði

Rík­is­stjórnin hefur ein­blínt á eign­ar­hald hluta­bréf­anna en látið eins og sala á þeim leysi öll vanda­mál. Það er bara ekki raun­in. Við höfum aldrei heyrt ráð­herrana tala um mik­il­vægi virkrar sam­keppni til þess að bæta hag við­skipta­manna bank­anna. Því síður höfum við heyrt þá leggja á ráðin um úrbæt­ur.

Auglýsing
Augljóst er að skyn­samasta lausnin til að auka sam­keppni á fjár­mála­mark­aði er að taka upp evru. Fram­kvæmda­stjóri Deutsche Bank á Norð­ur­löndum sagði engan vafa leika á að íslenska krónan væri stór hindrun fyrir alþjóð­lega banka á að hefja hér starf­semi. Ákvörðun um að vera utan Evru­sam­starfs­ins er því ákvörðun um fákeppni á fjár­mála­mark­aði með til­heyr­andi tjóni fyrir neyt­end­ur. 

Rík­is­stjórnin horfir líka fram hjá þeim sér­staka vanda að hér er mjög lítið einka­fjár­magn. Íslands­banki er áfram í félags­legri eigu. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru nefni­lega stærstu kaup­end­urn­ir. Iðgjöld­in, sem þeir ávaxta með fjár­fest­ing­um, eru ein­fald­lega skatt­pen­ingar almenn­ings, inn­heimtir með sama hætti og aðrir skatt­ar.  

Nú eru líf­eyr­is­sjóð­irnir traustir eig­endur með sama hætti og rík­is­sjóð­ur. Það er því ekki umkvört­un­ar­efni. Vand­inn er að breytt félags­legt eign­ar­hald á bönk­unum er allt of ein­hæft. Litlar líkur eru því á að það eitt og sér leiði til auk­innar sam­keppni.

Hænu­skref tekin því krónan hamlar

Félags­legt fjár­magn líf­eyr­is­sjóð­anna er nú ráð­andi í þeim tveimur bönkum sem rík­is­sjóður er ekki lengur meiri­hluta­eig­andi í.  Það er ekki unnt að tala um raun­veru­lega einka­væð­ingu í þessu sam­heng­i. 

Að auki er félags­legt fjár­magn líf­eyr­is­sjóð­anna ráð­andi í flestum stærstu skráðu fyr­ir­tækj­un­um. Með öðrum orð­um: Það er kom­inn upp sá vandi að sjóð­irnir eru stórir eig­endur að bönk­unum sam­hliða því að eiga helstu við­skipta­vini þeirra. Í því gæti verið fólgin of mikil áhætta. 

Til við­bótar þessu ætlar rík­is­stjórnin bara að stíga hænu­skref í að auka heim­ildir líf­eyr­is­sjóð­anna til að fjár­festa erlend­is. Mikil tak­mörkun á erlendum fjár­fest­ingum líf­eyr­is­sjóða veikir sam­keppn­isum­hverfið og skapar hættu á eigna­ból­u­m. 

Sjálfir hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir bent á tals­verða hættu á ruðn­ings­á­hrifum og bólu­myndun á inn­lendum eigna­mark­aði. Það getur leitt til þess að inn­lend eigna­söfn líf­eyr­is­sjóða verði að ein­hverju leyti ósjálf­bær til fram­tíð­ar. Það fer auð­vitað gegn hags­munum sjóðs­fé­laga. Ástæðan fyrir þessu hænu­skrefi rík­is­stjórn­ar­innar er á end­anum íslenska krón­an. Er þetta enn ein birt­ing­ar­myndin af þeim mikla kostn­aði sem hlýst af okkar litla gjald­miðli.

Til­flutn­ingur á félags­legu eign­ar­haldi á bönkum frá rík­is­sjóði til líf­eyr­is­sjóða er í sjálfu sér sak­laus aðgerð. Hún breytir hins vegar litlu. Og sára­litlu þegar kemur að sam­keppni. Við þurfum því rík­is­stjórn, sem er til­búin til að takast á við þau raun­veru­legu vanda­mál sem blasa við á þessu sviði og trúir á mátt sam­keppn­inn­ar.   

Höf­undur er for­maður Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar