Að snúa aftur á vinnustað

Ingrid Kuhlman gefur ráðleggingar til þeirra sem eru að snúa aftur til skrifstofulífsins eftir COVID.

Auglýsing

Það tók tíma og þol­in­mæði að aðlag­ast umskipt­unum þegar skrif­stofu­starfs­menn um heim allan voru snögg­lega sendir heim vegna heims­far­ald­urs­ins. Við þurftum að læra á alls kyns sam­skipta- og sam­vinnu­tól og kenna börn­unum heima á meðan við vorum á sama tíma að reyna að standa skil á verk­efn­um. Við lærðum líka að takast á við trufl­anir frá gælu­dýrum og stöðuga nálægð okkar við sófann, ísskáp­inn og Net­fl­ix. Síð­ustu tvö ár höfum við upp­lifað annað form af ein­beit­ingu, lært að vinna öðru­vísi og sam­þætta betur kröfur starfs og einka­lífs. Nú þegar við erum loks búin að ná tökum á heima­vinn­unni eru vinnu­staðir farnir að kalla okkur aftur inn á skrif­stof­una.

Sumir hafa verið að telja niður dag­ana þar til þeir geta notið vinnunæðis á skrif­stof­unni og hitt vinnu­fé­lag­ana. Fyrir aðra getur það verið ögrandi að mæta aftur á skrif­stof­una.

Hér á eftir fylgja nokkrar ráð­legg­ingar fyrir þá sem eru að snúa aftur til skrif­stofu­lífs­ins:

Auglýsing

Skyndi­lega heldur eng­inn fjar­lægð

Jafn­vel fyrir full­bólu­setta getur það verið óþægi­leg til­finn­ing í fyrstu að vera umkringdir fólki eftir að hafa upp­lifað hætt­una af því að vera of nálægt annarri mann­eskju í heil tvö ár. Nýleg könnun sýndi sem dæmi að tveir þriðju hlutar banda­rískra starfs­manna kvíða því að snúa aftur á vinnu­stað­inn og segj­ast ótt­ast um heilsu sína og vellíð­an.

Ef þú upp­lifir óör­yggi eða kvíða í návist ann­arra, t.d. í lyft­unni, mötu­neyt­inu eða fund­ar­her­berg­inu, er gott að gefa þér smá stund til að staldra við og taka eftir því sem er að ger­ast innra með þér. Upp­li­f­irðu auk­inn hjart­slátt? Breyt­ist and­ar­drátt­ur­inn þegar þú ferð inn í rými sem er fullt af fólki? Settu síðan hönd­ina á kvið­inn og and­aðu hægt og rólega inn um nefið og síðan hægt út um munn­inn. Þegar skiln­ing­ar­vitin eru örvuð gleymum við oft að beita djúpri önd­un. Að taka eftir við­brögðum lík­am­ans og nota síðan önd­un­ina hefur róandi áhrif á tauga­kerf­ið.

Breytt rútína

Eftir að hafa tekið fundi við eld­hús­borðið og unnið í nátt­föt­unum getur það verið áskorun að þurfa að stilla vekjara­klukk­una, klæða sig og mæta til vinnu. Á móti kemur að skilin milli vinnu og einka­lífs verða ljós­ari þar sem ferða­tím­inn í og úr vinnu skapar eðli­leg skil. Það gæti tekið smá æfingu að kom­ast aftur inn í morg­un­rútín­una. Hægt er að aðlag­ast smám sam­an, t.d. tveimur vikum áður en þú snýrð aftur á vinnu­stað, með því að æfa eitt nýtt verk­efni á dag (t.d. að láta vekjara­klukk­una hringja og fara í sturtu) og bæta síðan við fleiri verk­efnum á tveggja til þriggja daga fresti, eins og að velja vinnu­fatnað eða und­ir­búa nesti. Þegar við æfum nýjar venjur þurfum við ekki að gera þær allar í einu.

Bólu­setn­ing­ar­staða ann­arra

Nema þú hafir séð vinnu­fé­laga þína birta myndir af sér í Laug­ar­dals­höll á sam­fé­lags­miðlum getur verið erfitt að vita bólu­setn­ing­ar­stöðu þeirra, sem getur valdið streitu þegar þú ert að spjalla við þá við kaffi­vél­ina eða situr við hlið­ina á þeim í fund­ar­her­berg­inu, sér­stak­lega ef þú ert með und­ir­liggj­andi sjúk­dóm. Í stað þess að stofna til átaka er betra að ein­beita þér að því sem þú getur sjálf(­ur) gert til að láta þér líða vel. Vertu með á hreinu hvað skapar þér öryggi, eins og t.d. að forð­ast handa­band og heilsa fólki með oln­bog­an­um, halda fjar­lægð, nota hand­spritt og/eða grímu inn­an­dyra. Gott er að ræða við yfir­mann ef þú hefur miklar áhyggjur af því að snúa aftur á vinnu­stað.

Hlúum að sjálfum okkur

Eitt af því sem við sinntum vel meðan á heims­far­aldr­inum var að hlúa að sjálfum okk­ur, hvort sem það var með jóga á Teams í hádeg­inu, róandi gleði köku­bakst­urs eða því að rækta með okkur ást á garð­yrkju. Þó að við séum aftur mætt á skrif­stof­una þurfum við ekki að sleppa því sem skap­aði ró, hvort sem það er að hlusta á tón­list, mála, lesa bæk­ur, laga bíl­inn eða æfa nýja færni. Að gleyma sér í ein­hverju gefur heil­anum tæki­færi til að sleppa og virkja sköp­un­ar­kraft­inn.

Er kom­inn tími á breyt­ing­ar?

Heims­far­ald­ur­inn gaf okkur öllum mik­inn tíma til að hug­leiða fram­tíð­ina. Mögu­lega hef­urðu áttað þig á því að þig langar ekki aftur í sama far­ið. Þetta er því hent­ugur tími til að hugsa um starfs­fer­il­inn. Ef þér finnst kom­inn tími á breyt­ingar gæti þurft að dusta rykið af fer­il­skránni. Hugs­aðu um hvernig þú gætir nýtt tæki­færin og mögu­leik­ana sem bjóð­ast í breyttri fram­tíð vinn­unn­ar. Hafðu samt líka í huga að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin og oft má gera gott enn betra.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar