Að snúa aftur á vinnustað

Ingrid Kuhlman gefur ráðleggingar til þeirra sem eru að snúa aftur til skrifstofulífsins eftir COVID.

Auglýsing

Það tók tíma og þol­in­mæði að aðlag­ast umskipt­unum þegar skrif­stofu­starfs­menn um heim allan voru snögg­lega sendir heim vegna heims­far­ald­urs­ins. Við þurftum að læra á alls kyns sam­skipta- og sam­vinnu­tól og kenna börn­unum heima á meðan við vorum á sama tíma að reyna að standa skil á verk­efn­um. Við lærðum líka að takast á við trufl­anir frá gælu­dýrum og stöðuga nálægð okkar við sófann, ísskáp­inn og Net­fl­ix. Síð­ustu tvö ár höfum við upp­lifað annað form af ein­beit­ingu, lært að vinna öðru­vísi og sam­þætta betur kröfur starfs og einka­lífs. Nú þegar við erum loks búin að ná tökum á heima­vinn­unni eru vinnu­staðir farnir að kalla okkur aftur inn á skrif­stof­una.

Sumir hafa verið að telja niður dag­ana þar til þeir geta notið vinnunæðis á skrif­stof­unni og hitt vinnu­fé­lag­ana. Fyrir aðra getur það verið ögrandi að mæta aftur á skrif­stof­una.

Hér á eftir fylgja nokkrar ráð­legg­ingar fyrir þá sem eru að snúa aftur til skrif­stofu­lífs­ins:

Auglýsing

Skyndi­lega heldur eng­inn fjar­lægð

Jafn­vel fyrir full­bólu­setta getur það verið óþægi­leg til­finn­ing í fyrstu að vera umkringdir fólki eftir að hafa upp­lifað hætt­una af því að vera of nálægt annarri mann­eskju í heil tvö ár. Nýleg könnun sýndi sem dæmi að tveir þriðju hlutar banda­rískra starfs­manna kvíða því að snúa aftur á vinnu­stað­inn og segj­ast ótt­ast um heilsu sína og vellíð­an.

Ef þú upp­lifir óör­yggi eða kvíða í návist ann­arra, t.d. í lyft­unni, mötu­neyt­inu eða fund­ar­her­berg­inu, er gott að gefa þér smá stund til að staldra við og taka eftir því sem er að ger­ast innra með þér. Upp­li­f­irðu auk­inn hjart­slátt? Breyt­ist and­ar­drátt­ur­inn þegar þú ferð inn í rými sem er fullt af fólki? Settu síðan hönd­ina á kvið­inn og and­aðu hægt og rólega inn um nefið og síðan hægt út um munn­inn. Þegar skiln­ing­ar­vitin eru örvuð gleymum við oft að beita djúpri önd­un. Að taka eftir við­brögðum lík­am­ans og nota síðan önd­un­ina hefur róandi áhrif á tauga­kerf­ið.

Breytt rútína

Eftir að hafa tekið fundi við eld­hús­borðið og unnið í nátt­föt­unum getur það verið áskorun að þurfa að stilla vekjara­klukk­una, klæða sig og mæta til vinnu. Á móti kemur að skilin milli vinnu og einka­lífs verða ljós­ari þar sem ferða­tím­inn í og úr vinnu skapar eðli­leg skil. Það gæti tekið smá æfingu að kom­ast aftur inn í morg­un­rútín­una. Hægt er að aðlag­ast smám sam­an, t.d. tveimur vikum áður en þú snýrð aftur á vinnu­stað, með því að æfa eitt nýtt verk­efni á dag (t.d. að láta vekjara­klukk­una hringja og fara í sturtu) og bæta síðan við fleiri verk­efnum á tveggja til þriggja daga fresti, eins og að velja vinnu­fatnað eða und­ir­búa nesti. Þegar við æfum nýjar venjur þurfum við ekki að gera þær allar í einu.

Bólu­setn­ing­ar­staða ann­arra

Nema þú hafir séð vinnu­fé­laga þína birta myndir af sér í Laug­ar­dals­höll á sam­fé­lags­miðlum getur verið erfitt að vita bólu­setn­ing­ar­stöðu þeirra, sem getur valdið streitu þegar þú ert að spjalla við þá við kaffi­vél­ina eða situr við hlið­ina á þeim í fund­ar­her­berg­inu, sér­stak­lega ef þú ert með und­ir­liggj­andi sjúk­dóm. Í stað þess að stofna til átaka er betra að ein­beita þér að því sem þú getur sjálf(­ur) gert til að láta þér líða vel. Vertu með á hreinu hvað skapar þér öryggi, eins og t.d. að forð­ast handa­band og heilsa fólki með oln­bog­an­um, halda fjar­lægð, nota hand­spritt og/eða grímu inn­an­dyra. Gott er að ræða við yfir­mann ef þú hefur miklar áhyggjur af því að snúa aftur á vinnu­stað.

Hlúum að sjálfum okkur

Eitt af því sem við sinntum vel meðan á heims­far­aldr­inum var að hlúa að sjálfum okk­ur, hvort sem það var með jóga á Teams í hádeg­inu, róandi gleði köku­bakst­urs eða því að rækta með okkur ást á garð­yrkju. Þó að við séum aftur mætt á skrif­stof­una þurfum við ekki að sleppa því sem skap­aði ró, hvort sem það er að hlusta á tón­list, mála, lesa bæk­ur, laga bíl­inn eða æfa nýja færni. Að gleyma sér í ein­hverju gefur heil­anum tæki­færi til að sleppa og virkja sköp­un­ar­kraft­inn.

Er kom­inn tími á breyt­ing­ar?

Heims­far­ald­ur­inn gaf okkur öllum mik­inn tíma til að hug­leiða fram­tíð­ina. Mögu­lega hef­urðu áttað þig á því að þig langar ekki aftur í sama far­ið. Þetta er því hent­ugur tími til að hugsa um starfs­fer­il­inn. Ef þér finnst kom­inn tími á breyt­ingar gæti þurft að dusta rykið af fer­il­skránni. Hugs­aðu um hvernig þú gætir nýtt tæki­færin og mögu­leik­ana sem bjóð­ast í breyttri fram­tíð vinn­unn­ar. Hafðu samt líka í huga að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin og oft má gera gott enn betra.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar