Að snúa aftur á vinnustað

Ingrid Kuhlman gefur ráðleggingar til þeirra sem eru að snúa aftur til skrifstofulífsins eftir COVID.

Auglýsing

Það tók tíma og þol­in­mæði að aðlag­ast umskipt­unum þegar skrif­stofu­starfs­menn um heim allan voru snögg­lega sendir heim vegna heims­far­ald­urs­ins. Við þurftum að læra á alls kyns sam­skipta- og sam­vinnu­tól og kenna börn­unum heima á meðan við vorum á sama tíma að reyna að standa skil á verk­efn­um. Við lærðum líka að takast á við trufl­anir frá gælu­dýrum og stöðuga nálægð okkar við sófann, ísskáp­inn og Net­fl­ix. Síð­ustu tvö ár höfum við upp­lifað annað form af ein­beit­ingu, lært að vinna öðru­vísi og sam­þætta betur kröfur starfs og einka­lífs. Nú þegar við erum loks búin að ná tökum á heima­vinn­unni eru vinnu­staðir farnir að kalla okkur aftur inn á skrif­stof­una.

Sumir hafa verið að telja niður dag­ana þar til þeir geta notið vinnunæðis á skrif­stof­unni og hitt vinnu­fé­lag­ana. Fyrir aðra getur það verið ögrandi að mæta aftur á skrif­stof­una.

Hér á eftir fylgja nokkrar ráð­legg­ingar fyrir þá sem eru að snúa aftur til skrif­stofu­lífs­ins:

Auglýsing

Skyndi­lega heldur eng­inn fjar­lægð

Jafn­vel fyrir full­bólu­setta getur það verið óþægi­leg til­finn­ing í fyrstu að vera umkringdir fólki eftir að hafa upp­lifað hætt­una af því að vera of nálægt annarri mann­eskju í heil tvö ár. Nýleg könnun sýndi sem dæmi að tveir þriðju hlutar banda­rískra starfs­manna kvíða því að snúa aftur á vinnu­stað­inn og segj­ast ótt­ast um heilsu sína og vellíð­an.

Ef þú upp­lifir óör­yggi eða kvíða í návist ann­arra, t.d. í lyft­unni, mötu­neyt­inu eða fund­ar­her­berg­inu, er gott að gefa þér smá stund til að staldra við og taka eftir því sem er að ger­ast innra með þér. Upp­li­f­irðu auk­inn hjart­slátt? Breyt­ist and­ar­drátt­ur­inn þegar þú ferð inn í rými sem er fullt af fólki? Settu síðan hönd­ina á kvið­inn og and­aðu hægt og rólega inn um nefið og síðan hægt út um munn­inn. Þegar skiln­ing­ar­vitin eru örvuð gleymum við oft að beita djúpri önd­un. Að taka eftir við­brögðum lík­am­ans og nota síðan önd­un­ina hefur róandi áhrif á tauga­kerf­ið.

Breytt rútína

Eftir að hafa tekið fundi við eld­hús­borðið og unnið í nátt­föt­unum getur það verið áskorun að þurfa að stilla vekjara­klukk­una, klæða sig og mæta til vinnu. Á móti kemur að skilin milli vinnu og einka­lífs verða ljós­ari þar sem ferða­tím­inn í og úr vinnu skapar eðli­leg skil. Það gæti tekið smá æfingu að kom­ast aftur inn í morg­un­rútín­una. Hægt er að aðlag­ast smám sam­an, t.d. tveimur vikum áður en þú snýrð aftur á vinnu­stað, með því að æfa eitt nýtt verk­efni á dag (t.d. að láta vekjara­klukk­una hringja og fara í sturtu) og bæta síðan við fleiri verk­efnum á tveggja til þriggja daga fresti, eins og að velja vinnu­fatnað eða und­ir­búa nesti. Þegar við æfum nýjar venjur þurfum við ekki að gera þær allar í einu.

Bólu­setn­ing­ar­staða ann­arra

Nema þú hafir séð vinnu­fé­laga þína birta myndir af sér í Laug­ar­dals­höll á sam­fé­lags­miðlum getur verið erfitt að vita bólu­setn­ing­ar­stöðu þeirra, sem getur valdið streitu þegar þú ert að spjalla við þá við kaffi­vél­ina eða situr við hlið­ina á þeim í fund­ar­her­berg­inu, sér­stak­lega ef þú ert með und­ir­liggj­andi sjúk­dóm. Í stað þess að stofna til átaka er betra að ein­beita þér að því sem þú getur sjálf(­ur) gert til að láta þér líða vel. Vertu með á hreinu hvað skapar þér öryggi, eins og t.d. að forð­ast handa­band og heilsa fólki með oln­bog­an­um, halda fjar­lægð, nota hand­spritt og/eða grímu inn­an­dyra. Gott er að ræða við yfir­mann ef þú hefur miklar áhyggjur af því að snúa aftur á vinnu­stað.

Hlúum að sjálfum okkur

Eitt af því sem við sinntum vel meðan á heims­far­aldr­inum var að hlúa að sjálfum okk­ur, hvort sem það var með jóga á Teams í hádeg­inu, róandi gleði köku­bakst­urs eða því að rækta með okkur ást á garð­yrkju. Þó að við séum aftur mætt á skrif­stof­una þurfum við ekki að sleppa því sem skap­aði ró, hvort sem það er að hlusta á tón­list, mála, lesa bæk­ur, laga bíl­inn eða æfa nýja færni. Að gleyma sér í ein­hverju gefur heil­anum tæki­færi til að sleppa og virkja sköp­un­ar­kraft­inn.

Er kom­inn tími á breyt­ing­ar?

Heims­far­ald­ur­inn gaf okkur öllum mik­inn tíma til að hug­leiða fram­tíð­ina. Mögu­lega hef­urðu áttað þig á því að þig langar ekki aftur í sama far­ið. Þetta er því hent­ugur tími til að hugsa um starfs­fer­il­inn. Ef þér finnst kom­inn tími á breyt­ingar gæti þurft að dusta rykið af fer­il­skránni. Hugs­aðu um hvernig þú gætir nýtt tæki­færin og mögu­leik­ana sem bjóð­ast í breyttri fram­tíð vinn­unn­ar. Hafðu samt líka í huga að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin og oft má gera gott enn betra.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar